Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
Zola farinn
til Cagliari
GIANFRANCO Zola tilkynnti
í gær að hann ætlaði að ganga
til liðs við ítalska liðið Cagl-
iari. Hinn 36 ára ára gamli
Zola hefur verið vinsælasti
leikmaður Chelsea allar götur
frá því hann gekk til liðs við
félagið hinn 8. nóvember árið
1996.
Ken Bates, stjórn-
arformaður Chelsea, sagði í
gær að sig skorti orð til að
lýsa Zola. „Það er óhætt að
segja að Zola sé einn besti
leikmaður sem leikið hefur
með Chelsea frá upphafi. Það
hafa verið forréttindi að fylgj-
ast með honum hér á Stam-
ford Bridge. Ekki nóg með að
hann hafi staðið sig vel á vell-
inum heldur hefur hann verið
ungum Chelsea-aðdáendum
góð fyrirmynd. Fyrir hönd
Chelsea vil ég þakka honum
fyrir þau ár sem hann átti hjá
okkur og óska ég honum og
fjölskyldu hans alls hins besta
í framtíðinni.“
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ
VISA-bikar karla, 16-liða úrslit:
Afturelding – Valur .................................0:6
Jóhann Möller 2 (34., 60.), Sigurður Sæ-
berg 2 (65., 75.), Matthías Guðmundsson
(30.), Hálfdán Gíslason (52.).
KA – Fylkir................................................3:0
Dean Martin 5., Steinar Tenden 52.,
Hreinn Hringsson 77. (vsp.)
KR – ÍA23 ..................................................2:0
Veigar Páll Gunnarsson 24., Sigurvin
Ólafsson 53.
3. deild karla, D-riðill:
Huginn – Leiknir F...................................2:3
Staðan:
Höttur 7 4 1 2 13:7 13
Fjarðabyggð 6 4 0 2 17:8 12
Neisti D. 6 3 1 2 7:10 10
Huginn 7 3 0 4 14:15 9
Einherji 5 2 0 3 7:10 6
Leiknir F. 7 2 0 5 9:17 6
1. deild kvenna, A-riðill:
RKV – Fjölnir............................................1:3
Staðan:
Breiðablik 2 5 5 0 0 37:6 15
Fjölnir 6 4 0 2 18:14 12
HK/Víkingur 5 3 1 1 15:5 10
RKV 6 3 1 2 17:17 10
ÍR 6 3 0 3 26:14 9
Þróttur/Haukar 2 5 0 0 5 4:29 0
HSH 5 0 0 5 7:39 0
Opið Norðurlandamót
17 ára landslið kvenna:
Svíþjóð – Ísland .........................................4:2
BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf-
ingur úr Keili, lék í gær á tveimur
höggum undir pari vallarins við
Stoke í Bretlandi, en þar keppir
hann á áskorendamótaröðinni.
Björgvin lék fyrsta daginn á fjórum
undir pari þannig að hann er alls sex
högg undir pari eftir tvo hringi og
komst áfram á lokahring mótsins.
Í gær fékk hann þrjá fugla, fjór-
tán pör og einn skolla. Hann hitti
átta brautir, og tólf flatir og notaði
pútterinn aðeins 28 sinnum.
Ísland í 15. sæti í Hollandi
Eftir tvo leikdaga í höggleik á
Evrópumeistaramótinu í Hollandi er
íslenska karlaliðið í 15. sæti á sam-
tals 753 höggum.
Ísland getur best náð 9. sæti en
átta efstu liðin keppa í A-riðli um
Evrópumeistaratitilinn. Heiðar
Bragason lék best fyrir Ísland í gær
en hann lék á 74 höggum og Har-
aldur Heimisson var á 75 höggum.
Örn Ævar Hjartarson lék á 77 högg-
um, Sigmundur Másson var á 79
höggum og þeir Sigurpáll Geir
Sveinsson og Magnús Lárusson voru
á 80 höggum en fimm efstu skor
telja.
Írar eru efstir á mótinu á 716
höggum en Norðmenn eru í öðru
sæti á 727 höggum.
Björgvin áfram og
landsliðið í B-riðil á EM
hreinlega ekkert áleiðis. Þegar stund-
arfjórðungur var til leiksloka kom síð-
an rothöggið þegar Kjartan, mark-
vörður Fylkis, gerði sig sekan um
fáránlegt brot og var umsvifalaust
vikið af velli. Kjartan greip sendingu
utan af kanti, hélt á boltanum en
fannst Hreinn Hringsson eitthvað
fyrir sér og felldi hann. Garðar Örn
Hinriksson, góður dómari leiksins,
átti ekki annarra kosta völ en reka
Kjartan af velli og dæma vítaspyrnu.
