Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Jónssonfrá Einarsstöðum í Reykjadal fæddist 23. janúar 1920. Hann lést að Sóltúni, í Reykjavík, hinn 18. júní sl. Foreldrar Sig- urðar voru Jón Har- aldsson og Þóra Sig- fúsdóttir, búendur að Einarsstöðum í Reykjadal, S-Þing. Sigurður var einn 12 systkina, en 11 voru alin upp á Einarsstöð- um. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur eftir hefðbundið nám þess tíma að Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal. Í Reykjavík vann Sigurður við akstur olíu- og leigubifreiða. Hann kvæntist Sigríði Gunnarsdóttur, f. 26.9. 1927, dóttur hjónanna Gunn- ars Sigurðssonar, kaupmanns í Von, og Margrétar Gunnarsdóttur. Sigríður og Sigurður eignuðust tvö börn, a) Lilju, f. 28.3. 1949, gift Óla G. Jóhannssyni, f. 13.12. 1945. Börn þeirra eru: 1) Örn, f. 11.7. 1971, sambýliskona Christina, f. 21.1. 1973. Sonur þeirra er Sigurd. 2) Sigurður, f. 5.2. 1973. 3) Hjördís, f. 28.9. 1974. Sonur hennar er Ólaf- ur Hrafn Kjartansson. 4) Hrefna, f. 9.12. 1977, í sambúð með Sverri Gests- syni, f. 30.4. 1971. b) Jón Gunnar, f. í Van- couver 11.4. 1955, kvæntur Elsu Ósk- arsdóttur, f. 3.8. 1960. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 17.5. 1980. Börn hennar eru Elísabet Ingimundardóttir og Jón Eggert Óttars- son. 2) David, f. 14.10. 1987. 3) Sara, f. 19.4. 1992. Árið 1953 fluttust Sigurður og Sigríður búferlum til Vancouver í Kanada og vann Sigurður við húsamálun þann tíma er þau voru vestra. Heim fluttist fjölskyldan árið 1960 og stofnsettu hjónin Tískuskólann, sem þau starfræktu í nokkur ár. Er Sigurður og Sigríður skildu flutti Sigurður til Akureyrar og vann þar sem verslunarmaður. Síðar fór hann til Reykjavíkur og vann í móttöku Hótel Sögu, þá sem versl- unarmaður og starfsferli lauk hann hjá Skátahreyfingunni í Reykjavík. Útför Sigurðar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var leiðindaveður á bónda- daginn 1920, þegar húsfreyjan á Ein- arsstöðum varð léttari að fimmta barni þeirra Jóns bónda. Héraðs- læknir hafði verið sóttur, enda stutt að sækja, og þurfti að beita verkfær- um við fæðinguna. Ekki var lífsmark með barninu og var það lagt afsíðis meðan hlúð var að sængurkonunni. Héraðslæknirinn gaf út vottorð sitt um andvana fætt sveinbarn, kvaddi og fór. Veður fór versnandi. En Sigurveig á Litlulaugum, far- sæl ljósmóðir í meira en þrjátíu ár, bað leyfis og taldi skyldu sína að gera enn eina tilraun til að koma barninu til lífs. Og leið ekki löng stund þar til það rak upp öskur við mikla gleði við- staddra. Sigurður átti lengi þetta „dánar- vottorð“ sitt og henti gaman að, þótt það sé nú löngu horfið í brunn fortíð- arinnar, eins og svo margt annað frá viðburðaríkum æviferli hans. Halda mætti að örlögunum hefði þótt nóg að gert, er svo tæpt stóð um líf Sigurðar í byrjun, og látið þar við sitja. Svo var ekki. Margs konar skrokkskjóður varð hann að þola á lífsleiðinni og stóð stundum tæpt. En hann varð tápmikill er hann óx úr grasi, varð fljótlega vel fær í íþrótt- um, einkum skíðastökki og fimleikum, vel hvattur af Haraldi bróður sínum. Ég held að mig misminni ekki, að enn sjáist móta fyrir garðhleðslum tveim í brekkunni ofan við Einarsstaði, sem þeir bræður, einkum Sigurður og Jón, gerðu, til að milli þeirra safnaðist meiri snjór svo lending yrði betri í stökkbrautinni. Í bernsku var Sigurður nokkur ár í fóstri hjá Hólmfríði og Sigvalda á Fljótsbakka, sem þá voru roskin orð- in. Mundi Sigurður, þegar faðir hans fór með hann þangað. Og kominn var hann aftur að Einarsstöðum þegar Sigvaldi andaðist 1927. Vel dafnaði Sigurður á Fljótsbakka og lét vel af vistinni þar, „ég var spikfeitur“. Á Einarsstöðum kemur hann aftur í stækkandi systkinahóp og verður sjálfur að halda stöðu sinni án sér- kjara og eftirlætisins á Fljótsbakka. Æskuheimili Sigurðar var mið- sveitis, þar var kirkja sóknarinnar og póstafgreiðslustöð. Þangað komu því margir, var ég oft sendur þangað ým- issa erinda og var vinsamlega tekið, enda skyldur heimilisfólki. Ekki hafði ég þá mikið saman við Sigurð að sælda, hann var nokkru eldri en ég. Um 1940 fer Sigurðar að heiman að mestu, og brátt fyrir fullt og allt; hurf- um við því hvor annars sjónum í rúma hálfa öld, þar til ég leitaði upplýsinga hjá honum um frænda okkar í Vest- urheimi. Héldum við nokkurn kunn- ingsskap upp frá því. Sigurður lagði fyrir sig hin fjöl- breytilegustu störf um ævina. Fram- an af stundaði hann akstur, fyrst vörubíla milli Akureyrar og Reykja- víkur og þá leigubíla í Reykjavík. Þegar hann kom til Vancouver lærði hann málaraiðn og öðlaðist réttindi í þeirri grein og vann þar að henni í all- mörg ár. Þegar hann hugðist vinna við þá iðngrein hér heima síðar töldu ráðamenn iðngreinarinnar brýnt að koma í veg fyrir það, og varð