Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 24
LISTIR
24 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sjálfstraust oflátungssetur hann á stall, semflestir líta upp til. Því áoflátungur greiða leiðað völdum bæði í
einkalífi og á opinberum vett-
vangi.
Oflátungur hefur lítið innsæi í
sjálfan sig og veikleika sinn.
Hann túlkar veruleikann eins og
honum hentar best sjálfum. Of-
læti er einkenni sem getur átt
ríkan þátt í sjálfmiðuðum per-
sónuleika. Oflátungur er mjög
athafnasamur og yfirleitt vel
gefinn. Hann myndar ákveðinn
kærleikshring utan um þá sem
hann elskar í fjölskyldum sínum
og gæti jafnvel hætt lífi sínu
fyrir þá, en um leið svífst hann
einskis gagnvart þeim sem vilja
komast inn í þann hring, en of-
látungurinn kærir sig ekki um.
Ekki er litið á oflæti eða of-
látungshátt sem sjúkdóm, held-
ur persónueinkenni og hegð-
unarmynstur, sem fólk leggur
gildismat á. Enginn vill styggja
oflátung, þá hefur hann til með
að sýna algert yfirlæti og beita
mannfyrirlitningu. Flest fólk er
í eðli sínu friðsamt og reynir því
að geðjast oflátungi til þess að
eiga vísa vinsemd hans. Óafvit-
andi tekur það þannig þátt í að
búa honum hásæti sem um-
kringt er talsverðu öryggi og
ýtir undir og tryggir valdahroka
hans.
Oflátungur hefur aldrei gert
sér grein fyrir siðfræðilegum
verðmætum í mannlegum sam-
skiptum. Réttlætiskennd þekkir
hann ekki af því skortur á dóm-
greind kemur í veg fyrir það.
Einmitt sá skortur kemur hon-
um til að sýna mikinn yfirgang
og hroka, sem valda því að meg-
ineinkenni siðfræðilegrar hegð-
unar, að menn eigi ekki að láta
stjórnast af gerðum sínum í
blindni, heldur spyrja sífellt
sjálfa sig um réttmæti þess sem
siðvit leggur ríkasta áherslu á –
kemst aldrei að vitund hans til
umhugsunar.
Mannleg skynsemi felst í sið-
fræðilegri, bóklegri rökvísi, sem
grundvallast á siðalögmálinu, er
Aristóteles nefndi dygðasiðfræði
og hefur allt frá hans dögum
verið viðurkennd forsenda í
friðsamlegri sambúð jarðarbúa.
Hitt er lögmálssiðfræðin, sem
rakin er til gyðinga. Allt frá
miðöldum hafa þessar tvær
„stefnur“ tengst saman í ljósi
kenninga Krists um kærleikann
sem uppsprettu alls hins góða á
jörðunni.
Oflátungnum væri hollt – með
góðra manna hjálp – að íhuga
sterklega, að öll erum við í raun
umkomulaus og allslaus í þess-
ari veröld, þar sem okkur fram-
andi öfl ráða ríkjum. Veröldin
er full af óvissu og ótta vegna
þeirra fyrirbæra sem við hvorki
ráðum við né skiljum. Við vitum
lítið og getum lítið. Því getur
enginn sett sig á stall yfir aðra.
Óskýranleg örlög geta svipt
okkur út úr vegferðinni, þegar
þeim þóknast – einnig oflát-
ungnum. Náttúruöflin geta gjör-
eytt okkur grimmilega.
Því er okkur öllum nauðsyn
að byggja mannleg samskipti á
siðviti, sem í felst réttlæti, heil-
indi og kærleikur. Í þessari ver-
öld harma og bylja er það leiðin
til að njóta gleði, farsældar og
friðsældar á hinni mislöngu veg-
ferð okkar.
Hvað er
oflæti?
Ef dómgreindina vantar í vitið
verður ekki framhjá því litið
að hæfnin til þess að hugsa með rökum
hefur ekki nýst af þeim sökum.
Jenna Jensdóttir
Eftir Jennu Jensdóttur
SAUTJÁNDA júní síðastliðinn
buðu borgaryfirvöld í Reykjavík til
hátíðarsamkomu í miðborginni.
