Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 39 „SAGAN endurtekur sig“ segir gam- alt máltæki. Það sannast einmitt þessa dagana þegar stjórnvöld víkja sér undan þeirri stjórnarskrár- bundnu skyldu að ræða herstöðva- mál í utanríkismálanefnd. Tregða stjórnvalda til þess að taka málið fyr- ir í utanríkismálanefnd er einskonar eftirlíking á afstöðu ráðherra og meirihluta utanríkismálanefndar ár- ið 1951 þegar bandarískur her kom hingað til lands vegna Kóreustríðs sem þá skall á og skipti heimsbyggð- inni í andstæðar fylkingar. Finnbogi Rútur Valdimarsson var í minnihluta utanríkismálanefndar um þessar mundir. Í skörulegri ræðu sinni á Al- þingi staðhæfði Finnbogi Rútur að það væri stjórnarskrárbrot að kalla utanríkismálanefnd ekki til fundar í jafnörlagaríku máli og herseta lands- ins væri. Rökfastar ræður Finnboga Rúts má lesa í Alþingistíðindum frá árinu 1951. Þar kló sá er kunni, má segja um ræður Finnboga Rúts í þessu máli. Enda lagði hann stund á alþjóðarétt í París, Genf, Berlín og Róm. Allmörgum árum áður en þessi her kom til landsins höfðu Banda- ríkjamenn borið fram kröfu um leigu á herstöðvum til 99 ára. Finnbogi Rútur og félagi hans Jón Blöndal hagfræðingur voru manna fyrstir til þess að greina frá þeim tíðindum í tímaritinu „Útsýn“ er þeir gáfu út árin 1945–1946. Auk þess ritaði Jón Blöndal allmargar greinar um það mál í Alþýðublaðið og vikublaðið Skutul, en Hannibal Valdimarsson, bróðir Finnboga Rúts, var þá rit- stjóri þess. Að launum hlaut Jón Blöndal langvarandi ofsóknir rit- stjórnar Morgunblaðsins. Ég hefi margsinnis reynt að fá Jón Baldvin Hannibalsson til þess að bera hönd fyrir höfuð fornvinar þeirra bræðra Finnboga Rúts og Hannibals, en Jón Baldvin svarar hvorki símskeytum né blaðagreinum þótt honum beri til þess embættisskylda. Þegar herstöðvakrafan kom fram í öndverðu var því jafnan haldið fram af íslenskum stjórnvöldum að málið væri á viðkvæmu stigi, að ekki væri fullljóst um hvað málið snerist. Af þeim sökum væri ekki hægt að ræða málið af neinu viti. Ólafur Thors þá- verandi forsætisráðherra ræddi við Dreyfus, sendiherra Bandaríkjanna. Matthías Johannessen ritstjóri hefur greint skilmerkilega frá þætti Ólafs í viðræðum þessum. Matthías segir m.a.: „Ég sagði Dreyfusi (sendiherra Bandaríkjanna) ennfremur að í mín- um flokki hefði engin rödd komið fram um að of skammt hefði verið gengið til móts við þá og gæti vel ver- ið að ef flokkurinn ætti að greiða at- kvæði um long term (herstöðvar til langs tíma) myndu flestir þingmenn vera á móti því.“ Nokkru síðar segir Ólafur: „Ég sagði honum, til þess að sýna honum situationina, að Ólafur Lárusson (lagaprófessor), Sigurður Nordal (prófessor) og Einar Ólafur Sveinsson (prófessor) myndu ætla að skrifa á móti málinu og eins að stúd- entaráðið eldra, þar voru 4 sjálfstæð- ismenn af 9 meðlimum, hefði allt ver- ið sammála um að halda stúdentafund á móti málinu.