Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 12
12 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Franski innanríkisráðherrann NicolasSarkozy nýtur mikilla vinsælda íheimalandi sínu um þessar mundir.Hann þykir röggsamur með afbrigð-um og franskur almenningur hefur
hrifist af baráttu hans við glæpi, umferðarslys
og fleira sem undir hans starfssvið fellur. Sum-
um þykir raunar nóg um þá athygli sem hann
nýtur og segja of langt gengið þegar innanrík-
isráðherrann sé á skjám og í útvarpi lands-
manna oft á dag, hvern einasta dag. Sarkozy,
sem er 49 ára, er hins vegar ekkert á þeim bux-
unum að slaka á og hefur þegar gefið út yfirlýs-
ingar um að hann íhugi að bjóða sig fram til
embættis forseta franska lýðveldisins. Slíkar
yfirlýsingar fara fyrir brjóstið á mörgum, enda
ekkert sem bendir til að núverandi forseti,
Jacques Chirac, ætli sér að hverfa á braut, þótt
hann verði orðinn 74 ára þegar næsta fimm ára
kjörtímabil hefst. Skoðanakannanir sýna hins
vegar að 52% Frakka vilja gjarnan styðja
Sarkozy til embættis og tveir af hverjum
þremur kjósendum vilja að Chirac flytji út
Elysee-höll að þessu kjörtímabili loknu. Sark-
ozy bætti svo gráu ofan á svart með því að lýsa
þeirri skoðun sinni að forseti ætti ekki að geta
setið lengur en tvö kjörtímabil, eða í tíu ár.
Verði slíkar hugmyndir að veruleika gæti Chir-
ac ekki boðið sig fram þriðja sinni.
Enn eru þó þrjú ár til kosninga og þótt vin-
sældir Sarkozys séu miklar um þessar mundir
skipast veður skjótt í lofti í stjórnmálum. Hann
ætti að hafa orð varnarmálaráðherrans, Mich-
ele Alliot-Marie í huga, sem vildi ekki svara
spurningu um hugsanlegt framboð sitt til for-
seta árið 2007 heldur sagði: „Hættan er sú að
menn klári skotfæri sín of snemma.“ Sarkozy
getur þó líklega reitt sig á þá staðreynd, að
margir franskir kjósendur eru orðnir þreyttir
á þrásetu sumra stjórnmálamanna á valdastóli.
Nicolas Sarkozy, eða Sarko eins og hann er
oftast kallaður af löndum sínum, er ekki
steyptur í sama mót og margir kollega hans í
frönskum stjórnmálum. Hann hefur ekki sótt
menntun sína til þekktustu háskóla Frakk-
lands og frami hans byggist ekki á afrekum
forfeðranna. Faðir hans, Pal Nagy Bocsa y
Sarkozy, var ungverskur, en flýði heimaland
sitt undir lok fimmta áratugarins og skráði sig
í frönsku útlendingaherdeildina. Síðar settist
hann að í París og kvæntist þar alls fjórum
sinnum. Fyrsta eiginkona hans var dóttir
fransks skurðlæknis og sonur þeirra er Nicolas
innanríkisráðherra.
Nicolas Sarkozy ólst upp í ríkmannlegum
borgarhluta Parísar, Neuilly-sur-Seine. Hann
nam lögfræði og fékk snemma áhuga á stjórn-
málum. Hann vann sæti í bæjarstjórn 22 ára að
aldri og varð bæjarstjóri Neuilly-sur-Seine að-
eins 28 ára að aldri. Þar skaut hann ekki aðeins
sósíalískum andstæðingum ref fyrir rass, held-
ur einnig eldri og reyndari félögum sínum á
hægri væng.
Þrátt fyrir skjótan frama Sarkozys hefur
hann ekki alltaf veðjað á réttan hest. Fyrir for-
setakosningarnar 1995 sneri hann baki við
Jacques Chirac og studdi Edouard Balladur.
Chirac hafði hins vegar betur og fyrirgaf ekki
svikin strax. Hann neitaði að tala við Sarkozy í
þrjú ár, en gat ekki horft framhjá ótvíræðum
hæfileikum hans til lengdar.