Samkoma þessi fór hið besta fram
en þó bar skugga á er lögregla vís-
aði af Austurvelli
hópi hátíðargesta
sem höfðu uppi
þögul og friðsamleg
mótmæli.
Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem
slíkir atburðir eiga
sér stað í tengslum við þjóðhátíð-
ardaginn í miðborg Reykjavíkur.
Skemmst er að minnast þess að
við sama tækifæri árið 1999 hand-
tók lögreglan friðarsinna sem
höfðu það eitt til saka unnið að
halda uppi mótmælaspjöldum með
slagorðum gegn veru erlends hers
í landinu og stuðningi íslenskra
stjórnvalda við árásarstríð í fjar-
lægum löndum.
Hinn 28. júní 1999 svaraði þá-
verandi borgarstjóri, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, fyrirspurn
Samtaka herstöðvaandstæðinga
varðandi fyrirhugaðar heræfingar
í borgarlandinu. Í lok svarbréfsins,
sem birt var í heild sinni í 4. tölu-
blaði Dagfara sama ár, vék Ingi-
björg Sólrún að fyrrnefndum
handtökum. Þar segir:
„Að lokum vil ég nota þetta
tækifæri til að koma því á fram-
færi að handtaka þriggja ein-
staklinga á Austurvelli að morgni
17. júní, sem mótmæltu aðild Ís-
lands að Nató og veru bandarísks
herliðs hér á landi, var hvorki gerð
með vitund né vilja borgaryf-
irvalda þrátt fyrir að þau stæðu
fyrir hátíðarhöldunum. Örygg-
isgæsla og mat á öryggisatriðum
var alfarið á hendi Lögreglunnar í
Reykjavík. Það er mín skoðun að
það sé réttur hvers einstaklings að
tjá afstöðu sína með þeim frið-
samlega hætti að bera spjald eða
borða á almannafæri ef hann telur
það vænlegt til árangurs. Í hugum
fjölmargra Íslendinga er vera
bandarísks herliðs hér á landi og
aðild að Nató órjúfanlega tengd
sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar
og því ekki óeðlilegt að menn vilji
tjá þá afstöðu á 17. júní.“
Svo mörg voru orð Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur sumarið
1999. Forvitnilegt væri því að vita
hvort núverandi borgarstjóri, Þór-
ólfur Árnason, deilir þessum skoð-
unum með forvera sínum í emb-
ætti?
Hver er afstaða
borgarstjóra?
Eftir Stefán Pálsson
Höfundur er formaður Samtaka
herstöðvarandstæðinga.
UMRÆÐAN
MÖRGUM var brugðið er þeir litu
tilkynningu af fráfalli Einars Más
Guðvarðarsonar myndlistarmanns
í blaðinu 26. júní. Maðurinn á
besta aldri, yfirleitt hress og lif-
andi þótt enginn hávaði væri í
kringum hann, virtist halda eigin
persónu meira til hlés en hitt.
Menn rétt að ná sér eftir sviplegt
fráfall hins danskfædda Sören
Staunsager Larsens, sem á sínum
tíma kom eins og stormsveipur
inn í íslenzka mótunarlist, bæði á
sviði leir- og glerlistar. Báðir góðir
fulltrúar listamanna sem eru með-
vitaðir um að tækni og efni skipta
ekki höfuðmáli heldur útkoman.
Voru meira fyrir blóðrík vinnu-
brögð og gagnvirka útgeislan þess
sem þeir höfðu á milli handanna
hverju sinni en heimspekilegar
vangaveltur einar og sér
Fyrir áratug eða svo vakti það
drjúga athygli þegar Einar Már
kom að Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands, og hóf að kenna
nemendum steinhögg á flötinni
fyrir framan myndhöggvaradeild-
ina á Laugarnesinu. Hækkaði þá
brúnin á mörgum kennaranum en
lækkaði sjálfsagt á öðrum. Á lík-
um tíma var farið að kenna þá
ævafornu listgrein eldsmíði og
ekki gladdi það síður geð guma,
enda slíkar athafnir mjög í anda
upphaflegra stefnumarka skólans.
