Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 11 40 - 70% afsláttur ÚTSALAN ER HAFIN Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636  GUÐBJÖRG Hrönn Óskarsdóttir varði fyrir nokkru doktorsritgerð á sviði efnaverkfræði við Purdue- háskóla í West Lafayette, Indiana í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist „High- Throughput Screening of Catalyst Librar- ies Using FTIR Imaging“. Leið- beinandi hennar var dr. Jochen Lauterbach, pró- fessor við Háskólann í Delaware, en andmælendur við vörnina voru dr. Elias Franses og dr. Nicholas Del- gass, prófessorar við efnaverkfræði, auk dr. Jay Gore, prófessors í véla- verkfræði við Purdue-háskóla. Ritgerðin skiptist í tvo meg- inhluta og fjallar sá fyrri um hönn- un og nýtingu „Fourier Transform Infrared Imaging“ kerfis til hrað- greiningar á ýmsum efnafösum. Síðari hlutinn fjallar um nýtingu þessa kerfis til greiningar á efna- hvötum fyrir oxun á kolmónoxíði. Einn helsti vandi hvatarannsókna er hversu margar breytur þarf til að lýsa og spá fyrir um hegðun kerf- isins. Því þarf að framkvæma mik- inn fjölda mælinga við þessar rann- sóknir. Rannsóknir Guðbjargar sýndu að með því að nýta „Fourier Transform Infrared Imaging“ til hraðagreiningar jókst fjöldi dag- legra mælipunkta sem unnt var að safna um 1.600%. Kerfið nýtir „Fou- rier Transform Infrared Imaging“ til efnagreiningar á lofttegundum úr sérsmíðuðum sextánföldum efna- hverfli. Greiningin er gerð með inn- rauðum geisla sem er beint þvert í gegnum sýnin og á sérstakan nema. Þessi nemi er samsettur úr 4.096 ör- nemum, sem hver um sig er ein- stakur IR-nemi. Þetta gerir að verkum að sá hluti geislans sem lendir á hverjum nema hefur farið í gegnum ákveðinn þverskurð af sýn- inu/sýnunum á ákveðnum tíma og inniheldur því einstakar upplýs- ingar sem svara til tíma og rúms. Gagnasöfnun verður því margfalt hraðari og unnt er að rannsaka fleiri sýni við mismunandi aðstæður en hefðbundnar tilraunir hafa leyft. Í síðari hluta ritgerðarinnar er lýst hvernig þetta kerfi er nýtt við gagnasöfnun á mismunandi málm- hvata fyrir oxun á kolmónoxíði. Nið- urstöður þessara mælinga voru nýttar til þess að reikna út hraða- jöfnur sem leyfa bestun á keyrslu hvers hvata og gera unnt að spá fyr- ir um framleiðni efnahvatanna við ýmsar aðstæður. Guðbjörg er fædd 21. ágúst 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1995 og prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands 1998. Árið 2000 lauk hún MS-prófi í efnaverkfræði frá Purdue Univers- ity og nú doktorsprófi frá sama skóla. Guðbjörg Hrönn býr í Phoenix í Arizona-ríki í Bandaríkjunum og starfar þar sem yfirverkfræðingur hjá Intel-fyrirtækinu. Eiginmaður hennar er dr. Jakob Ásmundsson iðnaðarverkfræðingur. Foreldrar Guðbjargar eru hjónin Ingveldur Hafdís Aðalsteinsdóttir framhalds- skólakennari og Óskar Jónsson raf- magnsverkfræðingur. Doktor í efnaverk- fræði DREIFING á íslensku vatni frá Öl- gerðinni Agli Skallagrímssyni hef- ur gengið vel í New York og Boston í Bandaríkjunum. Margir staðir á Manhattan selja nú íslenskt vatn undir vörumerkinu Iceland Spring að sögn Jóns Diðriks Jónssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Hann segir að Ölgerðin hafi sam- ið við einn aðila um sölu og dreif- ingu á vatni frá Íslandi í Bandaríkj- unum í nóvember á síðasta ári. Ölgerðin komi ekkert að þeirri markaðssetningu nema sem hluta af sameiginlegri auglýsingaherferð fimm aðila undir slagorðinu Ice- land Naturally. Þá herferð notfærir dreifingaraðili Iceland Spring í Bandaríkjunum sér til að koma ís- lensku vatni á framfæri. Íslenskt vatn er nú aðallega selt í búðum sem selja heilsuvörur eins og bætiefni og vítamín. Einnig í mjög vönduðum stórmörkuðum. Þetta eru búðir sem reknar eru á mörgum stöðum undir sama nafni. Jón segir meiri áherslu lagða á sölu vatnsins í góðum og vönduðum verslunum í stað þess að einblína