Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 35 ✝ Anna Ólafsdóttirfæddist á Siglu- firði 25. október 1912. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 21. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Þorkell Eiríksson, f. á Stóru Brekku í Fljót- um 19. apríl 1869, d. 26. ágúst 1935, og Björg Halldórsdóttir, f. á Húnstöðum í Fljótum 10. ágúst 1876, d. 26. júlí 1960. Systkini Önnu eru: Þorvaldur Jón, f. 21. október 1898, d 1986, Valdimar Tryggvi, f. 14. mars 1900, d. 1936, Kristín Eiríks- ína, f. 6. júlí 1901, d. 3. ágúst 2002, Einar Kristinn, f. 11. maí 1905, d. 1906, Þórður Halldór, f. 10. júní 1909, d. 1953, og Dóróthea Frið- rika, f. 23. febrúar 1907, hún býr í Lönguhlíð 3 í Reykjavík. Til Akureyrar fluttist Anna með foreldrum sínum árið 1919, þar sem hún hefur búið síðan. Anna giftist 8. apríl 1933 Páli Friðfinnssyni byggingameistara frá Skriðu í Hörgárdal, f. 9. sept- ember 1906, d. 22. ágúst 2000. For- eldrar hans voru Friðfinnur Steindór Jónsson, bóndi, f. 7. nóvember 1875, d. 20. ágúst 1951, og Jó- hanna Pálsdóttir húsfrú, f. 18. janúar 1871, d. 28. júní 1940. Börn Önnu og Páls eru: 1) Björgvin L. Pálsson, bygginga- meistari, Hrísey, í sambúð með Önnu I. Eiðsdóttur. 2) Þór S. Pálsson byggingam., Akureyri, kvæntur Hrefnu Sigursteins- dóttur. 3) Ólöf J. Pálsdóttir húsfrú, Akureyri, gift Jóhannesi Hjálmars- syni. 4) Tryggvi Pálsson fasteigna- sali, Akureyri, kvæntur Aðal- björgu Jónsdóttur. 5) Bragi V. Pálsson byggingam., Björgum, Hörgárdal, kvæntur Hafdísi Jó- hannesdóttur. 6) Friðfinnur S. Pálsson byggingam., Akureyri, kvæntur Ingu G. Tryggvadóttur. Barnabörnin eru 24, barnabarna- börn 54 og barnabarnabarnabörn- in 20. Útför Önnu fer fram frá Gler- árkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum sterkum hlyni, hún lokaði augunum hjartahrein með hvarm mót sólarskini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel í vinskap ætt og kynning. Hún bar þá hlýju og holla þel sem hverfur ekki úr minning. (Einar Ben.) Elsku mamma mín, þetta ljóð Einars Ben. kemur mér í hug er ég hugsa til þeirrar stundar er ég sat við rúmið þitt er þú kvaddir þenn- an heim og lagðir upp í ferðina sem bíður okkar allra að lokum. Fyrir þig sem unnir öllu fögru gat ekki valist fegurri dagur en þessi 21. júní. Sumarsólstöður. Minning- arnar hrannast upp bæði ljúfar og sárar. Ljúfar frá öllum góðu ár- unum sem við áttum saman og sárar vegna sjúkdómsins sem greip þig heljartökum. Að geta ekki lengur tjáð sig í orðum hlýtur að vera hreinasta kvöl, ekki síst manneskju eins og þér sem varst svo félagslynd kona, hraust og kraftmikil. Eftir að þú komst á Dvalarheim- ilið Hlíð voru bestu stundirnar þín- ar í handavinnustofunni að mála. Margir ættingjar þínir og vinir prýða heimili sín með dúkum og púðum sem þú málaðir og gafst þeim. Þú varst svo gjafmild, móðir mín, alla vildir þú gleðja og leysa út með gjöfum. Hjálpsemi, gjaf- mildi og gleði einkenndu líf þitt. Fysta húsið sem pabbi byggði handa ykkur voru Sólvellir, en er fjölskyldan stækkaði byggði hann stærra hús handa okkur í Munka- þverárstræti 42. Minnisstæðustu bernskuárin mín eru eftir að við fluttum þangað. Þú varst alltaf boðin og búin að veita hjálp þína og ófáar voru ferðirnar með okkur krakkana í eftirdragi út að Ljós- stöðum í Glerárþorpi, til aðstoðar veikri móður þinni er þar bjó, bæði við útiverk sem og inni. Þá vorum við systkinin orðin sex og það gefur augaleið að oft hefur vinnudagurinn verið ansi langur. Þú