Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - N O I 21 60 3 0 1/ 20 03 Bitið framan hægra Þér standa fimm freistandi tegundir til boða í sígildum 100g og 200g umbúðum. Hvernig sem þú velur að bíta í uppáhalds Síríus rjómasúkkulaðið þitt skaltu njóta þess og hafa það gott í sumar. Síríus rjómasúkkulaði er ferðafélagi Íslendinga númer eitt. vega er Dangerously in Love betra en allt það sem hún hefur gert með þeim.  THE MARS VOLTA – DE-LOUSED IN THE COMATORIUM Svakalegur er krafturinn í afró- hluta At The Drive- In, þeim Cedric Bixler og hug- myndaauðgin þrot- laus. Fyrsta plata nýrrar sveitar þeirra, Mars Volta, er fyrst og síðast vitnisburður um það. Sköpunargleði þeirra félaga er aðdáunarverð og gengur það sem meira er oftast upp. Þá, þegar best lætur, er tónlistin ein- hver stórmerkileg samsuða af Zepp- Helin-rokki, sýrurokki, síðrokki og jafnvel Bitches Brew-legu djass- rokki. Gott ef ekki má líka greina á stundum svolítinn Rush-keim og jafnvel Trúbrot í Lifunar-ham! En á stundum fara félagarnir þó framúr sér í framsækninni og verða þá næsta óþolandi tilgerðarlegir – en það gerist blessunarlega sjaldan. Á heildina litið er platan því hreinasta ævintýri, vinnur geysilega á og á örugglega eftir að vera ofarlega í huga þegar að ársuppgjöri kemur.  SKIN – FLESHWOUND Fyrsta sólóplata Skin – fyrrverandi söngkonu Skunk Anansie – gefur til kynna að hún hafi stuðlað að því að tónlist sveitarinnar hafi mýkst með tímanum og orðið sí- fellt tregafyllri. Hún er nefnilega uppfull af hádramatískum rokkball- öðum í líkingu við „Secreatly“ og „Hedonism (Just Because it Feels Good)“. Hún hefði kannski mátt fjar- lægja sig bandinu heldur meira en annars er platan fín og alveg rakin fyrir Skunk Anansie-aðdáendur.  MOLOKO – STATUES Tískupoppið gerist ekki mikið áhuga- verðarara en það sem Moloko hefur verið að búa til á liðnum plötum. Jú, vissulega eru örlög þeirra að hljóma fremur í bakgrunni fatabúða en á dansgólfinu en ef lagð- ar eru við hlustir, hætt að skoða flík- ur, hækkað í græjunum og virkilega gefinn gaumur því sem þau Mark Brydon og Roisin Murphy eru að fara þá kemur æði margt áhugavert á daginn. Eins og það að Moloko er skilgetið og verðugt afkvæmi Roxy Music. Reyndar er platan fullglopp- ótt líkt og fyrri verk sveitarinnar en hún hefur að geyma nokkur frábær lög og kannski það besta sem sveitin hefur sent frá sér, sjálft titillagið.  THE DANDY WARHOLES – WEL- COME TO THE MONKEY HOUSE Sveitin sem á eitt ofnotaðasta auglýs- ingalag síðustu ára, Stones-stuldinn „Bohemians Like You“, gengur nú alla leið í póstný- rómantíkinni og nýtur þar aðstoðar Nick Rhodes úr Duran Duran. Hér vantar ekki poppfroðuna, allt svo ofsalega svalt, snjallt og yfirmáta sætt. En tómahljóðið er yfirgnæf- andi og eftir situr ekkert nema eft- irbragð af gömlu bragðlausu Hubba Bubba.  EVANECENCE – ALLEN Tónlist þessarar ungu sveitar má kannski lýsa sem nýgotnesku rokki á kristilegum nótum. Hún er langt frá því að vera frumleg, er samsuða af dæmigerðum rokkballöð- um, Linkin Park-froðu og píanó- poppi í Tori Amos-anda, enda er söngkonan Amy Lee yfirlýstur aðdá- andi Amos. Nokkur fín lög eins og smellurinn „Bring Me To Life“ en á heildina tilþrifalítil, alltof áhrifagjörn og vanþroskuð byrjun.  LED ZEPPELIN – HOW THE WEST WAS WON Það liggur við að hægt sé að lýsa yfir að þessi sé yfir gagnrýni hafin. Hvernig er hægt að finna að slíkri tón- list sem staðist hefur svo rækilega tímans tönn og er enn, heilum þrem- ur áratugum síðar, langáhrifamesti útgangspunkturinn í hörðu rokki? Villta vestrið er í ofanálag plata sem allir Zeppelin-fylgjendur hafa beðið eftir – uppfull af áður óútgefnu efni á þremur diskum, hljóðritanir frá tvennum tónleikum sem haldnir voru 1972 þegar sveitin var upp á sitt allra besta.  BEYONCÉ – DANGEROUSLY IN LOVE Aldeilis glæsileg byrjun á sólóferli hjá Beyoncé, sér- staklega með tilliti til væntinganna sem gerðar hafa verið til hennar. Hún virðist svellköld og tekst ætl- unarverk sitt fullkomlega, að sanna fyrir heiminum að hún er meira en sæt stelpa sem bæði kann að syngja og dansa. Hér stígur hún fram á sjónarsviðið sem sönn R&B-hetja, tónlistarmaður með afgerandi stíl og hugsun. Spurning hvort hún ætti ekki bara að losa sig alfarið við vin- konur sínar úr Destiny’s Child. Alla- Erlendar plötur Skarphéðinn Guðmundsson BANDARÍSKI gamanleikarinn Buddy Hackett er látinn, 78 ára að aldri. Hackett var fæddur í Brook- lyn í New York árið 1924 og hóf feril sinn sem kabarettleikari í smá- klúbbum í borginni. Frægðarsól hans tók að skína er hann fékk hlutverk í söngleiknum Óðir menn og elskhugar (Lunatics and Lovers) á Broadway árið 1954 og þaðan lá leiðin í gamanþáttaröð- ina Stanley á NBC-stöðinni sem svo vakti athygli Hollywood-framleið- enda á Hackett. Meðal rómuðustu kvikmynda hans má nefna The Music Man, It’s a Mad Mad Mad Mad World og The Wonderful World of the Brothers Grimm. Á níunda áratugnum hélt Hackett svo úti eigin þætti á kap- alsjónvarpsstöðinni Home Box Office. Buddy Hack- ett allur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.