Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 52
TÓNLEIKARNIR sem íslensku
hljómsveitirnar Singapore Sling,
Apparat Organ Quartet og Trabant
héldu í Central Park-garðinum í
New York vöktu greinilega athygli
ritstjórnar dagblaðsins The New
York Times.
Í menningarhluta miðvikudags-
útgáfunnar er fjallað myndarlega
um tónleikana. Gagnrýnandanum
Jon Pareles þótti Singapore Sling
greinilega standa sig best. Fjallar
mest um frammistöðu hennar af
sveitunum þremur og sagði letilegt
og frumstætt kuldarokkið eiga vel
heima í þessu umhverfi New York-
borgar, jafnvel þótt Henrik söngvari
syngi um að kalt væri í veðri um
sumardag miðjan.
Rökstyður gagnrýnandi mál sitt í
fremur löngu og sagnfræðilegu máli
þannig að Singapore Sling gæti ver-
ið svar Reykjavíkur við Black Rebel
Motorcycle Club, sem væri svar San
Francisco við Jesus and Mary Chain,
sem aftur væri ensk (blaðamanni
skjátlast þar reyndar því sveitin sú
var skosk) síðpönksendurvakningin
á Velvet Underground, New York-
sveitarinnar goðsagnakenndu sem
hafði verið sjálf uppspretta þessarar
list-pönk hefðar.
Telur Parales sig og hafa greint
áhrif frá Sonic Youth og The Stoog-
ies í tónlist Singapore Sling og
kunni vel að meta „óttafulla“ og
„árásargjarna“ útgáfu sveitarinnar
á lagi Strandells frá 1965, „Dirty
Water“.
Apparat Organ Quartet og Trab-
ant virðast hinsvegar hafa komið
Pareles svolítið spánskt fyrir sjónir.
Skopleg nálgun sveitanna við tón-
listina féll þó í kramið og er frum-
legrar og lifandi sviðsframkomu
þeirrar sérstaklega getið.
The New York Times fjallar um tónleika
Ljósmynd/Björg
Gagnrýnandi New York Times segir tilgang Ragnars Kjartanssonar og félaga
hans í Trabant augljóslega hafa verið að framkalla hlátur og það hafi tekist.
Singapore Sling á
heima í New York
íslenskra hljómsveita í Central Park
52 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára.
KVIKMYNDIR.COM
KVIKMYNDIR.IS
ÓHT Rás 2
„Grípandi og gefandi
með óborganlega
bardaga“
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B i. 12
HL MBL
SG DV
Roger Ebert
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
Síðustu sýningar í STÆRSTA
kvikmyndasal landsins
with englishsubtitel
Sýnd kl. 6. Enskur textiSýnd kl. 5.50, 8 og 10.15.
X-IÐ 97.7
DV
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT Rás 2
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Stelpan sem þorði
að láta draumana
rætast!
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Stórskemmtileg
ævintýra og
gamanmynd
í anda Princess
Diaries frá
Walt Disney
X-IÐ 97.7 DV
HLJÓMSVEITIRNAR Vinyl og
Leaves hafa báðar látið að sér kveða
undanfarið. Vinyl hefur látið frá sér
staka smelli á borð við „Nobody’s
Fool“ og „Who Gets the Blame“ en
Leaves gefur út plötu sína Breathe
seinna á árinu í Bandaríkjunum hjá
DreamWorks útgáfufyrirtækinu
sem þykir með merkilegri nöfnum í
bransanum þar vestra.
Hljómsveitirnar eiga einnig
nokkra sögu saman en tveir af liðs-
mönnum Leaves léku á sínum tíma
með Vinyl, þeir nafnar Arnar Guð-
jónsson og Arnar Ólafsson en gömlu
félagarnir munu í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, leiða saman hesta sína og
spila á skemmtistaðnum Gauki á
Stöng.
Vinyls þáttur vesturfara
Kiddi, Kristinn Júníússon, söngv-
ari Vinyls varð fyrir svörum þegar
blaðamaður sló á þráðinn og sagði
allt gott að frétta af bandinu. Verið
sé að taka upp nýtt lag og stefnt á út-
gáfu plötu með haustinu. Sveitin
heldur svo til New York í næstu viku
þar sem hún spilar á þrennum tón-
leikum. „Það kemur líklega út smá-
skífa í haust í Bretlandi með „Who
Gets the Blame“ og fleiri nýjum lög-
um,“ segir Kiddi um frekari fyrirætl-
anir. Hann segir ekki enn komið nafn
á nýju breiðskífuna en bætir við að
þegar sé búið að taka upp fjögur lög
fyrir þá skífu.
