Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Erna Katrín Óla-dóttir fæddist í
Reykjavík 28.8. 1944.
Hún lést á heimili
sínu 23.6. síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru Óli Valdimars-
son, deildarstjóri í
Reykjavík, f. 2.11.
1916, og Rut Þórðar-
dóttir húsfreyja, f.
25.3. 1917, d. 10.6.
1995. Systkini Ernu
eru: 1) Alda Sigríður
hárgreiðslumeistari,
f. 7.6. 1943, gift Man-
fred Bredehorst, fv.
hermanni, f. 26.4. 1945. Börn Öldu
með Jan Jóni Ólafssyni kerfisfor-
ritara, f. 15.3. 1943, eru Valtýr Óli,
Lovísa Rut, Anetta Björk og Birg-
itta Björk. Dóttir Öldu og Freds er
Lisa Marie. 2) Atli Þór læknir, f.
6.1. 1949, kvæntur Guðrúnu
Hrefnu Guðmundsdóttur kennara,
f. 8.2. 1957. Börn þeirra eru Óli
Þór, Sigurlín Björg og Þórður. 3)
Elfar fasteignasali, f. 26.1 1955.
Börn Elfars með Bjarneyju Bergs-
dóttur, f. 9.8. 1958, eru Ásdís María
syni, f. 24.8. 1958. Börn Bergþóru
eru: Erla, f. 20.6. 1984, Tinna, f.
26.10. 1989, Fjölnir, f. 7.10. 1991, d.
16.11. 1991, Kristófer, f. 19.6. 1996,
og Bergþóra, f. 26.5. 1999.
Hinn 26. desember 1974 giftist
Erna Sigurjóni Magnúsi Halldórs-
syni, bólstrara og búfræðingi, f.
4.12. 1948, d. 3.6. 1994. Börn þeirra
eru: a) Óli Halldór íþróttakennara-
nemi, f. 4.4. 1973, kvæntur Guð-
rúnu Jónu Kristjánsdóttur íþrótta-
kennaranema, f. 7.8. 1972. Barn
þeirra er Sigurjón Már, f. 8.7. 1995.
b) Sigrún Lína fjármálastjóri, f.
16.9. 1974, í sambúð með Sigurði
Pálssyni rekstrarstjóra, f. 10.6.
1960. c) Sigurjóna Soffía ritari, f.
26.9. 1978, í sambúð með Jóhanni
Björgvinssyni öryggisverði, f.
22.4.1977.
Erna ólst upp í Norðurmýrinni í
Reykjavík, gekk í Austurbæjar-
skóla og Hlíðardalsskóla í Ölfusi og
stundaði um tíma nám við
Hjúkrunarskólann. Utan heimilis
starfaði Erna einkum við umönnun
á heilbrigðisstofnunum, meðal
annars á Landspítala, Sólheimum í
Grímsnesi og Kópavogshæli, og
sótti mörg námskeið á því sviði. Þá
vann hún um árabil í mötuneyti hjá
Sjónvarpinu.
Útför Ernu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
og Andri. 4) Eygló
Rut, f. 31.1. 1960.
Erna giftist árið
1962 Fjölni Björnssyni
sölustjóra, f. 26.4.
1940. Þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Linda
Kristín húsmóðir, f.
26.9. 1961, í sambúð
með Einari Val Guð-
mundssyni stýri-
manni, f. 24.8. 1958.
Börn Lindu eru: Sölvi
Már, f. 19.1. 1980, í
sambúð með Maríu
Þóru Sveinbjörnsdótt-
ur, f. 25.8. 1983, Stein-
unn Erna, f. 18.11. 1983, Gyða
Dröfn, f. 2.1. 1988, og Ísfold, f. 24.3.
1994. b) Rut húsmóðir, f. 19.8.
1964. Börn hennar eru: Valdimar
Ragnar, f. 3.1. 1981, í sambúð með
Láru Jóhannesdóttur, f. 29.1. 1982,
og sonur þeirra er Tristan Máni, f.
9.9. 2001, Erna, f. 10.12. 1985, í
sambúð með Hjalta Geir Jónssyni,
f. 18.4. 1984, Elísabet Ósk, f. 28.4.
1988, og Guðrún Líf, f. 22.10. 1999.
c) Bergþóra húsmóðir, f. 27.10.
1965, í sambúð með Emil Jóhanns-
Elsku Erna amma mín. Mig lang-
ar að kveðja þig með þessum örfáu
orðum.
Þó ég hafi ekki hitt þig mikið síð-
an ég flutti á Selfoss, var ég samt
alltaf að hugsa um þig; hvernig þú
hefðir það, hvað þú værir að gera og
hvort þér liði vel.
