Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 6
„VIÐ eflumst við hvern leik – því heiti ég,“ segir Rastislav Trtík, landsliðs- þjálfari Tékka, andstæð- inga Íslendinga í dag á Evrópumeistaramótinu í handknattleik um hvorir þeirra komast áfram í milliriðil keppninnar. Þeir sem tapa halda til síns heima á morgun, þeir sem vinna halda þátttöku áfram í milliriðlakeppni í Ljubljana í vikunni. Svo virtist sem taugar tékk- nesku leikmannanna væru spenntar til hins ýtrasta gegn Ungverjum í upp- hafsleik C-riðils á fimmtu- daginn, þar sem þeir voru m.a. undir, 24:16, stundar- fjórðungi fyrir leikslok, en þeir náðu að rétta úr kútn- um gegn Slóvenum í leik á föstudag. Tékkar sýndu þá á sér allt aðra og betri hlið, stóðu lengi vel í heima- mönnum, voru m.a. yfir, 18:15, í hálfleik en urðu að láta undan þegar á leið, lokatölur 37:33, Slóvenum í vil. „Eftir því sem á mótið líð- ur verðum við reyndari. Leikmenn mínir eru lítt reyndir og ólíkt leik- mönnum margra annarra liða leika þeir ekki með sterkustu liðum Evrópu í meistaradeildinni,“ segir Trtík, sem er staðráðinn í að fara með lið sitt í milliriðilinn, en til að ná því verða Tékkar að fagna sigri á Íslendingum. „Það er engin launung að stefna okkar er sú að fara í milliriðla, til þess verðum við að vinna einn leik. Riðlakeppninni er ekki lokið enn þannig að það er ekki öll nótt úti ennþá þrátt fyrir tvö töp. En til að það markmið geti náðst er okkur nauðsynlegt að bæta sóknar- leikinn, hann hefur ekki verið eins góður og kostur er, aftur á móti hef- ur vörnin staðið fyrir sínu. Við ætl- um okkur að leggja Íslendinga að velli,“ segir Rastislav Trtík, hinn mikilúðlegi og skeggprúði ljúflingur sem stýrir landsliði Tékka um þess- ar mundir – maðurinn sem tók að sér að koma Tékkum í fremstu röð handknattleiksþjóða á nýjan leik eftir margra ára lægð. Trtík tók að sér að byggja upp nýtt lands- lið Tékka sem gæti keppt á meðal fremstu þjóða heims. Flestir leikmenn liðsins eru á aldrinum 21 til 26 ára og hafa ekki leikið marga landsleiki. Sá leikjahæsti er Jan Filip, hornamaður Nordhorn í Þýskalandi. Hann á að baki 86 landsleiki og er langþekktasti leikmað- ur liðsins, enda einn sterkasti örvhenti hornamaðurinn í þýsku 1. deildinni og auk þess skæður hraðaupp- hlaupsmaður. Filip er einn fjögurra leikmanna sem spila með félagslið- um utan heimalandsins, hinir þrír eru í Sviss, á Ítalíu og í Svíþjóð hjá Drott. Það er Daniel Kubes, sem einhverjir handknattleiksunnend- ur muna e.t.v. eftir úr leik HK og Drott í Evr- ópukeppni bikarhafa í haust. Tékkar leika bæði 6/0- og eins bregða þeir fyrir sig 3/2/1-varnar- leik. Þeir hafa á að skipa hávöxnum leik- mönnum, rúmlega tveggja metra háum, sem eru aðalmenn í 6/0- vörninni. Eins og Trtík segir hefur sóknarleikurinn verið vandi Tékka á EM og sérstaklega reyndist framliggjandi vörn Ung- verja þeim erfið í viðureign þjóð- anna á fimmtudagskvöldið þar sem Tékkar skoruðu aðeins 16 mörk á fyrstu 45 mínútunum. Þá er mark- vörðurinn Martin Galia afar lipur þrátt fyrir ungan aldur og gerði bæði Ungverjum og Slóvenum skrá- veifu með vasklegri framgöngu sinni. Guðmundur Þórður hefur trú á sínum mönnum Að lokinni viðureign Íslendinga og Ungverja á föstudag var