Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 41 DAGBÓK Kringlunni - Sími 568 1822 Útsalan er hafin Dúndurútsala hefst í dag Mánaðarlegir fundir Parísar, félag þeirra sem eru einar/einir, eru á Kringlukránni kl. 11.30 f.h. Næsti fundur verður 5. júlí. • www.paris.isSTJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur ríka réttlæt- iskennd og ert mikill mann- vinur. Gríðarlegur sjálfsagi þinn mun koma þér langt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Á þessum tímapunkti í lífinu verður þú að gera þér grein fyrir aðstæðum þínum. Verður þú kyrr þar sem þú ert, eða heldur þú áfram? Naut (20. apríl - 20. maí)  Sökum þess að þú munt sennilega flytja eða skipta um starf á næstunni, hugsar þú mikið um það. Ekki hafa áhyggjur, þú ert ekki að flýta þér um of. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kýst að ná traustari tök- um á tilverunni í gegnum eigur þínar. Það skiptir þig miklu að eigur þínar gefi rétta mynd af stöðu þinni. Þú ert ekki það sem þú átt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert að komast á nýtt stig í þínu lífi. Í raun eru miklar breytingar í nánd. Þú munt þroskast og vaxa mikið á næstunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Á næstunni munt þú njóta afraksturs verka þinna und- anfarin ár. Þinn tími er kominn. Taktu því sem að höndum ber og haltu áfram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er tækifæri til þess að ná miklum árangri. Sökum stöðu himintunglanna fylgir þér mikil gæfa og hamingja. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er kominn tími til þess að njóta ávaxta erfiðisins. Ef engir ávextir eru til stað- ar verður þú að halda áfram að leita. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ferill þinn mun ná hámarki á næstu árum. Aukin menntun eða færni mun hjálpa þér á leið þinni að settu marki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fjölskyldumeðlimur gæti skipt um starf eða ferill hans tekið niðursveiflu. Þú verður að leggja meira á þig en ella meðan þetta ástand varir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Aukinn dugnaður þinn gæti ógnað núverandi sam- böndum. Nú er erfiður tími fyrir hvers kyns vináttu og því þarft þú að sýna þol- inmæði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú þarft þú að búa þig und- ir erfið verkefni. Á komandi tímum þarftu að sýna öðrum hvað í þér býr. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Aukin ábyrgð er sett á þínar herðar. Það er mikilvægt fyrir frama þinn að þú getir axlað hana. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Fyrr var hitt, er harra Hliðskjálfar gat eg sjálfan – skipt er á gumna giftu – geðskjótan vel blóta. * Öll hefir ætt til hylli Óðins skipað ljóðum, algildar man eg – aldar – iðjur vorra niðja; en trauðr, því að vel Viðris vald hugnaðist skaldi, legg eg á frumver Friggjar fjón, því að Kristi þjónum. * Höfnum, hölda reifir, hrafnblóts goða nafni, þess er ól við lof lýða lóm, úr heiðnum dómi. Hallfreður Óttarsson vandræðaskáld LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 3. júlí, er sjötugur H. Ársæll Þor- steinsson, matreiðslumeist- ari, Skúlagötu 20, Reykja- vík. Eiginkona hans er Ragna Ágústsdóttir. Þau hjónin dvelja nú í Portúgal á Hótel Vila Petra, Albufeira, Portúgal. LENGST af voru Frakk- arnir Abecassis og Quantin í forystu