Ég man hvað þér fannst fyndið að
vera orðin langamma, þessi unga
kona komin með þennan titil. Þú
hlóst mikið að því en það fór þér
bara vel. Þó þú hafir verið yngri en
flestar langömmur.
Elsku amma, það gekk oft mikið á
hjá þér og oft leið þér ekki vel. Ég
vona að þér líði vel núna. Ég mun
halda áfram að hugsa um þig og
takk fyrir allt.
Mér þykir vænt um þig,
þinn
Valdimar Ragnar Gunnarsson.
Þegar hugurinn reikar til áranna
okkar standa æskuárin upp úr.
Norðurmýrin var staðurinn og allt
snerist um róló á bak við Austur-
bæjarbíó. Þarna voru börnin kölluð
hún eða hann, síðan nafnið og loks
húsanúmerið. Þannig vorum við
Alda og Erna á fjögur alltaf þegar
átti að fara í hornabolta eða hornó.
Þá var bankað á öll þessi húsanúmer
og út kom barn sem fékk auðvitað
spurninguna: Máttu koma út?
Á Austurbæjarróló voru foreldrar
mjög sjaldgæfir og öll börnin voru
uppeldisvinir: Inga á tvö og Sísí á
þrjú, Gunnlaug á fjögur og goðið
okkar, hún Gauja, á tvö, Anna
Bubba og Stína á tólf og Lilja á
átján. Njálsgötubörnin voru í
hundraðnúmerum. Mikil þótti okkur
framför í veröldinni þegar þar bætt-
ust við þrír bræður í sumarheim-
sókn frá Finnlandi og báru með sér
þekkingu á að sprengja maískorn,
svo úr varð poppkorn. Þaðan í frá
var farið í Ellingsen ekki bara eftir
sippuböndum, heldur líka hæsna-
byggi, óskornu.
Rigningardagar voru líka sér-
stakir. Þá mæltum við okkur mót við
vinina í stigagöngum. Þar var verið
að býtta leikaramyndum, servíett-
um og glansmyndum. Sunnudagar
voru sér fyrirbrigði, því tuttugu til
þrjátíu börn mættu í stofuna hjá
Mössu og Möggu á Snorrabraut. Öll
vorum við send heim í lambalærið
endurnærð af boðskap biblíumynd-
arinnar.
Elsku Erna mín, það er ekki bara
ég sem þakka fyrir alla þessa daga
heldur líka öll börnin með húsanúm-
erin að ógleymdum þeim sem köll-
uðust „í mínum bekk“ á eftir for-
nafni. Hvíldu í friði kæra systir.
Alda Óladóttir Bredehorst.
Erna Katrín Óladóttir mágkona
mín verður jarðsett í dag. Hún var
næstelst í fimm systkina hópi og
fyrst þeirra til að kveðja jarðneskt
líf.
Erna var borgarbarn, alin upp í
Reykjavík á uppgangstímum eftir-
stríðsáranna. Hún var kraftmikil og
stórhuga og lét aldrei sitt eftir
liggja þegar taka þurfti til hendi.
Íbúðakaup og það sem þeim fylgdi,
hvort heldur var á sviði fjármála eða
hagnýtrar vinnu, s.s. að mála, stand-
setja og innrétta smekklega, voru
hennar ær og kýr. Ég fylgdist með
Ernu flytja í hvert nýtt húsnæðið á
fætur öðru og á ótrúlega skömmum
tíma var komið heimili þar sem engu
skeikaði í huggulegheitum. Jafn-
framt þessari miklu framkvæmda-
gleði eignaðist hún samtals sex
börn, hvert öðru mannvænlegra, og
starfaði löngum í hlutastörfum utan
heimilis til að drýgja heimilistekjur.
Þrátt fyrir ótrúleg afköst í vinnu
var hún alltaf tilbúin að sinna sínu
fólki – og þá var einatt eins og hún
hefði allan tímann fyrir sér. Gestris-
in var hún með eindæmum og lagði
stóran hlut af mörkum við að stuðla
að samheldni í fjölskyldunni og
gæta þess að allir meðlimir hennar
hittust reglulega. Það var yfirleitt
Erna sem átti frumkvæðið að því að
skipuleggja hátíðisdaga með því að
ákveða með löngum fyrirvara hve-
nær fólkið skyldi koma til hennar.
Hún fylgdi í þessu efni fordæmi
móður sinnar og var okkur hinum
fyrirmynd.
Ég fékk að njóta þess, einkum er
við bjuggum fjarri Reykjavík, að fá
Ernu í heimsókn um nokkurt skeið.
