Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÉRFRÆÐINGAR í vinnumarkaðs-
málum og ráðgjafar vinnumiðlana
eru sammála um að atvinnuleysi ungs
fólks sé meira vandamál nú en áður.
Þá virðist atvinnuleysi háskóla-
menntaðra og fólks með sérþekkingu
einnig fara vaxandi. Mun lengri tíma
tekur að finna vinnu nú en áður, enda
séu fyrirtæki mun varkárari í manna-
ráðningum nú en fyrir nokkrum
misserum.
Útlit er fyrir að atvinnuleysi hafi
verið minna í júnímánuði en í maí og
kemur þar til árstíðarbundin sveifla
auk þess sem ráðningum í verka-
mannastörf hefur fjölgað á síðustu
vikum auk þess sem sumarráðningar
hafi tekið kipp. Þá telja sumir sér-
fræðingar að farið sé að gæta auk-
innar bjartsýni á markaðnum en telja
þó að fyrirtæki verði enn um sinn var-
færin í ráðningum.
Námsmenn fá vinnu
Davíð Gunnarsson, formaður Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands, segir
t.a.m. að gjörbreyting hafi orðið á at-
vinnuhorfum stúdenta í sumar á síð-
ustu vikum. Nú hafi Atvinnumiðstöð
námsmanna vart við að svara eftir-
spurn eftir vinnuafli en fyrir örfáum
vikum virtist ástandið ætla að verða
bágborið í sumar.
Þrátt fyrir kipp í sumarráðningum
virðist lítil breyting vera í langtíma-
ráðningum ungs fólks og sagði einn
atvinnuráðgjafi við Morgunblaðið að
ástandið væri mjög erfitt og líkti því
við kreppuárin 1992 til 1994. Hann
sagði að sér sýndist lítið vera að ger-
ast á vinnumarkaðnum og að tíma-
bundin kippur á vormánuðum virðist
hafa byrjað að hiksta eftir kosningar.
Svo virðist sem atvinnuástandið í
Reykjavík fari versnandi en að víða á
landsbyggðinni sé atvinna næg.
Frank Friðrik Friðriksson, hjá
Vinnumálastofnun, segir að ástandið
sé að mjakast í rétta átt en að töluvert
virðist vera um nýskráningar á at-
vinnuleysisskrá í Reykjavík.
Vilhjálmur Bjarnason, hjá Hag-
stofu Íslands, segir að atvinnuleysi nú
sé 50% meira en á sama tíma í fyrra
og þrefalt eða fjórfalt það sem það
var árið 2001. Hann segir að sér sýn-
ist að mikið hafi verið um dulið at-
vinnuleysi þar sem fyrirtæki hafi
haldið að sér höndum í uppsögnum í
fyrra og hitteðfyrra. Nú væru fyrir-
tæki hins vegar að losa stöður sem
ekki hafi verið nauðsyn á. „Fólk hefur
verið með vinnu en ekki unnið á full-
um afköstum,“ segir Vilhjálmur.
Verkfræðingar og tæknimenntað
fólk virðist eiga mun erfiðara með að
fá vinnu nú en fyrir örfáum misser-
um. Það sama á við um fólk með við-
skiptafræðimenntun. Nýfjárfesting-
ar í áhættusömum sprotafyrir-
tækjum eru mjög sjaldgæfar nú og
fjárfestar halda að sér höndum. Það
er mat flestra að fjárfestar séu mjög
varkárir við að setja hlutafé í tækni-
fyrirtæki eftir niðursveifluna í þeim
geira á undanförnum árum. Þeir sem
sækjast eftir fjármagni í fyrirtæki sín
þurfa að geta sýnt fram á arðbæran
rekstur svo að segja frá fyrsta rekstr-
arári en fyrir þremur til fjórum árum
voru slíkar hagnaðarkröfur mjög litl-
ar og fjárfestar sættu sig við óarð-
bæran rekstur í þeirri von að fjárfest-
ingin bæri ríkulegan ávöxt þegar til
lengri tíma væri litið. Gríðarlegt of-
mat á þeirri hagnaðarvon hefur gert
fjárfesta tortryggnari gagnvart nýj-
um hugmyndum.
