Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stórkostlegt opnunartilboð á Vikingfellihýsum 9 feta Netsalan opnar í dag nýja sérverslun með útivistar- og húsbílavörur í Knarrarvogi 4 í ReykjavíkLOKSINS Takmarkað magn Verð nú 645.000 Verð áður 798.000 COMBI-CAMPtjaldvagnar Dometic ísskápar - gas 12V, 220w. Verð kr. 75.000 - Opnunartilboð 60.000 Ferðaklósett 9.900 - Opnunartilboð 6.000 Baksýnismyndavél 39.000. Mikið úrval af tjöldum, stólum, borðum og fleira. THERE’S ONLY ONE McLouis Netsalan ehf. Knarrarvogi 4, Reykjavík. Ath. nýtt símanúmer 517 0220 - Fax 517 0221 Netfang: netsalan@itn.is • Heimasíða: www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum frá kl. 10-19 og laugardögum frá kl. 11-16. Húsbílar Dæmi úr Reimo búðinni SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, olli talsverðu uppnámi er hann ávarpaði Evrópuþing- ið í gær með því að bjóða þýskum þingmanni, sem greip fram í fyrir honum, að leika hlutverk fanga- varðar í útrýmingarbúðum nasista í ítalskri kvik- mynd. Forsætisráðherrann, sem var að kynna áætl- anir ítölsku ríkisstjórnarinnar á nýhöfnu for- mennskutímabili fyrir Evrópusambandið, ESB, missti stjórn á skapi sínu eftir að þýskur þingmað- ur kallaði fram í þegar hann var að tala. Hann reiddist er þingmaðurinn, Martin Schultz, minnt- ist á nýsamþykkt ítölsk lög sem veita forsætisráð- herranum friðhelgi gagnvart lögum svo hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt vegna spillingarákæru. „Herra Schultz, á Ítalíu veit ég um framleið- anda sem er að gera kvikmynd um útrýmingar- búðir nasista. Ég sting upp á að þú leikir hlutverk fangavarðarins Kapo, þú værir tilvalinn í það,“ sagði Berlusconi og vísaði þar til fanga sem SS- menn gerðu að fangaverði í útrýmingarbúðunum. Mikið uppnám varð í þingsalnum þar sem hin- um 626 meðlimum þingsins virtist vera gróflega misboðið og þurfti Pat Cox, forseti þingsins, að hrópa á þingmenn að halda ró sinni. Schultz og Cox kröfðust þess að Berlusconi bæðist afsökunar en hann neitaði því staðfastlega og Cox ákvað að fresta þingfundinum. Átti að vera brandari Á blaðamannafundi eftir þingfundinn neitaði Berlusconi enn að biðjast afsökunar á orðum sín- um, hann hefði einungis verið að segja hæðnis- legan brandara vegna þess hvernig tón og handa- hreyfingar þýski þingmaðurinn hefði notað. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Kannski var hann bara þannig þýddur að hæðnin kom ekki nógu vel fram.“ Nokkrum klukkustundum síðar bað hann þó afsökunar með semingi eftir að ýmsir leiðtogar í Evrópu höfðu lýst yfir hneykslun sinni. Gagnrýnendur Berlusconis létu í sér heyra eftir fundinn, m.a. sagði Schultz að orð Berlusconis sýndu hversu óhæfur hann væri til að gegna for- mennsku í ESB og Monica Frassoni, þingmaður ítalskra græningja, sagði að andófi gegn forsætis- ráðherranum yrði haldið áfram næstu sex mánuði. „Á Ítalíu höfum við samþjöppun fjölmiðla og pól- istísks valds…þar er orðið freistandi að hefja sig yfir lögin,“ sagði hún. Leiðtogi frjálslyndra demókrata, Graham Wat- son, lét hafa eftir sér að Berlusconi hefði „lítil- lækkað formennskuembætti ESB“ og orð hans væru „móðgun við Evrópu“. Romano Prodi, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, reyndi hins vegar að gera lítið úr málinu og sagði að samvinnan yrði góð undir forystu Berlusconis næsta hálfa árið. Mótmælaspjöld á þinginu Ítalir tóku við formennsku í Evrópusambandinu í fyrradag en miklar umræður hafa verið um hvort Berlusconi sé hæfur til að gegna því hlutverki. Þykir gærdagurinn hafa verið slæm byrjun fyrir hann. Áður en uppnámið varð höfðu um 40 þing- menn græningja haldið á spjöldum með áletrun- unum, „Engan guðföður fyrir Evrópu“ og „Allir eru jafnir fyrir lögunum“ og vísuðu þeir þar til mafíunnar á Ítalíu og fyrrnefndra laga um frið- helgi. „Ef hugmyndir ykkar um lýðræði eru svona þá ættuð þið að sækja Ítalíu heim sem ferðamenn. Þið hagið ykkur núna eins og ferðamenn,“ sagði Berlusconi við þingmennina með spjöldin. Berlusconi hafði ekki minnst á lögin í ræðu sinni en talaði um að auka þyrfti hagvöxt í löndum ESB, styrkja tengslin við Bandaríkin og láta ESB taka þátt í að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Hann svaraði hins vegar fyrir sig í grein í bresku dag- blaði í gær þar sem hann sagði að enginn gæti kennt ríkisstjórn sinni siðferði. „Heiðarleiki er ekki vandamál hjá okkur af því að við höfum nóg af honum. Og enginn er þess umkominn að veita rík- isstjórn, sem kosin er af ítölsku þjóðinni, kennslu- stund í siðferði,“ sagði hann. Silvio Berlusconi veldur uppnámi á fundi Evrópuþingsins Bauð þingmanni hlut- verk nasista í kvikmynd Brussel, Strassborg. AP, AFP. AP Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, lagar heyrnartól sín á blaðamannafundi eftir að hafa haldið ræðu í Evrópuþinginu í Strassborg í gær. Hóf skot- hríð í skóla í Þýska- landi Coburg. AFP. SEXTÁN ára nemandi í menntaskóla skaut og særði kennslukonu áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér í bænum Coburg í Suður-Þýska- landi í gærmorgun. Talið er að konan hafi orðið fyrir skoti þeg- ar hún reyndi að afvopna piltinn. Nemandinn gekk inn í kennslustofu vopnaður tveimur skammbyssum um klukkan hálftíu og hóf að skjóta að skóla- töflunni en skotið fór rétt framhjá kennaranum. Ekki er ljóst hvort hann hafi ætlað að skjóta á hann. Nemendur flýðu stofuna, sumir út um glugga og lokuðu dyrunum til að varna piltinum útgöngu úr stofunni. Hann náði að halda einum nem- anda eftir í stofunni og sagðist „þurfa á honum að halda“. Önnur kennslukona kom þá inn í stofuna og fékk hún skot í lærið. Þvínæst fyrirfór hann sér með skammbyssunni að nem- andanum og kennaranum ásjá- andi. Ekki er vitað um ástæður verknaðarins en drengurinn þótti fremur hæglátur. Fram hefur komið að hann hafði verið á námskeiði þar sem hann lærði skotfimi. Í fyrra áttu sér stað fimm vopnaðar árásir í þýskum skól- um, sú alvarlegasta í bænum Erfurt þar sem 19 ára gamall piltur skaut 16 manns til bana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.