Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAND KONUR SÍMI 553 4141 KRINGLUNNI
ÚTSALAN ER HAFIN!
4. SÝNING FIMMTUDAG 3/7 - KL. 20.00 UPPSELT
5. SÝNING FÖSTUDAG 4/7 - KL. 20.00 UPPSELT
6. SÝNING SUNNUDAG 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT
7. SÝNING FIMMTUDAG 10/7 - KL. 20 UPPSELT
8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 UPPSELT
9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 UPPSELT
10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 UPPSELT
11. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT
12. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !
May
May
Hryllingsmynd
Bandaríkin 2001. Myndform. VHS (95
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri:
Lucky McKee. Aðalleikendur: Angela
Bettis, Jeremy Sisto, Anna Faris, James
Duval, Nicole Hiltz.
MAY (Bettis) er ung stúlka, sér-
kennileg í háttum. Hún lendir í
augnskaða þegar hún er lítil, sem
verður til þess að móðir hennar lætur
May ganga með lepp fyrir auganu.
„Ertu sjóræningi?“
spyrja krakkarnir.
Amy einangrast og
býr um sig í sínum
eigin, þrönga heimi
ásamt dúkkunni
Suzy.
Árin líða, May
vinnur á dýraspít-
ala og reynir að ná
til umhverfiisins er hún kynnist
Adam (Sisto), ungum manni sem hún
verður hrifin af, og Polly (Faris), sem
laðast að þessari einkennilegu stúlku.
May er feimin og hlédræg að eðlisfari
og nær ekki að byggja upp sambönd
við aðrar manneskjur, hennar eini fé-
lagi er sem fyrr dúkkan Suzy. Mann-
fólkið reynist ósnertanlegt og fjar-
lægt, svo May grípur til sinna ráða.
May minnir óneitanlega á Carrie,
sem Brian De Palma gerði eftir
fyrstu metsölubók Stephens King, en
slík stórmenni eru ekki til staðar við
gerð myndarinnar um May. Leik-
stjórinn og handritshöfundurinn
Lucky McKee er að fást við byrjun-
arverkefni sitt í kvikmyndageiranum
og honum verður ýmislegt ágengt.
Hann býr til framandi og ógeðfelldan
heim sem þó er gæddur talsverðum
svartagallshúmor. Laðar fram magn-
aðan leik hjá hinni stórefnilegu en
sérstæðu leikkonu Bettis, sem ber
ófögnuðinn prýðilega uppi þótt áhorf-
andinn geti tæpast haft snefil af sam-
úð með þessari kolrugluðu stelpuk-
ind. Útkoman er athyglisverð
B-mynd frá kvikmyndagerðarmanni
sem við ættum að muna eftir. Blóði
drifinn óhugnaður sem laðar fram
talsverð viðbrögð hjá áhorfandanum.
Sæbjörn Valdimarsson
Geggjun
Á barminum
(Borderline)
Spennumynd
Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD.
Bönnuð innan 16 ára. (95 mín.) Leik-
stjórn: Evelyn Purcell. Aðalhlutverk: Gina
Gershan, Sean Patrick Flanery og Mich-
ael Biehn.
AÐALLEIKARAR þessarar fyr-
irsjáanlegu spennumyndar eiga það
allir sameiginlegt að hafa eitt sinn
verið á barmi frægðarinnar, við það
að slá í gegn en gerðu það aldrei. Og
ekki mun þessi
bæta þar um betur.
Gina Gershan er
afar ótrúverðug í
hlutverki fangelsis-
sálfræðings sem
grunaður er um að
hafa myrt fyrrver-
andi eiginmann
sinn til þess að hann
fengi ekki forræði
yfir börnum þeirra. Hún virðist eiga
býsna köflótta fortíð að baki, sat
meira að segja inni og því á maður að
halda að hún sé til alls líkleg. Ekki
bætir það málstað hennar, hversu
nánu sambandi hún á í við fangana og
þá einn ákveðinn sem er nýsloppinn
út. Hann á að rugla mann í ríminu.
Þetta hefði getað orðið ágætis
morðflétta ef hlutverkaskipan hefði
verið ígrundaðri en í staðinn bíður
maður bara eftir því að hin óþekka
Gershan rífi af sér fötin í tíma og
ótíma – minnugur Showgirls-hryll-
ingsins – sem gerist reyndar aldrei.
Skarphéðinn Guðmundsson
Glæpsamleg
sálfræði
Myndbönd
ÞAÐ var orðið tímabært að hljóm-
sveitin Maus sendi frá sér nýja plötu.
