Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 11 ehf. Þeir munu og vera þeirrar skoðunar að mun færri aðilar hafi áhuga á að eignast Eim- skip ehf. ef sá kostur stendur ekki til boða að einn aðili eða einn hópur geti keypt flutninga- starfsemina í einum bita, farið af markaði með félagið og gripið til þeirra aðgerða sem honum eða þeim þykir þörf á. Ef það er rétt mat gæti það þýtt að lægra verð fengist fyrir félagið en ella. Vonir þeirra um að ekki sé öll nótt úti enn um kaup á félaginu hljóta því að einhverju leyti að byggjast á því að afstaða stjórnar Eimskipafélagsins endurspegli ekki endilega vilja þeirra sem fara með ráðandi hlut í félag- inu, þ.e. Landsbankans og Samsonsmanna. Ummæli Björgólfs Guðmundssonar, for- manns bankaráðs Landsbankans í Háskóla Ís- lands, á fimmudaginn, virðast ekki sérstak- lega til þess fallin að styrkja þær væntingar. Fleiri hafa sýnt áhuga á flutningastarf- seminni Fleiri hafa sýnt Eimskip ehf. áhuga en þeir Kristinn, Sigurður og Jón Pálmasynir, Þor- steinn og Margeir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa nokkrir innlendir en líka erlendir aðilar „spurst fyrir“ eða „lyktað af fé- laginu“ en í þeim efnum er fátt um gangfæra slóða að feta sig eftir enn sem komið er. Aftur á móti hefur annar „hópur“ lýst yfir áhuga sínum að koma að rekstri flutninga- félagsins og raunar sýnt þann áhuga í verki með kaupum á bréfum í Eimskipafélaginu en nokkrir innan hans teljast þó til innherja og munu því verða að halda að sér höndum í þeim efnum. Ætla má að þessi hópur eigi nú á bilinu 6–8% í Eimskipafélaginu. Þarna hafa verið nefndir til sögunnar Er- lendur Hjaltason, núverandi framkvæmda- stjóri Eimskipafélagsins, faðir hans Hjalti Geir Kristjánsson, Þórður Magnússon, stjórn- arformaður Eyris fjárfestingafélags og stjórn- armaður í Eimskipafélaginu, Hannes Smára- son, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og loks eignarhaldsfélagið Saxhóll. Ekki munu allir innan þessa hóps hafa ræðst sérstaklega við en tengingin milli þeirra er þó það þétt að eðlilegt er að tala um hóp. Hann ber þó engan veginn að telja lok- aðan og alls engan veginn útilokað að fleiri muni koma inn í hann. Hópurinn hefur ekki óskað formlega eftir viðræðum um kaup en hafa „rætt við mann og annan“ og aðilar innan hans hafa sagt í fjölmiðlum að þeir hafi áhuga á að koma að rekstri flutningsfélagsins í sam- starfi við aðra. Ljóst er því að Landsbankinn veit vel af þessum áhuga. Sterkt almenningshlutafélag með nokkra kjölfestufjárfesta Hugmyndir eða áherslur þessa hóps eru allt aðrar en þess sem þegar hefur verið fjallað um og í sem stystu máli vill hann að ca 4–6 kjölfestufjárfestar komi að félaginu en að öðru leyti verði flutningafélagið áfram almennings- hlutafélag eins og Eimskipafélagið hefur verið í níutíu ár. Hópurinn telur best og skynsamlegast að stuðla að vexti og viðgangi félagsins innan al- menningshlutafélagsformsins og það eigi því áfram að vera skráð á markaði. Þá er og ljóst að þeir eru þeirrar skoðunar að verulegur ár- angur hafi þegar náðst í rekstri flutninga- starfseminnar, grunnreksturinn sé nú kominn á nokkuð gott ról eftir erfið ár og því sé hægt að huga að sóknarfærum. Þá munu þeir og leggja áherslu á að flutningafélagið verði fjár- hagslega sterkt við stofnun þess og telja ekki æskilegt fyrir Eimskipafélagið að fá eigendur að flutningafélaginu sem ekki leggja fram fé að ráði heldur selji eignir og/eða taki út úr því fé til þess að standa undir kaupum á því. Við það fari of mikill kraftur úr félaginu. Eðlilegra sé að nota þá stöðu sem Eimskip sé að komast í til að huga að frekari vexti og útrás. Í þessu sambandi má minna