Morgunblaðið - 14.10.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Laxabændur geta andað rólega eftir að landbúnaðarráðherra hefur tekið að sér að stjórna
göngum eldislaxa.
Námskeið um lífskjör fatlaðra
Hægt að spara
með því að eyða
UMÖNNUN fatlaðraer eitt af hlutverk-um íslensks heil-
brigðiskerfis og þar er
markmiðið að það fari sam-
an að búa fötluðum góð lífs-
kjör án þess að missa stjórn
á kostnaði. Félag sálfræð-
inga er starfa að málefnum
fatlaðra heldur dagana 16.
og 17. október ráðstefnu
þar sem fjallað verður um
lífskjör fatlaðra. Námskeið
verður haldið í Rúgbrauðs-
gerðinni, hefst klukkan níu
báða dagana og stendur til
klukkan 16. Þuríður Pét-
ursdóttir sálfræðingur hef-
ur verið í undirbúnings-
nefnd fyrir námskeiðið:
„Megináherslan er á lífs-
kjör fatlaðra og hver tengslin eru á
milli lífskjara og kostnaðar þegar
fötlun er annars vegar. Við erum
að velta upp umræðum um hvort
það sé alltaf svo að bættum lífs-
kjörum fatlaðra fylgi aukinn kostn-
aður fyrir samfélagið eða hvort það
sé hægt að spara með því að eyða.“
– Og hver er niðurstaðan?
„Haukur Freyr Gylfason, hag-
fræðingur og M.A. í sálfræði, mun
kynna niðurstöður hagfræðilegrar
athugunar, sem að hluta til er
byggð á nýrri rannsókn á íhlutun
hjá börnum með innhverfu. Verk-
efnið hefur hann unnið í samstarfi
við fleiri, sem tengjast háskólan-
um. Ég get í raun ekkert sagt um
niðurstöður verkefnisins fyrirfram
fyrir utan að þær styðja það, sem
við höfum haldið fram, og það er að
það sé fjárfesting til framtíðar að
leggja peninga í verkefnin núna.“
– Hvers konar fötlun verður til
umræðu á ráðstefnunni?
„Við ætlum að taka á fötlun í
sem víðustum skilningi. Á nám-
skeiðinu verða fulltrúar frá geð-
fötluðum, öryrkjum og fólki með
þroskahömlun. Fjallað verður um
hvort og hvernig fyrirbyggjandi
aðgerðir á borð við snemmtæka
íhlutun, þjálfun og endurhæfingu
geti skilað sér bæði fyrir þann fatl-
aða og dregið úr kostnaði fyrir
þjóðfélagið. Sparnaður ríkisins
kemur fram með ýmsu móti. Það
er gefinn skemmri tími til að sinna
málum en æskilegt væri. Það er
einnig sparað í búsetumálum fatl-
aðra þótt kostnaðurinn kunni að
vera meiri þegar upp er staðið.
Þarna verða fulltrúar sem sjá um
félagsleg búsetumál fólks með geð-
fötlun og taka þeir dæmi af ein-
staklingum, sem hafa verið að
flytjast í búsetu af spítölum með
mjög góðum árangri. Heilbrigðis-
yfirvöld telja sparnað af að hafa
fólk ekki í sjálfstæðri búsetu, en
ekki má gleyma að ef fólki líður vel
ætti sparnaður að vera meiri með
sjálfstæðri búsetu þótt kostnaður
til skamms tíma kunni að vera
meiri.
Gerðar hafa verið tilraunir með
búsetu fatlaðra á Landspítalanum.
Einstaklingar voru fluttir út í sjálf-
stæða búsetu. Þar blómstra þeir,
sem hlýtur að þýða að
þeir þurfa minni þjón-
ustu þegar upp er stað-
ið.
Hins vegar getur
kostað að koma sambýl-
um í gagnið og ríkið vill frekar
þjappa fólkinu saman í húsnæði.
Umönnun í sjálfstæðri búsetu ætti
að kosta minna þegar fram í sækir.
