Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.2003, Blaðsíða 20
UNNIÐ hefur verið að endurnýj- un ferskvatnslagnarinnar í Odd- eyrarbryggju að undanförnu en vatnslögnin var orðin gömul og úr sér gengin, eins og Gunnar Arason yfirhafnavörður hjá Hafnasamlagi Norðurlands orðaði það. Gunnar sagði að höfnin seldi mikið af vatni og þá ekki síst í skemmtiferðaskipin á sumrin. Nú þegar hafa verið boðaðar komur 46 skemmtiferðaskipa til Ak- ureyrar næsta sumar. Þetta er sami fjöldi og í fyrra en heild- arstærð skipanna sem koma næsta sumar er mun meiri en sl. sumar. Bæjarbúar hafa jafnan gaman að því að fara í bíltúr niður á bryggju þegar eitthvað er þar um að vera en eftir 1. júlí á næsta ári getur það orðið erfiðara. Ákveðið hefur verið að loka bryggjunni með girðingu og er þar verið að vinna eftir alþjóðlegum reglum um öryggi í höfnum þar sem er- lend skip koma upp að. Morgunblaðið/Kristján Betra vatn: Starfsmenn ÞJ verktaka á Oddeyrarbryggju, þar sem unnið hefur verið að því að skipta um vatnslögn. Endurbætur á Oddeyrarbryggju AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýslumannsembættið að fornu og nýju nefnist fyrirlestur sem Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður á Akureyri flytur á Lögfræðitorgi í dag kl. 14 í stofu 14 í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þingvall- astræti. „Saga sýslumannsembætt- anna nær allt til Gamla sáttmála. Í öðrum sáttmála Íslendinga við Há- kon Gamla Noregskonung frá 1263 er sýslumanna fyrst getið hér á landi, síðan koma sýslumenn aftur fyrir í Jónsbók sem tekin er í lög 1281,“ segir Björn Jósef. Hann segir að svo virðist sem ekki hafi legið algjörlega ljóst fyrir hvað sýslumenn áttu nákvæmlega að gera í upphafi. „Þeir voru um- boðsmenn konungs í hérðaðinu og áttu aðallega að sjá um skatt- heimtu og löggæslu. Þá tilnefndu þeir menn á þing og skipuðu í lög- réttu ásamt lögmanni.“ Í umfjöllun sinni ræðir hann einnig þær veigamiklu breytingar sem urðu á sýslumannsembættinu árið 1992 þegar dómsvaldið var skilið frá framkvæmdavaldinu. „Það er kunnara að frá þurfi að segja að sýslumenn urðu síðar dómarar með formlegum hætti sem stóð allt til 1992 með aðskiln- aðarlögunum; ég ætla að rekja ástæður þeirra breytingar, en það var einmitt Jón Kristinsson hér á Akureyri sem stefndi ríkinu fyrir Mannréttindadómstólnum vegna atviks sem átti sér stað hér í bæn- um. Lögreglan tók Jón, fulltrúi lög- reglustjóra rannsakaði málið og fulltrúi lögreglustjóra dæmdi.“ Björn Jósef segir merkilegt að „stór hluti verkefna sýslumanna ut- an Reykjavíkur eru með svipuðum hætti nú og var þegar í upphafi.“ Verkefni sýslu- manna svipuð nú og þau voru í upphafi VÍSINDAVEFUR leikskólans Iðvallar, sem ber heitið „Þar er leikur að læra“ hafnaði í þriðja sæti í eSchola, evrópskri verðlauna- samkeppni um notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Áður hafði verkefni skólans kom- ist í hóp þeirra tíu bestu en endanleg úrslit voru kunngjörð í Genf í Sviss fyrir helgina. „Við erum alveg himinlifandi með árang- urinn, sem var mun betri en við þorðum að vona,“ sagði Anna Elísa Hreiðarsdóttir, sem er hönnuður vefsins ásamt eiginmanni sín- um, Arnari Yngasyni. Þau hjón, sem bæði eru deildarstjórar við leikskólann, voru við- stödd verðlaunaafhendinguna, ásamt Krist- laugu Svavarsdóttur, leikskólastjóra, og Jónu Pálsdóttur, deildarstjóra þróunarsviðs menntamálaráðuneytisins. Eschola er samvinnuverkefni evrópska skólanetsins, 26 menntamálaráðuneyta í Evr- ópu og evrópsku ráðherranefndarinnar. Keppnin nefnist eLerning Awards og er markmið hennar að verðlauna framúrskar- andi upplýsinga- og samskiptaverkefni skóla. Alls voru 600 verkefni skráð til þátttöku í upphafi. Iðavöllur fékk 2.000 evrur, eða um 180 þúsund krónur, í verðlaun fyrir þriðja sætið og verðlaunagrip úr tékkneskum krist- al. Það var grunnskólaverkefni frá Írlandi sem hafnaði í fyrsta sæti og grunnskólaverk- efni frá Ítalíu í öðru sæti. Anna sagði að þau hefðu verið mjög hissa á að vera ekki á lista yfir þau verkefni sem höfnuðu í 4.