Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 43
O P I Ð K V E N N A M Ó T
G O L F K L Ú B B U R I N N K E I L I R
VERÐLAUN
1. TIL 3. SÆTI MEÐ FORGJÖF
1. SÆTI ÁN FORGJAFAR
NÁNDARVERÐLAUN Á ÖLLUM PAR 3 HOLUM
DREGIN VERÐA ÚT FIMM SKORKORT
HÁMARKS FORGJÖF ER 28
RÆST VERÐUR ÚT FRÁ KL. 9.00
6 . J Ú L Í 2 0 0 3 P U N K TA K E P P N I
MAGNÚS Aron Hallgrímsson,
kringlukastari úr Breiðabliki, kast-
aði kringlunni 57,80 metra á móti í
Wäxjö í Svíþjóð í fyrrakvöld og
hafnaði í öðru sæti. Á sama móti
kastaði Óðinn Björn Þorsteinsson,
FH, kringlunni 48,28 metra.
MAGNÚS tók einnig þátt í móti
sl. sunnudag og kastaði þá 56,34
metra og Óðinn 49,84, en saman
æfa þeir undir handleiðslu Vésteins
Hafsteinssonar, Íslandsmethafa í
kringlukasti í Gautaborg. Magnús á
besta 63,09 m og stefnir að því að ná
lágmarksárangri fyrir heimsmeist-
aramótið í sumar, en það er 63,50
metrar.
ÞRIÐJI lærisveinn Vésteins,
Eistlendingurinn, Gerd Kanter,
hafnaði í 5. sæti í kringlukasti á al-
þjóðlegu stigamóti í Lausanne í
Sviss í fyrrakvöld, kastaði kringl-
unni 62,02 metra. Hann hefur þegar
tryggt sér farseðil á heimsmeistara-
mótið í París í ágúst.
VALA Flosadóttir stangar-
stökkvari var einnig á meðal kepp-
enda á mótinu í Wäxjö í fyrrakvöld
en tókst ekki að fara yfir byrjunar-
hæð sína.
Á dögunum var opnaður nýr golf-
völlur í Bærum sem er í úthverfi
Ósló og þar eru 27 brautir og er
völlurinn allur hinn glæsilegasti.
Um 330 meðlimir reiddu fram um
1.650 þúsund ísl. kr. hver í hlutfé
eða um 550 milljónir ísl. kr.
FORRÁÐAMENN enska úrvals-
deildarliðsins Fulham hafa fengið
fyrirmæli frá Alþjóðaknattspyrnu-
sambandinu, FIFA, þess efnis að
gera upp skuld sína við franska liðið
Lyon en um er að ræða eftirstöðvar
vegna kaupa Fulham á Frakkanum
Steve Marlet – um 390 milljónir ísl.
kr., en Marlet sem er 28 ára gamall
var keyptur á um 1,4 milljarða ísl.
kr. í ágúst árið 2001.
FULHAM hefur haldið eftir loka-
greiðslunni vegna deilna félagsins
við umboðsmennina Sebastien og
Pascal Boisseau, en þeir tóku þátt í
samningsgerðinni.
FIFA hefur nú misst þolinmæðina
gagnvart Fulham og krefst þess að
málið verði gert upp eigi síðar en
31. júlí nk.
Þetta er í annað sinn á einum mán-
uði sem FIFA tekur fyrir mál sem
varða Fulham en spænska liðið Val-
encia hefur farið fram á skaðabæt-
ur þar sem Fulham hætti við að
kaupa norska landsliðsmanninn
John Carew eftir að samningar
höfðu verið undirritaðir um kaup-
verð og samning leikmannsins.
SPÆNSKI miðvallarleikmaður-
inn, Enrique De Lucas, er farinn til
Alaves frá Chelsea. De Lucas var í
láni hjá Lundúnarliðinu í vetur frá
Alaves. De Lucas mun leika með
Alaves í næstefstu deild á Spáni því
liðið féll úr spænsku úrvalsdeildinni
í ár.