“ Dreyfusi sendiherra tókst með að- stoð Vestur-Íslendinga sem störfuðu á vegum Bandaríkjahers að koma Ís- lendingum á kné og leiða þá í hern- aðarfjötra. Íslendingar ættu að reisa Dreyfusi sendiherra styttu við hlið Ólafs Thors. Á styttuna ætti að letra „Ofjarl Íslendinga. Féll, en hélt Keflavíkurvelli“, með tilvísun í Brjánsbardaga Njálu: „Féll en hélt velli“. Greinarhöfundur hefur áður fund- ið að því hve umræða um ákveðið tímabil í sögu þjóðarinnar er hulin í reykskýi vanþekkingar og hlut- drægni. Háskóli Íslands, fjölmiðlar, sjónvarp, hljóðvarp, dagblöð og tímarit deila sameiginlegri sekt. Hvar má t.d. lesa sér til um afstöðu Vestur-Íslendinga og einnig mis- munandi skoðanir bandarískra áhrifamanna um herstöðvar á Ís- landi. Bandaríska tímaritið „Life“ var eitt víðlesnasta vikublaðið. Það var myndskreytt og hafði marga áskrifendur í Evrópu, m.a. á Íslandi. Hinn 20. maí 1946 birti það grein um herstöðvar á Íslandi. Vestur-íslenskt skáld og stjórnmálamaður, Sigurður Júlíus Jóhannesson, vakti athygli á greininni og ritaði aðfaraorð. Hann segir m.a. „Ísland er orðið meira keppikefli stórþjóðanna en flestir aðrir blettir hnattarins.“ Víkjum þá að fyrrnefndri grein í tímaritinu „Life“: „Í sambandi við þetta mál þýði ég part úr grein, sem birtist í tímaritinu „Life“ 20. maí 1946. Hann hljómar á þessa leið: „Sorgarsaga frjálstrúarstefnunnar. Frjálslynda hreyfingin í Bandaríkjunum er í þeirri hættu stödd að hún er líkleg til þess að fremja sjálfsmorð. Ástæðan fyrir þessu er innbyrðis sundrung út af því hvaða stefnu Bandaríkjaþjóðin eigi að fylgja í sambandi við heims- fyrirkomulagið eftir stríðið. Hversu alvarlegar afleiðingar þessi árekstur getur haft sézt bezt á því sem á bak við tjöldin hefir gerzt nýlega í stefnu utanríkismálanna. Löngu áður en stríðinu var lokið hafði her- málastjórn Bandaríkjanna sann- færzt um það að herstöðvar á fjar- lægum stöðum í Atlantshafinu væru lífsnauðsynlegar á meðan öllu er háttað eins og nú á sér stað í sam- bandi við hin nýju vopn eyðilegging- arinnar, að minnsta kosti þangað til hin fyrirhugaða nýja heimsstjórn væri orðin þess megnug að tryggja varanlegan frið. Hvort þessi skoðun var rétt eða röng kemur þessu máli ekkert við. Allra þessara fjarlægu herstöðva var Ísland sú ákjósanlegasta. Þess vegna var það að í október- mánuði 1945 buðum vér (Bandaríkin) stjórn Íslands að leigja herstöðvasvæði á Íslandi í 99 ár með þeim skilningi á báðar hliðar að þær skyldu afhentar Þjóða- bandalaginu þegar vér álit- um að það væri orðið nógu öflugt og nógu trútt til þess að tryggja frið. Íslendingar eru stolt þjóð og sjálfstæð. Í lauslegu sam- tali sem átti sér stað eftir að vér gerðum þetta tilboð gerði Bandaríkjafulltrúinn, Lois G. Dreyfus yngri, margar ár- angurslausar tilraunir til þess að sannfæra Ólaf Thors forsætisráðherra Íslands um það að leigusamningar þessir hindruðu að engu leyti sjálf- stæði eða fullveldi Íslands. Þess ber þó að gæta að hér var beitt fullkominni lipurð og stjórnvizku. Sem tákn og sönnun vin- áttu vorrar við Ísland hétum við því að fylgja Íslendingum að málum þegar þeir sæktu um inngöngu í Þjóðabanda- lagið, og í marzmánuði s.l. virtist ekkert því verulega til fyrirstöðu að samningar tækjust við Ísland. En þá skeði það seint í marz, að verzlunarmálaráð- herrann Henry A. Wallace álpaðist inn á sjónarsviðið í þessum litla, en þýðing- armikla alþjóðaleik. Hann átti viðtal við blaðamenn og fordæmdi það harðlega að Bandaríkin skyldu hafa her á Íslandi og lýsti því yfir ein- dregið að Rússar hlytu óhjá- kvæmilega að skoða það sem vígbúnað gegn sér ef her- stöðvar yrðu stofnaðar á Ís- landi. Sem einn ráðherra í Trumanstjórninni var auðvit- að álitið að Wallace talaði hér samkvæmt upplýsingum frá stjórninni sjálfri og Wallace lýsti því yfir að Rússland hlyti að skoða herstöðvar á Íslandi sem undirbúning árásarstríðs á móti sér.