varst mikil húsmóðir, sérstak- lega hirðusöm og hreinlát. Heima var alltaf fágað og fínt og þú hugs- aðir vel um þetta allt, þótt oft væri margt þar um manninn. Börnin í hverfinu, vinirnir okkar allir, voru ætíð velkomin og að sjálfsögðu var líka séð um veitingar handa þeim. Eftir að við systkinin stækkuðum hafðirðu gaman af því að skreppa í síldarvinnu bæði til Siglufjarðar og Seyðisfjarðar. Þeirri vinnu hafðir þú kynnst sem ung kona og afköst þín þar voru mikil eins og í öllu er þú tókst þér fyrir hendur. Þegar við systkinin svo stofnuðum okkar eigin heimili varst þú dugleg að að- stoða og leiðbeina á allan hátt. Þín létta lund og glaðværð gerði allt svo létt og eitt er víst að ekkert okkar systkina man eftir þér í vondu skapi. Nei, það var ekki þitt. Ég er þakklát guði fyrir að gefa mér þá góðu foreldra sem þið pabbi voruð og tel það forréttindi að fá að njóta samvista ykkar svo lengi. Trúin á að við öll eigum eftir að hittast og sameinast í ljóssins sal yfirskyggir sorgina, er huggun í harmi. Þú fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. (M. Joch.) Ég kveð þig, móðir mín, með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskyldu mína. Elsku mamma mín, ég kveð þig hinstu kveðju, minning um ástríka móður mun lifa. Hvíl í friði. Þín dóttir, Ólöf. Eitt sinn horfðum við, ég og vin- ur minn sem unnum saman í bygg- ingavinnu, á ömmu mína ganga framhjá okkur létta í spori. Þegar hún veifaði til okkar sagði vinur minn: „Palli, hún amma þín hefði átt að fæðast inn í konungaætt og vera drottning, slík er reisnin yfir þessari konu.“ „Veistu,“ sagði ég, „amma mín þurfti ekkert að fæðast inn í kóngaætt, hún er drottning í mínum augum og hennar konungs- ríki er fjölskyldan hennar.“ Þetta er gott dæmi um hvernig amma kom öðru fólki fyrir sjónir, yfir henni var slíkur þokki. Hún var ekki einvörðungu glæsileg kona í útliti, sem ávallt var vel til höfð svo að eftir var tekið, heldur var lund- in ávallt létt. Aldrei nokkurn tíma minnist maður hennar öðruvísi en brosandi, syngjandi glaðrar, á hverju sem gekk. Amma „uppfrá“, eins og við systkinin í Þverholtinu kölluðum hana gjarnan, var mikill göngugarpur. Hún gekk bæinn þveran og endilangan fyrri part dags, kannski inn í innbæ, þaðan út í Þorp og síðan jafnvel niður á Eyri og aftur heim í Löngumýrina seinni part dags til þess að hafa til mat handa afa þegar hann kom heim úr vinnu. Töluðum við systk- inin um að amma gengi frekar en að fara með strætó, þannig væri hún fljótari í ferðum. En fyrst og fremst var amma þannig kona, eig- inkona, móðir, amma, langamma og langalangamma sem allir vildu eiga. Hún var prýdd öllum þeim góðu kostum sem prýtt geta eina konu, hjá henni voru allir jafnir. Því er það með söknuði og þakk- læti sem ég og fjölskyldan mín minnumst hennar ömmu minnar. Það færði okkur mikla gæfu að fá að verða samtíða henni, þessari miklu konu sem hún var. Guð geymi þig, elsku amma. Páll Jóhannesson. Mig langar að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar Önnu Ólafsdóttur með nokkrum orðum. Anna var bæði myndarleg og glæsileg kona. Hún hafði til að bera reisn sem fylgdi henni alla ævi. Eitt það fyrsta sem ég tók eft- ir þegar ég kynntist henni, var hvað hún var glaðlynd. Sífellt mátti heyra hana syngja við sín daglegu störf. Þegar ég sem ung stúlka kom fyrst inn á heimili hennar tók hún mér strax af mikilli hlýju og velvild. Hjálpsemi hennar hef ég og fjölskylda mín ósjaldan notið gegnum árin, á ýmsan hátt. Oft létu