Áhugi nemenda mikill og smitaði
jafnvel útfrá sér til einstakra
kennara sem var hið besta mál.
Þetta í samræmi við þreifingar til
eldri aðferða og tæknibragða í
ýmsum listaskólum í útlandinu,
róttækir núlistamenn hér einnig
með á nótunum. Fortíðin lætur
ekki að sér hæða frekar en fyrri
daginn og mikil umturnun hug-
taksins í gangi á nýjum tímum, þá
hátæknin hefur í ríkari mæli en
nokkru sinni opnað sýn til
geymdrar fortíðar, ásamt uppruna
og þróun allífsins, til viðbótar hafa
vísindamenn uppgötvað kalda at-
ómið. Fortíð, nútíð og framtíð orð-
ið að afstæðum hugtökum, þannig
fullkomlega út úr myndinni að
njörva eitt tímaskeið niður sem al-
gildan sannleika í verundinni, trú-
lega farsælast að horfa jafnt til
þeirra allra vilji menn hafa örugga
fótfestu í samtímanum.
Einar Már var ekki einn þeirra
sem festa sig við eitt afmarkað
svið, vildi vera hreyfanlegur, virk-
ur í samtímanum og láta gott af
sér leiða hvað samskipti lista-
manna snerti. Nam, dvaldi og
vann að list sinni í fjarlægum
löndum svo sem Grikklandi og
Japan og ekki langt síðan hann
sneri þaðan eftir ársdvöl. Var í
sambandi við nafnkennda þar-
lenda listamenn sem komu í heim-
sókn til hans hvar hann bjó og
hafði vinnuaðstöðu í hrauninu að
Ljósaklifi í jaðri Hafnarfjarðar.
Ljósaklif eða Lightcliff heiti á al-
þjóðlegri samskiptamiðstöð sem
tók til starfa á
menningarborgarári.
Og eins og listamenn
sem pælt hafa í eldri
aðferðum en eru þó
með báða fætur á
jörðinni, var hann
galopinn fyrir nýj-
ungum og þannig
farinn að vinna í
myndbandalist, inn-
setningum og gjörn-
ingum áður en yfir
lauk.
Þá var Einar Már
í forsvari fyrir metn-
aðarfullri kynningu
íslenzkrar samtíma-
listar í Kyoto í Japan á síðasta ári
sem mikla athygli vakti. Mun hafa
boðið upp á sitthvað sem hreyfði
sterkt við mönnum í hinni fornu
menningar- og höfuðborg Japans,
hvar meira er á minjaverndarskrá
Unesco en í nokkurrri borg í
heiminum. Hann var og með mikl-
ar hugmyndir um framkvæmdir
og samstarf við þá í austrinu á
prjónunum, frjósaman og var-
anlegan vettvang er hann hvarf
óvænt af mannlífsvettvangi.
Ég hafði lengi vitað af Einari
Má úr fjarlægð og með okkur
tókst nokkur kunningskapur þeg-
ar hann kenndi við MHÍ, en það
var þó fyrst er hann bauð mér að
nálgast hóp íslenzkra og kan-
adískra náttúrulistamanna, er
voru að störfum á hrjóstrugu
eyðinu milli Hofs og Langjökuls
fyrir nokkrum árum, að við náðum
vel saman. Sótti mig til míns
heima og ók mér í stórum fjalla-
jeppa allar götur austur eftir suð-
urlendinu, síðan þar sem leið ligg-
ur í norður um Hreppana og upp
hálendið. Þetta er einn eft-
irminnilegasti bíltúr sem ég man
eftir, bæði var fegurð landsins er
við blasti fjölþætt og einstök
þennan ljósbjarta sumardag, eink-
um í Hreppunum með víða sýn til
hálendisins, og svo tókust með
okkur áhugaverðar samræður um
ástandið á listavettvangi og við-
varandi einangrun íslenzkra
myndlistarmanna.
Einar Már hér
ómyrkur í máli og
kom víða við, á öllu
mátti sjá að hann
vildi gjarnan leggja
sitt af mörkum til að
opna sviðið.