Það var ótrúlegt hvernig hún í lát-
leysi sínu var búin að taka að sér öll
viðvik innan heimilisins, þannig að
svo virtist sem hlutirnir gengju
sjálfkrafa og verkefni væru þrotin.
Hún var svo fljót að ljúka verkum að
ég skildi það ekki. Máltíð var ekki
fyrr lokið en allur leir var kominn á
sinn stað í skápana og eldhúsið leit
út eins og taka ætti kynningarmynd
fyrir Hús og hýbýli. Og óhreinataus-
stampar voru tæmdir sama dag og
mágkona mín kom inn á heimilið eða
í síðasta lagi daginn eftir.
Erna var gjafmild kona og alltaf
að færa okkur eitthvað. Þessi gjaf-
mildi var henni eiginleg. Hún kom
oft með afmælis- og jólapakka ein-
um til tveim mánuðum áður en þeir
skyldu opnaðir þannig að maður
þurfti að muna að draga þá fram á
tilsettum degi. Reyndar fór mér eitt
sinn þannig að ég fann ekki pakkana
fyrr en hálfu ári síðar, en það skrif-
ast fremur á mína óreiðu en fyr-
irhyggju mágkonu minnar.
Það var gaman að vera nálægt
Ernu þegar hún var í góðu formi.
Hún var eldklár og gat verið svo
hnyttin í tilsvörum að maður veltist
um af hlátri. Húmor hennar var
aldrei særandi, en bar vott um gott
næmi fyrir spaugilegum hliðum
mannlífsins. Og að upplifa Ernu og
Öldu systur hennar saman var ynd-
islegt – þær fóru á kostum í að grín-
ast hvor að annarri og sjálfum sér
um leið. Hvor um sig ólgandi orku-
búnt, um margt ólíkar en tengdar
órjúfandi böndum.
Ég vil að leiðarlokum þakka Ernu
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman í tæpa þrjá áratugi og
þann kærleik sem hún auðsýndi fjöl-
skyldu minni alla tíð. Ég votta börn-
um Ernu, tengdabörnum, barna-
börnum, öldruðum föður og
systkinum samúð mína. Guð blessi
minningu Ernu Katrínar Óladóttur.
Guðrún Hrefna
Guðmundsdóttir.
Þótt við vitum að öll eigum við
eftir að deyja kemur dauðinn okkur
alltaf jafnmikið á óvart og við eigum
alltaf jafnerfitt með að sætta okkur
við hann. Samferðamaður sem
hverfur okkur í síðasta sinn skilur
eftir sig tómarúm, mismunandi stórt
eftir því hve samskiptin hafa verið
náin í lifanda lífí.
Systurdóttir mín Erna Katrín
Óladóttir er látin. Ég var fjórtán ára
þegar hún fæddist og það kom í
minn hlut að passa hana fyrstu mán-
uðina. Þá mynduðust milli okkar
tengsl væntumþykju og vináttu sem
aldrei hafa rofnað. Þótt liðin séu
næstum 59 ár man ég það vel hvað
hún var einstaklega elskulegt barn
með sína ljósu lokka og alltaf stutt í
brosið. Það var ekki annað hægt en
að láta sér þykja vænt um hana. Í
hópi systkina sinna var hún sami
ljúflingurinn. Hún óx upp við mikið
ástríki foreldra sinna og fyrr en
varði var hún orðin táningur og síð-
an ung og glæsileg kona. Við höfð-
um ekki mikil samskipti á þessum
árum þar sem ég og fjölskylda mín
bjuggum fjarri höfuðstaðnum. En
alltaf var gaman að hitta Ernu og
alltaf fór maður léttari og betri mað-
ur af hennar fundum. Hún hafði svo
mikið að gefa þótt ekki væri annað
en sína eigin nærveru. Eiginleiki
sem sumt fólk virðist vera fætt með.
Hún giftist og eignaðist börn sem
hún var stolt af og alltaf var heimilið
hennar jafnfallegt. Þegar Erna var
ung stúlka var óskadraumur hennar
að gerast hjúkrunarkona enda hafði
hún alla burði sem krafist var í þá
stöðu, svo sem ósérhlífni, umburð-
arlyndi, elskulegheit og dugnað.
Þótt sá draumur hennar rættist
ekki fannst mér hún samt vera
besta hjúkrunarkona. Ég gleymi
ekki af hve mikilli ástúð og fag-
mennsku hún hjúkraði móður minni
þegar hún lá banaleguna fyrir mörg-
um árum.
Erna var alltaf reiðubúin að rétta
öðrum hjálparhönd og gera gott úr
hlutunum. Ég man aldrei eftir að
hafa heyrt hana hallmæla öðru fólki.
