Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         HÆTT VIÐ GANGAGERÐ Tilboðum í gerð Héðinsfjarð- arjarðganga var hafnað því óráðlegt þykir að hefja framkvæmdir í yf- irvofandi þensluástandi. Þriðji hæsti hiti frá upphafi Meðalhitinn fyrstu sex mánuði ársins í Reykjavík og á Akureyri var sá þriðji hæsti síðan mælingar hóf- ust. Í Reykjavík var meðalhitinn í júní 11,3°C og á Akureyri 10,6°C. Falsaðar myndir 41 Dómur féll í málverkaföls- unarmálinu í dag. Sannað var að 41 mynd væri fölsuð. Tveir menn voru dæmdir fyrir að falsa sex myndir. Þeir hlutu fjögurra til sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma. Smíða skip fyrir Færeyinga Skipasmíðastöðin Ósey hefur smíðað 4 stálskip fyrir Færeyinga, það fimmta er í smíðum og samið hefur verið um smíði tveggja. Berlusconi móðgar ESB Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, líkti þýskum þingmanni við nasista á Evrópuþinginu í gær. Ummælin ollu miklu uppnámi og vöktu hörð viðbrögð Þýskalands- stjórnar. Berlusconi sagðist að lok- um sjá eftir ummælum sínum. Ísraelar fara frá Betlehem Ísraelskar hersveitir fóru burt frá Betlehem í gær auk þess sem Ísr- aelsstjórn ætlaði að sleppa 21 palest- ínskum fanga. 3. júlí 2003 Skipasmíðar í Hafnarfirði, nýir smá- bátar, fiskmarkaður á Þórshöfn og sala á fiski í Bretlandi og Þýzkalandi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu ÞEIR slá ekki slöku við fé- lagarnir sem róa á skaki á Ármanni SH frá Ólafsvík, þrátt fyrir að þeir séu af léttasta skeiði. Það eru þeir Jón Steinn Halldórsson 77 ára, sem hefur verið fengsæll skipstjóri í tugi ára, og Bjarni Ólafsson fyrrum pósthússtjóri, að verða 80 ára hinn þriðja ágúst. Hefur hann stundað handfæraveiðar í fjölda ára. Lík- legast eru þetta með elztu mönnum sem stunda sjóinn á Íslandi í dag. Morgunblaðið/Alfons Íslands Hrafnistumenn TÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marport hefur gert samning við kanadíska fyrirtækið CSI Wireless um sölu á nýjum GPS-áttavita á alheimsvísu. Samningurinn við CSI Wire- less hljóðar upp á um tvær milljónir Banda- ríkjadollara en gert er ráð fyrir því að velta Marport geti orðið um 4 milljónir dollara, yfir 300 milljónir íslenzkra króna. Marport hefur undanfarin ár náð góðri fótfestu á markaðnum fyrir nema fyrir veið- arfæri og felur slíka nema víða um heim, en þá mest í Evrópu. Salan á áttavitanum sem verður markaðssettur undir nafninu Comp- assPoint er að hefjast, en gert er ráð fyrir að hún nái til allra heimshluta og geti þann- ig stuðlað að aukinni sölu á veiðarfæranem- unum. Byrjað á veiðarfæranemum „Við byrjuðum á framleiðslu veiðarfæra- nema 1996 í samvinnu við fyrirtæki í Seattle í Bandaríkjunum, sem heitir Stout Marine,“ segir Óskar Axelsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Marports. „Þetta þróaðist svo hjá okkur í það að gera nemana samhæfða fyrir annað búnað af sama og svipuðu tagi, sem er á markaðnum, fyrst og fremst frá Scanmar. Við keyptum svo fyrirtækið í Seattle síðasta haust. Þar erum við með 7 manns í vinnu. Öflugt fyr- irtæki í Kanada hefur síðan slegizt í hópinn sem fjórðungs eigandi og það styrkir stöðu okkar á markaðnum vestan hafs verulegu.