Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Gjaldey ris- gla›nin gur! GÍTARSNILLINGURINN Eric Clapton kom til landsins í fyrradag til þess að veiða lax. Clapton hefur oft áð- ur komið til Íslands í laxveiði, nánast á hverju sumri undanfarin ár. Clapton varð þó í þetta skipti fyrir því óláni að farangur hans skilaði sér ekki allur en veiðistangirnar hans höfðu þó skilað sér klakklaust. Töskur Claptons týndust RÚMLEGA tvítug stúlka lést og tveir slös- uðust í árekstri fólksbifreiðar og jeppa á Suð- urlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni, síðdegis í gær. Stúlkan var ein í fólksbifreið- inni en ökumaður og farþegi í jeppanum. Voru þeir fluttir til aðhlynningar á slysadeild LSH í Fossvogi. Þeir lágu enn inni til rannsóknar seint í gærkvöldi en voru ekki lífshættulega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis. Suðurlandsvegur var lokaður á meðan unnið var á vettvangi en umferð var hleypt um hjáleið við Bolöldu á meðan. Suðurlandsvegur var síðan opnaður á ný á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni á þessu ári. Morgunblaðið/Júlíus Stúlka lést í bílslysi á Hellisheiði AF ÞEIM 102 myndum sem ákært var fyrir í stóra málverkafölsunar- málinu var sannað að 41 væri föls- uð. Líkur þóttu benda til að hinar myndirnar, 61 að tölu, væru einnig falsaðar en sönnunargöngin voru ekki nægjanleg „til að telja það sannað í sakamáli“ eins og segir í dómi sem kveðinn var upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Tveir menn voru dæmdir fyrir að selja samtals sex myndir. Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi eig- andi Gallerís Borgar, hlaut sex mánaða fangelsisdóm vegna sölu á fjórum fölsuðum olíumálverkum og Jónas Freydal Þorsteinsson var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir sölu á tveimur. Refsingin er skilorðsbundin. Telja má víst að ríkissaksóknari áfrýi dómnum. Rannsókn málsins tók hátt á fimmta ár, kostaði 50 milljónir og að henni kom tugur lögreglumanna og jafnmargir sérfræðingar fengnir að. Pétur Þór var dæmdur fyrir sölu á tveimur málverkum sem voru ranglega merkt Svavari Guðnasyni, einu eftir Júlíönu Sveinsdóttur og einu eftir Jón Stefánsson. Öll voru málverkin seld á uppboði í Gallerí Borg. Jónas Freydal var dæmdur fyrir sölu á tveimur málverkum merktum Jóhannesi S. Kjarval sem hann sagðist hafa keypt á Jótlandi en því trúði dómurinn ekki. Ríkis- lögreglustjóri ákærði þá fyrir að blekkja viðskiptavini sína til að kaupa myndirnar og í flestum til- vikum voru þeir sakaðir um að hafa sjálfir falsað eða látið falsa þær. Fjölskipaður dómur taldi á hinn bóginn engar sönnur fyrir því að þeir hefðu sjálfir falsað myndirnar eða fengið aðra til verksins. Í þeim tilvikum sem þeir voru dæmdir var það vegna þess að þeir hefðu vitað að myndirnar væru falsaðar. Flestar þeirra mynda sem dóm- urinn telur falsaðar eru olíumál- verk eftir helstu listamenn þjóðar- innar. Vafi var í flestum tilvikum til staðar varðandi verk á pappír, flest eignuð Svavari Guðnasyni. Rúmlega 40 verk sannanlega fölsuð  Málverkafölsunarmál/28 Skilorðsbundnir dómar í stóra málverkafölsunarmálinu Sakfellt vegna sölu á sex myndum af 102 BRETAR eru fjölmennasti hópur ferðamanna sem kemur hingað til lands. Fram að þessu hafa Banda- ríkjamenn verið í toppsætinu yfir fjölda ferðamanna. Að sögn Ársæls Harðarsonar, markaðsstjóra ferðamálaráðs, er fjölgun breskra ferðamanna af- rakstur markvissrar sóknar inn á breskan markað sem bæði einka- fyrirtæki og hið opinbera hafi veitt til mikið fé á undanförnum árum. Fleiri breskir ferða- menn til Íslands  Bretar/C2 ÆSKILEGT hefði verið að