Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 19 ÚTSALAN hefst í dag kl. 9.00 v/Laugalæk • sími 553 3755 Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn afhenti tíu nýjar íbúðir við hátíðlega athöfn í Vogum á Vatnsleysuströnd sl. þriðjudag. Um er að ræða fimm parhús með ýmist sólstofu eða bíl- skúr. Eru íbúðirnar af tveimur stærðum, 77 og 93 fermetrar. Húsin eru við Hvammsgötu 2 til 20 í Vog- um. Guðrún Jónsdóttir arkitekt, for- maður Búmanna, færði kaupendum lyklana að nýju íbúðunum. Búmenn eru samtök sem gagnast fólki sem komið er yfir fimmtugt og vill búa í náðugu umhverfi innan um fólk á svipuðum aldri og njóta þeirrar hag- ræðingar sem felst í því að mynda samfélag fólks á svipuðum stað í líf- inu. Ásgeir Hjálmarsson, formaður Suðurnesjadeildar Búmanna, segir kaupendur íbúðanna bæði heimafólk og aðflutta. Fólkið kaupi búseturétt í íbúðunum, um tíu til þrjátíu prósent af verðinu og borgi síðan visst gjald á mánuði. „Þetta er stórsniðugt fyrir fólk sem er komið á þennan aldur og á kannski stórar íbúðir og vill minnka við sig. Þannig getur fólk losað um eignirnar og komið sér inn í minna og þægilegra húsnæði eftir að ungarnir eru flognir úr hreiðrinu. Þetta er mjög ánægjuleg þróun sem hefur verið að eiga sér stað hér á Suðurnesjum, bæði í Garði, Sand- gerði, Vogum og Grindavík og eldra fólk er að koma sér vel fyrir á nes- inu.“ Ljósmynd/Hilmar Bragi Frá afhendingu lykla að Búmannaíbúðum í Vogum. Tíu Búmanna- íbúðir afhentar Vogar TENGLAR ..................................................... www.bumenn.is NÝJA götumyndin á Hafnargöt- unni í Keflavík hefur verið mörgum verslunareigendum hvatning til að taka þátt í fegrun umhverfisins. Jó- hanna Jóhannesdóttir, eigandi veit- ingastaðarins Zetunnar, hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim málum og fjárfesti hún í sólskyggni fram- an á veitingastaðinn. „Það lífgar svo upp á stemninguna að hafa loksins svona götukaffihúsastemn- ingu hérna í Keflavík,“ segir Jó- hanna, sem telur mjög mikilvægt að reyna að byggja upp jákvæða mið- bæjarstemningu við Hafnargötuna. Bjartsýni og litadýrð „Þegar Hafnargatan breyttist þótti okkur ekki nema við hæfi að fá okkur svona markasíu (sól- skyggni) framan á húsið til að skapa útistemningu. Svo settum við líka tvö borð þarna út til að fólk gæti setið fyrir utan og fengið sér kaffi. Þetta er allt nýkomið upp og fólk er strax farið að koma og setj- ast þarna úti við og njóta þess að vera úti í góða veðrinu þegar haf- golan kemur á kvöldin. Við erum mjög vel sett hér, vegna þess að vindurinn nær ekki svona innarlega í götuna þegar hann blæs, svo þeg- ar sólin skín sem bjartast breytist þetta í algeran pott.“ „Ég hef alltaf verið bjartsýn og þó það sé stundum rok og rigning á Reykjanesinu, þá koma svo sann- arlega fallegir og sólríkir dagar líka og þá daga verðum við að halda upp á.“ Jóhanna segir líka frábært að sjá hvernig aðrir verslunareigendur eru farnir að taka í breytingarnar. „Það er allt annað að sjá til fólks. Menn eru farnir að setja út plöntur og fataslár, það er allt orðið svo miklu litríkara.“ Morgunblaðið/Svavar Götustemningin við Hafnargötuna í Keflavík blómstrar svo sannarlega þessa dagana í höndum verslana- og veitingahúsaeigenda. Fyrsta sólskyggnið í Reykjanesbæ Keflavík NÝ MYND mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafn- argötu 57, í Reykjanesbæ. Hér er um að ræða kynningu á fé- lögum í Félagi myndlistar- manna í Reykjanesbæ á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Listamaður júlímánaðar er Sigurveig Þorleifsdóttir. Sigurveig fæddist 14. feb. 1933 í Naustahvammi við Nes- kaupstað. Hún flutti á Suðurnesin árið 1954 og hefur búið í Reykja- nesbæ frá 1971. Sigurveig hefur stundað list sína frá æsku og sótt myndlistarnámskeið sem haldin hafa verið í Reykjanesbæ. Aðaláhersla Sigurveigar er á olíumálverk og mál- ar hún landslagsmálverk og myndir af fallegum blómum. Sigurveig hefur notað myndlistina sér til heilsubótar og yndisauka á síð- ari árum ævi sinnar. Hennar helsti leiðbeinandi var Margrét Jónsdóttir. Sigurveig tók þátt í nem- endasýningu Baðstofunnar, fé- lagi áhugamanna um myndlist, árið 1990. Hún hefur einnig haldið þrjár einkasýningar. Sú fyrsta, sem var nokkurs konar yfirlitssýning á verkum henn- ar, var haldin í Svarta pakkhúsinu í Reykjanesbæ árið 2001. Sumarið 2002 hélt hún sýningar á verkum sín- um í Grímsnesinu og á Neskaupstað. Mynd júlímánaðar í Kjarna Reykjanesbær Sigurveig Þorleifsdóttir, myndlistarmaður mánaðarins í Reykjanesbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.