“ Selt undir okkar vörumerki „Svo fengum við þennan samning um sölu á GPS-áttavitanum til að einskorða okkur ekki við veiðarfæranemana og geta fært út kvíarnar. Samkvæmt samningnum verður þetta selt undir okkar vörumerki og í gegn um okkar sölunet um allan heim. Þegar CSI Wireless fær fyrirspurnir frá löndum eins og Ástralíu, Nýja Sjálandi eða Kóreu, er þeim einfaldlega beint beint til okkar. Það hefur meðal annars leitt til þess að við erum að komast af stað í Kóreu. Það er tekið eftir því um allan heim hvað Íslendingar eru að gera í sjávarútvegi. Þeir njóta virðingar á alþjóða vísu fyrir að skara fram úr í veiðum og vinnslu og við njótum þess, þeg- ar við erum að flytja út íslenzkt hugvit fyrir sjávarútveginn. Með þessum aukna styrk sem við erum að fá inn í fyrirtækið, er hafin þróun á frekari búnaði, sem gæti farið að líta dagsins ljós fyrir árslok,“ segir Óskar. Hann segir að það sé líka mjög mikils virði að stærri út- gerðir á Íslandi eins og Sam- herji hafi staðið vel við bakið á fyrirtækinu með því að skipta við það. Einnig eigi Marport góðan stuðn- ing í Færeyjum. Þar eigi fyrirtækið þriðj- ungs hlut í fyrirtækinu Vikmar p/f sem sér- hæfir sig í sölu og þjónustu á siglinga- og fiskileitartækjum. „Við erum nú að fara með veiðarfæranemana okkar inn í höfuðvígi Scanmar, Noreg, og teljum okkur eiga góða mögu- leika þar. Eitt af því sem við höfum umfram aðra á þessu sviði er að það er hægt að gera við nemana hjá okkur, en ekki hina. Með því geta menn sparað töluverðan pening. GPS-áttavitinn er svo afar handhæg lausn og ódýr, sem býr yfir mikilli nákvæmni og er ekki síðri en mun dýrari tæki. Skekkjumörk eru til dæmis innan við hálfa gráðu. Hann er því orðinn raunhæfur kostur fyrir minni báta en áð- ur. Loks get ég nefnt hraðamæli sem er al- gjör nýjung. Það er mælir sem festur er innan á byrðing skipanna og mælir hraða skipsins á sjónum mjög nákvæmlega,“ segir Óskar. Marport semur um sölu á GPS-áttavita Óskar Axelsson Samningurinn við kanadíska fyrirtækið CSI Wireless hljóðar upp á tvær milljónir dollara TRACKWELL Software skrifaði nýlega undir samning við fiskveiði- yfirvöld í Litháen um uppsetningu og rekstur fiskveiðieftirlitskerfis. TrackWell hefur þróað kerfið í sam- starfi við Landhelgisgæslu Íslands og sjávarútvegsráðuneytið og er það eitt hið besta sem völ er á í dag. Kerfið hefur þegar verið sett upp og er komið í notkun við fiskveiðieft- irlit í Litháen. Fiskveiðieftirlitskerfið tekur við upplýsingum frá gervihnetti um staðsetningu skipa og birtir þær á landakorti. Einnig tekur það við aflaskýrslum og tilkynningum um ferðir inn og út af veiðisvæðum. Þessar upplýsingar eru sendar áfram rafrænt til annarra ríkja eða alþjóðlegra stofnana eftir því sem við á, samkvæmt tvíhliða samning- um og fjölþjóða samþykktum. Kerfið styður m.a. allar kröfur um upplýsingagjöf og samskipta- reglur sem settar hafa verið af Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni (NEAFC) og Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðistofnuninni (NAFO). Fiskveiðieftirlitskerfið frá Track- Well er í notkun á Íslandi hjá Land- helgisgæslunni og Fiskistofu, í Færeyjum hjá Vaktar og Bjargingartænastan, hjá NEAFC í London, NAFO í Kanada og nú í Litháen. Kolbeinn Gunnarsson, þróunar- stjóri TrackWell, segir að þeir séu ánægðir með að þessi samningur sé í höfn. Einnig sé verið að ræða við hin Eystrasaltslöndin og viðræður um uppsetningu kerfisins í Alaska séu einnig komnar á góðan rekspöl. „Söluferli á svona búnaði er langt, en það virðist vera að lifna yfir markaðnum. Mörg lönd hafa þegar komið sér upp svona eftirlitskerfi, en hjá einhverjum þeirra er komið að endurnýjun. Við vonum því bara það besta og reynum að koma kerf- inu okkar á framfæri sem víðast,“ segir Kolbeinn Gunnarsson. Fiskveiðieftirlit