Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 45
Verður haldið hjá Golfklúbbnum Keili laugardaginn 5. júlí nk.
Keppnisfyrirkomulag: 18 holu höggleikur með og án forgjafar
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Piltaflokkur 16-18 ára hvítir teigar
Drengjaflokkur 14-15 ára gulir teigar
Strákaflokkur 12-13 ára rauðir teigar
Stúlknaflokkur 16-18 ára bláir teigar
Telpnaflokkur 14-15 ára rauðir teigar
Stelpuflokkur 12-13 ára rauðir teigar
Veitt verða verðlaun fyrir 1.-3. sæti
í öllum flokkum með og án forgjafar
Aukaverðlaun: Næst holu á 6. og 10. braut
Dregið úr skorkortum í mótslok
Keppnisgjald kr. 2000
Skráningu lýkur föstudaginn 4. júlí kl. 20:00
Skráning er í síma 565 3360 og á golf.is
Opið unglingamót
TYRKNESKI landsliðsmarkvörð-
urinn, Rustu Recber, hefur ákveðið
að ganga til liðs við Barcelona frá
Fenerbahce. Barcelona þarf ekki að
greiða Fenerbache neitt fyrir Recb-
er en samningur hans við Fener-
bache rann út eftir síðasta tímabil.
„Ég hef haldið með Barcelona síðan
ég var sjö ára gamall og ég er mjög
glaður með að hafa gengið til liðs við
félagið,“ sagði Recber.
FLORENT Laville, hefur skrifað
undir tveggja ára samning við enska
úrvaldsdeildarliðið Bolton Wander-
ers. Laville var í láni hjá Bolton und-
ir lok síðasta keppnistímabils og stóð
sig vel. Bolton þarf að greiða franska
liðinu Lyon um 75 milljónir ísl. króna
fyrir þjónustu kappans.
ENSKA úrvalsdeildarliðið Birm-
ingham hefur keypt David Dunn frá
Blackburn á um 650 milljónir ís-
lenskra króna. Dunn er 23 ára gam-
all miðjumaður og hefur leikið með
enska landsliðinu.
FÓLK
Það er orðið nokkuð langt síðanKR-ingar hafa átt fjórtán skot
að marki mótherja í einum leik og
mótherjarnir áttu
fimmtán skot að
marki KR þannig að
það var nóg að ger-
ast upp við mörkin
að þessu sinni. KR-ingar voru sterk-
ari aðilinn eins og við var búist en
þeir urðu samt að gæta sín því sókn-
arlotur gestanna voru þannig að
vörn KR mátti ekki misstíga sig
mikið til að illa færi fyrir heima-
mönnum.
Valþór Halldórsson, sem stóð í
marki KR að þessu sinni, átti góðan
leik og bjargaði nokkrum sinnum
mjög vel, fyrst á 24. mínútu. Tveim-
ur mínútum síðar skoraði Veigar
Páll með fínu skoti utan teigs, en
boltinn hafði viðkomu í varnarmanni
ÍA áður en hann fór í netið.
Gestirnir hófu síðari hálfleik af
miklum krafti og þurfti Valþór
margsinnis að taka á öllu sínu. Það
voru samt KR-ingar sem skoruðu
aftur, nú fyrirliðinn Sigurvin Ólafs-
son með fallegu skoti frá vítateig.
Eftir markið gerðist það helst að
Einar Þór Daníelsson, sem kom inn
á í byrjun síðari hálfleiks, fékk sitt
annað gula spjald á 73. mínútu fyrir
glórulausa tæklingu. Dómarinn
hefði að sjálfsögðu átt að sýna hon-
um rauða spjaldið beint, en gerði það
ekki. KR-ingar voru því einum færri
það sem eftir var leiks. Einar Þór lét
ekki þar við sitja heldur skallaði í
andlit Þórðar Birgissonar áður en
hann gekk af leikvelli. Hvernig að-
stoðardómarinn fór að því að missa
af þessu atviki veit ég ekki en hann
sá alltént ekkert athugavert.
Hann sá ekki heldur fimm mín-
útum síðar þegar Garðar Gunn-
laugsson skoraði fyrir ÍA. Boltinn
fór inn fyrir marklínu, alveg út við
stöng þar sem Valþór lá eftir að hafa
hálfvarið skot Garðars. Valþór var
snöggur að ná boltanum út fyrir línu
á ný – svo snöggur að dómari og að-
stoðarmenn hans misstu af því – eins
og raunar mörgu öðru.
Veigar Páll gladdi augu áhorfenda
með snilli sinni. Valþór stóð sig vel
og eins áttu Sigurvin, Kristján og
Jökull ágætan dag.
Hjá ÍA voru þeir Ellert Jón og
Garðar sterkir og hinn 16 ára gamli
Örlygur Magnússon, sem fékk sitt
annað gula spjald á lokamínútu, lét
finna vel fyrir sér – fullmikið á
stundum. Hann á eftir að verða
harður í horn að taka næstu árin ef
að líkum lætur.
