Morgunblaðið - 06.08.2003, Side 52

Morgunblaðið - 06.08.2003, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FRAMLEIÐENDUR gosdrykkja ættu að bæta flúor og kalsíum í drykkina til að vinna gegn eyðingu glerungs af völdum súrra drykkja. Þetta kemur fram í grein eftir íslenska tannlækna í bresku fagtíma- riti tannlækna. Í grein tveggja íslenskra tannlækna um forvarnir við glerungseyðingu í British Dental Journal fyrir skömmu segja þeir að eyðing glerungs vegna súrra drykkja sé alvarlegt vandamál sem þurfi að mæta með aðgerðum. Íslenskir unglingar drekka að meðaltali 850 ml af gosdrykkjum á dag, segir Peter Holbrook, prófessor í tannlækningum við Háskóla Íslands og sérfræðingur í munn- lyflækningum, og annar höfundur grein- arinnar. Hann bendir á að ekki sé ólíklegt að þeir sem eru með glerungseyðingu á háu stigi geti stefnt framleiðendum gos- drykkjanna á svipuðum grundvelli og ver- ið er að stefna tóbaksframleiðendum og skyndibitakeðjum, enda engar viðvaranir um lágt sýrustig og hugsanlega glerungs- eyðingu á gosdrykkjaumbúðum. Ekki bursta tennur strax Þeir sem drekka súra drykki eins og gos, ávaxtasafa og mysu ættu að forðast að bursta tennurnar strax á eftir. Sé það gert er hætta á að tannvefur sé burstaður í burtu þegar hann er viðkvæmur, strax eftir sýrubaðið. Frekar á að skola munn- inn með vatni eða mjólk og leyfa munn- vatninu að koma á réttu sýrustigi í munn- inum. Peter bendir á að neysluvenjur hafi mikil áhrif á hversu illa gosdrykkir, sér- staklega, fara með tennur, það fari sér- lega illa með glerunginn þegar gosdrykkir eru drukknir hægt, á löngum tíma, því þá nái munnvatnið ekki að laga sýrustigið heldur haldist það súrt. Ætti að bæta flúor og kalsíum í gosdrykki Í þessum sjúklingi er eyðing glerungs svo mikil að silfurfyllingar standa uppúr og sést í tannbeinið.  Flúor og kalsíum/26 ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir ólíklegt að línuívilnanir verði teknar upp í haust og segir að breyta þurfi lögum til að svo megi verða. Smábátafélagið Elding á Vestfjörðum hefur boðað alla stjórnarþing- menn Norðvesturkjördæmis og lykilmenn í sjávarútvegi á Vestfjörðum á fund á Ísafirði á morgun, fimmtudag. Krafa fundarins er að staðið verði við stjórnarsáttmálann og sam- þykktir flokksþinga stjórnarflokkanna um línuívilnanir. Óttast félagsmenn Eldingar að ekkert verði af fyrirheitum um þær. Guðmundur Halldórsson, formaður Elding- ar, segist hafa ástæðu til að halda að málið sé í uppnámi. „Ef ekki verða teknar línuívilnanir eru það hrein svik,“ segir hann. „Davíð Odds- son lofaði þessu á framboðsfundi á Ísafirði og að ég hefði til að setja á línuívilnanir. Annars vegar hefur verið gagnrýnt að heimildirnar sjálfar séu alltof víðtækar og hins vegar hvernig þær hafa verið notaðar,“ segir Árni. „Í ljósi þess er það kannski ekki alveg rétt að beita þessum heimildum án þess að þingið fjalli um málið.“ Árni segir ennfremur að sam- þykktir stjórnarflokkanna um línuívilnanir séu ekki eins hvað þetta snertir, þótt þær séu um margt líkar. „Það er því nokkuð erfitt að taka upp línu- ívilnanir án þess að þingið fjalli um þær og sett verði ný löggjöf.“ Árni segir að ekki liggi fyrir neinar tillögur af sinni hálfu um hvernig eigi að standa að línuívilnunum. Þá sé umfjöll- un um þær, og byggðakvóta í samræmi við stjórnarsáttmálann, ekki lokið. sjálfsagt víðar. Ég mun grafa það samtal upp, því það er til hljóðritað. Ráðherrar og þing- menn Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu um allt land. Við óttumst að sjávarútvegsráðherra muni úthluta öllum aflaheimildum, þar með talið viðbótarheimildum, 30 þúsund tonnum í þorski og 20 þúsund tonnum í ýsu, og láti þingið koma að gerðum hlut. Við teljum það mjög al- varlegt mál ef þessi verður niðurstaðan.