Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Baráttan við óboðna gesti Kræktu áður en krækt er í þitt Í Morgunblaðinu í gærkom fram að innbrot-um á heimili í Reykjavík hafi fjölgað úr 37 í 49 milli áranna 2002 og 2003. Nú er framundan ein stærsta ferðahelgi ársins þegar fjölmargir leggja land undir fót og ekki úr vegi að spyrja Árna Vig- fússon, aðstoðaryfirlög- regluþjón í Reykjavík, ráða um hvernig sporna megi við óboðnum gest- um. Hvers ber að gæta þeg- ar húsið er yfirgefið? „Það er nú í fyrsta lagi að ganga tryggilega frá svalahurðum og bakdyr- um, sem yfirleitt virðist vera farið inn um og eins opnanlegum gluggum. Stundum eru mjög lélegar læsingar á þessum hurðum og þær eru jafnvel ekki alltaf not- aðar. Fólk notar oft bara hurð- alæsinguna en það er ekki nóg, það er mjög mikilvægt að nota líka krækjur séu þær til staðar eða þá að bæta þeim við. Það eru svona atriði sem fólk þarf að huga að og eins að passa að gluggarnir séu lokaðir. Þá er rétt að benda fólki á, fari það í frí, að koma jafnvel verðmætum hlutum fyrir í öruggari geymslu hjá ein- hverjum, t.d. tölvum og skjávörp- um sem mikið er stolið af og öðr- um hlutum sem auðvelt er að koma í verð því það er nú það sem þessir aðilar eru alltaf að sækjast eftir. Eins að reyna að láta líta svo út að einhver sé heima, fá ein- hvern t.d. til að hirða póstinn og sumir segja að það sé mjög gott að fá nágrannana til að leggja bíl fyrir framan húsið ef hægt er að koma því við. Það er almennt góð regla að láta nágrannana vita fari maður í burtu, að þeir séu með- vitaðir um að enginn sé heima og hafi gætur á nánasta umhverfi, mannaferðum og öðru slíku og eins að fá þá til að fylgjast með bílum sem standa fyrir utan.“ Hvaða ráð gefur þú fólki sem dvelur á tjaldstæðum, ef til vill með einhver verðmæti? „Það er náttúrlega að skilja t.d. tjaldvagna og fellihýsi ekki eftir ólæst, þá tel ég að verðmætari hlutir séu betur komnir í bílnum, ef hann er á staðnum, fari fólk frá í gönguferð eða eitthvað slíkt. Ég held nú hins vegar að það beri mest á því að verið sé að stela úr tjöldum, þá kannski meira frá unglingum sem virðast stundum ganga dálítið kæruleys- islega um eigur sínar. Það er al- veg sama sagan þar eins og ann- ars staðar. Það er verið að stela því sem hægt er að koma í verð, dýrari hlutum eins og t.d. mynda- vélum, þetta þarf fólk að passa.“ Virðast innbrot vera svipaðs eðlis nú og áður? „Það virðist, eins og áður, erfitt að sjá nokkurt mynstur í þessu, mest af þessum inn- brotum eru í bíla og það er þá annað hvort verið að stela dýrum hljómflutningstækjum sem eru í bílunum eða lausum hlutum sem þar eru skild- ir eftir og einfaldlega sjást inni í bílnum. Margir skilja t.d. eftir tölvur.“ Hvað ber að gera komi fólk heim og brotist hefur verið inn? „Það er auðvitað að tilkynna innbrotið strax til lögreglunnar og eiga við sem minnst þangað til lögreglan kemur svo hugsanlega sé hægt að ná fingraförum og átta sig á því hver þarna hafi ver- ið á ferðinni.“ Hvers ber að gæta þegar sum- arbústaðurinn er yfirgefinn? „Þar á við það sama og um heimilin, það er einfaldlega ekki hægt að koma í veg fyrir að farið sé inn í bústaðina en það er helst að vera ekki með verðmæta hluti þar. Það eru þá þessi rafmagns- tæki sem verið er að stela og fólk er oft með í sumarbústöðum, t.d. myndbandstæki eða nýleg sjón- vörp.“ Er það í raun svo að innbrota- tíðni aukist á sumrin? „Ég held nú að tölur sýni það ekkert endilega. Ég er alls ekki viss um að svo sé, það er verið að fara inn hjá fólki yfir hádaginn þegar viðkomandi telur nokkuð víst að það sé enginn heima. Það gæti hins vegar liðið lengri tími á sumrin frá því að brotist er inn og þangað til það vitnast, sem gerir lögreglumönnum erfiðara fyrir að rannsaka málið.“ Virðist vera meira um innbrot í vissum hverfum? „Undanfarið hefur borið svolít- ið á því að farið hafi verið inn í hús í Breiðholtinu; í Seljahverfi. En annars held ég að það sé ekki hægt að benda á neitt eitt hverfi, þetta virðist vera handahófs- kennt. Það sama á við um innbrot í bíla, þjófarnir virðast halda að sé mikið búið að brjótast inn í einu hverfi þá sé betra að færa sig eitthvert annað því þar sé minna eftirlit.“ Er eftirlit aukið á miklum ferðahelgum? „Já, þá hefur mann- skapur lögreglunnar- hefur verið settur í auknum mæli á óein- kennd ökutæki. Farið er meira um íbúðar- hverfi og fyrirtækjahverfi, bæði til að fylgjast með húsunum og eins umferðinni yfir nóttina því yfirleitt er meira um að farið sé inn á nóttunni. Óeinkennt eftirlit hefur aukist og það má segja að lagt sé meira upp úr því en fyrir nokkrum ár- um.Við vonum auðvitað að það beri árangur.“ Árni Vigfússon  Árni Vigfússon er fæddur í Vatnsdalshólum í Vatnsdal 7. ágúst árið 1948. Hann hefur starfað í lögreglunni síðan 1975, þar af sem aðalvarðstjóri í 12 ár og gegnir í dag stöðu aðstoðaryf- irlögregluþjóns sem hann tók við fyrir tveimur árum. Árni er yf- irmaður forvarnardeildar Lög- reglunnar í Reykjavík. Árni er kvæntur og á fjögur börn. Eftirlit er auk- ið á miklum ferðahelgum UMHVERFISSTOFNUN vinnur að því í sumar að koma upp skiltum og merkingum á friðlýstum svæðum víðs- vegar um landið. Skiltin eru ætluð til leiðbeiningar en á þeim eru upplýsingar um afmörkun, aðgengi, sérstöðu og annað sem getur gagnast ferðamönnum. Einnig er unnið að því að koma upp skiltum með fræðslu um viðkomandi svæði. Upplýsingar eru um náttúruna, dýralíf, gróðurfar, sögu, örnefni og svo framvegis. Þá er verið að setja upp leiðarmerkingar sem vísa á áhugaverðar gönguleiðir. Umhverfisstofnun annast gerð skiltanna en Vega- gerðin setur þau upp. Gagnaöflun og framsetning er unnin í samvinnu við landeigendur, sveitarstjórnir og aðra staðkunnuga. Merkingar á friðlýstum svæðum Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Skúli Sigurðsson badmintonþjálfari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2003 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 7. júlí - 18. júlí 5. ágúst - 18. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7400. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.