FÓLK
Beckham var í nýjum búningi sín-um á vellinum, lék listir sínar
með knött, og gaf sér síðan tíma til
þess að taka í hendur áhorfenda og
skrifa nafn sitt á blöð og boli auk
þess að gefa nokkra fótbolta. Þá fékk
ungur piltur að koma inn á leikvöll-
inn og ganga um með Beckham, eftir
að Beckham hafði gefið honum
keppnistreyju félagsins með númeri
og nafni sínu á bakinu.
Gríðarlegt fár hefur verið í Madr-
id síðustu tvo daga vegna komu
Beckhams til félagsins og náði það
hámarki í gær. „Draumur minn hef-
ur ræst nú þegar ég er orðinn liðs-
maður Real Madrid,“ sagði Beck-
ham í gærmorgun. Hann gerði þó
stuttan stans í Madrid að þessu
sinni, flaug heim til Englands ásamt
frú sinni um miðjan dag í gær. Beck-
ham kemur þó fljótlega til leiks í
Madrid á nýjan leik því ekki er langt
þar til æfingar hefjast fyrir næstu
leiktíð hjá stjörnum prýddu liði
Spánarmeistaranna.
Ljóst er að forráðamenn Real
Madrid verða ekki lengi að fá upp í
kostnað vegna kaupanna á Beck-
ham, sem kostaði nærri jafnvirði
þriggja milljarða króna. Félagið fer
fljótlega í keppnisferð til Asíu þar
sem Beckham var á dögunum. Talið
er að tekjur Real Madrid af þeirri
ferð verði ekki undir 1,1 milljarði að-
eins vegna leikjanna fimm, þá eru
ekki meðtaldar tekjur af sölu bún-
inga með nöfnum, Beckhams, Ron-
aldo, Zinedine Zidanes og fleiri snill-
inga félagsins.
AP
Beckham ásamt Alfredo di Stefano, heiðursforseta Real Madr-
id, þegar keppnispeysa Beckhams og númer var kynnt fyrir al-
menningi í gærmorgun en hann mun leika í treyju númer 23.
Allt klárt hjá
Beckham
DAVID Beckham mun leika í treyju númer 23 á næstu leiktíð með
Real Madrid. Þetta var kynnt í gærmorgun, en mikil leynd hefur
hvílt yfir því hvaða númer fyrirliði enska landsliðsins myndi bera hjá
félaginu. Eftir að Beckham stóðst læknispróf hjá Madrídar-liðinu í
fyrradag var hann kynntur fyrir stuðningsmönnum þess í gærmorg-
un, fyrst í körfuknattleikshöll borgarinnar, þar sem 5.000 stuðn-
ingsmenn Real Madrid fylgdust með, og síðan á æfingavelli félags-
ins þar sem nokkur þúsund manns voru saman komin.
ÁTTA manna úrslit karla áWimbledon-mótinu í tennis
hófust í gær með tveimur leikjum
en það náðist ekki að klára þá vegna
of mikillar rigningar í London.
Helsta von Breta á mótinu, Tim
Henman, hóf leik gegn Sebastien
Grosjean en þeir náðu aðeins að
leika þrjár heilar lotur áður en þeir
þurftu að hætta leik vegna veðurs.
Grosjean sigraði í tveimur lotum og
Henman í einni en Henmann var
1–2 yfir í fjórðu lotunni þegar þeir
hættu að spila.
Í hinum leiknum mættust Mark
Philippoussis og Alexander Popp.
Þeir spiluðu fjórar lotur og staðan
var 2–2 í oddalotunni þegar þeir
þurftu að hætta vegna of mikillar
rigningar.
Ef veður leyfir munu fást úrslit í
átta manna úrslitunum í dag en í
hinum tveimur leikjunum mætast
Andy Roddick og Jonas Bjorkman,
og Roger Federer og Sjeng
Schalken.
Bretinn Tim Henman er undir
mikilli pressu frá heimamönnum að
komast í undanúrslit en Englend-
ingur hefur ekki sigrað á Wimble-
don-mótinu í 67 ár. Henman hefur
aldrei leikið til úrslita á mótinu en
fyrir tveimur árum komst hann í
undanúrslit og lék þar gegn Goran
Ivanisevic. Henman er ekki óvanur
því að þurfa að hætta leik vegna
rigningar því þegar hann tapaði fyr-
ir Ivanisevic tók það þrjá daga að
ljúka leiknum vegna veðurs.
