Morgunblaðið - 14.10.2003, Page 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
Eldsneytisgeymar | Olíufélagið ehf. er
að endurnýja eldsneytisgeyma og búnað
við Verslunina Ásbyrgi í Kelduhverfi en
kaupmaðurinn þar var hættur að anna eft-
irspurn. Þetta kemur fram á heimasíðu
Kelduhverfis á Netinu. Settur hefur verið
upp einn 50 þús. lítra tankur, tvískiptur,
þannig að 20 þús. lítrar eru fyrir díselolíu
og 30 þús. lítrar fyrir bensín. Tankurinn er
staðsettur norðan við verslunina og stækk-
ar þá planið sem því nemur.
Greint er frá því að þessi nýi tankur komi
í staðinn fyrir þrjá tanka, annars vegar tvo
10 þús. lítra bensíntanka og hins vegar 10
þús. lítra díseltank. „Að sögn Ísaks Sig-
urgeirssonar í Ásbyrgi dugðu þeir tankar
engan veginn og gerðist það a.m.k. tvisvar í
sumar að ekki var hægt að anna eftirspurn.
Það tekur tvo til þrjá tíma að koma á stað-
inn frá Akureyri eftir að pantað er. Sé fólk
orðið bensínlítið þarf það að keyra ann-
aðhvort 33 km á Kópasker og eða 60 km til
Húsavíkur til að fylla á bílinn. Dæmi er um
að fólk hafi orðið bensínlaust og þurft að
bíða í 5-6 tíma vegna annríkis hjá olíu-
dreifingu á Akureyri,“ segir í fréttinni.
Bundið slitlag á Hestfjörð | Vega-
framkvæmdir standa nú yfir í Hestfirði
en það eru starfsmenn Klæðningar hf.
sem þar hafa verið að störfum síðustu
vikur. Ætlun þeirra var að leggja bundið
slitlag á hluta vegarins nú í haust eða um
6 km af um 31 km heildarverki. Að sögn
Þórunnar Hermannsdóttur hjá Klæðn-
ingu er nú ljóst að af því verður ekki
fyrr en næsta sumar. Að öðru leyti hefur
verkið gengið samkvæmt áætlun. Ætl-
unin er að halda framkvæmdum áfram í
vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu
Súðavíkurhrepps á Netinu.
Lögreglan á Blöndu-ósi handtók síð-degis síðastliðinn
laugardag tvo menn eftir
að fíkniefni fundust í bíl
þeirra.
Lögreglan stöðvaði bif-
reið sem mennirnir voru í
á Norðurlandsvegi
skammt sunnan við
Blönduós.
Lögreglumennirnir
voru þarna við hefðbundið
eftirlit þegar grunsemdir
vöknuðu um að verið væri
að flytja fíkniefni með um-
ræddri bifreið. Var hún
stöðvuð og við frekari
rannsókn fundust um 30
grömm af amfetamíni.
Eftir skýrslutökur var
mönnunum sleppt en mál-
ið telst upplýst.
Fíkniefni
upptæk
Blönduósi | Þó svo að þungur ómur öldunnar við botn
Húnafjarðar segi að vetur sé í nánd er eitthvert hik á
haustinu. Einmuna veðurblíða hefur verið í Húnaþingi
um helgina og hafa menn og málleysingjar notið henn-
ar í ríkum mæli. Grágæsirnar una hag sínum vel og lít-
ið fararsnið á þeim og vart hefur orðið við rjúpur í
görðum Blönduósinga og taldi einn íbúinn um 40 rjúp-
ur í garðinum hjá sér á sunnudag.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hik á haustinu
Twin Otter-flugvélFlugfélags Íslandskom inn til lend-
ingar á öðrum hreyflinum
á Akureyri í hádeginu í
gær. Lendingin gekk vel
en um borð voru tveir
flugmenn og sjúkraflutn-
ingamaður. Flugvélin var
á leið í sjúkraflug frá Ak-
ureyri til Egilsstaða.
Að sögn Árna Gunn-
arssonar, sölu- og mark-
aðsfulltrúa Flugfélags Ís-
lands, hafði vélin flogið í
um 15–20 mínútur þegar
hún missti afl á öðrum
hreyfli. Snúið var við,
reynt að koma hreyfl-
inum í gang á ný en án ár-
angurs, að sögn Árna, og
lenti hún því á öðrum
hreyflinum. Sagði Árni að
um hefðbundinn viðbúnað
hafi verið að ræða við að-
stæður sem þessar. Flug-
mennirnir tveir og
sjúkraflutningamaðurinn
héldu strax í sjúkraflugið
á annarri vél félagsins.
Á öðrum
hreyflinum
Patreksfirði | Áhugi fyrir
knattspyrnu er mikill á Íslandi
eins og víða annars staðar.
