Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
með mascarponeís. Haldið var svo
út fyrir höfuðborgina með þýsku
forsetahjónin og fylgdarlið þeirra
í gærmorgun eftir fund forsetans
með Davíð Oddssyni. Fyrst var
komið við á hestabúgarðinum
Dallandi á Nesjavallaleið. Þaðan
var haldið að orkuverinu á Nesja-
FORSETI Þýskalands, dr. Jo-
hannes Rau og fylgdarlið, fóru í
gær í skoðunarferð til Nesjavalla,
Þingvalla og að Gullfossi og Geysi.
Á Þingvöllum sat forsetinn hádeg-
isverðarboð Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra. Heimsókn þýska
forsetans lauk í gærkvöld og
héldu forsetahjónin af landi brott í
morgun.
Fjölmenni var við hátíð-
arkvöldverð í boði forseta Íslands
til heiðurs Þýskalandsforseta í
Perlunni í fyrrakvöld. Á matseðl-
inum var bleikjutartar frá
Klaustri með silungahrognum og
pottbrauði, kræklingaseyði frá
Eyjafirði, skagfirskar lambarifjar
með pecanhnetum og myrkil-
sveppasósu, og loks súkkulaðiturn
völlum og kynnti þýski forsetinn
sér notkun varmaafls til orku-
framleiðslu.
Komið var að Hakinu við Al-
mannagjá á Þingvöllum í hádeg-
inu, gengið niður göngustíginn í
gjánni og stansað á Lögbergi. Að
göngu lokinni bauð Davíð Oddsson
til hádegisverðar í Þingvallabæ.
Síðdegis var ekið að Geysi í
Haukadal og að Gullfossi.
Í gærkvöld bauð þýski forsetinn
gestum til tónleika í Salnum í
Kópavogi, þar sem Kammersveitin
frá Tübingen undir stjórn Guðna
A. Emilssonar lék verk eftir Moz-
art, Bach, Schubert og Grieg.
Kammersveitin heldur tónleika
fyrir almenning í Salnum í kvöld
klukkan 20.
Landið skoðað og hlýtt á tónlist
Morgunblaðið/Golli
Dorrit Moussaieff forsetafrú skoðar íslenskan hest á Dallandi
þar sem staldrað var við á leið til Nesjavalla í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá vinstri: Dorrit Mousaieff, Ólafur Ragnar Grímsson,
Christina og Johannes Rau koma til tónleikanna í gærkvöld.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þýsku og íslensku forsetahjónin við upphaf hátíðarkvöldverð-
ar forseta Íslands sem fram fór í Perlunni á þriðjudagskvöld.
FORSETI Þýskalands, dr. Johann-
es Rau, átti fund með Davíð Odds-
syni forsætisráðherra í Ráðherrabú-
staðnum við Tjörnina í gærmorgun.
Að sögn Davíðs áttu þeir góðar
viðræður og tók Þýskalandsforseti
undir það en þakkaði jafnframt hlýj-
ar viðtökur. Hann sagði ýmislegt
hafa borið á góma á fundinum þar á
meðal samskipti Íslands og Banda-
ríkjanna og samband Íslands og
Evrópu. Þá sagðist dr. Rau hafa
rætt það við forsætisráðherra að
Þjóðverjar gætu á mörgum sviðum
tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar.
Inntur eftir því hvað það væri sem
stór þjóð á borð við Þjóðverja gæti
lært af jafn lítilli þjóð og okkar tók
forsetinn lestur bóka sem dæmi.
„Fleiri Íslendingar lesa bækur að
staðaldri en Þjóðverjar og að mínu
mati er bókalestur afar lærdómsrík-
ur.“ Hann sagði að Þjóðverjar gætu
tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar
hvað þetta varðar enda séu Íslend-
ingar sérstaklega vel menntuð þjóð
sem býr yfir víðfeðmri þekkingu.
„Þrátt fyrir að hér búi einungis
300.000 manns geta rithöfundar
samt náð því markmiði að verða
metsölubókahöfundar, þ.e. að selja
verk sínum í 10.000 eintökum. Slík-
um markmiðum er erfitt fyrir rithöf-
unda að ná, jafnvel í mun stærri
löndum, t.d. Bretlandi,“ sagði Dr.
Rau. Hann bætti við að hugsanlega
þyrftu þýskir ráðamenn að taka sér
íslenska forsætisráðherrann til fyr-
irmyndar enda væri hann metsölu-
höfundur.
Íslendingar segi sjálfir til
um kosti aðildar að ESB
Þá var forsetinn inntur eftir því á
hvað hátt Þýskaland myndi bjóða
Ísland velkomið í Evrópusambandið
(ESB) og jafnframt hverjir kostir
aðildar væru fyrir Íslendinga að
hans mati. Forsetinn sagðist fyrst
og fremst sjá kosti aðildar Íslands
að ESB fyrir sambandið sjálft,
þannig yrði sambandið bæði stærra
og fjölbreytilegra með hugsanlegri
aðild Íslands.
Á hinn bóginn sagði hann Íslend-
inga sjálfa verða að svara spurning-
unni um hverjir kostir aðildar að
ESB væru fyrir Íslendinga.