Er við vorum
komnir langleiðina
sprakk á einum hjól-
barðanum, á annan
veg í nágrenni for-
vitinnar beljuhjarðar
á hallanda við jaðar
fjallshlíðar en af-
leggjara er lá að
bóndabæ á hinn.
Einhver vandræði komu þá upp
og við strandaglópar um stund,
ökumaður þurfti varahluti og að-
stoð, en eftir drjúga stund bar
bóndann af bænum óforvarendis
að á traktor og tók ekki aðeins til
hendi með Einari Má, heldur lán-
aði honum, bláókunnugum mann-
inum, hjólbarða til vara sem hann
sótti til síns heima. Mér varð star-
sýnt á rúnum ristar og sigggrónar
hendurnar á miðaldra sveitamann-
inum þar sem hann handfjatlaði
verkfærin og kenndi að hér mætti
lesa línurit af striti og vinnuhörku
íslenzka bóndans í aldanna rás, Ís-
lands þúsund ár …
Með því að boðið kom óvænt og
ég hafði annað að sýsla var mér
illu heilli fyrirmunað að vera leng-
ur innan um hið góða fólk á há-
lendinu en rúman sólarhring. Ein-
ar Már ók mér því daginn eftir
hringinn um Kerlingarfjöll, ægi-
fögur leið í góðu skyggni, og að
skálanum hinum megin. Nokkru
seinna út að afleggjara þar sem
við biðum um stund þar til bíl bar
að og hann eins og hendi væri
veifað húkkaði mér far suður. Af
öllu má ljóslega ráða hve traust-
vekjandi Einar Már Guðvarðarson
var, og hve auðvelt hann átti með
að leysa hnútana fyrir aðra. Af
honum er mikill missir fyrir ís-
lenzka list.
Einar Már
Guðvarðarson
Frá sýningu á verkum Einars Más Guðvarðarsonar.
Einar Már Guðvarðarson
Bragi Ásgeirsson
ÖNNUR helgi Sumartónleika í
Skálholtskirkju er að ganga í garð
og verða staðartónskáldin fjögur;
Bára Grímsdóttir, Hugi Guðmunds-
son, Tryggvi M. Baldvinsson og
Þuríður Jónsdóttir og verður stór
hluti tónlistarflutnings helgarinnar
tileinkaður þeim. Dagskráin hefst
kl. 14 með því að Matthías Johann-
essen skáld fjallar um kveðskap
Ólafs Jónssonar á Söndum (1560–
1627). Kl. 15 mun Sönghópurinn
Gríma, ásamt hljóðfæraleikurum,
frumflytja tónverk eftir staðartón-
skáldin fjögur byggð á söngvum og
kveðskap Ólafs. Stjórnandi er
Bernharður Wilkinson.
Kammerhópurinn La Pellicana
frá Hollandi flytur samleiks- og ein-
leiksverk kl. 17. Verkin eru frá 16.
og fyrri hluta 17. aldar. Hópinn
skipa Gabriele Wahl, blokkflauta,
Joseph Tan, barokkfiðla, Cassandra
Luckhardt, viola da gamba, Regina
Albanez, lúta og barokkgítar.
Tónleikarnir verða endurteknir
kl. 15 á sunnudag og að þeim lokn-
um verður flutt tónverk eftir stað-
arskáldin kl. 16.40, fyrir og eftir
messu.
Tónlist eftir fjögur stað-
artónskáld í Skálholti
DUO Campanas halda tónleika
í Hafnarborg kl. 20 í kvöld. Dú-
ettinn eru gítarleikararnir Eric
Lammers frá Hollandi og Þór-
ólfur Stefánsson. Þeir hafa
komið fram á tónlistarhátíðum
víðs vegar og iðulega verið í
samstarfi við tónskáld sem
samið hafa verk fyrir tvo gít-
ara.
Þeir flytja verk eftir Joaquin
Rodrigo, Þorkel Atlason,
Enrique Granados og Mario
Castelnuevo-Tedesco.
Gítardúó í
Hafnarborg