Nær auðveldlega til almennings
Árið 2002 tók Sarkozy við embætti innanrík-
isráðherra í ríkisstjórn hægri manna. Ráðu-
neytið telst hið valdamesta í Frakklandi, að
forsætisráðuneytinu einu frátöldu. Í innanrík-
isráðuneytinu hefur hann heldur betur látið til
sín taka. Raunar segja gagnrýnendur hans að
enn sé of snemmt að segja til um hvort árangur
hans í starfi sé varanlegur. Hann hafi vissulega
sýnt fram á fækkun glæpa og dauðaslysa, svo
dæmi séu tekin, en ekki sé ljóst hvort sú fækk-
un stafi af bráðabirgðalausnum eða varanleg-
um úrbótum. Franska þjóðin hefur hins vegar
tekið sigrum hans fagnandi.
Hann virðist eiga einstaklega létt með að ná
til almennings, lætur andstæðinga sína aldrei
æsa sig upp eða slá út af laginu og talar einfalt,
auðskiljanlegt mál. Hann er ekki mikill á velli,
raunar með lægstu mönnum, en Frakkar settu
það ekki fyrir sig þegar Napóleón var við völd
og núna láta þeir smæð Sarkozys ekkert á sig
fá.
Sarkozy er alltaf alls staðar. Hvar sem stór-
tíðindi verða má reikna með að hann skjóti upp
kollinum og hann er alltaf fyrstur stjórnmála-
manna á vettvang. Þegar mikil flóð hrjáðu
Frakka var hann kominn á vettvang, búinn að
kynna sér mál, hughreysta heimamenn og far-
inn burt á ný, áður en Chirac forseti loks birt-
ist. Hann ferðast stöðugt um landið og á síð-
asta ári voru slíkar ferðir hans 160 talsins.
Allur þessi þeytingur er vandlega skipulagður
af nánasta samstarfsmanni hans, eiginkonunni
Ceciliu, sem er í fullu starfi í innanríkisráðu-
neytinu. Þau hjónin hafa þar samliggjandi
skrifstofur.
Sýnir innflytjendum samúð
Í innanríkisráðuneytinu tekur hvert stór-
verkefnið við af öðru og eiga það flest sam-
merkt að almenningur lætur sig þau miklu
varða. Á þessu ári segist Sarkozy ætla að ein-
beita sér sérstaklega að málefnum innflytj-
enda. Hann hefur notið allnokkurrar velvildar
meðal innflytjenda, þar á meðal múslima, enda
þykir hann sýna málefnum þeirra meiri samúð
en títt er með marga skoðanabræður hans á
hægri vængnum. Reyndar var hann í fyrstu
andvígur fyrirhuguðu og mjög umdeildu „höf-
uðslæðubanni“ franskra yfirvalda, sem meinar
múslimastúlkum að bera höfuðföt sín í frönsk-
um skólum, en söðlaði síðar um og segist nú
kominn á þá skoðun að slíkt bann sé af hinu
góða. Ef þessi umskipti hans draga úr vinsæld-
um hans meðal múslima ætti að vega þar á
móti, að hann hefur lagt til að tekin verði upp
jákvæð mismunun við ráðningu í störf, til að
auðvelda Frökkum af arabískum uppruna að
ná fótfestu á frönskum vinnumarkaði. Þar
gengur hann gegn vilja Chirac forseta, sem
segir mismunun, af hvaða toga sem er, and-
stæða frönskum lýðræðishefðum. Meðal
fransks almennings er togstreita um málið,
margir eru andvígir jákvæðri mismunun á
vinnumarkaði, en fylgjandi henni við val á
nemendum í háskóla.
Ekki bara við raksturinn
Þegar Sarkozy var spurður að því á dög-
unum hvort hann velti hugsanlegu forseta-
framboði sínu fyrir sér á meðan hann væri að
raka sig á morgnana svaraði hann umsvifa-
laust: „Já, og ekki bara á meðan ég raka mig.“
Þessi yfirlýsing, og raunar almenn yfirlýs-
ingagleði ráðherrans, gerir hann umsetinn
fréttamönnum svo mörgum þykir nóg um. Í
síðustu viku boðaði innanríkisráðuneytið til
blaðamannafundar, þar sem leggja átti fram
nýjustu tölfræði um glæpi í Frakklandi. Fund-
ir af þessum toga hafa ekki alltaf vakið mikið
fréttahungur, en nú brá svo við að 250 blaða-
menn mættu í ráðuneytið og kepptust við að
spyrja og skrifa. Flestir telja að sá atgangur
hljóti að hafa farið mjög fyrir brjóstið á Chirac
forseta. En hann fær litlu breytt. „Almenn-
ingur vill menn sem eru tilbúnir að bregðast
skjótt við, taka áhættu og sýna dirfsku,“ svo
vitnað sé til orða Sarkozys sjálfs.
