Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 16
FJÖLMIÐLAR og þingmenn í Suð-
ur-Kóreu kröfðust þess í gær að
stjórn landsins skýrði frá öllum upp-
lýsingum sem hún hefði fengið um að
Norður-Kóreumenn kynnu að vera að
þróa kjarnaodda í eldflaugar. Þeir
skírskotuðu til fréttar í The New
York Times um að bandaríska leyni-
þjónustan CIA teldi að N-Kóreu-
menn væru að þróa tækni sem gæti
gert þeim kleift að framleiða nógu
litla kjarnaodda til að hægt yrði að
setja þá á n-kóreskar eldflaugar.
The New York Times hafði þetta
eftir ónafngreindum heimildarmönn-
um. Blaðið sagði að teknar hefðu ver-
ið gervihnattamyndir af tilrauna-
svæði þar sem her Norður-Kóreu
hefði komið fyrir búnaði til að
sprengja hefðbundið sprengiefni í til-
raunaskyni. Þegar efnið springi gæti
það þjappað saman plúton-kjarna og
komið af stað kjarnorkusprengingu.
Haft var eftir nokkrum heimildar-
mannanna að upplýsingarnar bentu
til þess að Norður-Kóreumenn væru
að sameina kjarnorkutæknina og eld-
flaugatæknina. Talið væri að þeir
gætu þróað kjarnaodda í eldflaugar á
tæpu ári en það væri þó ekki vitað
með vissu.
N-Kóreumenn hafa aldrei sprengt
kjarnorkusprengju í tilraunaskyni
þótt CIA telji að þeir ráði yfir einni
eða tveimur slíkum sprengjum.
Hóta „miskunnarlausri“ hefnd
Að sögn The New York Times
skýrði CIA grannríkjum Norður-
Kóreu frá upplýsingunum. Stjórn
Suður-Kóreu sagði ekkert um frétt-
ina sem var á forsíðum allra helstu
blaða landsins og aðalumfjöllunarefni
sjónvarpsstöðva.
Leyniþjónustu-, utanríkis- og varn-
armálanefndir þingsins skutu á fund-
um til að ræða málið. „Frétt The New
York Times er reiðarslag,“ sagði
Park Jin, þingmaður og talsmaður
stærsta stjórnarandstöðuflokksins.
„Stjórnin ætti ekki að leyna mikil-
vægum upplýsingum um mál sem
getur haft alvarleg áhrif á öryggi
þjóðarinnar.“
Bandaríkjastjórn reynir nú að afla
alþjóðlegs stuðnings við tilraunir sín-
ar til að einangra stjórn Norður-Kór-
eu frekar og knýja hana til að hætta
þróun kjarnavopna. Her Norður-
Kóreu fordæmdi þessar tilraunir í
fyrradag og hótaði „hörðum og mis-
kunnarlausum hefndaraðgerðum“ ef
Bandaríkjamenn settu viðskiptabann
eða hafnbann á landið. „Ef Banda-
ríkjamenn setja viðskipta- og hafn-
bann á Norður-Kóreu og hefjast
handa við að styrkja herafla sinn á
eða við Kóreuskaga mun alþýðuher
Norður-Kóreu líta á það sem freklegt
brot á vopnahléssamningnum af hálfu
Bandaríkjanna… og ekki hika við að
grípa til harðra og miskunnarlausra
hefndaraðgerða,“ sagði í yfirlýsingu
hersins.
Kommúnistastjórnin í Pyongyang
hefur lengi gagnrýnt vopnahléssamn-
inginn sem batt enda á Kóreu-stríðið
1950–53 en leiddi ekki til formlegs
friðarsamnings. Frá því að deilan um
kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu-
manna hófst í október hafa þeir óskað
eftir griðasamningi við Bandaríkin.
