Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 29
ng sem væri blönduð alkýði.
taldi enga ástæðu til þess að
rannsóknaraðferð Sigurðar
og nákvæma niðurstöðu og
til grundvallar í mörgum til-
n bóginn hefði engin sérstök
ið fram á framleiðslu- og notk-
kýðmálningar í tengslum við
m þessi atriði ríkti nokkur
ildum bæri hins vegar saman
hefði verið framleitt til íblönd-
ngu um 1927 og því sló dóm-
tu að alkýði hefði ekki verið
amannaliti fyrir þann tíma. Ef
n lést fyrir árið 1927 voru mál-
rafa dæmd fölsuð ef þau inni-
Þetta átti við um myndir eftir
orsteinson (Mugg) og Þórarin
on en þeir létust báðir árið
eiri óvissa um pappír
taldi að ekki hefði verið sýnt
áttarlausum hætti fram á ald-
appírs en tæplega helmingur
a var gerður á pappír. Rann-
on forvörður og Peter Bower
æðingur ákvörðuðu m.a. aldur
-pappírs út frá svonefndum
ikingarefnum sem notuð voru
ra pappírinn hvítan og sögðu
efðu ekki verið notuð fyrir árið
af verkum Svavars Guðnason-
á slíkan pappír og samkvæmt
r hluti þeirra gerður snemma
íðustu aldar. Í dómnum segir
gar Hahnemühle-verksmiðj-
kki komið fyrir dóm og engin
n séu í málinu um pappírs-
verksmiðjunnar né dagsetn-
ambandi. Engin pappírssýni
fnagreind og engar öruggar
fengist um þessi viðbótarefni.
vissa um hvort bleikiefnunum
bætt út í pappírinn á fram-
ða hvort þau hefðu getað bor-
pappírsörkum.
írsverkanna voru eftir Svavar
kært var vegna 64 mynda sem
u listamanninum en dómurinn
eins til þess að skera úr um að
ru sannanlega falsaðar.
th“ í stað „Goldschmidt“
var dæmdur fyrir sölu á fjór-
rkum sem hann hefði vitað að
voru falsaðar þegar hann seldi þær. Tvær
voru eignaðar Svavari Guðnasyni og voru
seldar á uppboðum í Gallerí Borg 1995–
1996. Árið 1998, eftir að Pétur Þór var
ákærður í fyrra málinu, fór hann í heim-
sókn til aldraðrar ekkju listamannsins, að
hans sögn til að sýna henni ljósmyndir af
myndunum til að kanna hvort hún myndi
eftir þeim. Dómurinn taldi þessa frásögn
hans með miklum ósennileikablæ. Sló dóm-
urinn því föstu að hann hefði ætlað að koma
ljósmyndunum inn í ljósmyndasafn ekkj-
unnar af málverkum Svavars og fá hana
þannig til þess að kannast við málverkin,
sem hún gerði ekki. Þótti þetta veita óræka
sönnun fyrir því að hann hefði vitað að mál-
verkin væru fölsuð. Eitt verkið var eignað
Júlíönu Sveindóttur en meðal þess sem
felldi sök á Pétur Þór var að á kvittun frá
manni sem hann sagði hafa selt sér mynd-
ina var nafn seljandans ritað ranglega í
haus kvittunarinnar. Í stað „Erik Goldsch-
midt“ stóð „Erik Goldsmith“. Fjórða
myndin var olíumálverk eignað Jóni Stef-
ánssyni en sannað þótti að Pétur Þór hefði,
áður en hann seldi myndina, tekið á móti
bréfi frá Viktori Smára Sæmundssyni for-
verði. Í bréfinu hefði Viktor mælt með því
að hann léti rannsaka áritun á myndinni
með tilliti til fölsunar en Viktor var einn af
helstu sérfræðingum ákæruvaldsins í mál-
inu.
Ekki lengra en til Flensborgar
Olíumálverkin sem Jónas Freydal var
dæmdur fyrir að selja voru eignuð Jóhann-
esi S. Kjarval. Jónas kvaðst hafa keypt
verkin af Peter Christian Beck á Jótlandi
sem hefði verið að selja myndina fyrir föð-
ur sinn. Þeir hefðu hist í Kaupmannahöfn
eftir að Jónas setti auglýsingu í Jótlands-
póstinn. Frænka Beck og eiginmaður
hennar báru á hinn bóginn að útilokað væri
að feðgarnir hefðu átt þessar myndir og
hvorugur farið lengra en til Flensborgar.