þau Anna og Páll sig ekki muna um það að koma heim til okkar og dvelja þar með börnunum þegar við hjónin þurftum að bregða okkur burtu. Anna hafði alla tíð mjög gaman af börnum, enda löðuðust öll börn að henni strax við fyrstu kynni. Það voru ekki aðeins hennar eigin börn, barnabörn og barnabarnabörn sem nutu samvistanna við hana, því þeirra vinir og nágrannabörn hennar sóttu gjarnan til Önnu, og enginn fór frá henni án þess að hafa þegið eitthvað gott. Hún var alltaf mjög félagslynd og hafði mikið yndi af því að hitta fólk og spjalla. Að ekki sé minnst á að syngja og dansa. Á efri árum tóku Anna og Páll virkan þátt í félagsstarfi aldraðra á Akureyri og veitti það þeim mikla ánægju og lífsfyllingu. Einnig sungu þau hjónin um árabil í Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar. Tengdaforeldrar mínir fluttust á hjúkrunardeild á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir tæpum fimm árum. Þar fengu þau góða umönnun og atlæti. Það var Önnu þó mikil raun að geta ekki búið lengur á þeirra fal- lega og glæsilega heimili. Hinn 22. ágúst 2000 lést Páll þá tæplega 94 ára. Í allmörg ár hefur Anna þurft að berjast við hinn óvæga sjúkdóm Alzheimer, sem að lokum lagði hana að velli 90 ára gamla. Það hefur verið ósegjanlega sárt að horfa upp á þá baráttu. Það er með söknuði og þakklæti, fyrir allt sem hún var mér og mín- um, sem ég kveð hana. En jafn- framt gleðst ég yfir því að hún hef- ur nú losnað úr þeim fjötrum, sem hafa haldið henni undanfarin ár. Starfsfólki á Hlíð eru færðar bestu þakkir fyrir umhyggju og ástúð, sem tengdaforeldrar mínir nutu þar síðustu æviárin. Blessuð sé minning Önnu Ólafs- dóttur. Aðalbjörg Jónsdóttir. Elskulega langamma mín. Nú hefur þú kvatt þetta líf eftir löng og ströng veikindi. Það er erfitt að hugsa sér að þú sért horfin frá okkur, en eftir standa margar góð- ar minningar frá samverustundum með ykkur langafa sem farinn er á undan þér fyrir tæpum þremur ár- um. Þegar við mamma bjuggum í Seljahlíð 11 hjá ömmu minni og afa og þið í Seljahlíð 13 kíkti ég gjarn- an út um dyrnar á morgnana og fylgdist með því hvenær dregið væri frá svefnherbergisglugga ykkar svo ég gæti skokkað í heim- sókn. Alltaf var nóg af góðgæti og góðum sögum handa mér á þeim bæ og dugleg voruð þið að spila við mig og syngja. Skemmtum við okkur þá mjög vel saman. Ég man er ég sá þig í íslenska búningnum í fyrsta sinn. Þá starði ég hugfangin á þig, þú varst svo fín og falleg, langamma mín. Ég átti þá ósk að klæðast þessum fallega búningi á fermingunni minni. Sú ósk rættist, þú lánaðir mér hann og ég fermd- ist í Innri-Njarðvíkurkirkju í þess- um fallega íslenska búningi þínum. Ég minnist þess sem barn að ef ég móðgaðist við fólkið heima pakkaði ég niður í litla tösku nærfötum og sokkum og flutti að heiman, að sjálfsögðu til ykkar langafa. Þegar afi kom svo til að fá mig heim aftur sat ég eins og drottning með góð- gæti að spila við ykkur. Þú hafðir yndi af söng og sung- um við mikið saman. Eitt sinn er ég, þú og Óla amma mín vorum saman datt þér í hug að syngja allt sem við höfðum að segja þann dag- inn og þá var bara sungið, ekkert talað. Elsku langamma mín, ég kveð þig hinstu kveðju og þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Minn- ingarnar geymi ég í hjarta mínu. Þín verður sárt saknað. Ég votta öllum ástvinum þínum, Björgvini, Steinbergi, Ólöfu ömmu, Tryggva, Braga, Friðfinni og fjölskyldum þeirra, samúð mína. Hvíl í friði, elsku langamma mín. Aníta Gunnlaugsdóttir. Elsku