Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 7 Útsala ÷30%-50% Ti m be rla nd , ,a nd Se ek O ut ar e tr ad em ar ks or re gi st er ed tr ad em ar ks of Th e Ti m be rla nd Co m pa ny . © 20 03 Th e Ti m be rla nd Co m pa ny . Al lr ig ht s re se rv ed . Timberland Kringlunni www.timberland.no Í DAG kl. 13 verður haldin opn- unarhátíð Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. At- höfnin fer fram í hátíðarsal HÍ. Herra Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, setur opnunarhátíðina en einnig flytja dr. Peter Katzenstein, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkj- unum, Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eistlands, hr. Tuiloma Neroni Slade, fyrrverandi sendi- herra, og dr. Baldur Þórhallsson, stjórnarformaður rannsóknaset- ursins, ávörp. Fræðimenn frá Evrópu og Bandaríkjunum eiga sæti í stjórn setursins, sem og fulltrúar inn- lendra hagsmunasamtaka og ut- anríkisráðuneytisins. Smáríkjasetur opnað í dag Háskóli Íslands ÍSLENDINGUR og Dani hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna tveggja fíkniefnabrota, en þeir reyndu að smygla samtals 16 kg af hassi til landsins. Í gær var 31 árs Íslendingur, sem hefur verið búsettur í Danmörku að undanförnu, úrskurðaður í gæslu- varðhald til 11. júlí nk. vegna fíkni- efnabrots. Málavextir eru þeir að í lið- inni viku fann lögreglan í Svíþjóð 6 kg af hassi í íslensku skipi. Í samráði við lögreglu hérlendis var ákveðið að senda pakkann án fíkniefnanna til Ís- lands og var maðurinn handtekinn eftir að hann fékk pakkann í gær. Í hinu málinu fann Tollgæslan í Reykjavík 10 kg af hassi í vörusend- ingu sem kom með skipi frá Dan- mörku, og tilkynnti lögreglu um fund- inn. Dani, búsettur í Danmörku, sendi sendinguna til Íslands, kom sjálfur með flugi og sótti pakkann í fyrradag en var þá handtekinn. Hann hefur gengist við því að eiga efnið, sem var ætlað til sölu hérlendis. Ásgeir Karls- son, yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík, segir að mjög algengt sé að tollgæslan finni fíkniefni í vörusendingum með skipum. Reyndu að smygla 16 kílóum af hassi ÞETTA eru mjög vondar fréttir og fyrstu viðbrögðin eru auðvitað mikil vonbrigði. Sér- staklega í ljósi þess í hversu hróplegu ósam- ræmi þetta er við yfirlýsingar stjórnmálamanna, bæði nú að und- anförnu og fyrir nýafstaðnar kosn- ingar,“ sagði Guðmundur Guðlaugs- son, bæjarstjóri á Siglufirði. Hann minnti á að framkvæmdin hefði verið boðin út og fjármagn sem hefði verið aflað með sölu ríkisfyr- irtækja hefði verið eyrnamerkt henni. Guðmundur sagðist óttast að menn væru að falla fyrir áróðri ákveðinna hópa sem væru mótfallnir þessari framkvæmd og héldu því fram að hún væri óarðbær og nýttist eingöngu litlu byggðarlagi. Hann sagði það alrangt að framkvæmdin væri óarðbær. Allar rannsóknir bentu til hins gagnstæða. Guðmundur sagði að bæjaryfir- völd á Siglufirði blésu á rökin fyrir frestuninni. Ekkert nýtt lægi fyrir sem hefði ekki þegar verið vitað fyrir nokkrum mánuðum og ekkert hefði breyst síðan stjórnmálamenn hefðu komið fyrir kosningar og sagt að ekkert gæti komið í veg fyrir að haldið yrði áfram með verkið. Að lokum sagði Guðmundur, þeg- ar hann var spurður að því hvort göngin kæmu: „Mér finnst það mjög slæmt ef við stöndum frammi fyrir því að íslenskir ráðamenn ætli sér að sleppa framkvæmd sem ber fjórtán og hálft prósent arðsemi.“ Guðmundur Guðlaugsson Siglufirði. Morgunblaðið. Þetta eru mjög vond- ar fréttir STEFANÍA Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði, segir að tíðindin um frestun Héðins- fjarðarganga hafi komið Ólafsfirð- ingum algjörlega á óvart. Fjöl- margir málsmetandi menn hafi full- vissað heimamenn síðustu mánuði um að göngin væru orðin staðreynd og að framkvæmdir hæfust fljótlega. Stefanía reiknar með að eftir fundi bæjarráða Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar í dag verði gefin út sameig- inleg ályktun og falast verði eftir stuðningi Dalvíkinga og Akureyr- inga. Ólafsfirðingar vilji kalla eftir fundi með ráðherra og þingmönnum við fyrsta tækifæri. Stefanía segir að fyrir fáum vikum hafi einhver „órói“ komið í menn og orðrómur komist á kreik um að ekk- ert yrði af gerð gangnanna. „Aftur vorum við fullvissuð um að göngin yrðu byggð samkvæmt áætlun og því koma þessi tíðindi okkur enn meira á óvart,“ segir Stefanía og vonar að frestunin nái ekki fram að ganga á Alþingi þegar málið komi þar til um- fjöllunar. „Ég bendi einnig á að göngin hafa verið á áætlun um nokkurn tíma og hér hafa margir hlutir verið í ákveð- inni biðstöðu. Sameining sveitarfé- laganna hefur til dæmis verið raun- hæfur kostur með tilkomu gang- anna. Frestunin setur okkur í enn lengri biðstöðu og hætt er við því að fólk hreinlega gefist upp. Hér hefur tekist að halda í íbúana á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna gangnanna, en því skyldu þeir treysta þessum yfirlýsingum ráða- manna núna?“ spyr Stefanía. Stefanía Traustadóttir Kom okkur algjörlega á óvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.