Herinn fordæmdi einnig áform
Bandaríkjastjórnar um að auka fram-
lögin til bandaríska hersins í Suður-
Kóreu um ellefu milljarða dollara,
jafnvirði 840 milljarða króna, á næstu
fjórum árum.
Taldir vera að
þróa kjarnaodda
Seoul, Washington. AFP.
Reuters
Norður-kóreskir hermenn virða fyrir sér suður-kóreskan hluta landa-
mæraþorpsins Panmunjom á hlutlausu belti sem aðskilur Kóreuríkin tvö.
Nýjar upplýsingar um Norður-Kóreu vekja ugg
ERLENT
16 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
FLENSA gæti orðið hættulegasta
sýklavopn framtíðarinnar, en ekki
miltisbrandur eða kúabóla sem
hingað til hafa verið talin helsta
ógnin, að mati vísindamanna við
Texas-háskóla sem birta niður-
stöður sínar í ritinu Royal Society
of Medicine. Breskir veirufræðing-
ar eru nú nálægt því að kortleggja
genamengi veirunnar sem olli
spænsku veikinni sem kom upp
1918 og lagði að velli um 20–40
milljónir manna. Óttast banda-
rísku vísindamennirnir að starfs-
bræður þeirra sem vinna í þágu
hryðjuverkamanna geti notað upp-
lýsingarnar til að búa til skæðari
og þolnari afbrigði veirunnar, sam-
kvæmt frétt BBC. Þá segja þeir að
mögulegt sé að dreifa veirum sem
valda flensu í úðabrúsum sem geri
þær enn meira spennandi í augum
hryðjuverkamanna.
Talið er að um 20.000 manns
deyi árlega vegna flensu í Banda-
ríkjunum en vísindamennirnir
segja töluna líklega vera fjórfalt
hærri vegna tengsla á milli flensu
og banvænna hjartaáfalla. Vísinda-
mennirnir voru einmitt að rann-
saka tengslin á milli flensu og
hjarta- og æðasjúkdóma þegar
þeir fóru að veita því athygli hvern-
ig hægt væri að misnota erfða-
fræðilegar upplýsingar veirna sem
valda flensu.
Auðvelt að komast yfir veiru
sem veldur flensu
Dr. Mohammed Madjid, sem
stjórnaði rannsókninni, segir að
vegna þess hversu flensa sé algeng
sé mjög auðvelt fyrir hryðjuverka-
menn að komast yfir veiruna sem
veldur henni. Auk þess myndi sér-
fræðingum ef til vill ekki verða
ljóst að um sýklaárás væri að ræða
vegna þess hve hversdagslegur
sjúkdómur flensa er, því gæti far-
aldur hafa breiðst út áður en menn
áttuðu sig.
Þá benda þeir á að erfitt sé að
uppræta flensu þar sem bæði fugl-
ar, svín og rottur bera hana á milli.
Madjid segir að flensa geti vel
verið mögulegt sýklavopn. „Þetta
er einungis spurning um tækni.
Þótt það kunni að vera erfitt nú,
verður það auðveldara eftir sex
mánuði og mun auðveldara eftir
ár.“ Hann hvetur til meiri örygg-
isgæslu við rannsóknarstofur og að
meiri vinna verði lögð í þróun bólu-
efna. „Þetta er spurning um und-
irbúning. Við megum ekki bíða
þangað til eitthvað gerist og spyrja
þá hvað við eigum að gera.“
John Oxford, veirufræðingur við
Queen Marýs School of Medicine í
London, stjórnar vinnu við að kort-
leggja erfðamengi veirunnar sem
olli spænsku veikinni en talið er að
það muni takast eftir tvö ár. Hann
gefur lítið fyrir viðvaranir banda-
rísku vísindamannanna og segist
halda að mjög erfitt væri að nota
upplýsingarnar til að búa til sýkla-
vopn. „Ég held að það væri ekki
hægt núna. Það krefðist mikillar
sérþekkingar og þyrfti mikinn
mannskap til að auka sýkingar-
mátt veirunnar.“
Flensa verði skæð-
asta sýklavopnið
Talin geta orðið
hættulegri en
miltisbrandur
og kúabóla
SUMARHÁTÍÐ leikskóla
Seltjarnarness var haldin hátíðleg
í skrúðgarðinum við Bakkavör á
dögunum. Börnin fóru í skrúð-
göngu frá leikskólunum í garðinn
undir lúðrablæstri lúðrasveitar
Seltjarnarness.