fyrir Litháen MSC-fiskborgari FYRIRTÆKIÐ Brakes hefur hafið sölu á fiskborgara úr hok- inhala frá Nýja Sjálandi, sem hef- ur verið vottaður af samtökunum Marine Stewardship Council. Fisk- borgarinn gengur undir nafninu Fishwich. Brakes er nýtt nafn á fyrirtæk- inu bake Bros, sem hefur nýlega tekið upp nýja markaðsstefnu og sérhæfir sig í dreifingu á mat- vælum, frystum og ferskum fiski og grænmeti. MIKIÐ af rækju hefur verið að berast til Hólma- drangs á Hólmavík að undanförnu. Á mánudag var landað úr rækju- frystitogaranum Rauð- anúpi á Hólmavík. Skipið var með um 150 tonn af rækju og eru um 80% farmsins iðnaðarrækja sem fór til vinnslu hjá Hólma- drangi á Hólmavík. Síðastliðinn laugardag var landað um 300 tonnum af rækju á Hólmavík úr flutningaskipi sem kom með rækjuna vestan af Flæmska hattinum til vinnslu hjá Hólmadrangi. Það er því nóg af hráefni þessa dagana á Hólmavík og til viðbótar eru fimm rækjubátar frá Hólma- vík og Drangsnesi að veiðum, sem leggja upp afla sinn hjá Hólmadrangi. Unnið er á einni vakt hjá Hólmadrangi – frá kl. 8 til 16.30. Sex til átta eru í sumarafleysingum hjá fyrirtækinu í sumar. Vinnsluhlé verður tvær fyrstu vikurnar í ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Mikið af rækju til Hólmadrangs BREZKA samsteypan Young’s hefur náð því marki að selja sjáv- arafurðir fyrir 150 milljónir punda, 18,9 milljarða króna. Fyr- irtækið var endurskipulagt fyrir þremur árum með samruna við Blucrest og nýjar afurðalínur kynntar í mikilli auglýsinga- herferð. Young’s var upphaflega stofnað árið 1805 og var fjöl- skyldufyrirtæki. Það er nú bæði í smásölu á frystum og ferskum fiskafurðum og í heildsölu á freð- fiski. James Turton, yfirmaður markaðsmála hjá fyrirtækinu, segir að átakið hafi tekizt mjög vel og átt sinn þátt í því að auka fiskneyzlu á Bretlandseyjum. Fiskneyzlan hefur aukizt um 6% á síðustu 12 mánuðum. „Fiskur fellur mjög vel að vaxandi áherzlu á hollustu í mataræði og þægilegri matreiðslu. Young’s býr yfir styrk, hugmyndaauðgi og hráefni til að hafa veruleg áhrif á neyzluvenjur Breta,“ seg- ir Turton. Góður gangur hjá Young’s PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C  ÞÓRÐUR Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Íslands, segir að æskilegt hefði verið að til- kynning um sölu Shell Petrolium Company Ltd. sl. mánudag á 20,69% hlut í Skeljungi til Sjóvár- Almennra hf. og Burðaráss hf. hefði birst strax um morguninn þann dag. Aðspurður hvort rætt hefði verið um að loka fyrir viðskipti með bréf Skeljungs þar til til- kynningin bærist sagði Þórður að í þessu tilviki hafi Kauphöllin ekki haft yfirsýn yfir umsvif þeirra viðskipta sem í farvatninu voru og hvað nákvæmlega var að gerast og því hafi ekki verið talin ástæða til að loka fyrir viðskiptin. „Við getum ekki lokað fyrir viðskipti á grundvelli þess að von sé á fréttatilkynningu í lok dags- ins, þá verða menn að standa öðruvísi að hlutunum. Það er grundvallaratriði hjá okkur að loka ekki nema rík ástæða sé til, og að reynt er þá að hafa lokað í eins skamman tíma og unnt er enda er það brýnt útfrá jafnræð- issjónarmiðum,“ segir Þórður. Barst mjög seint Hann segir að haft hafi verið samband við Kauphöllina um morguninn og menn hafi velt vöngum yfir því hvort tilefni væri til að loka fyrir viðskipti með bréf Skeljungs fram að birtingu til- kynningarinnar. Hann segir að á sama tíma hafi verið talað um að fréttatilkynningin væri á leiðinni á næstu mínútum. Á þeim tíma höfðu engar