Tvö tónlistarmyndbönd sveitar-
innar hafa verið áberandi á öldum
ljósvakans undanfarna mánuði, en
myndböndin eru við títtnefnda tvo
smelli. Það nýrra var tekið upp í New
York við lagið „Who Gets the Blame“
og sýnir jakkafataklæddan mann
með apagrímu á hlaupum og við ýmis
uppátæki vítt um borgina sem aldrei
sefur: „Snorri Sturluson gerði mynd-
bandið, bróðir hans Kára [umboðs-
manns bandsins]. Snorri er að læra
þarna úti og gerði þetta fyrir okkur
en við komum ósköp lítið nálægt
þessu, sendum honum bara lagið. Ég
var mjög ánægður með útkomuna,
sérstaklega þar sem myndbandið
kostaði okkur ekki neitt,“ segir Kiddi
og hlær.
Kiddi segir bandið alltaf vera í
þróun og er hógvær í yfirlýsingum
um útrás, segir erfitt að koma hljóm-
sveitinni á framfæri á meðan ekki
hafi enn komið út plata. Hljómsveitin
gekk í endurnýjun lífdaga 2002 eftir
að hafa legið í dvala frá 1999 og fór
strax vel af stað, spilaði meðal ann-
ars í Lundúnum á dögunum. Hljóm-
sveitina skipa auk Kristins söngvara
bróðir hans Guðlaugur Júníusson á
trommum, Egill Tómasson á gítar,
Þórhallur Bergmann á hljómborði og
Arnar Snær Davíðsson á bassa.
Leaves þáttur lagasmiða
Leaves stefnir með haustinu á tón-
leikaferð vestanhafs. Það eru Arnar
Guðjónsson söngvari og Hallur
Hallsson bassaleikari sem verða fyr-
ir svörum. „Við förum í ágúst eða
september í nokkra túra, líklega
þrjár ferðir,“ segir Arnar. Þeir fé-
lagar geta á þessu stigi lítið upplýst
hvort og með hverjum þeir munu
spila en stefnan er tekin á að líta við í
öllum stærstu borgum Bandaríkj-
anna.
Sem fyrr sagði er platan að koma
út þar vestra, nokkuð aukin og end-
urbætt, en á henni verður að finna
eitt nýtt lag, „Sunday Lover“ og tvö
lög voru tekin upp aftur: „Við vildum
gera plötuna betri. Hljómsveitin er
orðin mikið betri núna en þegar plat-
an var gerð skömmu eftir að bandið
varð til. Okkur langaði til að laga það
sem laga mátti.“
Þeir segjast hafa átt í einhverjum
vandræðum með að nota nafn hljóm-
sveitarinnar vestra, eða eins og Hall-
ur segir frá: „Það var hljómsveit sem
hét The Leaves á hippatímabilinu
sem samdi lög á borð við „Hey Joe“
og var nokkuð stór á sínum tíma.“
Arnar bætir við: „Þetta er samt að-
allega vandi í augum einhverra lög-
fræðinga sem eru hræddir við máls-
sóknir, en þeir hafa aldrei sagt okkur
að við megum ekki nota nafnið. Þetta
er mest vesen út af engu.“ Og Hallur
bætir við: „Það er bara svo mikil geð-
veiki þarna í Bandaríkjunum í kring-
um málsóknir – fólk hefur alltaf var-
ann á sér.“
Þeir félagar segja nýja lagið,
„Sunday Lover“ vera komið í spilun.
Nokkrar mannabreytingar hafa orð-
ið á bandinu með komu nýs trommu-
leikara, Nóa Steins Einarssonar, og
einnig hefur gamli hljómborðsleikar-
inn sem var með bandinu í upphafi,
Andri Ásgrímsson, snúið aftur. Auk
þeirra Nóa, Andra, Arnars og Halls
er í bandinu fimmti maðurinn, Arnar
Ólafsson, sem leikur á gítar. Hallur
segir þá vera að vinna að því að
semja efni á nýja plötu sem vænt-
anleg yrði snemma á næsta ári en í
kvöld vonast þeir til að spila 4–5 ný
lög og einhver gömul og góð líka.
Vinyl og Leaves spila á Gauki á Stöng í kvöld
Morgunblaðið/Arnaldur
Leaves að þremur fimmtu hlutum: Arnar Guðjónsson,
Arnar Ólafsson og Hallur Hallsson. Á myndina vantar
Nóa Stein Einarsson og Andra Ásgrímsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Vinyl: Egill Tómasson, Þórhallur Bergmann, Arnar
Snær Davíðsson og bræðurnir Kristinn og Guðlaugur
Júníussynir.
Fullt af nýjum lögum
Tónleikar Vinyl og Leaves eru á
Gauki á Stöng í kvöld, fimmtudags-
kvöld, og verður húsið opnað kl. 21
en tónleikar hefjast kl. 22.30. Miða-
verð er 500 kr.
asgeiri@mbl.is