Þessi ungi piltur æfði sig í
kvöldsólinni vestur á Patreks-
firði á dögunum, ef til vill hefur
hann verið staddur í Hamborg í
Þýskalandi í huganum – þar
sem íslensku landsliðsmenn-
irnir öttu kappi við Þjóðverja á
laugardaginn. Kannski skoraði
hann hjá Oliver Kahn. Máske
verður Patreksfirðingurinn
ungi einhvern tíma fulltrúi ís-
lensku þjóðarinnar í búningnum
bláa á iðagrænum grasbletti í
útlandinu. Enginn veit það fyrir
víst, en ætli hann sér það verð-
ur hann að minnsta kosti að
vera duglegur að æfa sig. Æf-
ingin skapar meistarann.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fljótari en skugginn
Knattspyrna
OFÞYNGD og offita hafa áhrif á námsár-
angur meðal eldri nemenda grunnskóla og
virðist ofþyngd hafa meiri áhrif á líðan eldri
unglinga grunnskólans en þeirra sem yngri
eru. Þetta eru m.a. niðurstöður rannsóknar
sem birtar eru í grein í nýjasta hefti
Læknablaðsins, en rannsóknina fram-
kvæmdu þau Magnús Ólafsson heimilis-
læknir, Kjartan Ólafsson félagsfræðingur,
Kristján M. Magnússon sálfræðingur og
Rósa Eggertsdóttir kennari.
Rannsóknin náði til 819 nemenda í 4., 7.
og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri vetur-
inn 2000–2001 og fengust upplýsingar um
568 nemendur. Þessir árgangar urðu fyrir
valinu þar sem þeir þreyta allir samræmd
próf. Gögnum var safnað til að finna líkams-
þyngdarstuðul, námsárangur var mældur
út frá niðurstöðum samræmdra prófa og
líðan nemenda var athuguð með spurninga-
lista, sem þó var eingöngu lagður fyrir nem-
endur 7. og 10. bekkjar.
Skv. niðurstöðum rannsóknarinnar kom í
ljós að ofþyngd eða offita tengist slöku
gengi í námi og slæmri líðan meðal nem-
enda í 10. bekk, en slík tengsl voru ekki til
staðar meðal nemenda í 7. bekk. Þyngri
nemendur í 4. bekk sýndu betri námsárang-
ur en þeir sem voru léttari, en munurinn er
þó ekki talinn marktækur. Þeir sem að
rannsókninni stóðu segja rannsóknina ekki
svara því hvers vegna þyngd hafi meiri
áhrif á líðan eldri unglinga, en gera megi
ráð fyrir að hin auknu félagslegu áhrif sem
börn og unglingar verða fyrir þegar þau eru
eldri skipti þar verulegu máli.
Meðalþyngd lækkað síðasta áratug
„Eftir því sem börnin verða eldri þá fer
að gæta sambands milli þess að vera of
þungur og ganga lakar í námi og meðal
þungra unglinga eru engir sem ná ágætum
námsárangri,“ segir í greininni.
Rannsóknin bendir til að þyngd hafi eng-
in áhrif til eða frá á námsárangur nemenda í
4. og 7. bekk. „Það kemur því nokkuð á
óvart að þungum nemendum, bæði strákum
og stelpum, gengur verr í námi í 10. bekk
heldur en léttum og meðalþungum nemend-
um í sama bekk. Einnig kemur í ljós að
stelpur í 10. bekk eru enn líklegri til að fá
lægri einkunnir en strákar. Engin þung
stelpa komst upp fyrir 5 í samræmdum
prófum með normaldreifðri einkunn,“ segir
jafnframt í greininni.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur
fram að líkamsþyngd nemenda jókst á milli
áranna 1970 og 1980 og aftur milli 1980 og
1990, en að meðaltali jókst þyngd nemenda
um 9% milli 1970 og 1990. Hins vegar varð
engin aukning frá 1990 til 2000 heldur
lækkaði líkamsþyngdarstuðull í öllum ár-
göngum.
Ofþyngd
veldur lakari
námsárangri
Trúarhópar | Málþing um samskipti
fólks af ýmsum trúarbrögðum í íslensku
fjölmenningarsamfélagi verður haldið í Ak-
ureyrarkirkju laugardaginn 18. október.
Málþingið ber yfirskriftina „Á sama báti II“
og er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
Málþingið er haldið á vegum kærleiks-
þjónustusviðs Biskupsstofu í samstarfi við
prest innflytjenda. Markmið þess er að
hugleiða framtíð fjölmenningarsamfélags-
ins og það hvernig fólk af mismunandi
trúarbrögðum og menningu getur búið
saman með gagnkvæma virðingu að leið-
arljósi. Búast má við að málþingið gagnist
sérstaklega þeim sem mæta mismunandi
trúarviðhorfum og siðum í starfi sínu, ekki
síst í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu,
ferðaþjónustu, fjölmiðlum og kirkjustarfi.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
GENGI
GJALDMIÐLA mbl.is