Guð- mundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari spurður um vænt- anlega mótherja í dag í úrslitaleikn- um í Celje, hvað hann vissi um and- stæðinga íslenska liðsins í þessum mikilvæga leik fyrir báðar þjóðir. „Ég veit nokkuð mikið um Tékka, hef mikið efni undir höndum með leik þeirra. Þeir leika vörnina mjög framarlega og hafa þannig valdið mörgum landsliðum erfiðleikum svo sem Frökkum sem Tékkar lögðu í vináttuleik á dögunum. Tékkar leika framarlega í vörn, enn framar en Ungverjar, svo dæmi sé tekið af ný- legum mótherjum okkar. Við verð- um einfaldlega að kortleggja Tékk- ana vandlega á þessari stundu og vera þannig klárir í leikinn mikil- væga, bæði hvað varnar- og sókn- arleik snertir. Ég hef þá einlægu trú að gegn Tékkum sýnum við úr hverju við erum gerðir,“ sagði Guð- mundur. Íslenska liðið undir þinni stjórn er komið upp að vegg og mætir liði Tékka sem hefur engu að tapa, ekki satt? „Rétt, við erum komnir upp að vegg, en þá snýst málið um að taka skrefið frá veggnum, leika eins og við best getum,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik. Ljóst er að íslenska landsliðið verður að bæta leik sinn verulega frá viðureignunum við Slóvena og Tékka til að slá spræka Tékka út af laginu. Leikur Íslands og Tékklands hefst kl. 17.30 í Celje. Rastislav Trtík, landsliðsþjálfari Tékka í handknattleik, á EM í Slóveníu „Ætlum okkur að leggja Íslendinga að velli“ Landsliðsmenn íslands hlusta á þjóðsöng íslands fyrir leik- inn gegn Ungverjum á föstudag og það má einnig sjá þá á stórum skjá í hinni glæsilegu íþróttahöll í Celje í Slóveníu. Ívar Benediktsson skrifar frá Celje Morgunblaðið/Sverrir FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alls staðar er íþróttaálfurinn. Það er búið að setja upp aug-lýsingaskilti á starfsmannaskúrinn í Sorpu á Dalvegi meðmynd af honum og áletruninni „Gott efni í nýja hetju“.Auglýsingin skírskotar til pappakassa sem skilað er til Sorpu og notaðir eru í aðra pappakassa. Það er herferð í gangi. Á öðru skilti er áletrunin „Þeir ganga aftur“ um skó sem skilað er til Sorpu. Það rignir og skammdegið er búið að gleypa mannlífið eins og rusladallur, þannig að blaðamaður freistast til að setjast með starfsmönnunum í hlýjuna í skúrnum. – Ég frétti af vísnafróðum manni að norðan, sem ynni hérna og talaði í bundnu máli, segir blaðamaður og forvitnin leynir sér ekki. – Hann er ekki við, segir maður sem situr í horninu á skúrnum og grettir sig. Hann er með gamlan klút vafinn um hálsinn, með rennt frá flíspeysunni og sterklega byggður eins og Esjan, – hárið eins og fennt hafi í hlíðarnar. En hann ræður ekki við sig, bundna málið ryðst fram eins og snjóflóð: Vísur mínar vert er að hafa í minni, þær áttu við á einum stað og einu sinni. Félagar hans í skúrnum brosa og segja að hann sé sífellt að fara með vísur. Fólk hafi gaman af því að hlusta á hann og fari jafnvel í lengri röðina til að komast til hans, þótt fljótlegra væri að fara hinu- megin. – Einn hringsólaði um svæðið um daginn og var að leita að honum. Þegar hann fannst ekki rétti hann okkur þennan miða, segir ungur maður og bendir á töflu á veggnum þar sem búið er að hengja miðann upp: Alltaf fellur eitthvað til enn er pláss í Sorpu. Heim því aftur halda vil og hefja næstu skorpu. Maðurinn