Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 27. júní var flautaðtil leiks á Búnaðarbankamótinu í knattspyrnu í Borgarnesi í níunda sinn og var ekki hætt að leika fyrr en liðið var á sunnudaginn. Þetta knattspyrnumót skipar nokkra sér- stöðu því aðeins lið frá stöðum með íbúum undir 2.000 manns hafa þátt- tökurétt á þessu móti. Með hverju ári hefur það stækkað að umfangi og er nú í hópi fjölmennustu hrað- móta sem haldin eru hérlendis. Að þessu sinni voru 1.046 keppendur skráðir til leiks frá átján félögum víðsvegar um land. Fjöldi leikja var um 400 allt frá 7. flokki upp í 4. flokk. Keppt var í A-, B- og C-flokki eftir fjölda liða í hverjum flokki. Þáttur stúlkna var stærri nú en áð- ur þar sem keppt var sérstaklega í fimmta, fjórða og þriðja flokki kvenna. Allir sem taka þátt í þessu móti eru sigurvegarar en þó má geta þess að lið frá Umf. Bessastaða- hreppi fékk flest verðlaunin og Dal- víkingar fengu þann heiður að lið þeirra var valið „prúðasta félagið“ innan vallar sem utan. Að sögn skipuleggjanda mótsins voru ekki færri en 3.000 gestir á svæðinu ef allir eru taldir með s.s. foreldrar, þjálfarar, dómarar og liðsstjórar. Mótið fór vel fram í alla staði, þrátt fyrir vætusamt veður. Sérstaklega rigndi seinnipart laug- ardags, en þá um kvöldið var haldin kvöldvaka. Á sunnudeginum var leikið til úrslita um fyrsta, þriðja og fimmta sæti í hverjum flokki og að loknum spennandi viðureignum fór verðlaunaafhending fram. Þær Ást- hildur Helgadóttir, landsliðsfyrir- liði, og Þóra B. Helgadóttir, land- liðsmarkvörður, afhentu verðlaunabikara. Eftir verðlaunaaf- hendingu voru gestirnir kvaddir með grillveislu. Búnaðarbankinn í Borgarnesi er styrktaraðili mótsins og starfsmenn þess voru foreldrar þeirra barna sem æfa með knatt- spyrnudeild Skallagríms. Rúmlega 1.000 knatt- spyrnumenn kepptu í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Óli Þór Magnússon, þjálfari Víðis úr Garði, ásamt sigurliðum félagsins í 4. flokki karla og kvenna. Knattspyrnukapparnir Ívar Orri Kristjánsson, Skúli Guðmundsson og Nökkvi G. Gylfason, liðs- menn 4. flokks Skallagríms, þreyttir eftir leiki Búnaðarbankamótsins. Verðlaunaafhending fyrir keppni í 5. flokki B-liða. Liðsmenn Ungmennafélags Bolungarvíkur taka við verðlaununum úr hendi Ásthildar Helgadóttur landsliðsmanns, en Bolvíkingar unnu gullverðlaun. Skallagrímur varð í öðru sæti og Ungmennafélag Bessastaðahrepps í þriðja. Sigurliðið í keppni A-liða 5. flokks karla, liðsmenn Ungmennafélags Bessastaðahrepps. Liðsmaður Víðis í stórsókn í leik gegn Skallagrími.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.