óvenjulegar færslur átt sér stað í viðskiptakerfinu, að sögn Þórðar. „Já, það voru vangaveltur um þetta fyrr um morguninn, við vissum að það var eitthvað að gerast, en höfðum ekki upplýsingar um hvað það væri. Tilkynningin berst síðan mjög seint og að mörgu leyti hefði verið æskilegt eftir á séð að fréttatilkynningin hefði birst strax um morguninn, og þá um leið hefði verið lokað fyrir við- skiptin í örstuttan tíma eins og við erum vanir að gera við sam- bærilegar aðstæður eftir að fréttatilkynning hefur borist Kauphöllinni,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið. Á mánudaginn sl. urðu mjög mikil viðskipti með bréf Skelj- ungs þegar 12,4% eignarhlutur Haukþings, fjárfestingarfélags í eigu Eimskips, Sjóvár-Almennra og Skeljungs, í Skeljungi var seldur á genginu 12 til Íslands- banka, Landsbankans, Sjóvár-Al- mennra og Burðaráss. Klukkan 15.40 þann dag er síð- an tilkynnt um sölu Shell á fimmtungshlut sínum í Skeljungi. Stuttu síðar er tilkynnt um að Kaupþing Búnaðarbanki hafi keypt 7,68% í Skeljungi þann daginn og fóru þau kaup fram samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, á genginu 15–15,7 en lokagengi á bréfum Kaupþings í Kauphöll Íslands í gær var 15. Aðspurður segir Þórður að hefði tilkynningin um sölu á hlut Shell borist og birst í fréttakerfi Kauphallarinnar um morguninn hefði það hugsanlega getað haft áhrif á atburðarás dagsins. „Við leggjum áherslu á það við skráðu félögin að ef um mikilvægar verð- myndandi fréttir er að ræða þá séu þær birtar eins fljótt í frétta- kerfinu okkar og unnt er.“ Upplýsinga aflað Morgunblaðið kannaði hjá Fjár- málaeftirlitinu hvort tilefni væri til að skoða þau viðskipti sem fram fóru sl. mánudag í ljósi þess að innan dagsins var um 24% munur á gengi í viðskiptum með bréf Skeljungs, þ.e. bréfin í félag- inu seldust annarsvegar á geng- inu 12 og hinsvegar á genginu 15 og þar yfir, nánast á sama tíma. Hjá Fjármálaeftirlitinu feng- ust þær upplýsingar að verið væri að afla upplýsinga um við- skiptin í samræmi við eftirlits- skyldur Fjármálaeftirlitsins, en ekki væri búið að taka ákvörðun um sérstakar athuganir á þessu stigi. Tilkynning um Shell- söluna birtist seint Rætt var um að loka fyrir viðskipti með bréf Skeljungs. Fjármálaeftirlitið aflar upplýsinga VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS NORRÆN ráðstefna um viðskiptafræði verður haldin á Íslandi dagana 14.–16. ágúst næstkomandi. Ráðstefnan, sem er á vegum Nordisk Företagksekonomisk För- ening (NFF), hefur verið haldin sextán sinnum áður en aldrei á Íslandi. Gert er ráð fyrir um 600 gestum. Að sögn Margrétar Sigrúnar Sigurðar- dóttur, verkefnisstjóra Viðskiptafræði- stofnunar, eru umfjöllunarefni ráðstefn- unnar, sem ber heitið NFF 2003, á afar breiðu sviði. „Það er reynt að koma inn á öll svið viðskiptafræðanna. Þarna gefst fræði- mönnum á Norðurlöndum tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og fá umræður um þær. Samhliða þessari ráðstefnu verður haldin doktorsnemaráðstefna á Bifröst þar sem 55 doktorsnemar frá Norðurlöndunum kynna sínar rannsóknir,“ segir Margrét. Hún segir að 450–500 erindi verði flutt á ráðstefnunni sem haldin verður í Háskóla Íslands. Í raun sé um margar ráðstefnur að ræða sem sé skellt saman í eina. Alls verða 26 þemu tekin fyrir á ráðstefnunni, allt frá reikningshaldi til mannauðsstjórnunar og farið yfir það sem hæst ber á hverju sviði. „Þarna gefst yfirlit yfir fræðin eins og þau eru í dag,“ segir Margrét. Ráðstefnuna