Morgunblaðið - 03.07.2003, Side 21

Morgunblaðið - 03.07.2003, Side 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 21 ÚTSALAN ER HAFIN Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 ÚTSALA Barnaskór - Dömuskór - Herraskór Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. áður 2.990 Nú 1.490 st. 25-35 áður 2.990 Nú 1.490 st. 24-35 áður 3.990 Nú 1.990 st. 36-42 áður 4.990 Nú 1.990 st. 36-41 áður 4.990 Nú 1.990 st. 36-41 OG FLEIRI FRÁBÆR TILBOÐ! 20-60%afsláttur Verðdæmi FÆREYSKIR dagar verða haldnir helgina 4.–7. júlí í Ólafsvík í 6. skipti. Hátíðin hefur verið mjög vinsæl og aðsókn aukist með hverju ári. Bæj- arbúar hafa verið duglegir við að taka til hendinni til að gera bæinn sem fegurstan svo hann líti sem best út í augum gesta. Aðstandendur hátíðarinnar búast við að um 6–7 þúsund manns komi á færeysku dagana í ár, enda mjög fjölbreytt skemmtiatriði í gangi alla helgina og mikið um að vera fyrir alla aldurshópa. Færeysku dagarnir verða settir á föstudaginn og síðan verður þétt dagskrá fram á sunnudag en þá verður boðið upp á skemmtisiglingu kl. 13.30. Meðal þess sem boðið verður upp á er geysivinsæll markaður, leiktæki fyrir börn, dorgkeppni, golfmót- ,bryggjuball verður á föstudags- kvöld, þar sem hinir síungu Klaka- bandsmenn rokka fyrir gesti, og kl. 24 verður óvænt uppákoma. Hvað það verður er ómögulegt að fá upp úr skipuleggjendum. Á laugardag verður Héðinsmótið í bekkpressu, en það er haldið í minn- ingu Héðins Magnússonar, sem lést í sjóslysi. Er þetta í annað sinn sem mótið er haldið. Útidansleikur verður kl. 20 á laug- ardagskvöld og upp úr kl. 23 verður stórdansleikur í félagsheimilinu Klifi þar sem hin vinsæla hljómsveit Hans Jakob og vinafólk frá Færeyjum leikur fyrir dansi. Júdómenn verða með sýningu, kór frá Vestmanna í Færeyjum syngur, og sýnt verður listflug. Þetta er þó aðeins lítið brot af því dagskrárefni sem verður í boði. Morgunblaðið/Alfons Frá færeyskum dögum í Ólafsvík í fyrra en þá var fjölmenni í bænum. Búist við fjölmenni á færeyska daga Ólafsvík UPPLÝSINGA- og kynning- armiðstöð Vesturlands flutti í Hyrnuna í byrjun sumars, en var áður til húsa handan götunnar í húsnæði Framköllunarþjónust- unnar. Með nýrri staðsetningu í al- faraleið er hægt að þjónusta ferða- mennina betur. Á dögunum var formleg opnun, þar sem gestum var boðið að kynna sér breytta aðstöðu stöðv- arinnar og boðið upp á kaffi og kleinur. Að sögn Hrafnhildar Tryggvadóttur forstöðumanns hef- ur orðið sprenging í gestakomum og bara fyrstu vikuna í Hyrnunni seldust yfir 1.000 frímerki en til samanburðar hafa selst að með- altali 500 á einu sumri. Hrafnhild- ur segir enn fremur að meira verði af söluvöru en áður, s.s. minjagrip- ir og handverk úr héraði, auk úr- vals af bókum og kortum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá vinstri: Davíð Sveinsson, formaður stjórnar UKV, Hrafnhildur Tryggvadóttir forstöðumaður, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Pétur Sveinsson verkefnisstjóri hjá Ferðamálaráði. Opnun fagnað á nýjum stað Borgarnes ÞRÁTT fyrir dumbungsveður í upp- hafi Landsmóts kylfinga 35 ára og eldri sem hófst á Akranesi í gær- morgun er bjart yfir keppendum og mótshöldurum enda um 200 kepp- endur skráðir til leiks í sex flokkum. Það var við hæfi að Hulda Björg Birgisdóttir slæi fyrsta högg móts- ins en Hulda er úr Golfklúbbi Sand- gerðis en fædd á Akranesi. Annað högg mótsins sló Júlíana Jónasdóttir úr Borgarnesi en þær eru báðar í 2. flokki kvenna. Keppni stendur yfir fram á laugardag og eru leiknar 54 holur í hverjum flokki. Mörg fellihýsi eru í næsta nágrenni við golfvöll Leynismanna og er óhætt að segja að gamla Landsmótsstemmningin svífi nú yfir vötnum á Garðavelli. Landsþekktir keppendur Þess má geta að á meðal keppenda á mótinu er landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, bæjarstjóri Skaga- manna, stórmeistari í skák, fyrrum Íslandsmeistari í badminton og í kvennaflokki er keppandi sem tók þátt fyrir Íslands hönd í fyrstu söngvakeppni Evrópu. Þau eru: Ás- geir Sigurvinsson, Gísli Gíslason, Helgi Ólafsson, Árni Þór Hallgríms- son og Helga Möller. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Hulda Björg Birgisdóttir og Júlíana Jónasdóttir fá ráðleggingar frá Brynj- ari Sæmundssyni, framkvæmdastjóra golfklúbbsins Leynis. Um 200 skráðir til leiks í sex flokkum Akranes Landsmót 35 ára og eldri kylfinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.