Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR
42 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 27. júní var flautaðtil leiks á Búnaðarbankamótinu
í knattspyrnu í Borgarnesi í níunda
sinn og var ekki hætt að leika fyrr
en liðið var á sunnudaginn. Þetta
knattspyrnumót skipar nokkra sér-
stöðu því aðeins lið frá stöðum með
íbúum undir 2.000 manns hafa þátt-
tökurétt á þessu móti. Með hverju
ári hefur það stækkað að umfangi
og er nú í hópi fjölmennustu hrað-
móta sem haldin eru hérlendis. Að
þessu sinni voru 1.046 keppendur
skráðir til leiks frá átján félögum
víðsvegar um land. Fjöldi leikja var
um 400 allt frá 7. flokki upp í 4.
flokk. Keppt var í A-, B- og C-flokki
eftir fjölda liða í hverjum flokki.
Þáttur stúlkna var stærri nú en áð-
ur þar sem keppt var sérstaklega í
fimmta, fjórða og þriðja flokki
kvenna.
Allir sem taka þátt í þessu móti
eru sigurvegarar en þó má geta
þess að lið frá Umf. Bessastaða-
hreppi fékk flest verðlaunin og Dal-
víkingar fengu þann heiður að lið
þeirra var valið „prúðasta félagið“
innan vallar sem utan.
Að sögn skipuleggjanda mótsins
voru ekki færri en 3.000 gestir á
svæðinu ef allir eru taldir með s.s.
foreldrar, þjálfarar, dómarar og
liðsstjórar. Mótið fór vel fram í alla
staði, þrátt fyrir vætusamt veður.
Sérstaklega rigndi seinnipart laug-
ardags, en þá um kvöldið var haldin
kvöldvaka. Á sunnudeginum var
leikið til úrslita um fyrsta, þriðja og
fimmta sæti í hverjum flokki og að
loknum spennandi viðureignum fór
verðlaunaafhending fram. Þær Ást-
hildur Helgadóttir, landsliðsfyrir-
liði, og Þóra B. Helgadóttir, land-
liðsmarkvörður, afhentu
verðlaunabikara. Eftir verðlaunaaf-
hendingu voru gestirnir kvaddir
með grillveislu. Búnaðarbankinn í
Borgarnesi er styrktaraðili mótsins
og starfsmenn þess voru foreldrar
þeirra barna sem æfa með knatt-
spyrnudeild Skallagríms.
Rúmlega
1.000 knatt-
spyrnumenn
kepptu í
Borgarnesi
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Óli Þór Magnússon, þjálfari Víðis úr Garði, ásamt sigurliðum félagsins í 4. flokki karla og kvenna.
Knattspyrnukapparnir Ívar Orri Kristjánsson, Skúli Guðmundsson og Nökkvi G. Gylfason, liðs-
menn 4. flokks Skallagríms, þreyttir eftir leiki Búnaðarbankamótsins.
Verðlaunaafhending fyrir keppni í 5. flokki B-liða. Liðsmenn
Ungmennafélags Bolungarvíkur taka við verðlaununum úr
hendi Ásthildar Helgadóttur landsliðsmanns, en Bolvíkingar
unnu gullverðlaun. Skallagrímur varð í öðru sæti og
Ungmennafélag Bessastaðahrepps í þriðja.
Sigurliðið í keppni A-liða 5. flokks karla, liðsmenn Ungmennafélags Bessastaðahrepps.
Liðsmaður Víðis í stórsókn í leik gegn Skallagrími.