sækja fræðimenn frá öllum viðskiptaháskólum á Norðurlöndum. Á vefnum www.nff2003.hi.is sem settur var upp í tilefni ráðstefnunnar má finna frekari upplýsingar um erindi á ráðstefnunni. Fjór- ir aðalfyrirlesarar halda erindi við opnun NFF 2003 og við lok ráðstefnunnar: Walter W. Powell, prófessor við Stanford-háskóla og Santa Fe Institute, Guje Sevon, prófess- or við Stokkholm School of Economics, Helgi Þorláksson og Þráinn Eggertsson, sem báðir eru prófessorar við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna sitja, auk Margrétar, Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við HÍ, og Gylfi Dal- mann Aðalsteinsson lektor við HÍ. R Á Ð S T E F N A N N F F 2 0 0 3 Viðskipta- fræði frá öllum hliðum Stærsta ráðstefna um viðskiptafræði sem haldin hefur verið á Íslandi S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Spá 26% minni hagnaði Gengi krónunnar hefur mikil áhrif 2 Barátta gegn spillingu Rætt við Jermyn P. Brooks hjá Transparency Int. 7 BREYTT NEYSLA OG AUKIN ÁFENGISSALA Yf ir l i t Í dag Erlent 14/16 Viðhorf 32 Höfuðborgin 17/17 Minningar 32/36 Akureyri 18 Kirkjustarf 37 Suðurnes 19 Bréf 38 Austurland 20 Dagbók 40/41 Landið 21 Íþróttir 42/45 Neytendur 22 Fólk 46/53 Listir 22/24 Bíó 50/53 Umræðan 24/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir blað um Vesturland frá Ferða- málasamtökum Vesturlands. Blaðinu er dreift um allt land. HREIÐURGERÐ tjaldsins er yf- irleitt fremur fábrotin og lét þessi sér nægja malarveg skammt frá bænum Vatnsdal í Fljótshlíð. Til allrar lukku er vegurinn fáfarinn en um hann fara aðallega fjárbændur sem eiga fé við eyðibýlin ofan við Vatnsdal. Einhver vegfarenda hafði gerst svo hugulsamur að setja tvo grjóthnullunga við hreiðrið til þess að enginn myndi í ógáti keyra yfir það. Þegar Hörður Björgvinsson átti leið þarna um á bíl sínum var tjaldurinn hinn spakasti og vappaði um á vegarbrúninni á meðan Hörður smellti af honum myndum en lagðist síðan á eggin um leið og bíllinn fór sína leið. Ljósmynd/Hörður Björgvinsson Hreiðurgerð á malarvegi MEÐALHITINN í Reykjavík fyrstu sex mánuði ársins var 5,1° sem er það þriðja hæsta síðan mæl- ingar hófust, að sögn Þórönnu Pálsdóttur, veð- urfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn hefur líka aðeins tvisvar mælst hærri fyrstu sex mánuði ársins á Akureyri, en hann var 4,3° að þessu sinni. Júní var hlýr um allt land, en víða var mjög vætusamt á sunnan- og austanverðu landinu. Með- alhitinn í Reykjavík var 11,3° sem er 2,3° yfir með- altali áranna 1961 til 1990. Álíka hlýtt var í júní 1941 en þá voru mælingar gerðar á þaki Lands- símahússins við Austurvöll og segir Þóranna Páls- dóttir að flutningur stöðvarinnar skapi nokkra óvissu, þegar þessi tvö meðaltöl séu borin saman. „En það var heitast í ár og árið 1941,“ segir hún og bætir við að hitafarið í Reykjavík hafi verið óvenju jafnt í mánuðinum og yfir meðaltali á hverjum degi. Lægsti lágmarkshiti sem mældist í Reykja- vík var 7,1° og hefur hann aldrei verið jafnhár áð- ur. Á Akureyri var meðalhitinn 10,6° sem er 1,5° yfir meðallagi. Úrkoman í Reykjavík var sú þriðja mesta síðan mælingar hófust. Mældust 85 mm sem er um ¾ hlutar umfram meðallag. Árið 1969 mældist mesta úrkoma í júní, 94,6 mm, og næstmesta árið 1936, 91,4 mm. Á Akureyri var úrkoman í tæpu með- allagi eða 25,6 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 146 sem er 15 stundum færra en venja er. Á Akureyri voru sól- skinsstundir 151,1 sem er 26 færri en