“ Blikur á lofti Árni M. Mathiesen segir blikur á lofti varð- andi línuívilnanir og segist munu gefa út allan kvótann í byrjun næsta fiskveiðiárs, sem hefst 1. september. „Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt þær heimildir sem ég hélt um tíma Sjávarútvegsráðherra segir línuívilnanir kalla á lagabreytingu Ólíklegt að línuívilnanir verði teknar upp í haust SYSTKININ frá Núpsstað, Margrét (Lalla) 93 ára, Margrét 99 ára, Filippus 94 ára og Eyjólfur 96 ára Hannesarbörn, sóttu messu í gömlu kirkjunni á Núpsstað um helgina, en það er árviss viðburður um hverja verslunarmannahelgi að messað sé í kirkjunni. Núpsstaðarkirkja er ein af fáum torf- kirkjum sem enn standa á Íslandi. Að þessu sinni fór messan fram í sól og blíðu. Fjöldi fólks var mættur, bæði ferðalangar og heimamenn. Kirkju- gestir nutu þess að sitja úti í góða veðrinu og hlýða á messuna. Prestur var Bryndís Malla Elídóttir og organisti Brian R. Bacon. Eftir messu var öllum við- stöddum boðið til kaffidrykkju í íbúðarhúsinu á Núpsstað. Öldungar við bænhúsið á Núpsstað Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SAMKEPPNISSTOFNUN telur í frumskýrslu sinni um samkeppni á tryggingamarkaði að Samband ís- lenskra tryggingafélaga, SÍT, og aðildarfélög þess hafi brotið samkeppnislög með samráði á ýms- um sviðum. Telur stofnunin félögin hafa átt samráð varðandi þjónustu, viðskiptakjör og stundað sam- keppnishamlandi upplýsingamiðlun. Í svörum sínum telja félögin, Sjóvá-Almennar, Tryggingamið- stöðin, Vátryggingafélag Íslands og Samband ísl. tryggingafélaga, að ekki sé um ólögmætt samráð að ræða. Verði ekki fallist á það telja fé- lögin í nokkrum tilvikum að brot séu fyrnd. Í frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar er talið að gögn sýni að Sam- band ísl. tryggingafélaga og aðildar- félög hafi haft með sér samráð um verð á þjónustu lögmanna og lækna. Eru birtar upplýsingar úr minnis- blaði SÍT til aðildarfélaga þar sem þeim tilmælum er beint til þeirra að leggja ákveðið verð til grundvallar við ákvörðun þóknunar til lögmanna og útreikningsaðferð. Þá telur stofn- unin að félögin hafi haft samráð um verð til lækna fyrir útfyllingu áverkavottorða. Í báðum tilvikum er talið að ákvæði samkeppnislaga hafi verið brotin. Tryggingafélögin andmæla þessu og telja sig ekki hafa verið að kaupa þjónustu lögmanna, það séu tjónþol- arnir. Félögin telja sig ekki hafa haft ólögmætt samráð um kaup á þjón- ustu lækna við útfyllingu staðlaðs áverkavottorðs. Falli það ekki undir ákvæði 10. gr. samkeppnislaga og til- urð vottorðsins eigi aðallega rætur að rekja til hagsmuna tjónþola. Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð tryggingafélaga Telur samráð hafa verið um þjónustu og viðskiptakjör Tryggingafélögin telja ekki að um ólögmætt samráð hafi verið að ræða  Telur SÍT/10–12 ÞRÍR Bandaríkjamenn luku hring- ferð um Ísland á kajökum í Nes- kaupstað í dag. Meðal ræðaranna þriggja var ein kona, Shawna Franklin, og er hún fyrsta konan sem rær á kajak í kringum Ísland. Bandaríkjamennirnir þrír, Chris Duff, Leon Somme og Shawna Franklin, hófu ferðina 18. maí og tók hún samtals 81 dag, þar af reru þau í 59 daga. Vegalengdin sem þau reru er um 1.500 sjómílur. Morgunblaðið/Ágúst Á kajak í kringum land- ið á 81 degi DÓMSÁTT náðist í vor í máli sem varðaði sauðaþjófnað í ónefndri sveit, eftir að þjófnaðurinn sann- aðist með DNA-rannsókn. Tildrög málsins voru þau að fjármargur bóndi varð í fyrrahaust var við tvær ungar ær í fé sínu sem markaðar voru bónda í næstu sveit. Fyrr- nefndi bóndinn var fjárglöggur og þekkti ærnar sem sínar, en jafn- framt sá hann að marki hans hafði verið breytt. Saknaði hann ánna frá fyrra hausti. Þrátt fyrir að enginn vildi kannast við neitt misjafnt var bóndinn viss í sinni sök. Taldi hann sig vita hvaða ær og hrútar voru foreldrar umræddra kinda. Hug- kvæmdist honum að sanna mál sitt með DNA-rannsókn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að hann hafði haft rétt fyrir sér frá upphafi og endurheimti hann alls sex kindur fyrir vikið. Hjá viðkom- andi sýslumanni náðist dómsátt milli bóndans og sauðaþjófsins. Sauðaþjófn- aður sannaður með DNA- rannsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.