Veðrið skartaði sínu fegursta og
voru börn og fullorðnir í hátíð-
arskapi. Garðurinn var skreyttur
fánaveifum sem blöktu í sólskininu
og setti það skemmtilegan svip á
hátíðina. Nýbreytni var gerð á fyr-
irkomulagi hátíðarinnar og tókst
það með afbrigðum vel. Hópur
unglinga frá vinnuskólanum að-
stoðaði leikskólakennara við að
koma upp stöðvum með fjöl-
breyttum leiktækjum og voru einn-
ig börnunum til hjálpar við að
reyna hæfni sína í tækjunum.
Trúðurinn Penilopa skemmti börn-
unum, stjórnaði söng og bauð
börnunum upp á hressingu.
Leikskólabörn
í hátíðarskapi
Seltjarnarnes
BORGARRÁÐ ákvað í gær að veita
Þerneyju ehf. ekki lóð á Tryggva-
götu 13 eins, en félagið hafði átt í við-
ræðum við borgina um að byggja á
lóðinni. Þerney ehf. hafði falast eftir
lóðinni til að byggja 100 herbergja
hótel og 25 íbúðir á fimm hæðum
með bílastæði á jarðhæð og í kjall-
ara. Áætlað var að semja um bíla-
stæðin við Bílastæðasjóð og borgar-
yfirvöld.
Fyrir lá álit frá borgarverkfræð-
ingi þar sem bent er á að lóðin er á
svæði sem er í endurskoðun vegna
byggingar Tónlistarhúss og ráð-
stefnumiðstöðvar. Borgarráð taldi
því ekki rétt að úthluta lóðinni að
sinni.
Þerney ehf.
fær ekki lóð á
Tryggvagötu
Miðborgin
NÝ helluverksmiðja Steinsteypunn-
ar ehf. var tekin í notkun á athafna-
svæði verksmiðjunnar á Hringhellu í
Hafnarfirði á dögunum.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, gangsetti verksmiðjuna
formlega. Þá tók Steinsteypan jafn-
framt í notkun nýja þýska steypu-
stöð sem þjónar bæði steypubílum
og hinni nýju helluverksmiðju.
Í tilkynningu frá Steinsteypunni
segir að fyrirtækið hafi verið stofnað
árið 1994 og frá árinu 1995 hafi það
framleitt og selt steypu og verið á
margan hátt í fararbroddi í ýmsum
nýjungum á steypumarkaði.
Morgunblaðið/Arnaldur
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri ræsti vélar nýju helluverksmiðjunnar.
Ný helluverksmiðja
tekin í notkun
Hafnarfjörður
RÚMLEGA 1.100 hundar eru
skráðir í umdæminu sem nær
yfir Hafnarfjörð, Kópavog,
Garðabæ og Bessastaðahrepp.
Í nýjasta blaði Fjarðarpósts-
ins kemur fram að ef drefing
hunda á svæðinu væri jöfn
ættu um 100 fleiri hundar að
vera skráðir í Hafnarfirði.
Vottorð um hlýðninámskeið
lækkar skráningargjaldið um
helming, en annars er það
9.600 krónur. Lækkunin er til-
raun til að fjölga skráningum.
Í gjaldinu er innifalið
málmmerki á hundinn,
ábyrgðartrygging og hunda-
eftirlitið.
Hundrað fleiri
hundar ættu að
vera skráðir
Hafnarfjörður