Tvö rauð og
tvö mörk
KR-INGAR lögðu ungmennalið Skagans 2:0 í 16 liða úrslitum VISA-
bikarkeppninnar í gærkvöld með einu marki í hvorum hálfleik.
Skagamenn minnkuðu muninn án þess að dómarinn tæki eftir því
en hann sýndi einum leikmanni úr hvoru liði rautt spjald þannig að
það gekk á ýmsu í Frostaskjólinu í gærkvöld.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
BJARNÓLFUR Lárusson,
leikmaður ÍBV, verður ekki
með sínum mönnum sem mæta
KR á Hásteinsvelli í Vest-
mannaeyjum á laugardag.
Aganefnd KSÍ hefur úrskurð-
að Bjarnólf í eins leiks bann
vegna fjögurra gulra spjalda.
Þetta er í annað skiptið á
keppnistíðinni sem Bjarnólfur
er úrskurðaður í bann því að
fyrr í sumar fékk hann að líta
rauða spjaldið í viðureign við
KA. Vestmannaeyingar mega
illa við fjarveru Bjarnólfs því
að mikil meiðsli hrjá leikmenn
Eyjaliðsins þessa dagana. ÍBV
er í sjötta sæti með níu stig,
aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Bjarnólfur
aftur í
bann
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lítið vantaði uppá til að ÞorvaldurMár Guðmundsson kæmi Aftur-
eldingu í forystu á fyrstu fimmtán
mínútunum en tví-
vegis fór skot hans
framhjá og sá Ólafur
Þór Gunnarsson
markvörður Vals við.
Engu að síður náðu Valsmenn greini-
lega undirtökunum og Jóhann Möller
skallaði að marki Mosfellinga af
stuttu færi en þeim tókst að bjarga á
línu. Þeir komu samt engum vörnum
við eftir hálftíma leik þegar löng og
vel uppbyggð sókn Valsmanna skilaði
góðu færi sem Matthías Guðmunds-
son rak endahnútinn á með fyrsta
marki Vals. Fjórum mínútum síðar
kom Jóhann Val í 2:0 eftir góða sókn.
Það var ekki auðvelt fyrir Mosfell-
inga að hefja síðari hálfleik tveimur
mörkum undir enda stóðu þeir ekki
lengi í Valsmönnum, sem sjálfir voru
komnir á bragðið og góður samleikur
þeirra var líklegur til að skila fleiri
mörkum. Hálfdán skoraði á 52. mín-
útu eftir hrikaleg varnarmistök Aft-
ureldingar og Jóhann bætti við öðru
sínu þegar hann vann boltann af varn-
armanni Mosfellinga á 60. mínútu. Þá
fékk Sigurður Sæberg Þorsteinsson
að bregða sér fram völlinn og hann
þakkaði það með tveimur mörkum úr
þrumuskotum.
„Ég fékk að fara fram í smástund
og setti tvö mörk sem er ágætt,“ sagði
Sigurður Sæberg en þetta voru fyrstu
mörk hans í sumar og hann gerði eitt í
fyrra. „Aftureldingarmenn komu
sprækir til leiks og áttu góð færi en
við vorum sofandi. Þeir stóðu í okkur
fram í hálfleik og áttu færi en brotn-
uðu eitthvað við fyrsta markið þegar
við skoruðum snemma.“
Valsmenn
tóku við sér
Stefán
Stefánsson
skrifar
STÍFLA Mosfellinga brast eftir hálftíma leik þegar þeir fengu Val í
heimsókn í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Þeir höfðu
þá fengið þrjú tækifæri til að ná forystu en allt kom fyrir ekki og þess í
stað fínstilltu Valsmenn miðið til að vinna sannfærandi, 6:0.
LANDSLIÐ Mikrónesíu í knatt-
spyrnu var sett á laggirnar fyrir
aðeins þremur vikum og tekur
þessa dagana þátt í keppni lands-
liða frá löndum í suður-Kyrrahafi á
Kyrrahafsleikunum. Vörnin hefur
verið hriplek í fyrstu tveimur leikj-
um liðsins þar sem liðið hefur feng-
ið á sig samtals 35 mörk án þess að
svara fyrir sig. Í fyrri leiknum lék
liðið gegn Tahítí og tapaði 17:0 en í
þeim síðari var mótherjinn Nýja-
Kaledónía og endaði sá leikur, 18:0.
Það eru aðeins fjögur ár síðan að
knattspyrnan var kynnt til sögunn-
ar á Mikrónesíu og aðstoðarþjálf-
ari liðsins Tod Rutstein segir að í
fyrstu hafi allir leikið án skófatn-
aðar og keppnisvalla.
Tahítí er nr. 122 á styrkleikalista
FIFA en Mikrónesía er neðsta
sæti listans á eftir Montserrat, en
205 lið eru á lista FIFA.
Mikrónesía er samnefnari fyrir
um 600 smáeyjur sem eru í vestast
í Kyrrahafi og þar búa um 134 þús-
und íbúar, en eyjurnar eru samtals
um 700 ferkílómetrar.
Vörn Mikrónesíu hriplek