Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 47
HIPP-hopp-tónlistarstefnan á ræt-
ur sínar í Harlem og Bronx þar sem
rapparar komu fram á sjónarsviðið
fyrir röskum tveimur áratugum.
Nú eru heilu hverfin sem ferða-
menn forðuðust áður eins og heitan
eldinn orðin að vinsælum áfanga-
stöðum fyrir þá sem vilja skoða
uppruna þess sem hvað vinsælast
er í tónlistinni í dag. Og það að sem
meira er, það eru sjálfir frumkvöðl-
arnir í hipp-hopp-heiminum sem
eru leiðsögumenn.
„Allir aðrir eru að græða á þessu,
svo hví ættum við ekki að gera það
líka?“ sagði Rahiem, úr einu af
þekktari frumkvöðlaböndum hipp-
hoppsins, Grandmaster Flash and
the Furious Five, í viðtali við BBC.
Ferðalangar sem fara í kynn-
isferðir með Rahiem og kollegum
hans furða sig á því að gömlu kemp-
urnar skuli ekki eiga feikinóg af
peningum. Ástæðan er helst sú að
þegar tónlistarstefnan fór fyrst að
mótast var ekki stór markaður fyrir
tónlistina. Þannig segir Rahiem að í
gamla daga hafi þeim félögum þótt
himnasending að komast í að spila á
tónleikum fyrir 5.000 dali en í dag
fái stórstjörnurnar 40-falda þá upp-
hæð fyrir að skemmta á risavöxnum
íþróttaleikvöngum, troðfullum af
æstum áhorfendum.
Í kynnisferðunum eru ferða-
langar leiddir um æskuslóðir hipp-
hoppsins og þeim sýndir markverðir
staðir þar sem gamlir rapparar
bjuggu eða tóku upp lögin sín.
Grandmaster Flash and the Furious
Five klæddir samkvæmt nýjustu
tísku í árdaga hipp-hoppsins.
Á fornum
hipp-hopp-
slóðum
Gamlir rapparar drýgja tekjurnar með leiðsögumennsku
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 47
AKUREYRI • REYKJAVÍK • KEFLAVÍK
Myndbönd
Fjölskyldumynd
Virginia’s Run/
Virginía hleypir á skeið
Bandaríkin/Kanada 2002. Skífan. VHS
(100 mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: Peter
Markle. Aðalleikendur: Lindze Lether-
man, Gabriel Byrne, Joanne Whalley.
Lítil og hádramatísk fjölskyldu-
mynd sem sækir fyrirmynd sína
augsýnilega í nafnkunn hliðstæð
eldri verk á borð við National Velv-
et, en meinið er að hér er engin
Elizabeth Taylor
eða frumleg og
áhrifarík saga.
Söguhetjan Virg-
inia (Lindze Leth-
erman) er 12 ára
gamall telpukrakki
sem missti móður
sína í slysi er hún
féll af hestbaki.
Pabbi hennar
(Gabriel Byrne) setur sig á móti því
að Virginía litla komi nálægt hest-
um eftir atburðinn en hún er ekki á
sama máli. Virginía á eldri systur
sem er í tygjum við Darrow (Kevin
Zegers), óforskammaðan náunga
sem vinnur hvert hlaupið á fætur
öðru og gerir allt til þess að Virg-
inía geti ekki tekið þátt í árlegum
þorpsveðhlaupum.
Ansi fyrirsjáanleg, frá upphafi
veit maður nokkurn veginn hvernig
málin þróast hjá Virginíu og hennar
hestamál öll. Þeir vondu fá fyrir
ferðina og hver skyldi standa uppi
sem sigurvegari? Gettu einu sinni.
Nokkrar hliðarsögur eru í gangi,
m.a. ein sem snertir tamningamann
(Joanne Whalley) sem kemur til
bæjarins og þegar ljóst er að sú
sem leikur hann er engin önnur en
glæsikvendið Joanne, sú sem áður
bætti Kilmer aftan við skírnarnafn-
ið, er pabbi gamli fljótur að ná sér
eftir konumissinn. Og annað eftir
því. Þokkaleg skemmtun fyrir börn
knapa og tamningamanna. Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Virginía á
veðhlaupa-
brautinni
Bara koss
(Just A Kiss)
Gamanmynd
Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD.
Öllum leyfð. (89 mín.) Leikstjórn Fisher
Stevens. Aðalhlutverk Marisa Tomei,
Kyra Sedgwick, Ron Eldard, Patrick
Breen.
ÞESSI rómantíska gamanmynd er
blessunarlega ekki eins og þær flest-
ar. Hún er fyrir það fyrsta frumlegri.
Hún er klikkaðri og þar af leiðandi
langsóttari.
Sá sem gerði hana er Fisher Stev-
ens, kauði sem mað-
ur sá fyrst í
menntaskólamynd-
um en dúkkaði síð-
an upp í burðarhlut-
verki í Á köldum
klaka Friðriks
Þórs.
Hann og hand-
ritshöfundurinn
Breen – sem jafnframt leikur eitt að-
alhlutverkið – hafa hugmyndaflugi til
að dreifa, það er greinilegt. Tilgerðin
er reyndar allmikil á köflum en línan
er líka fín á milli tilgerðar og frum-
legheita þegar djarft er teflt.
Óþarfi er að tíunda þráðinn að öðru
leyti en að hann flakkar um í tíma og
gengur út á hversu miklu skiptir að
standast freistinguna, hversu alvar-
legar afleiðingar getur haft í för með
sér að misstíga sig einu sinni – allt þó
á léttfáránlegum nótum.
Og allir átta leikararnir sig á fárán-
leikanum, skila sínu og gera ágætis
stundargaman ennþá skemmtilegra.
Skarphéðinn Guðmundsson
Hvað ef?