Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 25
AUKIÐ framboð á háskólanámi
hér á landi undanfarna áratugi var
heillaskref, ekki síst til að breyta rót-
grónum hefðum og
koma betur til móts
við fjölbreyttar þarfir
nútímasamfélags.
Háskólanám er ekki
lengur fyrir fáa út-
valda heldur í vax-
andi mæli hluti af al-
menningsmenntun hverrar þjóðar. Í
háskólum eru ekki lengur einungis
stunduð hefðbundin vísindi og starfs-
menntun örfárra stétta, heldur ekki
síður þverfaglegar rannsóknir á ólík-
um sviðum. Þar fer einnig fram fag-
leg og fræðileg starfsmenntun fjöl-
margra fagstétta sem
nútímasamfélagið þarf á að halda.
Skynsamleg verkaskipting
Nokkuð hefur verið rætt um þróun
háskólastigsins hér á landi und-
anfarið og mikil gróska á síðustu ára-
tugum hefur orðið til þess að margir
telja að nú sé tímabært að grisja
garðinn. Menn tala um að það sé hollt
að innleiða samkeppni í starf háskóla,
þannig muni gæðin aukast og fjöl-
breytnin vaxa. En í litlum garði þarf
að skipuleggja ræktunarstarfið af
hugkvæmni, skynsemi og alúð til þess
að heildarárangurinn verði sem best-
ur. Það má t.d. spyrja um réttmæti
þess að bjóða lögfræði- eða viðskipta-
fræðinám í mörgum háskólum í stað-
inn fyrir að bjóða nemendum fjöl-
breyttari námstækifæri. Samkeppni
er jákvæð og eftirsóknarverð, en
samstarf og skynsamleg verkaskipt-
ing eru líka nauðsynleg.
Nýr sameinaður Háskóli Íslands
Þegar hugað er að endurskipulagn-
ingu háskólastigsins er nauðsynlegt
að nýta reynslu undanfarinna ára.
Fyrir rúmum fimm árum voru fjórar
stofnanir sameinaðar í Kennarahá-
skóla Íslands. Í kjölfarið var allt starf
skólans á sviði kennslu, rannsókna og
stoðþjónustu endurskipulagt. Sam-
einingin varð til þess að nú er Kenn-
araháskóli Íslands öflugur háskóli á
sínu sviði og stenst vel samanburð við
bestu kennaraháskóla í öðrum lönd-
um.
Meðal annars í ljósi þessarar
reynslu má ætla að skynsamlegt sé að
sameina alla ríkisháskólana á Íslandi
undir einu merki, eins konar regnhlíf,
þar sem skólar og deildir geta haldið
verulegu sjálfstæði innan ramma
einnar stofnunar, Háskóla Íslands.
Þannig gæti orðið til enn öflugri há-
skóli en við eigum nú, háskóli sem
þjónaði enn betur íslenskri þjóð og
stæði enn betur að vígi í samskiptum
við hið alþjóðlega háskólasamfélag.
Með sameiningu ríkisháskólanna yrði
til öflugur háskóli á alþjóðlegum
mælikvarða, með rúmlega 12.000
nemendur, vel menntað starfslið og
fjölbreyttar rannsóknir á ólíkum
fræðasviðum.
Einfaldari stjórnsýsla
Skipuleggja þyrfti hinn nýja Há-
skóla Íslands sem samhæfða heild og
nota tækifærið til að gera náms-
framboð fjölbreytt og aðgengilegt
auk þess að einfalda og hagræða í
stjórnsýslu, s.s. með einu skráning-
arkerfi, sameiginlegu vefumhverfi,
samræmdri inntöku nýnema, náms-
ráðgjöf, lögfræðiþjónustu og mörgu
fleira. Hins vegar má ekki missa sjón-
ar á mikilvægu akademísku hlutverki
og sérstöðu háskólastofnana. Ef sam-
eining á að takast vel þarf að end-
urskipuleggja allar hlutaðeigandi
stofnanir án tillits til stærðar. Ein-
ungis þannig verður lagður traustur
grunnur að samhæfðri og öflugri
stofnun sem getur náð meiri árangri
en allir skólarnir gera samanlagt nú.
Þannig mætti hugsa sér að Háskóli
Íslands á Akureyri hefði veigamikið
hlutverk við nauðsynlega og mik-
ilvæga tengingu háskólans við sí-
menntunarmiðstöðvar og háskólaset-
ur á landsbyggðinni og Uppeldis- og
menntunarskóli Háskóla Íslands gæti
haft sérstakt hlutverk fyrir háskól-
ann í tengslum við þróun kennslu-
hátta og kennslutækni. Ein tölvudeild
Háskóla Íslands gæti auðveldlega séð
um kerfis- og netþjónustu fyrir allan
skólann. Svona mætti lengi telja.
Sameinaður háskóli myndi jafn-
framt stuðla að verkaskiptingu og
samstarfi á sviði kennslu og rann-
sókna og gæti þannig nýtt sérfræð-
inga á afmörkuðum sviðum mun bet-
ur en nú er gert. Ætla má að með
samræmdu rannsóknarumhverfi og
aukinni samvinnu væri unnt að þróa
teymisvinnu í rannsóknum, takast á
við stærri verkefni og auka sértekjur
til rannsókna- og þróunarverkefna. Í
sameinuðum háskóla mætti byggja
upp rannsóknartengt framhaldsnám,
einkum doktorsnám, auka samvinnu
um slíkt nám við erlenda háskóla og
efla þar með rannsóknir innanlands.
Allt þetta er mikilvægt fyrir frekari
þróun þekkingarsamfélagsins.
Fyrirmyndir að samhæfðum há-
skóla, eins og þeim sem hér er lýst,
má finna víða beggja vegna Atlants-
hafsins. Sem dæmi má nefna skipulag
ríkisháskóla í mörgum fylkjum
Bandaríkja Norður-Ameríku og há-
skólastofnanir í mörgum Evr-
ópulöndum. Þá má benda á að um
þessar mundir fer fram mikil um-
ræða á Norðurlöndum um aukið sam-
starf og sameiningu háskóla. Hug-
myndir sem þessar eru því engan
veginn bundnar við Ísland.
Að lokum
Við endurskipulagningu há-
skólastigsins á Íslandi þurfa heilbrigð
samkeppni og samvinna að fara sam-
an innan ramma heildarstefnu sem
hefur hag samfélagsins í huga. Sjón-
armið samkeppninnar ein og sér
nægja ekki til að laða fram nauðsyn-
lega fjölbreytni og viðunandi gæði í
starfi háskóla.
Kennaraháskólinn er tilbúinn að
leggja sitt af mörkum til þess að leita
farsælla lausna.
Sameining
ríkisháskóla
á Íslandi
Eftir Ólaf Proppé
Höfundur er rektor
Kennaraháskóla Íslands.
! "
!"#$%&'(!)!)#&#*+,-!.', ./#
#/0/ (!)!)#&#
#$%& #'(&)*+ ,-(&./0&.1&0$2 3%1+204 2&.%3+5.4 2)&66&6
,-(&./0&.1&0$2+. 7001$28
%+9+ &2$+679&%/):&; $;(<&=7() =$%+"
% $+00$ .; + 9> & +(&./0+668
%+9+ $((+1$2?2 )10+32)18