Þótti dómnum framburður þeirra trúverð-
ugur en framburður Jónasar hvorki laus
við mótsagnir né trúverðugur.
Við ákvörðun refsingar yfir Pétri Þór
var litið til þess að brot hans gætu ekki tal-
ist stór í sniðum en þau vörðuðu á hinn bóg-
inn almenna hagsmuni og voru gerð í
ávinningsskyni. Þegar haft var í huga að
langt er liðið frá brotunum þótti rétt að
skilorðsbinda refsinguna.
Sama átti við um Jónas Freydal en fram
kemur í dómnum að hann hlaut árið 1983
skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað og
skjalafals og árið 1990 skilorðsbundinn
dóm fyrir fjársvik.
Auk fangelsisrefsingar voru þeir dæmd-
ir til að greiða 1⁄8 hluta af máls-
varnarlaunum verjenda sinna og nemur
hlutur hvors þeirra um sig 300.000–325.000
krónum. Pétur Þór var einnig dæmdur til
þess að greiða Fjárfestingarfélaginu
Gaumi 625.000 krónur í skaðabætur. Öðr-
um skaðabótakröfum var vísað frá dómi.
Dóminn kváðu upp héraðsdómararnir
Pétur Guðgeirsson (dómsformaður), Frið-
geir Björnsson og Ásdís Ólafsdóttir list-
fræðingur. Karl Georg Sigurbjörnsson hdl.
varði Jónas Freydal. Jón H. Snorrason
sótti málið f.h. ríkislögreglustjóra.
kveður upp skilorðsbundna dóma í stóra málverkafölsunarmálinu
ð að
u af
m
í skilorðsbundið
ð fram sakleysi
falsa málverkin.
Eignuð Jóni Stefánssyni. Myndin er máluð með olíulitum en rannsóknir leiddu í ljós að
henni var breytt löngu síðar og yfirmáluð með alkýðbundnum litum. Undir voru leifar
af eldri málningu. Listfræðingur leiddi að því rök að myndin væri ekki eftir lista-
manninn. Fölsun.
Karl Georg
Sigurbjörnsson hrl.
Ráðleggur
Jónasi
ekki að
áfrýja
KARL Georg Sigurbjörnsson, verj-
andi Jónasar Freydals Þorsteins-
sonar í málverkafölsunarmálinu,
segist ekki geta ráðlagt skjólstæð-
ingi sínum að áfrýja skilorðs-
bundnum dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur nema það sé honum
grundvallaratriði að sanna sak-
leysi sitt.
Karl Georg telur þó líklegt að
ákæruvaldið áfrýi dómnum en Jón-
as var sýknaður af átta ákærulið-
um en sakfelldur fyrir tvo og hlaut
fjögurra mánaða fangelsisdóm,
skilorðsbundinn til tveggja ára.
Karl Georg segist hafa rætt við
skjólstæðing sinn en að hann hafi
ekki tekið ákvörðun um áfrýjun
enda sé mánuður til stefnu. „Hann
er auðvitað ánægður með að þurfa
ekki að fara í fangelsi, en á hinn
bóginn hefur hann haldið fram
sakleysi sínu. Það er alltaf vont
þegar maður heldur fram sakleysi
sínu að fá áfellisdóm. Hann var
ekki sáttur, en þetta er góð nið-
urstaða miðað við það að hann er
sakfelldur. Refsiramminn í þessum
ákærum er miklu meiri heldur en
nokkrir mánuðir, hann er einhver
ár,“ segir Karl Georg.
Karl vekur sérstaka athygli á að
í dómnum sé lítið byggt á sér-
fræðivitnum ákæruvaldsins. „Sér-
fræðiskýrslurnar virðast ekki
duga til þess að sanna eitt né neitt.