-10. sæti í keppninni. „Það fyrsta sem okkur datt í hug var að við hefðum gleymst,“ sagði Anna en fljótlega gerðu ak- ureysku fulltrúarnir sér þó grein fyrir því að verkefnið yrði í einu af þremur efstu sæt- unum. Kristlaug, leikskólastjóri, sagði að þessi árangur hefði mikla þýðingu fyrir leik- skólann. Hann væri hvatning til að halda starfinu áfram og gera enn betur. „Við vor- um ekki bara fulltrúar Iðavallar heldur litum við á okkur sem fulltrúa bæjarins og leik- skólastarfs í landinu. Við kynntum bæinn okkar vel og vorum alveg óskaplega stolt yf- ir því að vera Íslendingar,“ sagði Kristlaug. Arnar sagði að þessi árangur stuðlaði að samstarfi milli landa og er ætlunin að nýta sér það. Verðlaunasamkeppnin var fyrir skóla á öllum stigum en ákveðið var að senda vef leikskólans í keppnina til að sýna fram á að þetta verkefni ætti líka við um leikskóla. Á ráðstefnu daginn eftir verð- launaafhendinguna kynntu fulltrúar Iðavallar verkefnið. Anna sagði að það hefði vakið töluverða undrun gesta að þetta ung börn, eða tveggja og þriggja ára gömul, væru að leika sér með tölvur. Anna og Arnar bjuggu til vef til að halda utan um verkefni barnanna og til að sýna kennslufræðina í skólanum. Á vefnum geta bæði foreldrar og aðrir fengið innsýn í það starf sem þar er unnið. Á Iðavelli er mikið af börnum frá öðr- um löndum og því er vefurinn að hluta til á ensku, þannig að foreldar þeirra barna geti einnig fylgst með. Leikskólinn Iðavöllur er fyrsti leikskólinn á Akureyri sem fékk tölvur og sá fyrsti sem er með heimasíðu. Þar er tæknin notuð eins mikið og kostur er í skóla- starfinu. Vísindavefur Iðavallar í þriðja sæti í evrópskri samkeppni um notkun upplýsingatækni í skólastarfi Hvatning til að halda áfram og gera enn betur Ánægð með verðlaunin: Fulltrúar Iðavallar og menntamálaráðuneytisins með verðlaunin í Genf í Sviss. F.v. Jóna Pálsdóttir, deildarstjóri þróunarsviðs menntamálaráðuneytisins, hjónin Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Arnar Yngason og Kristlaug Svavarsdóttir leikskólastjóri. REKSTUR fyrirtækjanna Ásprents – Stíls hf. og Alprents ehf. á Akureyri hefur verið samein- aður. Með sameiningu fyrirtækjanna verður til eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði prent- þjónustu, auglýsingagerðar og tengdrar starf- semi, segir í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Til að byrja með verða fyrirtækin áfram með rekstur í núverandi húsnæði á Glerárgötu 24, Glerárgötu 28 og Óseyri 2, en í framhaldinu verður hugað að ýmiskonar samhæfingu í rekstrinum, þ.m.t. húsnæðismálum. Í lok ágúst sl. var rekstur Ásprents og Stíls sameinaður undir nafninu Ásprent – Stíll hf. og eignuðust eigendur Ásprents og Stíls jafnan hlut í félaginu. Í nýju sameinuðu félagi, sem nú hefur orðið til, eiga eigendur Stíls 50% hlut, Þórður, Ólafur og Alexander Kárasynir 33% hlut og Einar Árnason og fjölskylda, eigendur Alprents, 17% hlut. „Undanfarin ár hafa Ásprent og Alprent ver- ið tvær öflugustu prentsmiðjurnar á Akureyri og með því að sameina krafta þeirra verður til mjög öflugt prentfyrirtæki sem verður enn bet- ur í stakk búið til þess að takast á við vaxandi samkeppni í þessum iðnaði, jafnframt því sem fyrirtækið mun hafa aukinn styrk til þess að taka að sér ný og krefjandi verkefni af öllu landinu,“ segir í frétt frá fyrirtækjunum. „Alprent ehf. er rótgróið fyrirtæki í prentiðn- aði á Akureyri. Árið 1984 keypti Einar Árnason prentari rekstur prentsmiðjunnar Valprents, sem hafði verið stofnuð árið 1962. Nafninu breytti Einar í Alprent árið 1985 og allar götur síðar hefur hann rekið fyrirtækið undir því nafni á Glerárgötu 24. Starfsmenn Alprents eru sex og búa þeir yfir mikilli þekkingu og reynslu, allir hafa þeir unnið í prentiðnaði í 35– 40 ár.“ Í nýju sameinuðu fyrirtæki verður Einar Árnason einn af lykilstjórnendum. Öllum nú- verandi starfsmönnum Alprents býðst að starfa hjá nýju fyrirtæki. „Það verður rík áhersla lögð á að þjóna áfram vel þeim fyrirtækjum og ein- staklingum sem við höfum verið að þjónusta í gegnum árin og ég tel að með því að sameina krafta okkar í nýju fyrirtæki höfum við alla burði til þess að gera enn betur en áður í þeim efnum,“ segir Einar Árnason, framkvæmda- stjóri og eigandi Alprents ehf. Markmið með sameiningu Ásprents – Stíls hf. og Alprents ehf. er að byggja upp stórt og öflugt þjónustufyrirtæki í prentiðnaði, útgáfu- starfsemi, auglýsingahönnun, birtingum, skilta- gerð og fatamerkingum. Auk þess er sameig- inlegt fyrirtæki með verslun með rekstrarvörur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Í stjórn hins nýja sameinaða félags eru Bald- ur Guðnason, stjórnarformaður, Steingrímur Pétursson, Þórður Kárason, Ólafur Kárason og Einar Árnason. Ásprent – Stíll hf. og Al- prent ehf. hafa sameinast Tónlist á hádegi | Í dag, þriðjudag, verða haldnir hádegistónleikar í Ketilhúsinu í Listagilinu. Flytjendur eru: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir tón- skáldin: Manuel de Falla, Eurique Granados, Marco Cesti, Emil Thor- oddsen, Jón Laxdal, Jón Ásgeirsson og fleiri. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.