Fylkismenn voru búnir að nota allar
skiptingar og útileikmaðurinn Ólafur
Ingi Skúlason tók við markmanns-
KA fékk óskabyrjun í leiknumþegar Dean Martin skoraði
strax á 5. mínútu. Steinn Viðar Gunn-
arsson sendi fyrir
markið og Dean henti
sér fram og skallaði
glæsilega í netið.
Markið virtist slá
Fylkismenn út af laginu og sterk vörn
KA átti ekki í neinum vandræðum
með að stöðva tilviljunarkenndar
sóknarlotur þeirra. Bikarmeistararn-
ir náðu aðeins tvisvar að koma sæmi-
legu skoti að marki í hálfleiknum. Sö-
ren Byskov varði vel frá Hauki Inga
Guðnasyni og Hrafnkell Helgason
átti langskot sem fór framhjá. Að
öðru leyti fór leikurinn að mestu fram
á miðjunni í hálfleiknum.
Eftir hlé voru KA-menn snöggir að
kæfa í fæðingu allar vonir Fylkis-
manna um að komast inn í leikinn
með glæsimarki frá Steinari Tenden í
upphafi hálfleiksins. Dean Martin
sendi hárnákvæma sendingu inn á
markteig og Steinar hamraði boltann
viðstöðulaust í markið, algerlega
óverjandi. Síðan héldu KA-menn
áfram að spila sinn trausta og árang-
ursríka leik og gestirnir komust
hönskunum. Hann gat ekki komið í
veg fyrir að Hreinn skoraði þriðja
mark KA úr vítaspyrnunni og þá voru
úrslitin endanlega ráðin. Ekki reyndi
mikið á Ólaf í markinu það sem eftir
lifði leiks en hann var heppinn einu
sinni þegar hann missti fyrirgjöf fyrir
fætur Steingríms Eiðssonar sem
mokaði boltanum yfir markið. Einu
færi Fylkis í hálfleiknum komu í blá-
lokin þegar varamennirnir Eyjólfur
Héðinsson og Jón B. Hermannsson
voru skeinuhættir upp við markið.
Fjórða árið í röð mætast þessi lið í
bikarkeppninni og nú loksins hafði
KA betur. Liðið lék firnavel í leiknum
og vörnin var hreinlega eins og múr-
veggur. Spilið var mun áreynslulaus-
ara en hjá Fylki og er óhætt að segja
að bikarmeistararnir hafi aldrei náð
sér á strik. Helst var að áðurnefndir
varamenn liðsins hefðu eitthvað fram
að færa. En þrátt fyrir þennan stór-
sigur var Dean Martin, einn marka-
skorara KA í leiknum, ekki á því að
þetta hefði verið auðveldur leikur.
„Nei, það er enginn leikur auðveldur.
En við skoruðum snemma í þessum
leik og vörðumst vel. Svo spiluðum við
vel í seinni hálfleik líka. Fylkir er með
gott lið en þetta var okkar dagur
núna. Auðvitað var gott að vinna
þennan leik en við tökum bara einn
leik í einu,“ sagði Dean Martin
kampakátur.
Roman Abramovich, sem er 36ára gamall, er næstríkasti
maður Rússlands og er í 19. sæti á
lista yfir ríkustu menn Evrópu, í
sætinu á eftir Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu og aðaleiganda
AC Milan. Hann er meðal stærstu
eiganda í olíurisanum Sibnef Oil
sem er fjórði stærsti olíuframleið-
andi í heiminum. Þá á hann stóran
hluta í rússneska áliðnaðinum sem
veltir milljörðum á ári hverju. Ný-
lega seldi Abramovich hlut sinn í
rússneska flugfélaginu Aeroflot og
fyrir hagnaðinn af þeirri sölu gæti
hann keypt knattspyrnufélag eins
og Chelsea daglega í rúma viku.
Aðeins er rúmur áratugur liðinn
síðan Abramovich hóf að byggja
upp viðskiptaveldi sitt. Grunnurinn
að því er olíufyrirtækið Sibnef Oil
sem hann keypti meirihluta í fyrir
hreina smáaura fljótlega eftir fall
Sovétríkjanna snemma á tíunda
áratug síðustu aldar.
Abramovich er ekki einungis
voldugur á sviði viðskipta í heima-
landi sínu því hann á sæti í neðri
deild rússneska þingsins og er rík-
isstjóri í Chatuka-fylki sem er í
norðanverðu Rússlandi skammt frá
Alaska.