Snemmtæk íhlutun nefnist sú
hugmyndafræði, sem Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins vinnur
eftir meðal annarra. Tryggvi Sig-
urðsson sálfræðingur heldur fyrir-
lestur á ráðstefnunni um hvernig
það getur skilað sparnaði að leggja
meiri vinnu í það verkefni.“
– Hvernig eru viðhorf þjóð-
félagsins til fatlaðra núna og hafa
þau breyst á undanförnum árum?
„Þjóðfélagið er opnara núna fyr-
ir því að reyna nýjar leiðir, en þó
strandar alltaf á peningamálum.
Góðar hugmyndir geta alltaf kost-
að sitt og erfitt getur verið að fá
peninga til að vinna samkvæmt
nýjum hugmyndum. Einnig finnst
mér viðhorf í garð fatlaðra hafa
batnað. Það gæti verið vegna þess
að fatlaðir eru farnir að taka meiri
þátt í þjóðfélaginu en áður og orðn-
ir sýnilegri og þar held ég að Ís-
lendingar standi nokkuð framar-
lega. Við vorum á ráðstefnu í Róm í
september og þegar við fórum að
skoða okkur um tókum við eftir því
að hvergi var að sjá einstaklinga
með sýnilega fötlun eins og maður
sér hér.“
– Getur sjálfstæð búseta ýtt
undir þennan sýnileika?
„Það gerist sjálfkrafa þegar fatl-
aðir búa sjálfstætt. Þeir verða
meiri þátttakendur í þjóðfélaginu.
Þeim líður betur og betri líðan
hlýtur að skila sér í minni þörf fyrir
þjónustu og ætti jafnvel að ýta
undir möguleika þeirra á að vinna
fyrir sér.“
– Hvað er brýnast að gera í mál-
efnum fatlaðra barna?
„Við þurfum að efla mjög
snemmtæka íhlutun, verðum að
vanda okkur og byrja snemma
vegna þess að rannsóknir erlendis
sýna að það dregur úr þeirri höml-
un, sem fylgir fötluninni. Á því
sviði þurfum við að efla okkur. Með
því aukum við lífsgæði bæði
barnanna og fjölskyldna þeirra.“
– Hvað getur þú sagt
mér um starfsemi fé-
lagsins?
„Félag sálfræðinga
er starfa að málefnum
fatlaðra, sem er undir-
félag í Sálfræðingafélagi Íslands,
hefur haldið ráðstefnur og nám-
skeið, en það var stofnað fyrir 15
árum. Meðal fyrirlesara á nám-
skeiðinu nú verða Friðrik Sigurðs-
son frá Þroskahjálp, Ragna K.
Marinósdóttir, formaður Um-
hyggju, Halldór Kr. Júlíusson sál-
fræðingur og Guðrún Einarsdóttir
geðhjúkrunarfræðingur. Nám-
skeiðið er ætlað fólki, sem starfar
að þjónustu, umönnun, kennslu og
meðferð fólks með fötlun.“
Þuríður Pétursdóttir
Þuríður Pétursdóttir er Ís-
firðingur og stúdent frá
Menntaskólanum á Ísafirði
1989. Hún útskrifaðist frá Há-
skóla Íslands með B.A. í sál-
fræði árið 1994 og lauk cand.
psych.-námi frá Háskólanum í
Árósum árið 2000. Þuríður hef-
ur síðan starfað sem sálfræð-
ingur hjá Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins og við
Leikskóla Kópavogs. Maki Þur-
íðar er Sigurlaugur Birgir
Ólafsson og eiga þau tvær dæt-
ur, Karen og Birnu.
Opnara
þjóðfélag í
garð fatlaðra
Íbúum starfssvæðis Heilsugæslunnar Seltjarnarnesi
er boðið upp á influensubólusetningar
fimmtud. 16. október og föstud. 17. október
kl. 14:00 - 16:00 báða dagana.
Gengið er inn gegnt Valhúsaskóla.
Starfsfólk Heilugæslunnar Seltjarnarnesi
Influensusprauta
Heilsugæslunni Seltjarnarnesi
við Suðurströnd, Seltjarnarnesi. Sími 561-2070.
Heilsugæslan www.hr.is
RÍKISENDURSKOÐUN telur að
það verði nánast eða alveg unnt að
manna íslenska grunnskóla með rétt-
indakennurum skólaárið 2008–2009.
