Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 21 ÚTSALAN ER HAFIN Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 ÚTSALA Barnaskór - Dömuskór - Herraskór Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. áður 2.990 Nú 1.490 st. 25-35 áður 2.990 Nú 1.490 st. 24-35 áður 3.990 Nú 1.990 st. 36-42 áður 4.990 Nú 1.990 st. 36-41 áður 4.990 Nú 1.990 st. 36-41 OG FLEIRI FRÁBÆR TILBOÐ! 20-60%afsláttur Verðdæmi FÆREYSKIR dagar verða haldnir helgina 4.–7. júlí í Ólafsvík í 6. skipti. Hátíðin hefur verið mjög vinsæl og aðsókn aukist með hverju ári. Bæj- arbúar hafa verið duglegir við að taka til hendinni til að gera bæinn sem fegurstan svo hann líti sem best út í augum gesta. Aðstandendur hátíðarinnar búast við að um 6–7 þúsund manns komi á færeysku dagana í ár, enda mjög fjölbreytt skemmtiatriði í gangi alla helgina og mikið um að vera fyrir alla aldurshópa. Færeysku dagarnir verða settir á föstudaginn og síðan verður þétt dagskrá fram á sunnudag en þá verður boðið upp á skemmtisiglingu kl. 13.30. Meðal þess sem boðið verður upp á er geysivinsæll markaður, leiktæki fyrir börn, dorgkeppni, golfmót- ,bryggjuball verður á föstudags- kvöld, þar sem hinir síungu Klaka- bandsmenn rokka fyrir gesti, og kl. 24 verður óvænt uppákoma. Hvað það verður er ómögulegt að fá upp úr skipuleggjendum. Á laugardag verður Héðinsmótið í bekkpressu, en það er haldið í minn- ingu Héðins Magnússonar, sem lést í sjóslysi. Er þetta í annað sinn sem mótið er haldið. Útidansleikur verður kl. 20 á laug- ardagskvöld og upp úr kl. 23 verður stórdansleikur í félagsheimilinu Klifi þar sem hin vinsæla hljómsveit Hans Jakob og vinafólk frá Færeyjum leikur fyrir dansi. Júdómenn verða með sýningu, kór frá Vestmanna í Færeyjum syngur, og sýnt verður listflug. Þetta er þó aðeins lítið brot af því dagskrárefni sem verður í boði. Morgunblaðið/Alfons Frá færeyskum dögum í Ólafsvík í fyrra en þá var fjölmenni í bænum. Búist við fjölmenni á færeyska daga Ólafsvík UPPLÝSINGA- og kynning- armiðstöð Vesturlands flutti í Hyrnuna í byrjun sumars, en var áður til húsa handan götunnar í húsnæði Framköllunarþjónust- unnar. Með nýrri staðsetningu í al- faraleið er hægt að þjónusta ferða- mennina betur. Á dögunum var formleg opnun, þar sem gestum var boðið að kynna sér breytta aðstöðu stöðv- arinnar og boðið upp á kaffi og kleinur. Að sögn Hrafnhildar Tryggvadóttur forstöðumanns hef- ur orðið sprenging í gestakomum og bara fyrstu vikuna í Hyrnunni seldust yfir 1.000 frímerki en til samanburðar hafa selst að með- altali 500 á einu sumri. Hrafnhild- ur segir enn fremur að meira verði af söluvöru en áður, s.s. minjagrip- ir og handverk úr héraði, auk úr- vals af bókum og kortum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá vinstri: Davíð Sveinsson, formaður stjórnar UKV, Hrafnhildur Tryggvadóttir forstöðumaður, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Pétur Sveinsson verkefnisstjóri hjá Ferðamálaráði. Opnun fagnað á nýjum stað Borgarnes ÞRÁTT fyrir dumbungsveður í upp- hafi Landsmóts kylfinga 35 ára og eldri sem hófst á Akranesi í gær- morgun er bjart yfir keppendum og mótshöldurum enda um 200 kepp- endur skráðir til leiks í sex flokkum. Það var við hæfi að Hulda Björg Birgisdóttir slæi fyrsta högg móts- ins en Hulda er úr Golfklúbbi Sand- gerðis en fædd á Akranesi. Annað högg mótsins sló Júlíana Jónasdóttir úr Borgarnesi en þær eru báðar í 2. flokki kvenna. Keppni stendur yfir fram á laugardag og eru leiknar 54 holur í hverjum flokki. Mörg fellihýsi eru í næsta nágrenni við golfvöll Leynismanna og er óhætt að segja að gamla Landsmótsstemmningin svífi nú yfir vötnum á Garðavelli. Landsþekktir keppendur Þess má geta að á meðal keppenda á mótinu er landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, bæjarstjóri Skaga- manna, stórmeistari í skák, fyrrum Íslandsmeistari í badminton og í kvennaflokki er keppandi sem tók þátt fyrir Íslands hönd í fyrstu söngvakeppni Evrópu. Þau eru: Ás- geir Sigurvinsson, Gísli Gíslason, Helgi Ólafsson, Árni Þór Hallgríms- son og Helga Möller. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Hulda Björg Birgisdóttir og Júlíana Jónasdóttir fá ráðleggingar frá Brynj- ari Sæmundssyni, framkvæmdastjóra golfklúbbsins Leynis. Um 200 skráðir til leiks í sex flokkum Akranes Landsmót 35 ára og eldri kylfinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.