“ Síðan lýsir greinarhöf- undur „Life“ pistilsins því áliti sínu að umrædd afskipti Wallace, ráðherra, og Pepper og Kilgore, þingfulltrúa, hafi haft þau áhrif á stöðu Íslend- inga að þeir hafi snúist önd- verðir og ekki verið til viðtals um herstöðvar. Í ræðu sem Claude Pepper frá Flórída flutti á þingfundi, bergmálaði hann það sem Wallace hafði sagt. „Í aprílmánuði síðastliðnum var haldin ráðstefna í verzlunarráðshöll- inni til þess að ræða það mál hvernig vernda mætti friðinn. Þessa ráð- stefnu sátu leiðandi menn frjáls- lyndu stefnunnar eins og t.d. Harley Kilgore úr öldungaráðinu og Helen Gahagan Douglas úr fulltrúadeild- inni. Þar var samþykkt yfirlýsing þess efnis að stefna Bandaríkjanna viðvíkjandi herstöðvum í útlöndum væri árásarstefna og fjandsamleg Rússum og þess var afdráttarlaust krafist að allur her Bandaríkjanna væri kallaður heim frá Íslandi. Svo að segja samstundis og þetta gerðist lýsti Thors forsætisráðherra því yfir í Reykjavík að stjórnin á Ís- landi væri alls ekki lengur að hugsa um boð Bandaríkjanna víðvíkjandi herstöðvaleigu á Íslandi á frið- artímum. Það er mögulegt að Íslendingar sjái sig um hönd, en ef þeir halda fast við stefnu sína og sá tími kemur að Bandaríkin þurfi á herstöðvum að halda í Atlantshafinu, er ekki líklegt að Wallace, Pepper og félagar þeirra verið sérlega upp með sér yfir því, sem þeir hafa gert.“ Niðurlagsorð Sigurðar Júlíusar eru: „Þetta er kaflinn úr greininni, sem beinlínis snertir Ísland. Hann er Íslendingum alvarlegt umhugsunar- efni.“ Greinarhöfundur þakkar banda- ríska sendiráðinu góðvild og skjóta fyrirgreiðslu við útvegun ljósmynda. Sagan endurtekur sig Jón Blöndal hagfræðingur Henry Wallace, landbúnaðar- ráðherra Claude Denson Pepper Ólafur Lárusson lagaprófessor Ólafur Thors forsætisráðherra Sigurður Nordal Eftir Pétur Pétursson Finnbogi Rútur Valdimarsson Harley Martin Kilgore Höfundur er þulur. Dynskógar - Reykjavík Virkilega glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum í lokuðum botn- langa með 5 húsum í. Húsið hefur verið endurnýjað að öllu leyti bæði að innan og utan. Húsið skiptist í 5 svefnherbergi, góða stofu og borðstofu: Arinn í stofu. Útgangur á skjólgóða verönd úr stofu. Glæsilegt eldhús með eyj- um, amerískur ísskápur fylgir. Stórglæsilegt baðherbergi með kari og hlöðnum sturtuklefa. Hús og garður til fyrirmyndar. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 34,5 millj. Flestir fjall- vegir opnir Í DAG verða opnaðir flestir þeir fjall- vegir sem hafa verið lokaðir það sem af er ári. Aðeins örfáir fjallvegir við Krákur, austan við Arnarnesheiði, eru enn lokaðir. Þetta eru fjallaslóðar sem eru enn of blautir til að þola um- ferð. Vegagerðin á von á að það svæði opnist eftir eina til tvær vikur. Nú hafa Skagafjarðarleið, Eyja- fjarðarleið, leiðin um Bárðardal, Þjófadalir og vegurinn við Trölla- dyngju verið opnaðir fyrir umferð. Ástand fjallvega er svipað og í með- alári samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegirnir koma ágæt- lega undan vetri, eitthvað hefur þurft að hefla en ekki mikið. Vegagerðin telur ástæðu til að minna ferðalanga, ekki síst þá sem eru óvanir, á að fara varlega í vöð á fjallvegum. Þau breytast mjög hratt og þarf að hafa allan vara á þegar þau eru farin. 