Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 11
40 - 70% afsláttur
ÚTSALAN
ER HAFIN
Kringlunni & Hamraborg
568 4900 552 3636
GUÐBJÖRG Hrönn Óskarsdóttir
varði fyrir nokkru doktorsritgerð á
sviði efnaverkfræði við Purdue-
háskóla í West Lafayette, Indiana í
Bandaríkjunum.
Ritgerðin
nefnist „High-
Throughput
Screening of
Catalyst Librar-
ies Using FTIR
Imaging“. Leið-
beinandi hennar
var dr. Jochen
Lauterbach, pró-
fessor við Háskólann í Delaware, en
andmælendur við vörnina voru dr.
Elias Franses og dr. Nicholas Del-
gass, prófessorar við efnaverkfræði,
auk dr. Jay Gore, prófessors í véla-
verkfræði við Purdue-háskóla.
Ritgerðin skiptist í tvo meg-
inhluta og fjallar sá fyrri um hönn-
un og nýtingu „Fourier Transform
Infrared Imaging“ kerfis til hrað-
greiningar á ýmsum efnafösum.
Síðari hlutinn fjallar um nýtingu
þessa kerfis til greiningar á efna-
hvötum fyrir oxun á kolmónoxíði.
Einn helsti vandi hvatarannsókna
er hversu margar breytur þarf til að
lýsa og spá fyrir um hegðun kerf-
isins. Því þarf að framkvæma mik-
inn fjölda mælinga við þessar rann-
sóknir. Rannsóknir Guðbjargar
sýndu að með því að nýta „Fourier
Transform Infrared Imaging“ til
hraðagreiningar jókst fjöldi dag-
legra mælipunkta sem unnt var að
safna um 1.600%. Kerfið nýtir „Fou-
rier Transform Infrared Imaging“
til efnagreiningar á lofttegundum
úr sérsmíðuðum sextánföldum efna-
hverfli. Greiningin er gerð með inn-
rauðum geisla sem er beint þvert í
gegnum sýnin og á sérstakan nema.
Þessi nemi er samsettur úr 4.096 ör-
nemum, sem hver um sig er ein-
stakur IR-nemi. Þetta gerir að
verkum að sá hluti geislans sem
lendir á hverjum nema hefur farið í
gegnum ákveðinn þverskurð af sýn-
inu/sýnunum á ákveðnum tíma og
inniheldur því einstakar upplýs-
ingar sem svara til tíma og rúms.
Gagnasöfnun verður því margfalt
hraðari og unnt er að rannsaka
fleiri sýni við mismunandi aðstæður
en hefðbundnar tilraunir hafa leyft.
Í síðari hluta ritgerðarinnar er
lýst hvernig þetta kerfi er nýtt við
gagnasöfnun á mismunandi málm-
hvata fyrir oxun á kolmónoxíði. Nið-
urstöður þessara mælinga voru
nýttar til þess að reikna út hraða-
jöfnur sem leyfa bestun á keyrslu
hvers hvata og gera unnt að spá fyr-
ir um framleiðni efnahvatanna við
ýmsar aðstæður.
Guðbjörg er fædd 21. ágúst 1975.
Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1995 og prófi
í efnafræði frá Háskóla Íslands
1998. Árið 2000 lauk hún MS-prófi í
efnaverkfræði frá Purdue Univers-
ity og nú doktorsprófi frá sama
skóla.
Guðbjörg Hrönn býr í Phoenix í
Arizona-ríki í Bandaríkjunum og
starfar þar sem yfirverkfræðingur
hjá Intel-fyrirtækinu. Eiginmaður
hennar er dr. Jakob Ásmundsson
iðnaðarverkfræðingur. Foreldrar
Guðbjargar eru hjónin Ingveldur
Hafdís Aðalsteinsdóttir framhalds-
skólakennari og Óskar Jónsson raf-
magnsverkfræðingur.
Doktor í
efnaverk-
fræði
DREIFING á íslensku vatni frá Öl-
gerðinni Agli Skallagrímssyni hef-
ur gengið vel í New York og Boston
í Bandaríkjunum. Margir staðir á
Manhattan selja nú íslenskt vatn
undir vörumerkinu Iceland Spring
að sögn Jóns Diðriks Jónssonar,
forstjóra Ölgerðarinnar.
Hann segir að Ölgerðin hafi sam-
ið við einn aðila um sölu og dreif-
ingu á vatni frá Íslandi í Bandaríkj-
unum í nóvember á síðasta ári.
Ölgerðin komi ekkert að þeirri
markaðssetningu nema sem hluta
af sameiginlegri auglýsingaherferð
fimm aðila undir slagorðinu Ice-
land Naturally. Þá herferð notfærir
dreifingaraðili Iceland Spring í
Bandaríkjunum sér til að koma ís-
lensku vatni á framfæri.
Íslenskt vatn er nú aðallega selt í
búðum sem selja heilsuvörur eins
og bætiefni og vítamín. Einnig í
mjög vönduðum stórmörkuðum.
Þetta eru búðir sem reknar eru á
mörgum stöðum undir sama nafni.
Jón segir meiri áherslu lagða á sölu
vatnsins í góðum og vönduðum
verslunum í stað þess að einblína á
mikla dreifingu söluaðila.