á að í nóv- ember þegar Erlendur Hjaltason fram- kvæmdastjóri kynnti níu mánaða afkomu Eimskips sagði hann að markaðsstaða félags- ins væri orðin sterk og hagræðing væri byrjuð að skila sér og að væntingar væru um að rekstur Eimskips færi batnandi á næstu mán- uðum og misserum. Menn hefðu sett sér markmið um 5–10% arðsaman vöxt á ári og að auka hlutdeildina á íslenska flutningsmark- aðinum úr 28% í 34% á næstu þremur árum auk þess að fjárfesta í arðbærum flutningsfyr- irtækjum erlendis. Má ætla að þessi framtíðarsýn og markmið lýsi að miklu eða a.m.k. að einhverju leyti hug- myndum þessa hóps um framtíð félagsins. Sölulykt af yfirlýsingum stjórnenda Eimskipafélagsins Sumir, þ.m.t. keppinautar Eimskips ehf. á Íslandi, telja stjórnendur og stjórn Eimskipa- félagsins vera bjartsýna um of í yfirlýsingum sínum og ganga jafnvel svo langt að segja að af þeim sé nokkur sölulykt. Hjá greining- ardeildum bankanna hafa menn einnig velt upp þeim möguleika að verið sé að „tala“ verðið á bréfum Eimskipafélagsins upp en aðrir á þeim vettvangi taka undir það með stjórnendum félagsins að full ástæða sé til bjartsýni. Greiningardeildirnar virðast þó al- mennt sammála um að rekstur flutningastarf- seminnar hafi batnað mikið. En skoðanir virð- ast skiptar um framtíðina og eins hvort Eimskipafélagið standi undir núverandi gengi eða 8,9. Upplýsingar um skulda- og þar með eigna- stöðu flutninga- og fjárfestingarfélagsins liggja ekki á lausu og því er óhægt um vik að spá í hvert markaðsvirði flutningafélagsins er. Sækja ekki aukna markaðshlutdeild og græða um leið Skoðanir eru einnig skiptar að því er varðar aukna hlutdeild Eimskips á innanlandsmark- aði. Minnt er á að samkeppnin á markaði hér heima sé hörð, Eimskip ehf. hafi aukið flutn- ingsmagnið í fyrra en meðalverðið hafi á hinn bóginn lækkað. Þessar raddir segja útilokað að Eimskip geti aukið hlutdeild sína á mark- aðinum verulega eða úr kannski 60% í hátt í 70% nema lenda í gífurlega harðri verðsam- keppni við keppinautana, Atlantsskip og Sam- skip. Þetta þýði í reynd að Eimskip geti ekki sótt aukna markaðshlutdeild og grætt á sama tíma. En aftur til nútíðarinnar: hver er staðan núna og er kannski verið að vinna að sölu á flutningsfélaginu á bak við tjöldin? Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst liggja ekki enn fyrir aðskildir efnhagsreikn- ingar fyrir fjárfestingarfélagið (Burðarás) og flutningafélagið (Eimskip) og þar af leiðandi er nær útilokað að ætla að reyna að skjóta á markaðsverðmæti hvors félags. Eftir á að skipta skuldum endanlega niður á félögin tvö, ganga frá ábyrgðum milli þeirra, skattamálum o.fl. Málin séu því ekki komin á það stig að raunveruleg samkeppni um sölu á flutninga- félaginu sé hafin, „málið sé ekki nægjanlega þroskað“. Þá hefur einnig verið bent á að hæpið sé að það sé hlutverk fráfarandi stjórn- ar félagsins að taka ákvarðanir í þeim efnum. Það hljóti að vera hlutverk þeirra sem nú fara með ráðandi hluta í Eimskipafélagi Íslands. Af þessu að dæma virðast málin vera í bið- stöðu rétt sem stendur en það kann að vera heldur óvarlegt að ætla að ekkert gerist fyrr en á aðalfundinum í mars. tningafélaginu hafin                      ! "  #! $! %       '!  ( &)     $! *! +,    ) , -. /   #0 *0 10 $0 0 0 20      102 $0* $0 201 20 0* " %  +,   0 , -/   ( &)    3 -4 5       56 -,   7.5. $       $ 8.5 8.5 .  "  9  :  ;  8          21  --  . $                        !"    #$ %$ #  & ! '  (  %$  ) &  %  '   +%  '  ,     $  (  %$ & ! '  (  %$       %$ " -   '      .   