Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 20
AUSTURLAND
20 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Pipar & salt
50% afsláttur
af skurðarbrettum
í dag, föstudag og Langan laugardag.
áður kr. 1.995
nú kr. 990
FJARÐABYGGÐ hefur samþykkt
fjárhagsáætlun fram til ársins 2010.
Var hún unnin með hliðsjón af
þeirri uppbyggingu sem verður í
Fjarðabyggð vegna nýs álvers Al-
coa á Reyðarfirði.
Áætlunin tekur m.a. mið af 1.250
manna fjölgun á næstu 7 árum,
byggingu ríflega 400 íbúða, fast-
eignaskattsgreiðslum Alcoa frá
árinu 2007 og útþenslu málaflokka
er lúta að félagsþjónustu, sam-
göngum, heilbrigis-, fræðslu- og
æskulýðsmálum. Þannig gerir
Fjarðabyggð ráð fyrir að nemend-
um í skólakerfinu fjölgi úr 490 í 750,
hækkandi útsvarstekjum í takt við
fjölgun íbúa og hækkun fasteigna-
mats vegna aukinnar eftirspurnar
húsnæðis.
Gunnar Jónsson, forstöðumaður
stjórnsýslusviðs Fjarðarbyggðar
segir Alcoa muni borga 200 millj-
ónir árlega í fasteignagjöld frá
árinu 2007.
„Það má segja að öll áætlun okk-
ar byggist á þeim miklu tekjum
sem við fáum af álverinu. Okkur
sýnist til dæmis vaxtagjöld sveitar-
félagsins muni lækka frá 52 millj-
ónum nú, niður í 8,6 milljónir árið
2010. Þetta snýst þannig mikið um
þessar hreinu aukatekjur sem
koma inn í sveitasjóðinn við að ál-
verið er staðsett í Fjarðabyggð,“
segir Gunnar.
„Í samstæðuhluta A áætlum við
að tekjur okkar fari úr 1,2 millj-
örðum nú, í tæpa 2 milljarða árið
2010. Á sama tíma reiknum við með
að fara úr 1,2 milljarði í rekstr-
argjöldum í 1,7 milljarða. Þá munu
lántökugjöld einnig lækka þegar ál-
verið tekur til starfa.“
Gunnar segir Fjarðabyggð ætla í
fjárfestingar af fullum þunga árið
2004. „Þá munum við leggja 400
milljónir í fjárfestingar og tæpar
300 milljónir á árunum 2005 og
2006. Menn horfa á að fram-
kvæmdaþunginn verði mestur á
þessum þremur árum, en verði
óverulegur árið 2007 þegar álverið
opnar.“ Alls er gert ráð fyrir að
fjárfestingar nemi 1.250 milljónum
fram til 2010.
Grunnskóli Reyðarfjarðar
stærsta einstaka framkvæmdin
„Stærsta einstaka framkvæmdin
á kortinu er Grunnskóli Reyðar-
fjarðar. Í hana fara 300 milljónir.
Þá á að byggja sundlaug á Eskifirði
og íþróttahús á Reyðarfirði og í það
fara 200 milljónir í hvora fram-
kvæmd fyrir sig. Þá verða leikskól-
ar efldir í þéttbýliskjörnunum
þremur og samanlagt fara í það 170
milljónir. Annað má segja að verði
viðbætur og stækkanir á því þjón-
ustuhúsnæði sem fyrir er.“
Það markverðasta við fjárhags-
áætlun Fjarðabyggðar til 2010 seg-
ir Gunnar þó vera að rekstrarnið-
urstaða samstæðuhluta A nú sé
tæpar 15 milljónir í tap, en verði
279 milljónir í rekstrarafgang árið
2010. Þá séu langtímaskuldir sveit-
arfélagsins nú tæpir 1,6 milljarðar
en þær verði eftir sjö ár komnar
niður í 985 milljónir ef áætlanir
standist.
200 milljóna árlegur fasteignaskattur vegna álvers á Reyðarfirði gerir gæfumuninn
Bæjarstjórn samþykkir
fjárhagsáætlun til sjö ára
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Fjarðabyggð hyggur á miklar fjárfestingar. Nýsamþykkt fjárhagsáætlun
sækir forsendur sínar mjög til fjármagns vegna álversins á Reyðarfirði.