Haustið 2004 mun vanta 751 rétt-
indakennara í 603 stöðugildi en síð-
ustu tvö skólaár hefur kennurum
með réttindi í grunnskólum fjölgað
nokkuð eftir fækkun haustið 2000.
Fjölgunina má einkum rekja til þess,
að mati Ríkisendurskoðunar, að
dregið hefur úr þenslu og nýir kjara-
samningar kennara frá árinu 2001
hafa aukið launagreiðslur til kenn-
ara.
Börnin 1.500 fleiri
Þetta kemur fram í nýrri úttekt
stofnunarinnar sem beindist að rétt-
indanámi grunnskólakennara og
hvernig þörf fyrir þá verði mætt
fram til ársins 2010.
Ríkisendurskoðun tók til endur-
skoðunar spá um kennaraþörf í ís-
lenskum grunnskólum til ársins 2010
sem sett var fram árið 1999. Þá var
áætlað að 3.805 kennara þyrfti til að
manna skólana haustið 2009, en sam-
kvæmt endurmatinu er talið að 4.226
kennarar sé raunsærri tala, m.a.
vegna þess að um 1.500 fleiri börn
verða í skólunum. Í matinu frá árinu
1999 segir að 558 réttindakennara
muni vanta í 397 stöðugildi 2009. Rík-
isendurskoðun telur hins vegar að öll
stöðugildi kennara verði mönnuð
fólki með kennsluréttindi.
Þetta mat er einkum byggt á nokk-
urri fjölgun réttindakennara innan
skólanna undanfarin ár sem rakið er
til bættra launakjara og betri starfs-
aðstöðu. Þá kemur einnig fram í út-
tektinni að óvenjumargir stunda
kennaranám um þessar mundir,
bæði í staðnámi og fjarnámi. Af þess-
um sökum hafa kennaramenntunar-
skólar þurft að synja allnokkrum um-
sækjendum um skólavist. Þessi
aukni áhugi á kennaranámi er samt
ekki farinn að skila sér í fleiri útskrif-
uðum kennurum segir í úttekt Rík-
isendurskoðunar.
Kennaranám lengt um eitt ár
Í skýrslunni kemur einnig fram að
ólíklegt sé að í allra nánustu framtíð
verði gerð krafa um að íslenskir
grunnskólakennarar hafi meistara-
gráðu, þ.e. fimm ára háskólanám,
eins og nú tíðkist víða í Evrópu. Það
verði hins vegar að teljast eðlilegt að
skólayfirvöld taki til athugunar hvort
rétt sé að lengja kennaranámið úr
þremur í fjögur ár eftir að því tak-
marki hafi verið náð að grunnskólar
verði að mestu eða öllu leyti mann-
aðir fólki með kennsluréttindi. Rökin
séu einkum þau að breytt þjóðfélag
með síauknum kröfum til kennara
krefjist mun fjölbreyttari þekkingar
og reynslu en áður var.
Ríkisendurskoðun endurmetur þörf
fyrir fólk með kennsluréttindi
Nær eingöngu
réttindakennarar
í grunnskólum 2008
EKKERT lát verður á vexti í íbúða-
byggingum og í þjóðhagsspá fjár-
málaráðuneytsins er gert ráð fyrir
að íbúðafjárfesting aukist um 3% á
þessu ári en í vor spáði ráðuneytið að
aukingin yrði ekki nema 1,25%. Í
spánni er gert ráð fyrir að fjárfest-
ing í íbúðarhúsnæði aukist enn meira
á næsta ári eða um 4% en síðan muni
hægja á vextinum.
Að mati ráðuneytisins mun flutn-
ingur fólks af landsbyggðinni og er-
lendis frá ekki valda afgerandi fólks-
fjölgun; spurn eftir auknum
íbúðabyggingum muni líklega ekki
koma úr þeirri átt. Hins vegar kunni
áform um að auka lánafyrirgreiðslu
Íbúðalaánsjóðs að leiða til aukinnar
eftirspurnar og raunar vísbendingar
um að væntingaráhrifa þessa gæti
nú þegar á fasteignamarkaði.
Áfram mikil
eftirspurn
eftir húsnæði
Morgunblaðið/Ásdís