„Ég legg enn fremur áherslu á að
þegar ég sagðist í gær [fyrradag]
bjóða Íslendinga velkomna í ESB
kysu þeir að sækja um aðild þá stillti
ég mig um að segja að ég óskaði
þess að Íslendingar gerðust aðilar
að sambandinu. Umræður um aðild
að ESB eru enn í fullum gangi hér á
landi og ef niðurstaða þeirrar um-
ræðu verður jákvæð þá munu dyr
sambandsins standa galopnar. Ég
reyndi samt að velja orð mín þannig
að þau trufluðu ekki þá umræðu sem
hér á sér stað. Ég veit að enn eru
margir á öndverðum meiði hvað að-
ildarviðræður varðar og því valdi ég
orð mín af varkárni,“ sagði dr. Rau.
Í gær var annar dagur opinberrar
heimsóknar Þýskalandsforseta til
Íslands. Í dag fer hann aftur til
Þýskalands ásamt eiginkonu, dóttur
og fylgdarliði.
Morgunblaðið/Golli
Dr. Johannes Rau Þýskalandsforseti og Davíð Oddsson forsætisráðherra
við upphaf fundar þeirra í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun.
Þýskalandsforseti fundaði með forsætisráðherra Íslands
Telur Þjóðverja geta
lært af Íslendingum
TÓMAS Guðbjartsson, sérfræðing-
ur í skurðlækningum, lýsir áhyggj-
um af minnkandi þátttöku unglækna
og deildarlækna í skurðlæknaþingi í
Reykjavík í vor í ritstjórnargrein í
nýjasta tölublaði Læknablaðsins.
Telur hann að stöðnunar hafi gætt á
síðustu tveimur skurðlæknaþingum
og telur þetta óæskilega þróun fyrir
unglækna og stöðu handlækninga.
Tómas er yfirlæknir við hjarta- og
lungnaskurðdeild háskólasjúkra-
hússins í Lundi í Svíþjóð og kveðst
hafa sótt skurðlæknaþingið nánast á
hverju ári síðustu 12 ár. Segir hann
erindum hafa fjölgað lengi vel og að
vísindalegt innihald og sérstaklega
flutningur erinda hafi batnað.
Segir gæði skipta höfuðmáli
Greinarhöfundur tók saman yfir-
lit um flutning erinda á sviði skurð-
lækninga og hefðbundinna undir-
greina árin 1995 til 2003 og segir
þau framan af hafa verið á bilinu 40
til 50. Árin 2001 og 2002 voru þau 35
en aðeins 19 í vor. Hann segir þó
fjölda erinda hafa takmarkaða þýð-
ingu, gæði þeirra skipti höfuðmáli.
Kemst hann að því eftir mat á erind-
unum að gæðin hafi batnað og telur
vísindanefnd Skurðlæknafélags Ís-
lands hafa unnið gott starf við mat á
erindum til flutnings. „Á hinn bóg-
inn er það áhyggjuefni að þáttur
unglækna og deildarlækna hefur
farið minnkandi á síðustu þremur
árum eða úr 46% á árunum 2000–
2001 í 20% árið 2002 og 31% á nýaf-
stöðnu þingi.“
Tómas segir öflugt rannsóknar-
umhverfi Landspítalanum nauðsyn-
legt og telur eðlilegt að unglæknar,
sérstaklega þeir sem hyggja á sér-
nám í handlæknisfræðum, séu drif-
krafturinn í slíkri vísindavinnu hvort
sem hún snúi að sjúklingum eða
grunnrannsóknum. Segir hann þátt-
töku í vísindavinnu vera skilyrði í
menntun skurðlækna bæði vestan
hafs og austan og að kennsla í vís-
indavinnu ætti að vera eðlilegur
hluti í undirbúningi íslenskra deild-
arlækna áður en þeir halda í sér-
nám. Ekki verði samt slakað á í
tæknilegri þjálfun. „En rannsókn-
arþáttinn má bæta og ég tel að þing
eins og skurðlæknaþingið sé kjörinn
vettvangur fyrir deildarlækna til að
kynna rannsóknir sínar og æfa
framsögn og vísindalega röksemda-
færslu,“ segir í grein Tómasar.
Mikill tími í sameiningu
Í lokin segir yfirlæknirinn að ung-
læknar beri við tímaskorti en hann
telur að breyta þurfi vinnutilhögun.
„Við verðum einnig að horfast í augu
við þá staðreynd að unglæknar í dag
hafa aðrar kröfur og væntingar. Frí
og styttri vinnutími vega þyngra en
áður og því skiljanlegt að unglækn-
ar séu tregir til að sinna rannsókn-
arvinnu utan vinnutíma.“ Segir
einnig að ásókn hafi minnkað í
skurðlækningar í Bandaríkjunum og
Norður-Evrópu og þurfi að snúa
þeirri þróun við. Einnig nefnir Tóm-
as að síðustu tvö ár hafi verið erfið
vegna sameiningar handlæknis-
deilda á höfuðborgarsvæðinu. Marg-
ir skurðlæknar hafi lagt mikla vinnu
í sameininguna sem annars hefði
farið í önnur störf, m.a. rannsóknir.
Hefur áhyggjur af
minnkandi rann-
sóknarvinnu lækna