Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 15 AÐ minnsta kosti 17 manns létu lífið og meira en 20 slös- uðust þegar eimvagn og tveir farþegavagnar járnbrautar- lestar fóru út af brú yfir fjölfar- ið stræti í bænum Warangal í Andhra Pradesh. Er slysið rak- ið til þess að lestarstjórinn tók of seint eftir rauðu ljósi og beitti þá neyðarhemlum til að stöðva lestina. Við það fór hún út af sporinu að nokkru leyti. Eru tölur yfir látna mjög á reiki og eiga trúlega eftir að hækka. Lestarslys eru afar tíð á Ind- landi en dag hvern fara með lestunum um 13 milljónir manna. Suu Kyi í annað fangelsi AUNG San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Myan- mar, hefur verið flutt úr hinu illræmda In- sein-fangelsi í Yangon en frammámenn víða um heim og talsmenn mannrétt- indasamtaka hafa gagnrýnt það harð- lega, að henni skyldi haldið þar. Haft er eftir heimildum í Myanmar, að hún hafi verið flutt burt úr fangelsinu um síðustu helgi en ekki er vitað hvar hún er. Talið er hugsanlegt að henni sé hald- ið í herbúðum í borginni Ye- mon. Hass eykur hættu á geðkvillum ÞEIM, sem neyta hass reglu- lega, er miklu hættara en öðr- um við geðsjúkdómum síðar á ævinni. Kom þetta fram í máli Robins Murrays, prófessors við sálfræðistofnunina í London, á ársþingi breskra sálfræðinga í Edinborg. Sagði hann að rann- sóknir hefðu leitt þetta í ljós og nefndi að stórneytendur væru sjö sinnum líklegri en aðrir til að þjást af alvarlegum geðrösk- unum. Skaut fjóra til bana og særði fimm FJÓRIR menn létust og fimm særðust er starfsmaður í verk- smiðju í Saint Louis í Missouri tók upp byssu og skaut á vinnu- félaga sína. Að því búnu ók hann brott en svipti sig lífi eftir að hafa skipst á skotum við lög- reglumenn fyrir utan lögreglu- stöð í borginni. Leiðtogar FIS lausir TVEIR leiðtogar íslömsku frelsisfylkingarinnar, FIS, í Alsír voru látnir lausir í gær en þeir hafa setið í fangelsi í 12 ár fyrir að hafa ógnað öryggi rík- isins. Flokkurinn var bannaður 1992, en hann stefndi að því að koma á íslömsku lýðveldi. STUTT Sautján fórust í lestarslysi Aung San Suu Kyi SAMÞYKKT hefur verið í Ástralíu að koma upp allsherjarskrá yfir barnaníðinga í landinu, þrátt fyrir ótta um að þeir geti orðið fyrir árás- um almennings. Í skránni verða gefin upp nafn, heimilisfang, vinnustaður og bílnúmer dæmdra kynferðis- glæpamanna sem hafa brotið af sér gegn börnum en þannig á lögreglan að geta fylgst með ferðum þeirra um landið. Skráin verður einungis opin lög- gæsluyfirvöldum en ekki almenningi. Hins vegar óttast samtök um frelsi borgaranna að upplýsingarnar kunni að leka út til borgaranna og valda kynferðisbrotamönnum sem þegar hafa tekið út refsingu skaða og auka líkur á að þeir verði fyrir árásum. Gert er ráð fyrir að skráin verði tekin í notkun um mitt næsta ár en fyrst þurfa hin átta ríki landsins að samþykkja löggjöf sem heimilar gerð hennar. Þegar hafa lögregluyfirvöld hvers ríkis veitt samþykki sitt. Dómsmálaráðherra landsins, Chris Ellison, hefur lýst yfir ánægju sinni með skrána og sagt að nú geti Ástr- alar gerst aðilar að alþjóðlegum barnaverndarsáttmálum. „Mikil- vægt er að ríkisstjórnir taki höndum saman um að tryggja að barnaníð- ingar sem ferðast á milli ríkja og svæða fái sömu meðferð alls staðar svo þeir eigi hvergi athvarf,“ sagði Ellisson. Allsherjarskrá yfir barnaníðinga Sydney. AFP. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.