á mikla dreifingu söluaðila. Jón segir að salan í Bandaríkj- unum sé ekkert umfram væntingar og þetta hafi ekki komið forsvars- mönnum Ölgerðarinnar á óvart. Árið 2003 verði notað til að meta sóknarfæri á erlendum mörkuðum og byggja útflutning í rólegheit- unum upp með góðum aðilum í hverju landi. Morgunblaðið/Ómar Friðriksson Íslenskt vatn selt víða á Manhattan AÐEINS einn verktaki af níu kom með tilboð undir áætlun Vegagerðarinnar þegar útboð voru opnuð sl. mánudag vegna endurlagningar Snæ- fellsvegar um Fróðárheiði. Stafnafell ehf. á Kálfárvöllum í Staðarsveit átti lægsta boð, rúmar 28 milljónir króna, en áætlun Vegagerðarinnar var upp á rúmar 32 milljónir. Verklok fyrir 1. ágúst á næsta ári Um er að ræða endurlagn- ingu 2,5 km langs kafla frá Miðfellsgili að Valavatni og á verkinu að vera lokið fyrir 1. ágúst á næsta ári. Önnur tilboð voru frá 33,6 til 44,8 milljóna króna og komu frá Þrótti í Skilmanna- hreppi, Borgarverki í Borg- arnesi, Landherja í Hafnar- firði, Þórarni Kristinssyni í Biskupstungum, Berglín í Stykkishólmi, Jörfa á Hvann- eyri, Klæðningu í Kópavogi og Jarðvélum í Kópavogi. ÍAV buðu lægst í Múlaárbrú Útboð fór einnig fram hjá Vegagerðinni á mánudag á byggingu brúar á Múlaá í Kollafirði í A-Barðastrandar- sýslu. Íslenskir aðalverktak- ar, ÍAV, buðu lægst í brúna, sem á að vera 16 metra löng og fullkláruð 1. nóvember næstkomandi. Tilboðið hljóð- aði upp á 27,3 milljónir en áætlun Vegagerðarinnar var 29,6 milljónir. Þrjú önnur tilboð bárust frá Elinn ehf. á Sauðárkróki, Brúarverktökum í Reykjavík og Hólsvélum frá Bolungar- vík. Vegur um Fróðárheiði Einn verk- taki af níu undir áætlun HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands hefur dæmt Raufarhafnarhrepp til að borga fyrrverandi sveitarstjóra, Reyni Þorsteinssyni, 2,7 milljónir króna. Í málinu var deilt um hvort hann ætti rétt til greiðslu launa í hálft ár frá þeim tíma er hann hætti störfum sem sveitarstjóri. Sveitarstjórinn krafðist þess að Raufarhafnarhreppur yrði dæmdur til að greiða honum rúmlega 3,4 milljónir í laun, sem hann taldi sig eiga rétt á skv. ráðningarsamningi í 6 mánuði eftir starfslok. Sveitar- stjórn hafði komist að þeirri niður- stöðu að henni bæri ekki að greiða stefnanda laun í uppsagnarfresti. Ráðningarsamningur sveitar- stjórans kvað á um að ráðningartím- inn væri til loka kjörtímabils þáver- andi hreppsnefndar, þ.e. til þess tíma er nýkjörin hreppsnefnd kæmi saman til fyrsta fundar að afloknum sveitastjórnarkosningum árið 2002. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur skv. samningnum var 6 mánuðir og skyldi hann miðast við mánaðamót. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að sam- kvæmt orðanna hljóðan veitti ráðn- ingarsamningurinn sveitarstjóran- um fyrrverandi ekki þann rétt til 6 mánaða launa eftir starfslok sem hann krefði Raufarhafnarhrepp um. Þótti hins vegar sannað að vilji samningsaðila, þ.e. þáverandi sveit- arstjórnar og sveitarstjóra, hafi staðið til slíkrar greiðslu, en þeim ekki lánast við samningsgerðina að færa þann vilja í orð. Þannig segir héraðsdómur að til- gangur breytinga á ráðningarsamn- ingi sveitarstjóra Raufarhafnar, sem gerðar voru 1994, hafi verið til þess gerðar að koma í veg fyrir að fráfar- andi sveitarstjóri fengi sjálfkrafa greidd biðlaun, ákveddi hann að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Dómurinn segir að ekkert hafi komið fram um að tilgangurinn hafi verið sá að fella niður greiðslur eftir starfslok til fráfarandi sveitar- stjóra sem ekki væri gefinn kostur á áframhaldandi starfi. Hafi hreppur- inn við ráðningu sveitarstjóra viljað fella þann rétt niður hafi honum bor- ið að taka það sérstaklega fram við samningsgerðina. Því þótti felast í samningnum réttur sveitarstjórans til launa í 6 mánuði eftir starfslok. Dæmdar 2,7 millj- ónir króna í bætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.