amma. Minningar hlaðast upp, ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að vera í góðu sambandi við þig þau ár sem ég bjó á Ak- ureyri. Ég flutti þangað með mína fjölskyldu árið 1982 og þú tókst okkur opnum örmum, ég leitaði til þín og þú leystir öll mál sem þurfti. Eitt af því sem þú hafðir mjög mikla ánægju af var að vera í garðinum þínum, við vorum búnar að fara nokkrar ferðirnar og sækja mold og steina og hvað sem vant- aði, við drifum okkur á stað með kerru eða bara í skottið á bílnum, það var allt hægt í þínum huga. Það var gaman að gera alla þessa hluti með þér bæði úti og inni. Það stóð aldrei á þinni aðstoð ef ég leit- aði til þín. Þú hafðir svo gaman af því að fræða mig um frændfólk mitt og skyldmenni ég vissi ekkert um það en gaman var að hlusta á þig og ekki síður hann afa því hann hafði oft skemmtilegar sögur að segja. Þú hafðir líka mikið yndi af allri handavinnu og varst svo gjafmild, þú vildir alltaf vera að gefa, eftir þig eru margir fallegir hlutir sem ég geymi vel og vandlega. Börnin mín, Tinna og Björgvin, nutu þinna kynna svo vel, þau dáðu og virtu langömmu sína og -afa. Þeim fannst svo gaman að hlusta á sög- urnar frá því í gamla daga. Það var oft mikið hlegið og skemmt sér yfir því. Elsku amma, þú varst alltaf svo glöð og kát og vildir helst alltaf hafa fullt af fólki í kringum þig, hvort heldur sem var í veislum eða bara heima á fallega heimilinu þínu. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú varst. Þú hafðir gaman af öllum söng og söngst í kórum, og mér er minnisstætt að ef ég kom á sunnu- dagsmorgni þá söngst þú við út- varpsmessuna heima í stofu. Ég flutti til Hafnarfjarðar með fjölskylduna og sambandið var ekki eins mikið. Þið afi fluttuð á Hlíð og dvölduð þar síðustu árin ykkar, og leit ég við þegar ég var á ferðinni á Akureyri, og ég er svo þakklát fyrir það að líta inn hjá þér í lok maí, kyssa þig á kinnina og kveðja þig. Það voru okkar síð- ustu stundir saman. Minningarnar um þig geymi ég vel í mínu hjarta og nú ert þú kom- in á annan stað þar sem afi tekur á móti þér og þið verðið saman á ný. Kveðja. Fjóla Björgvinsdóttir. ANNA ÓLAFSDÓTTIR Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, CARL P. STEFÁNSSON, Lækjasmára 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. júlí kl. 15.00 Ásta Guðrún Tómasdóttir, Níels Carl Carlsson, Inger Anna Lena Þ. Ericson, Stefán Carlsson, Rannveig Ásbjörnsdóttir, Jón Carlsson, afabörn og langafabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÓMAR KRISTJÁNSSON, Depluhólum 5, Reykjavík, sem lést á Landspítala við Hringbraut föstu- daginn 27. júní, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 4. júlí kl. 15.00. Kolbrún Bærings Halldórsdóttir, Brynja Björk Kristjánsdóttir, Haukur Eiríksson, Sigrún Kristjánsdóttir, Birgir Guðjónsson, Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir, Einar Sverrisson, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, Eggert Þorgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir, frændi og vinur, GÍSLI RÚNAR HJALTASON tölvunarfræðingur, verður jarðsunginn föstudaginn 4. júlí kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Roberta Joanne Holtz, Hjalti Kristgeirsson, Edda Óskarsdóttir, Jónína H. Gísladóttir, Torfi Jónsson, Guðrún Inga Torfadóttir, Sigrún Gerða Gísladóttir, Einar Oddur Kristjánsson, Páll Leifur Gíslason, Sif Huld Sigurðardóttir, frændsystkini og tengdafólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.