Jón segir að salan í Bandaríkj-
unum sé ekkert umfram væntingar
og þetta hafi ekki komið forsvars-
mönnum Ölgerðarinnar á óvart.
Árið 2003 verði notað til að meta
sóknarfæri á erlendum mörkuðum
og byggja útflutning í rólegheit-
unum upp með góðum aðilum í
hverju landi.
Morgunblaðið/Ómar Friðriksson
Íslenskt vatn selt víða á Manhattan
AÐEINS einn verktaki af níu
kom með tilboð undir áætlun
Vegagerðarinnar þegar útboð
voru opnuð sl. mánudag
vegna endurlagningar Snæ-
fellsvegar um Fróðárheiði.
Stafnafell ehf. á Kálfárvöllum
í Staðarsveit átti lægsta boð,
rúmar 28 milljónir króna, en
áætlun Vegagerðarinnar var
upp á rúmar 32 milljónir.
Verklok fyrir
1. ágúst á næsta ári
Um er að ræða endurlagn-
ingu 2,5 km langs kafla frá
Miðfellsgili að Valavatni og á
verkinu að vera lokið fyrir 1.
ágúst á næsta ári.
Önnur tilboð voru frá 33,6
til 44,8 milljóna króna og
komu frá Þrótti í Skilmanna-
hreppi, Borgarverki í Borg-
arnesi, Landherja í Hafnar-
firði, Þórarni Kristinssyni í
Biskupstungum, Berglín í
Stykkishólmi, Jörfa á Hvann-
eyri, Klæðningu í Kópavogi
og Jarðvélum í Kópavogi.
ÍAV buðu lægst
í Múlaárbrú
Útboð fór einnig fram hjá
Vegagerðinni á mánudag á
byggingu brúar á Múlaá í
Kollafirði í A-Barðastrandar-
sýslu. Íslenskir aðalverktak-
ar, ÍAV, buðu lægst í brúna,
sem á að vera 16 metra löng
og fullkláruð 1. nóvember
næstkomandi. Tilboðið hljóð-
aði upp á 27,3 milljónir en
áætlun Vegagerðarinnar var
29,6 milljónir.
Þrjú önnur tilboð bárust
frá Elinn ehf. á Sauðárkróki,
Brúarverktökum í Reykjavík
og Hólsvélum frá Bolungar-
vík.
Vegur um
Fróðárheiði
Einn verk-
taki af
níu undir
áætlun
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
hefur dæmt Raufarhafnarhrepp til
að borga fyrrverandi sveitarstjóra,
Reyni Þorsteinssyni, 2,7 milljónir
króna. Í málinu var deilt um hvort
hann ætti rétt til greiðslu launa í
hálft ár frá þeim tíma er hann hætti
störfum sem sveitarstjóri.
Sveitarstjórinn krafðist þess að
Raufarhafnarhreppur yrði dæmdur
til að greiða honum rúmlega 3,4
milljónir í laun, sem hann taldi sig
eiga rétt á skv. ráðningarsamningi í
6 mánuði eftir starfslok. Sveitar-
stjórn hafði komist að þeirri niður-
stöðu að henni bæri ekki að greiða
stefnanda laun í uppsagnarfresti.
Ráðningarsamningur sveitar-
stjórans kvað á um að ráðningartím-
inn væri til loka kjörtímabils þáver-
andi hreppsnefndar, þ.e. til þess
tíma er nýkjörin hreppsnefnd kæmi
saman til fyrsta fundar að afloknum
sveitastjórnarkosningum árið 2002.
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur skv.
samningnum var 6 mánuðir og skyldi
hann miðast við mánaðamót.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
komst að þeirri niðurstöðu að sam-
kvæmt orðanna hljóðan veitti ráðn-
ingarsamningurinn sveitarstjóran-
um fyrrverandi ekki þann rétt til 6
mánaða launa eftir starfslok sem
hann krefði Raufarhafnarhrepp um.
Þótti hins vegar sannað að vilji
samningsaðila, þ.e. þáverandi sveit-
arstjórnar og sveitarstjóra, hafi
staðið til slíkrar greiðslu, en þeim
ekki lánast við samningsgerðina að
færa þann vilja í orð.
Þannig segir héraðsdómur að til-
gangur breytinga á ráðningarsamn-
ingi sveitarstjóra Raufarhafnar, sem
gerðar voru 1994, hafi verið til þess
gerðar að koma í veg fyrir að fráfar-
andi sveitarstjóri fengi sjálfkrafa
greidd biðlaun, ákveddi hann að gefa
ekki kost á sér til áframhaldandi
starfa. Dómurinn segir að ekkert
hafi komið fram um að tilgangurinn
hafi verið sá að fella niður greiðslur
eftir starfslok til fráfarandi sveitar-
stjóra sem ekki væri gefinn kostur á
áframhaldandi starfi. Hafi hreppur-
inn við ráðningu sveitarstjóra viljað
fella þann rétt niður hafi honum bor-
ið að taka það sérstaklega fram við
samningsgerðina. Því þótti felast í
samningnum réttur sveitarstjórans
til launa í 6 mánuði eftir starfslok.
Dæmdar 2,7 millj-
ónir króna í bætur