Morgunblaðið - 13.12.2003, Side 48

Morgunblaðið - 13.12.2003, Side 48
DAGLEGT LÍF 48 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga, kl. 10-16 Ullarúlpur Heilsársúlpur Hattar og húfur Yfirhafnir í úrvali Glæsilegt úrval af yfirhöfnum Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Útsölustaðir Apótek og lyfjaverslanir Töskur Ekta leður Verð frá kr. 2.800 K rakkarnir í 3.A í Víkurskóla rækta krydd, búa til salat, elda pottrétti og baka bollur. Þau byrja að læra matreiðslu að einhverju leyti strax í 2. bekk og í 3. bekk eru þau komin sæmilega af stað, segir Fríða Sophia Böðvarsdóttir heimilisfræði- kennari. Kennt er einu sinni í viku, 80 mínútur í senn, og eru stelpurnar í smíði aðra hverja viku meðan strákarnir nema heimilisfræði, og öfugt. „Þau læra undirstöðuatriðin í matseld, mælieiningar og fleira og ég legg mikla áherslu á gott fæði; holl brauð, salöt og súpur,“ segir Fríða Sophia. Börnin eru hrifin af hollum mat en núna fyrir jólin fengu þau að baka kökur sem þau brögðuðu hressilega á. „En þau eru líka rosalega hrifin af hráu grænmeti,“ segir hún. Meðal þess sem þau hafa sett saman er krakkasalat eftir eigin uppskrift, en í því er kínakál, gul- rætur og paprika og sósa úr sítrónu- safa og hunangi. „Þau búa uppskrift- irnar til sjálf með minni leiðsögn og við reynum að laga matinn að þeirra smekk. Þegar hráefnið ber á góma heyrist stundum eitt og eitt „oj“, en ég hef sagt þeim að slíkt viðmót sé bannað í mínum tíma. Og það er skylda að smakka allt einu sinni,“ segir hún. Matarsmekkur barna mótast af því sem fyrir þeim er haft og segir Fríða þau borða því meira grænmeti því oftar sem það sé á borðum. Pitsa er samt aðalmálið, séu þau spurð. „Einn uppáhaldsrétturinn þeirra er pottréttur, sem ýmist er kallaður indíána- eða kúrekapottréttur, en í honum er meðal annars sojakjöt, baunir og grænmeti,“ segir Fríða Sophia. Krakkarnir eru flestir mjög áhugasamir um matseld að hennar sögn og kváðust aðspurð kunna að búa til pitsu, piparkökur, bollur og kókosbollur, þegar blaðamaður og ljósmyndari komu í heimsókn. „Þeim þykir gaman að baka, sér- staklega stelpunum sem taka námið mjög alvarlega og er ekki laust við að þeim þyki bekkjarbræðurnir dá- litlir göslarar,“ segir Fríða jafn- framt. Kryddrækt í pottum er líka á námskránni og í byrjun skólaárs fengu krakkarnir að fara í skóla- garðana og tína sér grænmeti. Einn- ig fóru þau út í móa og tíndu villi- jurtir. Úr þessu hráefni bjuggu þau til súpu og fylgir uppskriftin hér á eftir. Einnig gefa krakkarnir í 3.A les- endum uppskriftir að indíánapott- rétti, krakkasalati sem fyrr er getið, gleðibollum og skyrsúpu. Villijurtasúpa 1 laukur, smátt saxaður 1 gulrófa, skorin í sneiðar og síðan í strimla gulrætur, skornar í sneiðar 1 hreðka, skorin í sneiðar og síðan í strimla 1 blað grænkál, rifið fremur gróft 150 g kartöflur, skornar í sneiðar 1 dl rauðkál, smátt saxað 3 hvítlauksrif 1 lítri vatn 1 msk. jurtakraftur 1 tsk. karrý tsk. villijurtakrydd ¼ tsk. hvítur pipar 1 msk. sojasósa Allt grænmetið er sett í pott ásamt vatni og kryddi og soðið sam- an við vægan hita í 12–15 mínútur. Súpan er borin fram heit með gleði- bollum. Gleðibollur 3 dl volgt vatn 1 msk. þurrger 1 tsk. jurtasalt 1 msk. ólífuolía 1 tsk. hunang 2 msk. þriggja korna blanda 4 dl heilhveiti 4 dl hveiti Velgið vatnið í 37 gráður og hellið því í skál. Bætið þurrgeri, salti, olíu, hunangi og þriggjakornablöndu saman við og hrærið í örstutta stund, bætið þá mjölinu saman við og hnoð- ið öllu saman. Látið hefast í 1 klukkustund. Sláið deigið þá niður og hnoðið það aftur, mótið lengju og skiptið því í 8 bollur, sem settar eru á smurða bökunarplötu. Látið bollurn- ar hefast á bökunarplötunni í 30 mín- útur. Bakað við 180 gráður í 15–20 mínútur. Skyrsúpa fyrir 2 2 dl hreint skyr 1 dl mjólk 2 tsk. hunang ¼ tsk. vanillusykur 1 epli smátt saxað Skyri, mjólk, hunangi og vanillu- sykri hrært saman þar til blandan er kekkjalaus. Smátt söxuðu epli bland- að saman við og súpan er tilbúin. Gott er að fá sér gleðibollu með súp- unni. Indíánapottréttur Með þessum pottrétti er gott að bera fram krakkasalat og tacoskeljar. 200 g rauðar nýrnabaunir 100 g sojakjöt  MATARKISTAN| Börn í þriðja bekk rækta krydd, búa til salat, elda pottrétti og baka bollur Morgunblaðið/Ásdís 3. bekkur A í Víkurskóla: Krakkarnir ásamt kennara. Frá vinstri í fremstu röð: Herdís, Ásdís Björk, Bergur, Tómas, Breki, Viktor, Arnþór Ö., Viktor F. og Kristmundur. Miðröð: Ásdís, Glódís, Ragnheiður, Jón, Hilmar, Daníel og Vikt- or Á. Aftasta röð: Sóley, Stefanía, Sunna, Margrét Halla, Fríða Sophia, Erna María, Margrét, Berglind og Karen. Framtíðarkokkar: Ásdís, Erna María, Stefanía og Arn- þór Örvar fylgjast spennt með matreiðslunni. Krakkasalat: Matgæðingarnir Arnþór, Viktor, Breki, Bergur og Hilmar stilla sér upp með salat í höndunum. Hrifin af hollum mat Stelpunum í 3.A í Víkur- skóla finnst skemmti- legast að baka og strák- arnir voru nýbúnir að búa til krakkasalat þeg- ar gesti bar að garði. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.