Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRÁ REYKJAVÍK TIL CENTRAL PARK Líklega eiga fáir meiri þátt íað móta ímynd Íslands út ávið þessa dagana en íslensk- ir tónlistarmenn. Sú athygli og þær vinsældir sem margir íslenskir listamenn á sviði dægurtónlistar njóta hefur mikil áhrif. Á Hróarskelduhátíðinni, sem ný- verið lauk í Danmörku, vöktu tón- leikar Bjarkar og Sigur Rósar mikla athygli. Danska blaðið Berl- ingske Tidende á vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir tónleikum Bjarkar og segir hana vera róttæk- asta popplistamann samtímans. Lokatónleikar hennar hafi verið glæsilegasti endapunktur á hátíð- inni í manna minnum. Blaðið segir Björk hafa minnt á að ef rokk- menningin eigi að eiga sér framtíð verði hátíð á borð við þá í Hróars- keldu að veita listamönnum rými er þori að ögra og þróa hefðir dæg- urtónlistarinnar. Hljómsveitin Sigur Rós fékk sömuleiðis mikið hrós í norrænum blöðum. Þannig segir norska blaðið Adressavisen að hljómsveitin hafi þróað fram sinn eigin, tónlistarlega himingeim. Um síðustu helgi héldu þrjár ís- lenskar hljómsveitir, Singapore Sling, Apparat og Trabant, tón- leika í Central Park í New York, sem vöktu verulega athygli. Mjög lofsamlegum orðum er farið um tónleikana í grein í blaðinu The New York Times í gær. Svona mætti lengi áfram halda. Íslensk dægurtónlist er fyrir löngu búin að slíta barnsskónum og margir listamenn á þessu sviði hafa sýnt og sannað að þeir standa ekki einungis jafnfætis erlendum starfs- bræðrum sínum heldur í mörgum tilvikum framar. Þannig hafa til dæmis Björk og Sigur Rós átt þátt í að móta nýjar víddir í dægurtón- list er ekki voru áður til staðar. Árangur þessara listamanna er gífurleg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf. Þannig hefur sú mikla athygli er Björk hefur fengið í gegnum árin orðið til að auðvelda öðrum íslenskum hljómsveitum að vekja athygli á list sinni. Það er mikilvægt að hlúð sé að þessum vaxtarsprotum. Tónlist er ekki einungis menning heldur í mörgum löndum mikilvæg atvinnu- grein. Við erum rétt byrjuð að virkja þann þrótt og þau tækifæri er búa í íslenskri dægurmenningu. Sé rétt haldið á málum ættu sókn- arfærin að leynast víða. Ríkið skapar ekki þau færi heldur lista- mennirnir. Hins vegar er mikil- vægt að hlúð verði að þessari list- grein og atvinnugrein og tryggt að umhverfi tónlistarinnar sé með þeim hætti að hægt sé að nýta tækifærin. AUKINN SKILNINGUR Bryndís Hlöðversdóttir, formað-ur þingflokks Samfylkingar- innar, talar af meiri skynsemi um þau málefni, sem snúa að varnar- stöðinni á Keflavíkurflugvelli hér í Morgunblaðinu í gær en flokks- systkini hennar hafa gert síðustu daga. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir formaður þingflokks Samfylk- ingarinnar: „Við biðjum einfaldlega um sam- ráð. Við höfum fullan skilning á nauðsyn þess, að einstaka þættir, sem varða þetta mál þurfi að vera hjúpaðir trúnaði en verðum hins vegar að geta fjallað um stöðu máls- ins í heild.“ Í samtalinu segir Bryndís Hlöð- versdóttir, að eðlilegt sé að upplýsa almenning að einhverju leyti um hvað sé í vændum og segir: „Þetta er stórt mál, sem skiptir marga máli. Ekki sízt fólk á Suðurnesjum, sem margt byggir afkomu sína að stóru leyti á veru varnarliðsins hér.