21              /0"12 /3"04 3"23 3"20 2"54 5"*4 5"60 6"13 6"/5 6"72 /"7* /"70 7"4/ 7"*2 7"03 #202 15327*111 *533*4453 61331**6* 613/33273 /424*7542 /3127/25* /226*12*3 /6*/74*33 42042040 47314*/6 2*2706*/ 2300/011 2761*23/ 56460537 62*/07/7 21#=#2#     arnorg@mbl.is ’ Þettaþýði í reynd að Eimskip geti ekki sótt aukna markaðs- hlutdeild og grætt á sama tíma. ‘ Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Sverrir Sigfús Sigurðsson reynir að hjálpa ung- verskum leikmanni, sem er á leið út af vell- inum í landsleik Íslands og Ungverjalands á fðstudag. Íslendingar hafa nú tapað tveim- ur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Slóveníu og þurfa að sigra Tékka í dag til að komast áfram. Í hita leiksins ’Bandaríkjastjórn mun aldrei leita eft-ir leyfi til að verja öryggi þjóð- arinnar.‘George W. Bush Ban daríkjaforseti í stefnuræðu sinni á þingi. ’Best stæðu aðildarríki [Sameinuðuþjóðanna] eru skiljanlega með allan hugann við hryðjuverk. [En] SÞ ber einnig að vernda milljónir meðbræðra okkar fyrir öllu gamalkunnari ógnum, fátækt, hungri og banvænum sjúkdóm- um.‘Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, í ræðu þar sem hann varaði við ofuráherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum. ’Enn frekari fækkun vakta hinnaýmsu starfshópa og deilda dregur úr öryggi þjónustunnar. ‘Úr greinargerð Magnúsar Péturssonar , forstjóra Landspítala - há- skólasjúkrahúss, um sparnaðaraðgerðir spítalans. ’Jákvæð afstaða af hálfu Íslendinga ígarð aukins varnarsamstarfs Evrópu- sambandsins, sem hefur ekki óvináttu í garð Bandaríkjanna að leiðarljósi, sam- rýmist vel því markmiði að samning- urinn um EES styrkist með stækkun ESB.‘Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallaði um varnarmál á opnum fundi í Norræna húsinu. ’Rithöfundar sitja oft árum samaneinir við tölvuna sína og gluggann. Þess vegna er auðvitað gott að finna að skrif manns hafi ratað heim til les- enda.‘Ólafur Gunnarsson rithöfundur við veitingu Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina Öxin og jörðin. ’Fjórða hver kona, sem er í kjör-þyngd, er ósátt við eigin líkamsþyngd og vill vera grennri. ‘Í nýrri skýrslu Manneldisráðs um mataræði Ís- lendinga kemur fram að mun fleiri konur vilji grennast en þurfi þess. ’Það vill enginn sjá nafnið sitt á þess-um síðum.‘Ásgerður Snævarr er ein þriggja stúlkna í 10. bekk Hagaskóla, sem hafa skorið upp herör gegn einelti á spjallsíðum á Netinu. ’Þeir voru með mat merktan Bónus,og mjólkurumbúðir, niðursuðudósir og annað.‘Guðmundur Kr. Kristjánsson , skipstjóri á Skóga- fossi, lýsir því hvernig þrír laumufarþegar höfðu komið sér fyrir í skipi hans frá Íslandi til Ný- fundnalands. ’Við erum feit af því að við borðum ofmikið og hreyfum okkur ekki.‘Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock lifði á skyndibitafæði eingöngu í 30 daga á meðan hann gerði heimildarmyndina „Ofurstærðin ég“ um skyndibitaiðnaðinn í Bandaríkjunum og áhrif hans á heilsufar.  Kristinn Geirsson, Sigurður Gísli og Jón Pálma- synir, Þorsteinn Vilhelmsson, Margeir Pétursson og félög á þeirra vegum: Vilja kaupa flutningastarfsemi Eimskipafélagsins í einu lagi. Markmiðið að taka fé- lagið af markaði og hagræða verulega í rekstrinum og gera hann arðsaman.  Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eim- skipafélagsins, Hjalti Geir Kristjánsson, Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris fjárfestinga- félags og stjórnarmaður í Eimskipafélaginu, Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, og eignarhaldsfélagið Saxhóll: Vilja 4–6 kjöl- festufjárfesta að flutningafélaginu. Unnið verði að frekari vexti bæði á innlendum og erlendum mörk- uðum en félagið verði áfram almenningshlutafélag. Ólíkar áherslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.