Hún hafði ákveðnar skoðanir og
maður fékk jú stundum að heyra
sannleikann en aldrei svo að það
skildi eftir sárindi. En sitthvað er
gæfa og gjörvileiki. Lífið hennar
Ernu minnar var ekki alltaf dans á
rósum frekar en annarra dauðlegra
manna. Oft var á brattann að sækja
í lífsbaráttunni en alltaf tókst henni
að fóta sig þótt vegurinn væri stund-
um nokkuð grýttur.
Við eigum öll eftir að sakna henn-
ar, ekki hvað síst börnin hennar. En
huggun í harmi er fullvissan um
æðri handleiðslu eins og segir í Dav-
íðssálmum.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
Ég og fjölskylda mín vottum öldr-
uðum föður hennar, börnunum
hennar og systkinum okkar dýpstu
samúð.
Guð blessi minningu Ernu Katr-
ínar Óladóttur.
Ásta Þórðardóttir.
Það má segja að Erna hafi dáið
alltof snemma og langt um aldur
fram. Ég kynntist Ernu fyrir sjö ár-
um og upphófst þá vinátta sem að-
eins dauðinn getur rofið.
Þrátt fyrir að Erna hafi ekki náð
háum aldri þá átti hún viðburðarík-
ari ævi heldur en þeir sem eldri eru
og lifa enn. Erna var skarpgreind
kona með stórt hjarta og hefði vafa-
laust náð langt á menntabraut ef
hún hefði haft til þess tækifæri eða
vilja. Í stað þess eignaðist hún
snemma börn og alls urðu þau 6.
Það gekk á ýmsu í lífi hennar en hún
lifði af heilablóðfall og bruna. Því
var maður farinn að halda að hún
hefði níu líf eins og kötturinn.
Kettir voru henni líka hjartfólgnir
og það var gaman að hlusta á hana
tala við Kisu sína eins og hún væri
mennsk. Það má segja að besti vinur
hennar hafi verið persneskur köttur
sem hún kallaði einfaldlega Kisu.
Það var eins og Kisa skildi Ernu því
hún svaraði henni alltaf og Erna las
í tóninn hvað kötturinn vildi.
Erna kom reglulega til mín í lit og
klippingu og við töluðum því mikið
saman.
Sérstaklega talaði hún mikið um
börnin sín og barnabörn. Það var
auðséð að hún bar velferð þeirra
fyrir brjósti og geislaði af stolti yfir
þeim. Hún var líka einn af mínum
uppáhaldsviðskiptavinum því hún
var alltaf svo ánægð og glöð þegar
ég var búinn að klippa hana og lét
það ófeimin í ljós. Hennar verður
því sárt saknað. Söknuðurinn og
missirinn er þó meiri hjá börnum og
barnabörnum því að hluti af þroska
þeirra er að fá að alast upp með
ömmu og afa.
Börnum, barnabörnum og öðrum
aðstandendum votta ég mína dýpstu
samúð.
Torfi Geirmundsson.
Mig langar til að minnast Ernu
vinkonu minnar í nokkrum orðum.
Ég og Sigga dóttir Ernu höfum ver-
ið vinkonur í fjölda ára en Ernu
kynntist ég af alvöru þegar ég byrj-
aði að drekka kaffi. Hjá henni var
alltaf heitt á könnunni og yfir
kaffinu var mikið spjallað. Svo var
hlegið og drukkið meira kaffi. Erna
gat verið orðheppin og hún hafði
góðan húmor. Einu sinni þegar ég
og sonur minn vorum í heimsókn
tók hann upp á því að kalla Ernu
Gilitrutt en hún bara hló og tók því
vel. Þegar afmælið hans rann svo
upp fékk hann söguna um Gilitrutt í
gjöf frá Ernu og hló ég mikið af
þessu öllu saman.
Erna var lífsreynd og vitur kona
og hún var vinur í raun. Þegar ég
gekk með son minn var ég mikill
heimagangur hjá Ernu og aðalum-
ræðuefnið var að sjálfsögðu erfing-
inn tilvonandi. Þar sem Erna átti
sex börn hafði hún frá miklu að
segja og við gátum gleymt okkur í
spjalli. Það leyndi sér ekki hvað
Erna var stolt af börnunum sínum
og hversu hreykinn hún var að hafa
fætt sex börn í þennan heim. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Ernu. Kærleikurinn sem
hún hafði að gefa er ekki á allra færi
en hún kunni þá list að gefa með
hjartanu.
Ég minnist Ernu með virðingu og
sendi fjölskyldunni allri samúðar-
kveðjur.
Ingveldur Halla.
ERNA KATRÍN
ÓLADÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Ernu Katrínu Óladóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is