svo að vera. En Sigurði féll þetta þungt, því hann hafði metnað fyrir iðngrein sína, enda vel verki farinn og handlaginn eins og margir í ætt hans. Þegar um fór að hægjast fór Sigurður einnig að gefa sig að myndlist, þótt ólærður væri á því sviði, og hélt sýningu á verkum sínum. Sigurður kunni vel frá að segja eins og faðir hans, sem var – auk annars – annálaður fyrir góðar sögur. Og kímni hans var svipaðrar gerðar, laus við nart eða illkvittni. Þótt örlögin tækju hann oft óljúfum tökum var hann ekki beiskur eða sár, meðfætt glaðlyndi hans kom í veg fyrir það, þótt erfitt reyndist honum að sætta sig við alla hluti. Honum var eðlislægt að ætla engum illt að fyrra bragði, en fyrir kom að hann varð að þola von- brigði í þeim efnum. Hann mundi vel og mat mikils þá sem af einlægni og umhyggju sýndu honum velgjörning, er miðuðu að eflingu hans í æsku, eins og t.d. Aðalstein frænda hans frá Halldórsstöðum, sr. Þorgrím á Grenj- aðarstað og Þorgeir íþróttakennara á Laugum. Sigurður hafði gott næmi á fólk og viðmót þess. Hann var smekkmaður og snyrtimenni, vinir hans sögðu pjattaður, og hygg ég að þessir eig- inleikar hans hafi nýst vel er hann var sölumaður í herrafataverslun og það starf hafi farist honum vel úr hendi. Síðustu árin voru Sigurði leið í ýmsu; heilsu hans var þannig háttað, hann var orðinn mjög sjóndapur og sítengdur súrefnisgjöf þótt ekki væri hann þungt haldinn. Við þær aðstæð- ur fékk góð umönnun síðustu 17 mán- uðina lítið úr bætt. Því var almættinu vorkunn að þykja hann nóg hafa lifað. Og var ekki við hæfi fyrir mann, sem svo naumlega fæddist inn í þorrann, að deyja út í vornóttina? Ragnar Árnason. SIGURÐUR JÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Sigurð Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lokað Lokað í dag, fimmtudag, vegna jarðafarar. Hársnyrtistofan Ísold, Rangárseli 4, Reykjavík. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA S. JÓNSDÓTTIR, Tejn, Borgundarhólmi, Danmörku, áður til heimilis í Hvammsgerði 7, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Rönne, Borgundarhólmi, aðfaranótt mánudagsins 23. júní sl. Kveðjuathöfn verður í Bústaðakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 13.30. Bálför fór fram í Borgundarhólmi. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Espersen, Ivar Espersen, Þór Magnússon, Svanhvít Ásmundsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Smári Magnússon, Óðinn Magnússon, Agnieszka Iwona Szejnik, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGNÝ ÞORGRÍMSDÓTTIR, Ytri-Miðhlíð, Barðaströnd, sem andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar þriðjudaginn 24. júní, verður jarðsungin frá Hagakirkju laugardaginn 5. júlí kl. 14.00. Unnur Breiðfjörð, Vilberg Guðjónsson, Edda Steingrímsdóttir, Ægir Einarsson, Jón Þ. Steingrímsson, Hugljúf Ólafsdóttir, Hörður Steingrímsson, Halldóra Jóhannesdóttir, Jóhann Steingrímsson, Ásta Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Innilega þökkum við samúð og hlýhug við frá- fall ástkærrar eiginkonu, móður, tengdadóttur og mágkonu, LONE KASTBERG REBSDORF, Hornslet, Danmörku. Hennar er sárt saknað. Páll M. Ríkharðsson, Jóhanna og Emma, Hulda, Örn, Þór Melsteð. Elskulega eiginkona mín, HLÍN EIRÍKSDÓTTIR, Hraunborg, Álftanesi, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, sunnudaginn 29. júní sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Carl Brand. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, BJÖRN HJÁLMARSSON frá Mælifellsá, verður jarðsunginn frá Reykjakirkju laugar- daginn 5. júlí kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki. Margeir Björnsson, Helga Þórðardóttir, Rósa Björnsdóttir, Indriði Sigurjónsson, Anna S. Björnsdóttir, Viktor G. Sigurðsson og fjölskyldur. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SVAFARSDÓTTIR frá Sandgerði, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 30. júní. Ólafur H. Þórðarson, Svavar Rúnar Ólafsson, Árný Ingibjörg Filippusdóttir, Guðrún Svava Guðmundsdóttir, Hjörtur Lárus Harðarson, Indriði Þórður Ólafsson, Lovísa Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær frændi minn, DANÍEL DANÍELSSON fyrrv. bóndi á Hlíðarfæti, Hvalfjarðarstrandarhreppi, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saur- bæ, Hvalfjarðarströnd, laugardaginn 5. júlí kl. 11.00. Athugið breyttan tíma frá fyrri auglýsingu. Fyrir hönd ættingja, Kristín Halldóra Gunnarsdóttir. Elsku mamma, tengdamamma og amma, HULDA GUÐBJÖRNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja í Miðskógi, Miðdölum, Dalasýslu, síðar á Laugarnesvegi 106, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 23. júní sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. júlí kl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.