Sama gildir um mannaráðningar.
„Við erum brennd af því sem gerðist
árin 1999 og 2000 þegar menn fjár-
festu út og suður og fyrirtæki réðu
fólk án þess að hugsa sig tvisvar um.
Nú vilja menn sjá raunverulegar
breytingar í rekstrinum áður en farið
er í mannaráðningar,“ segir Þórir
Þorvarðarson hjá Hagvangi. Hann
telur að raunverulegt atvinnuleysi sé
töluvert meira heldur en skráð at-
vinnuleysi.
Fleiri eru um hituna
Auður Bjarnadóttir hjá Mannafli
segir að töluvert af störfum sé í boði
núna en breytingin sé sú að mun fleiri
séu um hituna. Þetta á sérstaklega
við um fólk sem hefur nýlega lokið
háskólaprófi. „Fyrir svona fjórum ár-
um var fólk eiginlega komið með
vinnu áður en það útskrifaðist, sér-
staklega átti þetta við í tækni- og við-
skiptagreinum. Nú er landslagið
gjörbreytt fyrir þetta fólk,“ segir
Auður.
Allir sem Morgunblaðið ræddi við
voru sammála um að áhugavert yrði
að fylgjast með þróun mála í haust.
Þá fyrst kæmi í ljós hvort vinnumark-
aðurinn væri að komast upp úr þeirri
lægð sem ríkt hafi undanfarin miss-
eri. Margir hafa áhyggjur af því að sú
aukning á vinnuafli sem fyrirsjáanleg
er muni fyrst og fremst vera í verka-
mannavinnu en ekki í störfum sem
konur sækjast eftir eða í sérfræði-
störfum. Þá er talið líklegt að í banka-
geiranum verði haldið áfram að hag-
ræða og að það kunni að hafa
uppsagnir í för með sér. Þórir Þor-
varðsson telur að huga ætti að því að
breyta áherslum í menntun á Íslandi.
Þórir segir mikið offramboð vera á
langskólagengnu fólki, sérstaklega
fólki með hvers kyns viðskiptafræði-
menntun. Hann segir að bóknámi sé
mjög haldið að ungmennum en stað-
reyndin sé sú að mesta þörfin á
vinnumarkaðnum sé fyrir fólk með
góða verkmenntun.
Forsvarsmenn tæknifyrirtækja
telja flestir að enn um hríð verði róð-
urinn nokkuð þungur. Þeir telja að
ytri aðstæður í efnahagslífinu, sér-
staklega vegna stóriðju- og virkjana-
framkvæmda, hafi þau áhrif að fjár-
mangskostnaður verði áfram hár og
útflutningstekjur lágar vegna sterkr-
ar stöðu krónunnar.
Vilhjálmur Bjarnason segir að
greinilegt sé að fyrirhugaðar virkj-
anaframkvæmdir séu farnar að hafa
áhrif í hagkerfinu og bendir í því sam-
hengi á mikla aukningu í innflutningi
bíla og aukna smásöluveltu.
Sérfræðingar segja háskólamenntaða og ungt fólk í erfiðri stöðu á vinnumarkaði
Óvissa um hvort lifni
yfir atvinnulífinu
morguninn og er skammt var til
loka kvöldvaktarinnar voru komnir
fjórir laxar á land og hafði eitthvað
bæst við á hádegi í gær eftir því
sem næst varð komist. Fiskar
veiddust bæði neðst, sem sagt í Ár-
mótum við Blöndu og frammi í dal,
t.d. í Brúnarhyl. Voru þetta fiskar
allt að 11 pundum. Þetta telst prýð-
isgóð byrjun í Svartá sem er rómuð
síðsumarsá og aldrei á vísan að róa
ENN ER veiðin upp og ofan, sums
staðar þokkaleg miðað við að-
stæður og annars staðar slök. T.d.
fregnaði Morgunblaðið að veiði
hefði verið dauf í Laxá í Aðaldal og
holl sem var að ljúka veiðum á há-
degi í gær var aðeins með 7 laxa,
en menn töldu þó undir lokin að
meira líf hefði verið í ánni en fram
að því og eitthvað af laxi að ganga
á neðstu svæðunum. Einn þessara
sjö laxa var þó 22,2 punda hængur,
sá stærsti á sumrinu til þessa.