Chelsea er ekki eina íþróttafélag-
ið sem Abramovich er eigandi að
því hann á einnig íshokkílið í
heimalandi sínu. Hann er sagður
hafa mikinn metnað fyrir hönd
Chelsea og vill koma liðinu í
fremstu röð ensku úrvalsdeildar-
innar auk þess sem hann vonast til
að Chelsea geti orðið eitt af stórlið-
um Evrópu áður en langt um líður.
Aðdáendur Chelsea fögnuðu
mjög kaupum Rússans á liðinu og
vonast til að hann geti komið því úr
þeim fjárhagserfiðleikum sem það
hefur átt í á undanförnum árum.
Gárungarnir í Englandi hafa nú
breytt nafni félagsins úr Chelsea í
Chelski eða Dynamo Chelsea af
augljósum ástæðum.
Ekki eru allir jafnhrifnir af kaup-
um Rússans á félaginu og einn
þeirra er Tony Banks, fyrrverandi
íþróttamálaráðherra Breta og mik-
ill stuðningsmaður Chelsea. Hann
vill að yfirvöld skoði kaup Rússans
ofan í kjölinn: „Ég vil vita hvort
þessi maður er hæfur til þess að
kaupa félag eins og Chelsea. Félag-
ið hefur verið selt í hendurnar á
manni sem enginn veit nokkurn
skapaðan hlut um. Nú ætla ég að
fara til Richard Caborn [núverandi
íþróttamálaráðherra] og krefjast
þess að rannsókn fari fram á þess-
um kaupum. Sjálfum hefur mér
aldrei líkað viðskiptasiðferði
Rússa,“ segir Banks.
Rússnesk
bylting hjá
„Chelski“
KEN Bates, stjórnarformaður Chelsea, greindi frá því í gær að Rom-
an Abramovich, rússneskur auðmaður, hefði keypt meirihlutann í
enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í knattspyrnu. Bates keypti fé-
lagið árið 1982 á 127 krónur (eitt pund) en hefur nú selt meirihluta í
félaginu á sjö milljarða auk skulda. En hver er þessi Roman
Abramovich, nýi eigandi Chelsea?
Steinar Tenden hleypur í burtu eftir að hann skoraði annað
mark KA, en Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, situr ráða-
laus eftir, eins og hans menn gerðu svo oft í leiknum.
Bikarmeistar-
arnir kafsigldir
LJÓST er að nýir bikarmeistarar verða krýndir í meistaraflokki
karla í ár eftir að bikarhafarnir í Fylki féllu úr leik í 16 liða úrslitum
gegn KA í gær. Fylkismenn áttu aldrei möguleika gegn feiknasterk-
um KA-mönnum og 3:0 sigur heimamanna var síst of stór.
Valur
Sæmundsson
skrifar
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
KR-völlur: KR - FH ...................................20
2. deild karla:
Garðsvöllur: Víðir - Fjölnir .......................20
Siglufjarðarvöllur: KS - Tindastóll...........20
ÍR-völlur: ÍR - Selfoss................................20
Húsavíkurvöllur: Völsungur - Sindri........20
3. deild karla:
Tungubakkavöllur: Deiglan - Drangur ....20
Stokkseyrarvöllur: Freyr - Leiknir R......20
Selfossvöllur: Árborg - Ægir ....................20
Sandgerðisvöllur: Reynir S. - Hamar.......20
Boginn: Vaskur - Neisti H.........................20
Grenivíkurvöllur: Magni - Reynir Á.........20
Vopnafjarðav.: Einherji - Fjarðabyggð ...20
1. deild kvenna:
Ólafsvíkurv.: HSH - Þróttur/Haukar2 .....20
Í KVÖLD
DREGIÐ verður í 8 liða úrslit
bikarkeppni karla í knatt-
spyrnu í hádeginu í dag. Liðin
sem eru í pottinum hjá körl-
unum eru KR, KA, Valur,
Grindavík, Víkingur, Fram, ÍA
og FH. Einnig verður dregið í
undanúrslit kvenna og þar
standa eftir lið ÍBV, Stjörn-
unnar, Vals og Breiðabliks.
Dregið í dag
LANDSLIÐ kvenna í knatt-
spyrnu, 17 ára og yngri, tap-
aði, 4:2, fyrir Svíum í gær á
Opna Norðurlandamótinu
sem fer fram í Svíþjóð. Svíar
komust yfir snemma leiks en
Júlíana Einarsdóttir jafnaði á
20. mínútu. Sænsku stelp-
urnar komust aftur yfir og
voru yfir í hálfleik. Fljótlega í
síðari hálfleik jafnaði Greta
Mjöll Samúelsdóttir en heima-
menn voru sterkari það sem
eftir lifði leiks og skoruðu tvö
mörk. Næsti leikur Íslands er
á föstudaginn gegn Finnum.
Ísland
tapaði fyrir
Svíum