Að mati undirritaðs er hún ein allra
hæfileikaríkasta og besta hljómsveit
landsins. Þrátt fyr-
ir að liðsmenn séu
ekki aldnir að árum
er sveitin rúmlega
tíu ára gömul og
hefur verið alveg
einstaklega dugleg
allan þennan tíma; við spilamennsku
og útgáfu. Fyrsta platan, Allar kenn-
ingar heimsins... ...og ögn meira,
kom út árið 1994, eftir sigur í Mús-
íktilraunum sama ár. Ghostsongs
kom ári seinna, Lof mér að falla að
þínu eyra 1997 og Í þessi sekúndu-
brot sem ég flýt árið 1999.
Því hefur aldrei liðið jafn langur
tími milli Mausplatna og von að
aðdáendur hafi verið orðnir óþreyju-
fullir. En loksins kom Musick og bið-
in borgaði sig.
Platan er einfaldlega frábær og
með því allra besta sem gefið hefur
verið út hér á landi.
Biggi söngvari semur textana á
ensku, a.m.k. eru þeir á ensku á plöt-
unni, fyrir utan „Glerhjarta“, sem er
síðasta lagið. Honum tekst vel upp
eins og vanalega; greinilega sleipur í
enskri tungu þótt framburðurinn sé
mjög íslenskur á köflum. Lítið um
málfræðivillur og þær örfáu sem er
að finna eru lítt áberandi og skipta
litlu máli. Það er mjög skemmtilegt
hvernig hann skiptir yfir í íslensku í
lokin á nokkrum lögum; titillaginu
„Musick“, „My Favourite Excuse“
og „Life in a Fishbowl“. Lokalagið,
„Glerhjarta“, er allt á íslensku.
Lögin sömdu þeir saman í æfinga-
húsnæðinu og völdu þau úr miklum
fjölda lagasmíða. Þar er varla veikan
blett að finna og í raun er varla hægt
að segja að nokkurt laganna standi
uppúr, enda eru þau öll í háum gæða-
flokki. Þó verður að minnast á „How
Far Is Too Far?“, sem var líka á síð-
ustu plötu, Í þessi sekúndubrot sem
ég flýt, þá í íslenskum búningi undir
nafninu „Kerfisbundin þrá“. Uppá-
haldslagið mitt með Maus, hrein
snilld.
Þeim sem ekki þekkja til sveitar-
innar kann þó ef til vill að þykja lögin
frekar keimlík, enda eru þau svipuð
að uppbyggingu. Við frekari hlustun
ætti þó hvert lag að öðlast sjálfstætt
líf og verða vinur hlustandans.
Hljómsveitin er þétt sem fyrr,
enda hefur hún verið þekkt sem ein
allra kraftmesta og samhentasta
sveit landsins. Þeir sem farið hafa á
tónleika með Maus vita að hljóm-
sveitin er skipuð úrvals hljóðfæra-
leikurum; Bigga og Palla á gítar,
Danna á trommur og Eggerti á
bassagítar. Eftir allan þennan tíma
þekkja þeir hver annan út og inn og
þess vegna eru tímasetningar full-
komnar. Þetta skilar sér í þéttri og
kraftmikilli spilamennsku.
Musick var tekin upp í Þýskalandi,
í hágæða hljóðveri, og það heyrist.
Hljómurinn er fyrsta flokks, einn sá
besti sem undirritaður man eftir á
hérlendri geislaplötu. Umbúðirnar
eru flottar; bæklingurinn hefur
væntanlega kostað skildinginn og
textafrágangur er góður.
Svona er þetta bara. Musick er
frábær plata, sem enginn unnandi
góðrar tónlistar ætti að láta framhjá
sér fara. Vonandi skilja útlendingar
það líka og gera Mausmenn fræga og
ríka. Þeir eiga það skilið. Fjórar og
hálf af fimm mögulegum.
Tónlist
Takk fyrir
þetta, Maus
Maus
Musick
Smekkleysa
Fimmta plata hljómsveitarinnar Maus.
Birgir Örn Steinarsson spilar á gítar og
syngur, Daníel Þorsteinsson slær á
trommur, Eggert Gíslason spilar á bassa
og Páll Ragnar Pálsson spilar á gítar. Að
auki spilar Marcus Meyersieck á hljóm-
borð og Jochen Naaf á kassagítar.
Meyersieck og Naaf stjórna upptökum,
sem fóru fram í Das Studio í Dortmund í
fyrrasumar. Öll lög eftir hljómsveitina og
textar eftir Birgi Örn.
Ívar Páll Jónsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mausarar eru greinilega ekkert á þeim buxunum að senda frá sér vonda plötu.