Morgunblaðið - 14.10.2003, Page 16

Morgunblaðið - 14.10.2003, Page 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú ert einn fárra Vesturlandabúa sem hitt hafa Osama bin Laden síðustu árin. Líklega ertu alltaf spurður að þessu en hvers minn- istu helst frá fundi ykkar? Bin Laden stökk upp á vegg og hélt skammaræðu yfir mújaheddína- sveitunum sem ég var með, sagði þeim að þeir ættu að drepa mig og fé- laga mína vegna þess að við værum villutrúarmenn. Þeir greiddu at- kvæði um tilmæli hans og meirihlut- inn sagði nei. Hann bauð þá vöru- bifreiðastjóra sem var í nágrenninu 500 dollara fyrir að keyra á mig, en vörubílstjórinn neitaði. Mér fannst upphæðin heldur lág. Bin Laden leit sjálfur glæsilega út í hvítum kufli sín- um; í dag hefur hann víst glatað nokkru af glæsileika sínum. Flestir telja að bin Laden sé á lífi og Saddam Hussein er afar senni- lega lifandi. Hversu mikilvægt er það fyrir Bandaríkjamenn að hafa hendur í hári þessara manna – hvort þá heldur lifandi eða dauðra? Í raun og veru skiptir það ekki máli því að báðir eru þeir búnir að vera og verða að eyða 98% tíma síns í að tryggja að þeir náist ekki. En auðvit- að er það afskaplega vandræðalegt að ekki skuli hægt að handsama aðal- leikarana tvo í atburðum sem fangað hafa athygli heimsins jafn mikið og raun ber vitni. Ég geri ráð fyrir að þeir náist einn góðan veðurdag, þ.e. ef þeir deyja ekki fyrst. Þú ert á leiðinni í ferðalag til Afganistans. Hvaða verkefni bíður þín núna og telur þú að Afganistan muni í nánustu framtíð þekkja frið og pólitískan stöðugleika? Ég ætla á slóðir talibana og vonast eftir því að komast í samband við leiðtogasveit þeirra. Landið Afganistan hefur aldrei þekkt fullkominn frið eða stöðugleika og ég efast um að á því sé að verða breyting. Það getur þó verið til án þess að endalaus borgarastyrjöld geisi og án þess að stríðsherrar ráði þar öllu, en þetta hlýtur nú að vera markmið manna. En Afganistan verður aldrei Sviss. Hvernig metur þú framgang „hryðjuverkastríðsins“ sem Bush kallar svo? Ég tel afar erfitt að lýsa yfir stríði gegn óhlutbundnu nafnorði. Síðast gerðu menn tilraun til þessa þegar þeir lýstu yfir stríði gegn eiturlyfjum. Það stríð hefur mis- tekist á afgerandi hátt. Ef við erum nauðbeygð til að lýsa yfir stríði, þá væri betra að lýsa næst yfir stríði gegn orsökum vandans sem um ræðir. Ef við lítum til Íraks – telurðu að staðan þar eigi eftir að gera Bush forseta erfitt fyrir? Ég held að hann þurfi á heppni að halda eigi hann að sigra í næstu for- setakosningum. En hann er hepp- inn maður og hann bar sigur úr být- um í kosningunum seinast. Hvað með Blair, telurðu að hann stýri Verkamannaflokknum fram yfir næstu kosningar, eða hefur pólitísk staða hans veikst of mik- ið til að hann endist svo lengi? Nei, ég held að honum hafi tekist að standa þetta af sér. Það hjálpar honum verulega að allir ganga út frá því sem vísu að Verka- mannaflokkurinn vinni næstu kosn- ingar. Hann væri aðeins í hættu ef flokksfélagar hans væru hræddir um að þeir myndu tapa næstu kosn- ingum með hann í brúnni. Þú hefur lent í deilum við Blair- stjórnina vegna fréttaflutnings þíns frá Kosovo-stríðinu, svo dæmi sé tekið. Hvernig standa þau samskipti í dag? Ég hef ekki mikið af þeim að segja og þeir hafa ekki mikið af mér að segja. Mér finnst betra að hafa það þannig; ég tel ekki að það sé hollt fyr- ir blaðamenn að vera í of miklu vinfengi við stjórn- málamenn. Við eigum að vera utangarðsmenn. Hér áð- ur fyrr var mér gjarnan boðið í ýmsar móttökur og mér var veittur mikill heiður, ég hlaut eins konar heiðurs- orðu [drottningar], og þetta olli því að ráðherrar í rík- isstjórn buðu mér stundum að drekka með sér tebolla. Mér fannst það aldrei neitt sérstaklega þægilegt: mér fannst eins og ég væri að verða eins og þægt húsdýr. Thatcher-stjórninni var illa við mig, Blair-stjórninni er illa við mig. Á meðan ekki er hægt að sýna fram á að ég sé hlutdrægur gagnvart stjórnvöldum í fréttaflutn- ingi mínum þá er það allt í lagi mín vegna. Þú hefur komið til sumra „verstu“ landanna í heim- inum. Verður aldrei lýjandi að ferðast sífellt til þess- ara staða, sem oft eru í rúst? Nei – vinnan er of áhugaverð og ég á ennþá eftir að koma til svo margra staða. Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is Slapp lifandi undan bin Laden John Simpson er einn þekktasti liðsmaður breska ríkisútvarpsins, BBC. Simpson hefur einkum flutt fréttir frá átakasvæðum, Afganistan og Balkanskaga, svo dæmi séu tekin. Hann gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. ’ […] ég tel ekki aðþað sé hollt fyrir blaðamenn að vera í of miklu vinfengi við stjórnmála- menn. Við eigum að vera utangarðs- menn. ‘ John Simpson Spurt og svarað | John Simpson HÓPUR fyrrverandi dómara, sendi- manna og lögfræðinga Bandaríkja- hers hefur skorað á hæstarétt Bandaríkjanna að skerast í leikinn vegna þeirra hundraða manna, sem nú sé haldið föngnum í Guantanamo- herstöðinni á Kúbu utan við lög og rétt. Þá hefur háttsettur fulltrúi Al- þjóða Rauða krossins gagnrýnt Bandaríkjastjórn harðlega fyrir sömu sakir. Í áskorun sinni segir hópurinn, að ríkisstjórn George W. Bush virði lögin að vettugi með því að halda meira en 650 föngum án ákæru, án aðgangs að lögfræðingum og án tækifæris til að fá skorið úr um rétt- mæti fangavistarinnar fyrir dóm- stólum. „Mannréttindi skipta máli,“ sagði Leslie Jackson, sem sat í fangabúð- um nasista í síðari heimsstyrjöld. „Ef við virðum ekki rétt annarra manna, er illa komið fyrir okkur.“ Í hópnum eru 19 fyrrverandi sendimenn Bandaríkjastjórnar, sex fyrrverandi alríkisdómarar og nokkrir fyrrverandi starfsmenn Bandaríkjahers, aðallega lögfræð- ingar. Með áskoruninni taka þeir undir kröfu 16 fanga, tveggja Breta, tveggja Ástrala og 12 Kúveita, um réttarhöld og löglegan úrskurð í málum sínum. Sakar dómstóla um útúrsnúning Fyrir dómstólum á lægri stigum hefur þessari kröfu verið hafnað og þá með þeim rökum, að fangarnir séu utan bandarísks lögsagnarum- dæmis. John J. Gibbons, fyrrverandi forseti bandarísks áfrýjunardóm- stóls, segir, að þessi viðbára sé út- úrsnúningur. „Það er fáránlegt að halda því fram, að Guantanamo-her- stöðin sé ekki bandarískt land- svæði,“ segir hann. „Hún er undir bandarískri stjórn og hefur verið það í heila öld.“ Gagnrýni frá Rauða krossinum Christophe Girod, æðsti fulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Wash- ington, hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjastjórn harðlega fyrir mannréttindabrot í Guantanamo. Er það mjög óvenjulegt því að samtökin eru ekki vön að tjá sig opinberlega um pólitísk málefni. Girod sagði, að Rauði krossinn hefði mánuðum sam- an skorað á stjórnina að taka af skar- ið um framtíð fanganna en viðbrögð- in hefðu engin verið. Það væri ástæðan fyrir yfirlýsingu hans nú. Hæstiréttur skerist í leikinn Washington. AP, AFP. AP Bandarískir hermenn á varðgöngu við Guantanamo-herstöðina á Kúbu. Hópur áhrifamanna segir réttindi fanga í Guantanamo hunsuð JÓHANNES Páll II páfi mun á fimmtudag fagna því að hann hefur gegnt embættinu í 25 ár. Hér sést starfsmaður verksmiðju í Racanati á Ítalíu fægja brjóstmyndir af páfa en á staðnum eru framleiddir trúarlegir skrautgripir. Reuters Páfi í aldarfjórðung RÁÐHERRAR í ríkisstjórn Ísraels höfnuðu í gær drög- um ísraelskra friðarsinna og Palestínumanna að nýrri áætlun um frið í Mið-Aust- urlöndum. Stjórnmálamenn úr röðum ísraelskra stjórn- arandstæðinga og fulltrúar Palestínumanna náðu sam- komulagi um drögin á fundi í Jórdaníu um helgina eftir tveggja ára samningavið- ræður fyrir milligöngu svissnesku ríkisstjórnarinn- ar. Yasser Abed Rabbo, fyrr- verandi upplýsingamálaráð- herra Palestínumanna, sagði að palestínska heima- stjórnin styddi drögin. Rabbo var í Kaíró í gær ásamt Yossi Beilin, fyrrver- andi dómsmálaráðherra Ísr- aels, til að ræða drögin við egypska ráðamenn. Gert er ráð fyrir því að þau verði undirrituð í Genf eftir hálf- an mánuð. Þingmenn og fyrrverandi ráðherrar úr Verkamannaflokki Ísraels og Meretz-flokknum standa á bak við friðaráætlunina. Ráð- herrar í stjórn Ariels Sharons í Ísr- ael sökuðu ísraelsku samninga- mennina um ábyrgðarleysi og sögðu að þeir hefðu engan rétt til að semja um tilslakanir í nafni Ísraels. Samkvæmt samkomulaginu eiga Palestínumenn að fá yfirráð yfir 98% Vesturbakkans og öllu Gaza- svæðinu. Ísraelar eiga að halda 2% Vesturbakkans og í staðinn fái Pal- estínumenn hluta Negev-eyðimerk- urinnar í Ísrael til að stækka Gaza- svæðið. Ísraelskir ráðherrar Nýrri friðar- áætlun hafnað Jerúsalem. AFP, AP. Yossi Beilin (t.v.), fyrrverandi ráðherra í Ísr- ael, og Yasser Abed Rabbo, ráðherra í stjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum. AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.