21. Landsmót Kiwanis í golfi verður á Strandarvelli á Hellu laugardaginn 5. júlí. Mótið er högg- leikur og er opið öllum Kiw- anisfélögum og gestum þeirra. Keppt verður í A- og B-flokki karla með og án forgjafar og í kvenna- flokki með og án forgjafar. Gesta- flokkur sem er öllum opinn er með og án forgjafar en gestir geta keppt um nándarverðlaun og fæst pútt, ásamt Kiwanisfélögum. Mótsgjald er 2.500 kr. og verður byrjað að ræsa út um kl. 9; ræst verður á fyrsta og tíunda teig. Á NÆSTUNNI Kvöldgöngur um skáldaslóðir í Mosfellsdal Bjarki Bjarnason leið- sögumaður verður með kvöldgöngur um skáldaslóðir í Mosfellsdal alla fimmtudaga í júlímánuði. Lagt er af stað frá Gljúfrasteini kl. 19.30, þátt- tökugjald er 500 kr. en ókeypis fyrir börn. Fyrsta gangan um skáldaslóðir í Mosfellsdal verður í dag, fimmtu- daginn 3. júlí. Kvöldganga UMSB í dag, 3. júlí, verður kl. 20, farið verður frá veiði- húsinu Lundi sem er í u.þ.b. 20 mín. fjarlægð frá Borgarnesi. Að þessu sinni verður Hítará heimsótt og verða tveir staðir skoðaðir við ána ásamt veiðihúsinu Lundi en það hefur að geyma safn uppstoppaðra fugla og fleiri gamalla gripa. Gangan við Hít- ará er frekar stutt og auðveld. Frítt er í gönguna. Leiðsögumaður verður Sigurður Már Einarsson. Kvöldganga í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Gísli Sigurðsson, vís- indamaður á Árnastofnun, fjallar um lögsögumenn og valdabaráttu þeirra fimmtudagskvöldgöngu þjóðgarðsins á Þingvöllum í kvöld kl. 20. Gangan hefst við útsýnisskífuna á Hakinu og endar við Flosagjá. Sumarganga skógræktarfélag- anna við Fossá í Hvalfirði verður í kvöld kl. 20.30 og er í umsjá Skóg- ræktarfélags Kjalarness. Safnast verður saman á upphafsstað göng- unnar, sem er á bifreiðastæðum á jörðinni Fossá í Hvalfirði. Gengið verður yfir Fossána sjálfa í fylgd leið- sögumanna, þ. á m. skógfræðings, á göngubrú, fram dalinn og upp Foss- árhlíð sem er undir Dagmálafjalli. Á bakaleiðinni verður áð um stund og boðið upp á veitingar. Rútuferð verð- ur að Fossá kl. 19.30, frá stæði Ferða- félags Íslands við BSÍ (að aust- anverðu) og til baka frá Fossá um kl. 22.30. Fargjald er 1.000 kr. fyrir full- orðna. Ókeypis fyrir 14 ára og yngri. Ann og Brenton Phillis eru gestir Guðspekisamtakanna þessa viku. Fimmtudaginn 3. júlí kl. 20 verða þau með hugleiðslu- og kynningarkvöld þar sem karmaendurlausn og upps- tigning er kynnt. Aðgangur er ókeyp- is. Þá verður á laugardag haldið nám- skeiðið Karmaendurlausn og uppstigning kl. 9.30–17 þar sem kennd eru hagnýt atriði og tækni til þess að koma á breytingum og stuðla að karmaendurlausn og uppstign- ingu. Dagskráin fer fram í Ljós- heimum, húsnæði Guðspekisamtak- anna, á Hverfisgötu 105. Verð á námskeið er 4.500 kr. Í DAG Rangar upplýsingar um hljóðfæraleikara Í umfjöllun um nýjan hljómdisk Árna Gunnlaugssonar í blaðinu 28. júní láðist að geta tveggja hljóðfæra- leikara, þ.e. Ingunnar Hildar Hauks- dóttur píanóleikara og Eyjólfs Eyj- ólfssonar, sem lék á flautu í einu laganna. Enn fremur vantaði nafn eins söngvarans, Gísla Magnasonar. Þá er Hrönn Geirlaugsdóttir rang- lega nefnd Geirharðsdóttir og Mar- grét Eir ranglega nefnd Margrét Ír. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.