Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Glæsilegar haust- og vetrarfer›ir 28. október - 33 nætur 30. nóvember - 19 nætur 30. nóvember - 9 nætur Só l o g su m ar al lt ár i› 39.740kr. Ver› frá á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11ára, í 9 nætur á Kanarí 30. nóvember. Innifalið: Flug, gisting á Aloe, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. 55.130 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Ka na rí ÞAÐ er engu líkara en hún Anna Margrét hafi komið akandi og beð- ið um klippingu. Svo er þó ekki, heldur bjóða konurnar á hárstof- unni Amber á Akureyri krökkum upp á að sitja á þessum forláta bíl meðan þau eru klippt. Og Anna Margrét hafði greinilega gaman af. Það er Ingibjörg Jóhannesdóttir sem mundar skærin. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akandi í klippingu! FORSVARSMENN Útgerðarfélags Akureyringa velta því fyrir sér þessa dagana hvort hagkvæmt geti verið að hefja framleiðslu á gelatíni úr fiskroði í heimabyggð. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði að félagið hefði á undanförnum misserum unn- ið að tveimur verkefnum sem tengj- ast líftækni. Annars vegar væri um að ræða svonefnt prótínverkefni á Akranesi sem gengur út á að ein- angra prótín úr uppsjávarfiski en hitt verkefnið, að vinna gelatín úr fiskroði, hefur staðið yfir um nokk- urra ára skeið. ÚA hefur unnið að því verkefni með Spánverjum og fleiri aðilum. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort ekki sé tímabært nú að þróa það verkefni dálítið áfram, eitt skref fram á við,“ sagði Guðbrandur. „Það sem við erum að skoða í því sambandi er hvort hag- kvæmt sé að hefja framleiðslu á þessu hér heima, en fram til þessa hefur hráefnið verið flutt út til Spán- ar og unnið úr því þar. „Við höfum áhuga á byggja upp vinnslu af þessu tagi hér, hvað verður kemur ekki í ljós strax, en ef til vill fljótlega eftir sumarfrí hjá fyrirtækinu,“ sagði Guðbrandur, en frystihúsum ÚA á Akureyri og Grenivík verður lokað í þrjár vikur í júlí og fram yfir versl- unarmannahelgi. Gelatín er prótín sem einkum er notað í matvæla-, lyfja- og snyrti- vöruframleiðslu en einnig í rafeinda- og prentiðnaði. Eftirspurn eftir ge- latíni hefur farið vaxandi, en efnið hefur m.a. verið unnið úr svína- og nautgripahúðum og beinum slátur- dýra. Í kjölfar breytinga á neyslu- mynstri fólks hefur hráefni farið minnkandi og því var kastljósinu beint að öðru hráefni til vinnslu gel- atíns eða sjávarfangi og þá einkum roði og beinum. Áhugi á að flytja gelat- ínframleiðsluna heim BÝFLUGAN og blómið, sem er blómabúð við Glerárgötu, býður bæjarbúum og gestum þeirra að kaupa nokkrar teg- undir afskorinna blóma í heil- um búntum beint frá garð- yrkjustöðvum næstu fjóra daga, eða frá fimmtudegi til sunnudags. „Við ætlum að vera með blómstrandi götumarkað í garðinum hjá okkur og gefa landsmönnum þannig kost á að upplifa blómamarkað líkt og tíðkast í útlöndum, þar sem mikið fæst fyrir lítið, en á slík- um mörkuðum myndast oft skemmtileg stemmning,“ sagði Stefán J.K. Jeppesen fram- kvæmdastjóri Býflugunnar og blómsins. Neytendur njóti í lægra verði Meðal þess sem í boði verður eru rósir, liljur, gerberur, krýs- ur og fleiri tegundir sem fólk getur keypt í mismunandi stórum búntum. „Við viljum leyfa viðskiptavinum okkar að njóta þess að nú er sá tími sem framleiðsla íslenskra blóma- bænda er hvað mest, en fram til þessa hafa neytendur ekki fengið að njóta þess í lægra verði. Blómabændur leggjast á sveif með okkur í þessu og það verður gaman að sjá hvernig viðtökur verða, því þetta hefur ekki tíðkast hér á landi áður. Vonandi lærir fólk að kaupa blóm með þessum hætti og þá er aldrei að vita nema við get- um boðið blóm á lægra verði allan þennan mánuð. Við ætlum með þessu að reyna að koma neytendum á bragðið og vonum að verði góð stemmning hjá okkur um helgina,“ sagði Stef- án. Verslunin er opin alla daga frá kl. 10 til 21. Blóma- markaður hjá Bý- flugunni BRIM hf. sem á Útgerðarfélag Ak- ureyringa og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hafa átt í viðræðum um leigu á hluta af iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði við Þórsstíg 4, en þar var Ako-Plast síðast til húsa. Jakob Björnsson formaður stjórn- ar Fasteigna Akureyrarbæjar sagði að þessir tveir aðilar hefðu óskað eftir að leigja hluta af húsnæðinu. Sí- menntunarmiðstöðin hefði augastað á skrifstofum þeim sem eitt sinn hýstu Rafveitu Akureyrar og næðust samn- ingar myndu bækistöðvarnar flytjast þangað. Fyrir hendi væru fundarher- bergi og misstórar skrifstofur sem gætu hentað sem kennsluhúsnæði. Brim hefur að sögn Jakobs óskað eftir um eða yfir 1.000 fermetra hús- næði til leigu í iðnaðarhluta hússins. Akureyrarbær og Byggðastofnun eignuðust húsnæðið í kjölfar uppboðs en þar hefur engin starfsemi verið eftir að plastverksmiðjan var flutt suður yfir heiðar fyrir nokkrum miss- erum. Tveir vilja leigja í Þórsstíg Í kvöld kl. 21.30 á Heitum fimmtudegi í Deiglunni á Akureyri leikur Kvartett Ómars Einarssonar gítarleikara. Auk Ómars skipa kvartettinn þeir Snorri Sigurðsson, trompet, Stefán Ingólfsson, bassa og Benedikt Brynleifsson, trommur. Á efnisskránni eru lög með suðuramerískum takti og sveiflu í bland. Bæði nýir og gamlir söngvar ásamt nokkrum frumsömdum verkum. Við innganginn verða seld áskriftarkort á Heita fimmtudaga á 4.000 kr., verð á einstaka tónleika er 800 kr. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.