“ Í ljósi þess, sem sagt hefur verið opinberlega af hálfu Samfylkingar- innar síðustu daga um þetta mál er ástæða til að fagna því, að Bryndís Hlöðversdóttir gerir sér grein fyrir að eðli málsins samkvæmt er nauð- synlegt að trúnaður ríki um viðræð- ur á milli fulltrúa Íslands og Banda- ríkjanna um framtíð varnarstöðvar- innar í Reykjavík að svo komnu máli. Skilja hefur mátt suma flokks- bræður hennar og flokkssystur á þann veg, að sjálfsagt sé að viðra öll sjónarmið, sem fram hafa komið op- inberlega. Í viðkvæmum milliríkja- viðræðum er það ekki sjálfsagt og engin þjóð mundi líta svo á. Þess vegna er það skref í rétta átt, að aukinn skilningur skuli vera fyrir hendi hjá talsmönnum Samfylking- arinnar á þessu grundvallaratriði. Framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna skiptir máli fyrir alla þjóðina og þar á meðal þá, sem byggja afkomu sína á störfum fyrir varnarliðið. En hvernig á að upplýsa almenning „um það sem í vændum er“, þegar engin niðurstaða er kom- in í viðræður á milli íslenzkra og bandarískra stjórnvalda? Það væri ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en í ljós er komið til hvers viðræður leiða. Það skiptir máli fyrir hagsmuni íslenzku þjóðarinnar að víðtæk sam- staða sé á milli stjórnmálaflokkanna þegar svo veigamikil utanríkismál eru á dagskrá. Fyrir nokkrum vik- um mátti skilja ummæli forystu- manna Samfylkingarinnar á þann veg, að þeir hefðu fullan skilning á því. Síðustu daga hafa þeir talað út og suður. Vonandi hefur formanni þingflokks þeirra tekizt að ná utan um málið á nýjan leik af þeirra hálfu. FJÖLSKIPAÐUR HéraðsdómurReykjavíkur taldi sannað aðrúmlega 40 af þeim 102 myndumsem ákært var fyrir í stóra mál- verkafölsunarmálinu væru falsaðar. Það var á hinn bóginn aðeins talið sannað að sakborningarnir hefðu vitað að sex af þess- um myndum voru falsaðar þegar þeir seldu þær. Flestar seldi Pétur Þór Gunnarsson, ýmist á uppboði í fyrirtæki sínu, Galleríi Borg, eða í Danmörku, en Jónas Freydal Þorsteinsson seldi tíu, þar af eina í félagi við Pétur Þór, að því er fram kemur í ákær- unni. Báðir hafa þeir lýst sig algjörlega saklausa. Í dómnum segir að Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, hafi haldið því fram að eftirtal- in almenn atriði veittu órækar vísbending- ar um að Pétur Þór Gunnarsson hefði annaðhvort sjálfur falsað eða látið falsa myndirnar sem ákært var fyrir:  Uppruni þeirra væri óþekktur og enginn hefði borið kennsl á þær.  Pétur Þór hefði ekki getað upplýst um uppruna myndanna.  Myndunum hefði verið haldið fyrir utan bókhald Gallerís Borgar.  Þegar hann gaf upp eigendasögur hefði það tekið hann hálft ár og þær í þokkabót reynst rangar.  Pétur Þór hefði hætt að gefa upplýs- ingar í málinu.  Falsanirnar ættu margt sameig- inlegt.  Sams konar pappír væri notaður í myndir sem voru eignaðar mismunandi listamönnum.  Falsaðar myndir voru aðeins seldar í Gallerí Borg en hvergi annars staðar. Nokkur atriðanna voru einnig færð fram gegn Jónasi Freydal. Dómurinn taldi sum ofantaldra atriða veita vísbendingar um fölsun en önnur ekki. Vísbendingarnar væru þó mjög al- mennar eða óljósar og gætu ekki ráðið úr- slitum. Þessi málflutningur ákæruvaldsins hefði beinlínis lotið að því að dómnum bæri að leggja heildstætt mat á sönnunargögnin í málinu. Með öðrum orðum; að leggja vís- bendingar um fölsun við þau sönnunar- gögn sem varða viðskipti með myndirnar. „Á þetta sjónarmið getur dómurinn ekki fallist, því að annars vegar liggur það fyrir að [Pétur Þór, Jónas Freydal] og Gallerí Borg hafa átt viðskipti með fjölmörg lista- verk sem ekki eru fölsuð og eins hitt að ekki er unnt að útiloka það að ákærðu hafi selt fölsuð verk í góðri trú um að þau væru ósvikin. Það er því grundvallaratriði í mál- inu að staðreyna það fyrst hvort hvert ein- stakt myndverk geti talist falsað en að því loknu að fjalla um það hvort viðskiptin með hvert verk fyrir sig geti talist saknæm,“ segir í dómnum. Erfiðari sönnunarstaða Þetta er í annað sinn sem Pétur Þór er dæmdur fyrir að selja málverk sem hann vissi að voru fölsuð. Í fyrra málinu, sem var dæmt af Hæstarétti árið 1999, var hann ákærður fyrir að falsa höfundarmerkingu á þremur málverkum eftir danska málarann Wilhelm Wils. Málverkin keypti hann á uppboði í Danmörku en seldi þau skömmu síðar á uppboðum hér á landi en þá voru þau höfundarmerkt