Að minnsta kosti ekki hvað minn
skjólstæðing varðar.“
Karl bendir á að auk þess að
sýkna Jónas af átta ákæruliðum
hafi dómurinn látið ríkið bera 7⁄8
hluta af málskostnaðinum, sem sé
vísbending um hvernig dómurinn
hafi litið á sönnunarfærslu ákæru-
valdsins.
„Ég hafði ekki hugmynd um
hvernig þetta færi en auðvitað
vonaðist ég til þess að hann yrði
sýknaður. Þetta er þó það næst-
besta, að fá skilorðsbundinn dóm,“
segir Karl Georg.
Sigríður Rut
Júlíusdóttir hdl.
Engin
ákvörðun
tekin um
áfrýjun
SIGRÍÐUR Rut Júlíusdóttir, verj-
andi Péturs Þórs Gunnarssonar í
málverkafölsunarmálinu, segir að
dómurinn hljóti að teljast sigur
fyrir hann. Pétur Þór tekur undir
það álit og segir það mikinn létti
að þessum áfanga skuli vera lokið.
Hann hefur enn ekki ákveðið hvort
hann ætlar að áfrýja dóminum.
Pétur Þór var dæmdur í sex
mánaða fangelsi skilorðsbundið til
tveggja ára. Hann var sýknaður af
flestum ákæruliðum um fölsun
málverka og höfundarmerkingar á
málverkum.
„Ég er náttúrlega ánægðastur
með það að þurfa ekki að fara í
fangelsi. Ég er búinn að prófa það
áður í þessu máli,“ sagði Pétur Þór
eftir uppkvaðningu dómsins. „Það
er mikill léttir að þetta skuli loks-
ins vera búið. Þetta er búið að taka
sjö ár, og þetta eru auðvitað ákveð-
in endalok og mikið spennufall.“
Sigríður Rut segir það ánægju-
legt að hann hafi verið sýknaður af
vel flestum ákæruliðum. „Að því
leyti til er ég sátt. Þetta hlýtur að
meirihluta til teljast sigur fyrir
ákærða.“
r í
r-
r-
u,
Eignuð Júlíönu Sveinsdóttur. Myndin var heilmáluð yfir aðra eldri mynd og und-
irrituð með alkýðbundnum litum. Myndin sem máluð var yfir er nýleg og eldri
áritun var slípuð niður. Listfræðingur leiddi að því listfræðileg rök að myndin
væri ekki eftir Júlíönu. Fölsun.
Eignuð Svavari Guðnasyni. Ekki var hægt að útiloka að Svavar hefði
notað alkýðbundna málningu eða notað akrýl árin 1941 eða 1942 eins og
merking gefur til kynna. Það þótti á hinn bóginn grunsamlegt að máln-
ing var nýleg. Fölsun.
TALIÐ er að þetta sé stærsta mál-
verkafölsunarmál sem komið hefur
upp í Evrópu, bæði miðað við fjölda
myndverka og fjölda þeirra lista-
manna sem skráðir eru fyrir þeim,
að því er fram kemur í ársskýrslu
ríkislögreglustjóra fyrir árið 2002.
Fyrstu kærur bárust rannsókn-
arlögreglu ríkisins í apíl 1997 og
meginhlutinn barst á næstu tveimur
árum, langflestar þeirra sem komu
frá innlendum aðilum voru frá lög-
manni Ólafs Inga Jónssonar for-
varðar. Í ársbyrjun 2001 fékk lög-
regla í hendur 56 verk sem eignuð
voru Svavari Guðnasyni sem Galleri
Leif Jensen í Kaupmannahöfn hafði
afhent auðgunarbrotadeild lögreglu
þar í borg. Síðasta kæran kom inn á
borð hjá ríkislögreglustjóra 28. nóv-
ember 2002. Alls var kært vegna
181 myndar og voru þær allar rann-
sakaðar. Tíu lögreglumenn og tíu
sérfræðingar unnu að rannsókninni
sem kostaði tæplega 50 milljónir
króna. Tæplega fimm árum eftir að
fyrsta kæran barst, í ársbyrjun
2003, gaf ríkislögreglustjóri út
ákæru. Eftir breytingar sem gerðar
voru við aðalmeðferð málsins náði
hún til 102 verka, 50 olíumálverka
og 52 verka á pappír.
Stærsta
málverka-
fölsunarmál
Evrópu