í horninu, sem heitir Aðalgeir Jónsson, er farinn að ókyrrast í sæti sínu. Það er greinilegt að hann er vanur að taka þátt í samræðunum, að minnsta kosti ef þær snúast um kveðskap. – Fólk virðist hafa gaman af bundnu máli sem flutt er með áherslum gamals Þingeyings, játar hann. Ég er fæddur og uppalinn á Húsavík, en um tvítugt flutti ég norður í Öxarfjörð og var bóndi í tuttugu ár. – Hvernig kanntu svo við búskapinn á höfuðborgarsvæðinu? – Ég kann þokkalega vel við mig. Ég byrjaði að vinna í Áburð- arverksmiðjunni ’82, fluttist í Garðabæ ’83, gekk í hnapphelduna ’84 og eignaðist dóttur ’85. Það er nú svona það helsta í seinna líf- inu, eins og ég kalla það. Eftir tuttugu ár í Áburðarverksmiðjunni stóð Aðalgeir frammi fyrir því að finna sér nýtt starf. – Ég kann ágætlega við mig hérna, segir hann. Þegar maður er orðinn svona fullorðinn getur maður ekki ætlast til þess að hlaupa inn í annað starf. Það er til fullmikils ætlast að fá vinnu út á kjaft- inn á sér þegar maður getur ekki komið saman stöku, segir hann sposkur á svip. Síðan flytur hann Grettisbæli eftir Einar Benediktsson með mikl- um áhersluþunga, tök hans á íslenskri tungu eru eins og sundtök Grettis er hann sótti eldinn úr Drangey. Svo mikil eru átökin að hann er móður eftir. Í samræðum við Aðalgeir verður tíminn ekki aðeins óþarfur held- ur áhrifalaus, því samtalið spannar þrjár aldir. Gömul viðarklukka á veggnum þrjóskast við. Hún hefur augljóslega ratað hingað úr fórum viðskiptavina Sorpu, því hún passar eiginlega ekki alveg og nær yfir hluta af dyralistanum. Klukkan er það eina í skúrnum sem er til vitnis um staðsetninguna. Sú regla gildir nefnilega að starfs- menn mega ekki taka hluti sem berast Sorpu. Sem stundum geta verið eigulegir. – Það er hætt að koma mér á óvart hverju fólk hendir, segir ung- ur maður með hökuskegg. Einu sinni barst hingað silfurborðbún- aður úr dánarbúi með því fororði að hann mætti ekki fara í nytja- gám. Ættingjarnir gátu ekki komið sér saman um hvernig ætti að skipta búinu. Þá varð ég innilega undrandi. Þó nokkuð er um að við fáum hluti úr dánarbúi sem ekki má nýta með neinum hætti. – Það berst mikið af húsgögnum núna, segir Aðalgeir og hlær. Það er greinilega mikið af útsölum í gangi. Þannig virkar þetta. Þegar fermingarnar standa yfir berst hingað mikið af gömlum græjum. Þetta er eins og á færibandi. – Ég held við séum besti mælikvarðinn á góðæri, skýtur annar starfsmaður inn í. Árið 1999 höfðum við ekki undan að taka á móti sófasettum, en síðan datt botninn úr því næstu ár á eftir. Bílarnir streyma inn á Sorpu með allskyns hluti sem búið er að neyta, orðnir eru óþarfir eða dottnir eru úr tísku. Ungur stælgæi er glaðbeittur á jeppanum sínum með sjónvarp í farþegasætinu og spyr hvert það eigi að fara. – Þegar þeir koma frá Morgunblaðinu er allt til hægri, svarar Aðalgeir glettinn í bragði. – Má ég samt fara til vinstri, spyr stælgæinn. Hann er hávaxinn og kraftalegur og sjónvarpið verður eins og handbolti í meðförum hans. Það þarf mikið til að menn hendi sjónvarpinu sínu. Ætli hann sé ekki óánægður með úrslitin í landsleiknum. Morgunblaðið/Þorkell Hlutir sem ganga aftur SKISSA Pétur Blöndal fékk kaffi- sopa í Sorpu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.