Jóni Stefánssyni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur töldu ósannað að hann hefði sjálfur afmáð höfundarmerkingu Wils en hefði sannar- lega vitað að höfundarmerkingunni hefði verið breytt. Hann var jafnframt dæmdur fyrir bókhaldsbrot og fyrir hvort tveggja hlaut hann sex mánaða fangelsi auk þess að vera dæmdur til að greiða skaðabætur. Sambærileg sönnunargögn lágu ekki fyrir í málinu sem dæmt var fyrir í gær. Nokkur óvissa um alkýð Í málinu skipti verulegu máli að ákvarða hvenær alkýð, sem er þurrk- og bindiefni í málningu, hefði verið fundið upp og frá hvaða tíma það var notað í málningu enda var í fjölda tilvika málað yfir eldri olíumál- verk með alkýðblandaðri málningu. Sak- sóknari byggði á að alkýð hefði verið fundið upp árið 1927 en ekki notað í listamannaliti fyrr en seint á 7. áratug síðustu aldar, eftir að málararnir voru ýmist látnir eða hættir að mála. Alkýðinnihald fyrir þann tíma væri því öruggt merki um fölsun. Þessu höfnuðu verjendur og sögðu vel koma til greina að málararnir hefðu notað ódýrari málningu sem hefði verið alkýðblönduð auk þess sem allt væri á huldu um hvenær alkýð hefði fyrst verið framleitt. Sigurður Jakobsson efnafræðingur var fenginn til að rannsaka málningarsýni sem tekin voru úr hinum kærðu málverkum og virtist vera yngri en önnur málning á myndunum. Hann taldi langlíklegast að í hinum kærðu verkum væri svokölluð lista- mannamálnin Dómurinn efast um að gæfi örugga var hún lögð vikum. Á hinn rannsókn fari unarsögu alk málið og um óvissa. Heimi um að alkýð h unar í málnin urinn því föst blandað í lista listamaðurinn verkin sjálfkr héldu alkýð. Þ Guðmund Tho B. Þorláksso 1924. Enn me Dómurinn með jafnafdrá ur og gerð pa kærðra verka ver Hannesso pappírssérfræ Hahnemühle- optískum blei til þess að ge að slík efni he 1960. Mikið a ar voru gerð á merkingu var á 5. áratug sí að sérfræðin unnar hafi ek staðfest gögn framleiðslu v ingar í því sa hafi verið ef upplýsingar f Þá var talin óv hefði verið b leiðslustigi eð ist af öðrum p Flest pappí Guðnason. Ák eignaðar voru treysti sér aðe 17 þeirra vær „Goldsmit Pétur Þór v um olíumálver Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur Talið sannað ákærðu vissu sex fölsunu Ákærðu í stóra málverkafölsunarmálinu voru í gær dæmdir fangelsi fyrir fjársvik og skjalafals en þeir hafa ávallt haldi sínu. Ekki var sannað að þeir hefðu sjálfir falsað eða látið fa JÓN H. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra í málverkafölsunarmálinu, segir það mikilvægt að Héraðsómur hafi í langflestum tilvikum fallist á að myndirnar sem ákært var fyrir væru falsaðar. „Ætli það séu ekki á milli 80 og 90 myndir [af 102] sem er talin lögfull sönnun um að hafi verið fals- aðar. Það eru aðeins þrjár sem ekki er talin lög- full sönnun um. Svo er talið langlíklegast að rest- in af myndunum sé fölsuð. Hvað þetta varðar hefur málið verið upplýst og vafanum verið eytt. Það er mikils virði fyrir eigendur myndanna að þeir eignast kröfurétt á hendur Pétri [Þór Gunn- arssyni] fyrir að hafa keypt falsaða mynd,“ segir Jón. Eigendur þeirra mynda sem vafi þótti um sitja nú uppi með verðlaus verk en fá myndirnar aftur hendurnar með áréttingum um það að þær séu vafasamar. Reglan um hinn minnsta vafa hefur þannig ver ið Pétri til hagsbóta en Jón segir það vera um- hugsunarefni að hægt sé að sanna svo víðtæka fölsun en ekki mögulegt að fella dóm í nærri öll- um tilfellunum. „Það er þó þýðingarmest að úrskurðað var um málverkin og maðurinn sakfelldur. Því hefur ver ið slegið föstu að hann seldi allar þessar myndir og getur ekki sýnt fram á, með bókhaldi eða öðru hvaðan hann fékk þær,“ segir Jón. Jó́n H. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra Mikilvægt fyrir eigendur myndanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.