Williams-systurnar leika í dag
Í dag eiga að fara fram undan-
úrslitaleikirnir hjá konunum og þar
eru Williams-systurnar sem fyrr í
aðalhlutverki. Meistari síðasta árs
Serena Williams leikur gegn Justine
Henin-Hardenne og Venus Williams
spilar á móti Kim Clijsters. Serena
sigraði systur sína í úrslitaleik
mótsins í fyrra og telja margir að
sagan geti endurtekið sig í ár.
Hardenne og Clijsters eru báðar frá
Belgíu og þær ásamt Williams
systrunum eru taldar vera sterk-
ustu tenniskonurnar í heiminum í
dag.
Leikjum frestað
á Wimbledon
TIM Duncan sem útnefndur hefur
verið mikilvægasti leikmaður NBA-
deildarinnar sl. tvö ár (MVP) sem
leikmaður San Antonio Spurs ætlar
að setjast niður með forráðamönn-
um liðsins á næstu vikum og ræða
drög að nýjum samingi. Spurs vann
NBA-titilinn í annað sinn í sögu fé-
lagsins á dögunum og var Duncan
allt í öllu í leikjum liðsins. Sam-
ingur hans við Spurs rennur út á
næstu vikum en umboðsmaður hans
segir að Duncan muni ekki ræða
við önnur lið áður. Samkvæmt
reglum NBA getur Duncan fengið
allt að 9 milljarða ísl. kr. fyrir sjö
ára samning en hann er aðeins 27
ára gamall og líklegt þykir að hann
semji við Spurs til sjö ára. Þess má
geta að Duncan samdi við Spurs ár-
ið 2000 þar sem hann fékk um 800
milljónir á ári í laun en nú gæti
hann fengið allt að 1,3 milljarða á
ári næstu sjö árin.
Duncan vill
9 milljarða
Tim Duncan
JÓN Arnar Magnússon, tugþraut-
armaður úr Breiðabliki, vann þrí-
þrautarkeppni í Prag á sunnu-
daginn en þar glímdi hann m.a.
við tvo af bestu tugþraut-
armönnum heims, Roman Sebrle
og Tomás Dvorák. Keppnin var
hluti af alþjóðlegu frjáls-
íþróttamóti sem fram fór á aðal-
leikvangi Prag á sama tíma. Jón
Arnar vann tvær greinar, kúlu-
varp og 200 m hlaup, en varð
þriðji í 110 m grindahlaupi. Hann
varpaði kúlu 16,18 metra, hljóp
200 m á 21,71 sek. og grinda-
hlaupið á 14,35 sek.
Í öllum greinum náði Jón Arnar
sínum besta árangri til þessa á
árinu. Sebrle varpaði kúlunni
15,09 metra og hljóp 200 m á
22,19 sek. Dvorák varpaði 15,65
m í kúluvarpi og hljóp 200 m á
22,49. Því miður hefur ekki
reynst unnt að afla staðfestra
upplýsinga um árangur þeirra í
grindahlaupinu, en Jón Arnar
staðfesti sinn tíma í samtali við
Morgunblaðið.
„Þeir Sebrle og Dvorák voru
hissa á árangri mínum, ég kom
þeim í opna skjöldu,“ sagði Jón
Arnar sem keppti einnig í þrí-
þrautinni í Prag fyrir tveimur ár-
um og varð þá í þriðja sæti.
„Þetta lofar góðu og sýnir að
ég er á réttri leið í uppbygging-
unni,“ sagði Jón enn fremur en
hann spreytir sig aftur gegn
Sebrle og Dvorák ásamt fleiri
tugþrautarmönnum á alþjóðlega
tugþrautarmótinu í Ratingen í
Þýskalandi um aðra helgi.
Jón Arnar vann þríþraut í Prag
Jón Arnar Magnússon