tilkynn- ing um kaup Burðaráss hf. og Sjó- vár-Almennra hf. á hlut Shell Petroleum Company Ltd. í Skelj- ungi á mánudag hefði borist Kaup- höll Íslands fyrr um daginn, að mati Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Að sögn hans hefði þá verið hægt að loka fyrir frekari viðskipti með bréf Skeljungs og það hefði getað haft áhrif á at- burðarás síðar um daginn. Morgunblaðið innti Benedikt Jó- hannesson, stjórnarformann Skelj- ungs, eftir því hvort ekki hafi verið hægt að tilkynna fyrr um eigna- breytingarnar í félaginu. „Viðskipt- in voru tilkynnt um leið og þau áttu sér stað. Það tók svona langan tíma að ganga frá þeim,“ segir Benedikt. Viðskiptin tilkynnt um leið og hægt var  Tilkynning/C1  Innherji/C8 HAUSAR afrískra dýra eru meðal þess sem geymsla Náttúrugripa- safnsins hefur að geyma. Safnið býr við mjög þröngt sýningarhúsnæði sem kemur í veg fyrir að almenn- ingur geti skoðað alla þá gripi sem því hefur áskotnast. Meðal þess forvitnilegasta sem geymslurnar hýsa er safn upp- stoppaðra afrískra dýrahausa. Að sögn Ævars Petersens, forstöðu- manns Reykjavíkurseturs Nátt- úrufræðistofnunar, gaf erlend kona þau safninu að eiginmanni sínum látnum, en hann hafði veitt dýrin. Þau höfðu verið búsett í Zimbabve í mörg ár og maðurinn stundað veið- ar þar. Höfðu þau komið sér upp dágóðu safni uppstoppaðra dýra- hausa, og var ekkjan ráðalaus um hvað skyldi gera við safnið að eig- inmanninum látnum. Þá var hún búsett á Spáni, og íslenskir kunn- ingjar hennar þar bentu henni á þá lausn, að færa Náttúrugripasafni Íslands dýrin að gjöf. Þau komu til landsins fyrir tæpum tveimur ár- um, en hafa ekki verið til sýnis til þessa. Þettu eru einu dýrin af þessu tagi í safninu, til dæmis ljón, sebra- hestur, gasella og fleiri. Beðið eftir nýju húsnæði „Við bíðum eftir betri sýning- araðstöðu til að geta leyft almenn- ingi að kynnast eign safnsins. Það sama á við þessa gjöf frá Afríku eins og svo margt annað sem safnið á, að almenningur hefur ekki haft tækifæri til að sjá gripina. Til dæm- is má nefna fjölda gripa sem voru áður til sýnis í Safnahúsinu, nú Þjóðmenningarhúsi, en Nátt- úrugripasafnið flutti þaðan fyrir einum fjörutíu árum,“ segir Ævar. Hann vonast til þess að leysist úr málum safnsins í náinni framtíð. „Nýlega skilaði nefnd áliti til um- hverfisráðherra um úrlausnir á húsnæðisvanda safnsins. Viðbrögð við því áliti hafa verið sú, að von sé á nýju sýningarhúsnæði bráðlega, jafnvel á árinu 2004,“ sagði Ævar. Uppstoppuð afrísk dýr ekki verið sýnd á Íslandi Morgunblaðið/Arnaldur Villisvín frá Afríku hangir á vegg í geymslu Náttúrugripasafnsins. STÆRSTI laxinn sem veiðst hefur í íslenskri á það sem af er sumri, veiddist í Laxá í Aðaldal í gærmorgun, rétt tæplega 22,5 pund, 103 cm. Laxinn veiddist í Brúarhyl á bláan þyngdan Devon og stóð við- ureignin yfir í heilar sex mínútur! Það var Baldvin Ólason sem veiddi laxinn og sagði hann svo frá, að lax- inn hefði strax ruðst af stað með loftköstum, en „þegar sex mínútur voru liðnar kom laxinn fast upp að landi og þar sem við félagarnir vorum skíthræddir um að illa sæti í laxinum, hélt ég fiskinum við bakkann á meðan félaginn læddist aftur fyrir hann með háfinn. Þetta tók því fljótt af og það má kannski segja að ég sakni þess dálítið að hafa ekki þreytt við hann langa dramatíska viðureign,“ sagði Baldvin í samtali við Morgunblaðið. Baldvin sagði laxinn kominn með örlitla rauðleita slikju, þ.e.a.s. hann er ekki nýgenginn. Laxinn verður skilinn eftir á Akureyri hjá Haraldi Ólafssyni margverðlaunuðum uppstoppara. Landaði risalaxi  Enn er/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.