tvímenningskeppn- innar í Menton, en þeir döl- uðu á endasprettinum og enduðu í 14. sæti. Þeir fóru meðal annars illa út úr við- ureigninni við sigurveg- arana, Meckstroth og Rod- well: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁG5 ♥ KG64 ♦ 10 ♣DG952 Vestur Austur ♠ KD108 ♠ 32 ♥ 1073 ♥ ÁD9852 ♦ 965 ♦ ÁG ♣Á107 ♣K84 Suður ♠ 9764 ♥ – ♦ KD87432 ♣63 Vestur Norður Austur Suður Rodwell Quantin Meckstr. Abecassis – 1 lauf 1 hjarta Dobl * 2 tíglar * Pass 2 hjörtu 3 tíglar Pass Pass 3 hjörtu 4 tíglar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Dobl suðurs er neikvætt og lofar fjórlit í spaða, en tveggja tígla sögn Rowells er skilgreind sem „þokkaleg þriggja-spila-hækkun í hjarta“. Það var óheppileg ákvörð- un hjá Abecassis að berjast í fjóra tígla, en skiljanleg. Rodwell kom út með hjarta og Abecassis lét gosann úr blindum og trompaði drottningu austurs. Spilaði svo laufi. Meckstroth fékk þann slag á kónginn og skipti yfir í spaða. Abecassis tók drottningu vesturs með ás og spilaði tígultíu úr borði, en Meckstroth rauk upp með ásinn, spilaði spaða á kóng makkers og tromp- aði svo spaðagosann með tígulgosa. Það var fjórði slagur varnarinnar og tvo aðra fékk Rowell á laufás og spaðatíu: 800 í AV og 49 stig af 50 mögulegum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 Rf6 7. 0-0 a6 8. Be3 Bb4 9. Ra4 Be7 10. Rxc6 bxc6 11. Rb6 Hb8 12. Rxc8 Dxc8 13. Bd4 0-0 14. e5 Rd5 15. c4 Rf4 16. g3 c5 17. Bc3 Rg6 18. h4 f6 19. f4 fxe5 20. h5 Rh8 21. Bxe5 Hb6 22. Bd3 Rf7 23. Dg4 Rxe5 24. fxe5 De8 25. b3 Hb8 26. Hxf8+ Bxf8 27. Hf1 Kh8 28. Kg2 d6 29. De4 Dxh5 30. exd6 Bxd6 31. Hh1 Df5 Staðan kom upp á ofurmóti í Enghien- les-Bains sem fór fram í Frakklandi fyrir skömmu. Boris Gelfand (2.700) hafði hvítt gegn Ju- dit Polgar (2.715). 32. Hxh7+! Kg8 svartur myndi tapa drottningunni eftir 32. ... Kxh7 33. Dh4+. Í fram- haldinu reynist staða hans einnig vonlaus. 33. De2 De5 34. Dg4 Hf8 35. Dg6 Hf5 36. Hh2 Kf8 37. Hh8+ Ke7 38. Bxf5 De2+ 39. Kh3 Df1+ 40. Kh4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Ljósmynd/Dagsljós – Akureyri BRÚÐKAUP. Hinn 24. maí létu Sigurður Rúnar Mar- inósson og Helena Björk Sveinbjörnsdóttir gefa sig saman af séra Svavari Jóns- syni. Athöfnin fór fram í Ak- ureyrarkirkju. Þau eru bú- sett á Akureyri. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Styrkt- arfélagi krabbameinssjúkra barna og söfnuðu þau 11.860 kr. Þau eru Dagný Brá Jónsdóttir og Árni Valur Þor- steinsson. PENNAVINIR LENKA, sem er 27 ára gömul, óskar eftir kvenkyns pennavinum, helst á Netinu. Hún talar ensku, spönsku og sænsku. Hún hefur áhuga á lestri, listum, sporti, dýrum o.fl. Lenka Kurzweilova, Bajkonurska 736, 149 00 Praha 4, Czech Republic. JEAN Pierre óskar eftir íslenskum pennavinum á Ís- landi á aldrinum 35–45 sem tala og skrifa frönsku (ef mögulegt er). Jean Pierre ætlar að ferðast um Ísland í sumar. Jean Pierre Lovel, „La Gauterie“ 61600 Beauvain, France. JOSÉ, sem er 22 ára stúdent, óskar eftir íslensk- um pennavinum á Netinu. José Manuel Fernández Gil chenio_city @hotmail.com MICHAEL, sem er 26 ára, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á mannlegum sam- skiptum, bréfaskriftum, flugi o.fl. íþróttum. Michael Schembri, 10, G. Agius Muscat Street, Zabbar ZBR 02, Malta. mschemb@maltanet.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.