Rigningin á dögunum glæddi veið-
ina þar sem hennar naut við, sem
var fjarri því alls staðar á landinu
og í gær var t.d. aðeins úði í Kjós
þótt rigndi vel í Reykjavík.
Svartá var opnuð á mánudags-
í byrjun vertíðar, en þetta end-
urspeglar ástandið í Blöndu þar
sem talsvert af laxi hefur verið á
ferðinni.
Ýmsar fréttir
Búðardalsá var opnuð með stæl
að sögn Jóhanns Halldórssonar,
eins leigutaka árinnar. Fyrsti dag-
urinn var á mánudaginn og komu
þá sex laxar á land sem Jóhann
taldi að gæti verið besta byrjunin í
ánni frá upphafi. Vildi þó ekki full-
yrða um það. Þetta voru 4 til 11
punda laxar.
Reykjadalsá í Borgarfirði var
opnuð í vikubyrjun og veiddist eng-
inn lax. Skemmtilega á óvart kom
hins vegar að veiðimenn fundu
stórar bleikjur neðarlega í ánni og
fengu einar tíu, flestar 3 til 5
punda.
Sjóbleikjuáin Hrolleifsdalsá í
Skagafirði var opnuð nýverið og
veiddust nokkrir urriðar eins og
jafnan. Enginn lax sást, en bleikja
hefur sýnt sig í ósnum, menn hafa
þó ekki hitt á hana í tökuham enn
sem komið er.
Sjóbirtingur er nú byrjaður að
ganga upp á efri svæði Litluár í
Kelduhverfi og er það óvenju-
snemmt. Nokkrir fiskar hafa
veiðst, á bilinu 2 til 7 pund. Skot
hafa verið af og til í ármótum
Litluár og Bakkahlaups, neðst á
svæðinu.
9 punda urriði, aðeins 67 senti-
metra akfeitur draugur, veiddist á
efsta svæði Blöndu, er það var opn-
að um síðustu helgi. Laxar sáust á
svæðinu, en veiddust ekki.
Þórdís Klara Bridde og Bjarni Júlíusson með fallegan lax úr Krossholu í Norðurá.
Enn er veiðin brokkgeng
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
ODDVITI minnihlutans í bæjar-
stjórn Reykjanesbæjar, Jóhann
Geirdal, lagði fram þá tillögu á
bæjarstjórnarfundi á þriðjudag,
að boðað yrði hið fyrsta til fundar
með sveitarstjórnarmönnum á
Suðurnesjum ásamt fulltrúum
ríkisstjórnarinnar. Var tillagan
samþykkt eftir breytingartillögu
sem sjálfstæðismenn settu fram
þar sem mælst var til þess að
hann yrði haldinn „þegar aðstæð-
ur leyfa“.
Í greinargerð breytingartillög-
unnar sagði meðal annars: „Eðli-
legt er að óska eftir fundi með
sveitarstjórnarmönnum á svæð-
inu þegar tilefni verður til.“ Enn-
fremur stóð: „Á þessu stigi breyt-
ir fundur sveitarstjórnarmanna
um málið engu. Forsvarsmenn
Reykjanesbæjar munu áfram
fylgjast vel með framvindu mála
og í samvinnu við forsætisráðu-
neyti og utanríkisráðuneyti boða
til fundar með sveitarstjórnar-
mönnum þegar samningsatriði
hafa skýrst frekar.“
Vilja fund um
stöðu varnarliðsins
Í DAG eru 30 ár frá því að eldgosinu í
Vestmannaeyjum var lýst formlega
lokið. Í tilefni af því hefjast hátíðar-
höld í bænum í dag og standa fram á
sunnudag og verður margt á boðstól-
um. Dagskráin hefst klukkan 16 í dag
með setningarathöfn og tekin verður
fyrsta skóflustungan að uppgreftri
húsa sem eru undir þykku vikurlagi.