venjulega. Á Hveravöllum var meðalhitinn 7,6° sem er það mesta síðan mælingar hófust þar árið 1966. Úr- koman mældist 53,6 mm og sólskinsstundir 176,9. Í Akurnesi í Hornafirði var meðalhitinn 9,9° og úrkoman mældist 155 mm. Þar hefur ekki mælst meiri úrkoma í júní síðan mælingar hófust fyrir rúmum áratug en hlýrra var í Akurnesi í fyrra og 1995. Það sem af er árinu hefur verið hlýtt og hef- ur meðalhitinn í Reykjavík fyrstu sex mánuðina aðeins tvisvar mælst hærri, en hann var 5,8° 1964 og 5,5° 1929. Á Akureyri var meðalhitinn 4,3° fyrstu sex mán- uði ársins og hefur tvisvar mælst hærri, 4,6° 1964 og 4,4° 1974. Hlýtt í Reykjavík og á Akureyri fyrstu sex mánuði ársins Meðalhiti hefur aðeins tvisvar verið hærri LAUSLEG könnun við munna Hval- fjarðarganga á sunnudagseftirmið- degi nýverið sýndi að 12% bifreiða voru með fellihýsi, og að engin bif- reiðanna var með viðbótarhliðar- spegla eins og lög kveða á um. Jóhann Jóhannsson, verkefnastjóri og um- ferðarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu, gerði könnunina. Hann segir að það sé bæði ólöglegt og stórhættulegt að keyra með stórt fellihýsi eða aðra tengivagna án þess að vera með við- bótarhliðarspegla. „Maður sér illa eða ekkert aftur fyrir bílinn, sömuleiðis þegar maður tekur vinstri beygju, það er ómögu- legt að vita hvort bíll er í framúrakstri á því augnabliki,“ segir Jóhann. Hann tekur fram að aukaspeglarn- ir séu hvorki dýr né flókinn útbún- aður og engin ástæða sé til að nota þá ekki. Hafa þurfi í huga að speglarnir passi á bílinn og nái út fyrir breidd fellihýsisins svo það sjáist afturfyrir það. Fellihýsin of þung og of stór „Fólk gerir sér ekki grein fyrir reglunum og reglugerðunum sem fylgja þessum fellihýsum,“ segir Jó- hann. Hann bendir á að það standi skýrum stöfum í skráningarskírteini bifreiða hversu þungan eftirvagn bíll- inn megi hafa. Þegar fellihýsið er um 1.500 kg, fjölskyldan og farangur eru komin í bílinn er þyngdin oft komin langt yfir leyfilega burðargetu bílsins. Jóhann bendir einnig á að jafnvel þótt fellihýsin séu með bremsu, sem allir tengivagnar yfir 750 kg þurfa að hafa, geti stafað hætta af þeim þegar bifreiðin bremsar snögglega, sér í lagi ef hún er með ABS-bremsukerfi og vegurinn er blautur. „Bíllinn er búinn þeim eiginleikum til að geta tekist á við það að þurfa að nauðhemla í bleytu. Það er aftur á móti fellihýsið ekki svo ef það þarf að nauðhemla við þessar aðstæður þá tekur fellihýsið sennilega öll völd og ökumaður missir stjórn á bílnum og getur farið útaf eða velt bílnum.“ Fellihýsi, sem og aðrir tengivagn- ar, mega ekki vera svo breið að þau nái meira en 30 cm út fyrir hvora hlið bílsins sem dregur þau. Í þessu eins og í öðru eru brögð að því að reglum sé ekki fylgt, segir Jóhann. Hámarkshraði með tengivagna er lægri á þjóðvegum landsins en án þeirra. Ef vagninn er með bremsur, eins og öll fellihýsi eiga að vera, þá er hámarkshraðinn 80 km/klst. Jóhann segir það undantekningu ef þessi lög um hámarkshraða eru virt. Nú er ein mesta ferðahelgi ársins framundan og því rétt að nota tækifærið til að minna á að áfengi og akstur fara ekki saman, segir Jóhann: „Ef fólk er á bíl á það að sleppa því að drekka áfengi.“ Enginn notaði við- bótarhlið- arspegla Morgunblaðið/Arnaldur Jóhann Jóhannsson, verkefnastjóri og umferðarfulltrúi, er hér við bíl með fellihýsi með viðeigandi speglum. Könnun á vegum Landsbjargar og Umferðarstofu á fjölda fellihýsa á vegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.