Fjarðabyggð
Netkaffihús
opnað
Á STÖÐVARFIRÐI var fyrir
skemmstu opnað netkaffihús, sem
ber nafnið Netcafé SMS. Kaffihúsið
er að Skólabraut 10 og býðst gestum
þess, auk veitinga, aðgangur að tölv-
um með háhraðanetsambandi. Geta
ferðalangar þannig athugað tölvu-
póstinn sinn og sent póst, skoðað
fréttir og fært myndir af stafrænum
myndavélum yfir á geisladiska eða
sent þær á netinu.
Netkaffihús ryðja sér æ meir til
rúms á Íslandi og má segja að þyki
orðið sjálfsagt að geta á ferðalögum
sest inn á þægileg kaffihús hvar-
vetna í heiminum til að tengja sig við
netið í margvíslegum erindagjörð-
um. Eigendur Netcafé SMS eru
Stöðfirðingarnir Aðalheiður Birgis-
dóttir, framkvæmdastjóri, Björgvin
Valur Guðmundsson, Þóra Björk
Nikulásdóttir, Áslaug Friðriksdóttir
og Garðar Harðarson.
Stöðvarfjörður
ENDURBYGGING á gamla frysti-
húsi Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað hefur nú verið boðin út og verða
tilboð opnuð þann 9. júlí n.k. Tölu-
verðar breytingar verða gerðar á
húsinu, en fyrirhugað er að lækka
það um eina hæð, setja á það nýtt
þak og klæða það með sambærilegri
klæðningu og prýðir hið nýja fisk-
iðjuver Síldarvinnslunnar.
Húsið er nú heldur hrörlegt á að
líta, en eins og margir muna þá varð
það fyrir töluverðum skemmdum í
eldsvoða í desember 2001, þegar ver-
ið var að taka upp atriði í kvikmynd-
ina Hafið.
Lengi hefur staðið til að endur-
byggja húsið, en deilur trygginga-
félaga Síldarvinnslunnar hf. annars
vegar og kvikmyndafyrirtækisins
Sögn ehf. hins vegar um hver eigi að
bæta það tjón sem í eldsvoðanum
varð, hafa tafið málið. Nú er búið að
safna öllum gögnum í málinu og það
komið fyrir dómstóla og því er Síld-
arvinnslunni óhætt að hefjast handa
við endurbygginguna.
Í dag er fyrirtækið Hlýri ehf. með
aðstöðu fyrir hlýraeldistilraunir á
neðri hæð hússins, en óráðið er
hvaða starfsemi verður á efri hæð-
inni.
Gamla
frystihúsið
endurbyggt
Neskaupstaður
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Gamla frystihúsið í Neskaupstað hefur verið verulegt lýti í innkeyrslu bæjarins eftir brunann sem varð árið 2001.
LOÐNUVERKSMIÐJUNNI á Reyð-
arfirði hefur verið lokað og standa
þar nú yfir miklar breytingar.
Heimaey VE sigldi af stað til Vest-
mannaeyja með þrjá tanka í eft-
irdragi á þar til gerðum pramma.
Tveir þeir stærri sem eru 1.800
rúmmetrar og 60 tonn að þyngd,
hafa þjónað SR á Reyðarfirði en
litli tankurinn kom frá Seyðisfirði.
Fjarlægðir verða allir tankar verk-
smiðjunnar og sett upp steypustöð
BM Vallá á svæðinu.
Morgunblaðið/Hallfríður
Tankarnir dregnir á brott
Reyðarfjörður
BÆJARSTJÓRN Fjarðabyggðar
ákvað fyrr á þessu ári að árið skyldi
vera ár umhverfisins í Fjarða-
byggð. Í því skyni hefur verið tekin
ákvörðun um fegrun miðbæjanna í
öllum byggðakjörnum sveitarfé-
lagsins; Reyðarfirði, Eskifirði og
Neskaupstað.
Í Neskaupstað er nú unnið hörð-
um höndum að því í miðbænum að
lagfæra götur og leggja nýjar
gangstéttir. Á meðfylgjandi mynd
eru þeir félagar Helgi Ingólfsson
og Páll Guðmundsson frá Dúkási að
leggja nýja kantsteina, sem vonandi
verður ekki mokað burt í snjó-
mokstrinum á komandi vetri.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Miðbæir
fá andlits-
lyftingu
Ár umhverfisins í
Fjarðabyggð
Neskaupstaður