Stundum kemur yfirlýsingagleðin Sarkozy í
koll. Vikuritið Paris Match birti fyrr í þessum
mánuði frásögn af heimsókn ráðherrans til
Kína, en þar á hann meðal annars að hafa furð-
að sig á áhuga Japana á sumo-glímu, sem væri
ekki íþrótt fyrir menntamenn. „Hvernig geta
þeir verið heillaðir af bardaga tveggja offeitra
karla með hárið smurt í hnút?“ hafði tímaritið
eftir honum. Hann á líka að hafa sagt japönsku
borgina Tókýó vera „kæfandi“, að hann skildi
ekki af hverju fólk væri heillað af Kýótó og að
frægir, japanskir garðar þar væru „ljótir“.
Japanski sendiherrann beið ekki boðanna og
krafði Sarkozy skýringa. Þær voru á þá leið, að
blaðamaður Paris Match hefði ekki haft rétt
eftir ráðherranum, sem blaðamaðurinn segir
alrangt. Sendiherrann tók skýringarnar hins
vegar gildar og bauð ráðherranum í heimsókn
til Japans, til að bæta skilning hans á landinu
og bæta samskipti þjóðanna. Líklegt er þó að
þessi ummæli verði rifjuð upp síðar, sérstak-
lega ef Sarkozy sest á forsetastól.
Sparkað upp?
Vinsældir Sarkozys meðal almennings
tryggja sess hans í frönsku ríkisstjórninni og
þótt ýmislegt sem hann gerir og lætur sér um
munn fara reiti Chirac forseta til reiði á hann
afar óhægt um vik að losa sig við vinsælasta
ráðherrann. Fréttaskýrendur hafa raunar
bent á, að Chirac gæti gert Sarkozy að for-
sætisráðherra, í stað Jean-Pierre Raffarin.
Reyndar mun Sarkozy hafa viljað það embætti
fyrir tveimur árum, en Chirac kaus að halda
Raffarin. Þótt flutningur úr innanríkisráðu-
neytinu í forsætisráðuneytið væri vissulega
stöðuhækkun þarf ekki að lesa lengi í franskri
stjórnmálasögu til að sjá, að það embætti hefur
gert út um pólitískan feril margra manna.
Francois Mitterand þáverandi forseti losaði
sig til dæmis við keppinaut sinn, Michel Roc-
ard, á þann hátt fyrir þrettán árum.
Vinsældir Nicolas Sarkozys eru hins vegar
slíkar, að hann gæti lifað af og orðið enn sterk-
ari en fyrr.
Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra nýtur mikilla vinsælda
Stefnir á forsetastól í Frakklandi
rsv@mbl.is
AP
Nicolas Sarkozy hefur skorið upp herör gegn glæpum í Frakklandi. Í október kynnti hann áætlun stjórnarinnar um aukin framlög til lögreglunnar til að
„tryggja öryggi frönsku þjóðarinnar“. Gagnrýnendur segja mannréttindi hins vegar geta verið í hættu með of miklum völdum lögreglunnar.
Þótt enn séu þrjú ár í næstu forseta-
kosningar í Frakklandi eru stjórn-
málamenn farnir að huga að fram-
boði. Þar fer fremstur í flokki
innanríkisráðherrann Nicolas
Sarkozy. Ragnhildur Sverrisdóttir
fjallar um ráðherrann, sem nýtur gíf-
urlegra vinsælda meðal almennings.
Margir franskir kjósendur
eru orðnir þreyttir á þrá-
setu sumra stjórnmála-
manna á valdastóli.
’ Almenningur vill mennsem eru tilbúnir að bregð-
ast skjótt við, taka áhættu
og sýna dirfsku. ‘