Í kvöld verður einnig opnuð sýning
í Gallerý Prýði. Í Vestmannaeyjum
mætir vaskur hópur áhugamanna um
sögu Vestmannaeyja reglulega í kaffi.
Í Heimeyjargosinu fóru um 400 hús
undir hraun eða eyðilögðust, þar á
meðal nær allur austurbær kaupstað-
arins, þeir félagar hafa varpað fram
þeirri hugmynd að endurgera aust-
urbæinn í mælikvarðanum 1:100 eða
sem næði yfir flöt 12x6 metra.
Menningarmálanefnd Vestmanna-
eyja samþykkti árið 2002 að Byggð-
arsafn Vestmananeyja stæði fyrir
upplýsingasöfnun er næði til hvers
einasta húss er eyðilagðist í eldgos-
inu. Þeir félagar hafa ekki setið við
orðin tóm heldur réðu módelsmiðinn
Guðlaug H. Jörundsson til að gera
eftirlíkingu af Laufási, að Austurvegi
5. Líkanið af Laufási er ekki fullklár-
að en gefur góða hugmynd hvernig
gera mætti allan austurbæinn ljóslif-
andi á ný. Þeir félagar hafa nú opnað
sýningu í Gallerý Prýði á líkaninu,
auk þess Róbert Sigurmundsson hef-
ur tekið saman 32 ljósmyndir. Mynd-
irnar gefa góða sýn yfir ástandið í
Vestmannaeyjum á gostímanum.
Ein myndanna er af Gallerý Prýði
þar sem hrauntunga hefur runnið yfir
Kirkjuveginn gegnt Prýði og inn um
gluggann þar sem sýningin er nú
haldin. Að sögn Róberts Sigurmunds-
sonar er þetta trúlega eina Gallerýið í
veröldinni þar sem hraun hefur runn-
ið inn í sýningarsalinn.
Vísir að gos-
minjasafni á ljós-
myndasýningu
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
SIGURÐUR Elís Sig-
urjónsson forstjóri
varð bráðkvaddur á
Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði 1. júlí. Sig-
urður var fæddur í
Neskaupstað 25. apríl
árið 1945, einn sex
barna hjónanna Sigur-
jóns Jónssonar múr-
arameistara og Vil-
borgar Pálsdóttur
húsfreyju.
Sigurður lauk prófi í
húsasmíði frá Iðnskól-
anum í Hafnarfirði og
síðar prófi sem bygg-
ingarmeistari frá sama skóla.
Sigurður var um árabil forstjóri
hjá byggingarfyrirtækinu Sigurði og
Júlíusi hf. og síðar hjá Byggðaverki
hf. Undir stjórn hans sá fyrirtækið
um mörg stór verkefni, meðal ann-
ars við byggingu
Kringlunnar, Nesja-
vallavirkjunar og B-
álmu Borgarspítalans.
Sigurður var um ára-
bil formaður Meistara-
sambands byggingar-
manna í Hafnarfirði og
í stjórn Verktakasam-
bands Íslands. Hann
var lengi virkur í
Lionshreyfingunni í
Hafnarfirði, var félagi í
Frímúrarareglunni
auk annarra fé-
lagsstarfa.
Eftirlifandi eigin-
kona Sigurðar er Margrét Jónsdótt-
ir. Börn þeirra eru Sigurður Magnús
og Jón Friðgeir. Börn Sigurðar og
fyrri eiginkonu hans, Jóhönnu Eng-
ilbertsdóttur, eru Engilbert, Sigur-
jón og Rannveig Borg.
Andlát
SIGURÐUR ELÍS
SIGURJÓNSSON