Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 21 „Við sáum ákveðna möguleika í því en vorum þar í samstarfi með öðrum aðilum og settum fram hugmyndir um verð fyrir HB. Það var farið fram á hátt verð fyrir fyrirtækið og það varð ekki samstaða í okkar hópi um að fara í áframhaldandi viðræður við Eimskipafélagið um kaup á HB.“ Eigendur Básafells brugðust Í tengslum við kaup ykkar á ÚA hefur verið rifjuð upp aðkoma þín að Básafelli á Ísafirði árið 1999. Er þarna tvennu saman að líkja? „Nei, alls ekki. Básafell er myndað úr mörgum fyrirtækjum á Vestfjörð- um sem öll voru fjárhagslega veik þegar sameiningin varð. Reyndar var Togaraútgerð Ísafjarðar ágætlega sett fjárhagslega en fyrirtækið gerði aðeins út einn rækjutogara. Enda má segja að Básafell hafi veðjað á rækj- una, og fjárfesti gríðarlega í rækju- vinnslu og rækjuskipum án þess að hafa til þess burði. Á sama tíma var rækjuiðnaðurinn þá á hraðri niður- leið. Básafell skuldaði gríðarlegar upphæðir, hafði aldrei sýnt hagnað og átti ekki krónu í sjóði á þessum tíma og sannast sagna var alls ekki nógu góð stjórn á félaginu. Fjárhagsstyrk- ur ÚA er aftur á móti mikill, rekst- urinn í góðu lagi og fyrirtækinu vel stjórnað. Básafell átti sér ekki viðreisnar von þegar ég kom að fyrirtækinu. Það vissu það allir. Það sem þurfti að gera var að leysa þetta mál og eftir við- ræður við heimamenn varð það nið- urstaðan að heimamenn höfðu ekki áhuga á vera í einu stóru fyrirtæki. Þá var áveðið að stofna fyrirtæki á Flateyri og annað á Suðureyri, fyr- irtæki sem í dag velta bæði yfir millj- arði króna á ári. Eins var stofnuð rækjuverksmiðja á Ísafirði sem starf- ar í mjög erfiðu umhverfi í dag vegna ytri aðstæðna. Við seldum einnig töluvert af aflaheimildum til Hrað- frystihússins Gunnvarar til að létta skuldum af Básafelli og seldum einn- ig skipin sem við nýttum okkur ekki. Þær aflaheimildir sem við seldum ekki voru sameinaðar inn í Tjald. Við leystum því Básafell ekki upp, heldur seldum út úr því einingar sem heima- menn vildu kaupa og annar rekstur fór síðan inn í mitt fyrirtæki.“ Áttu þér óvildarmenn á Vestfjörð- um eftir aðkomu þína að Básafelli? „Ég hef alls ekki fundið fyrir því enda átti ég gott og mikið samstarf við heimamenn þegar á þessu stóð, meðal annars við verkalýðshreyf- inguna. Mestu mistökin í rekstri Básafells voru að stjórn félagsins tók ekki á rekstrarvandanum árið 1998. Þá sáu allir heimamenn í hvað stefndi og sendinefnd að vestan kom til Reykjavíkur, gekk á fund meirihluta- eigandans, Olíufélagsins, og vildi grípa til aðgerða. En eigendurnir brugðust með því að taka ekki á stjórnunarvanda félagsins. Þegar ég kem að Básafelli síðla árs 1999 er þar allt þegar komið í kalda kol. Þá var nýbúið að selja frystitogarann Slétta- nes ÍS út úr félaginu, ásamt miklum bolfiskheimildum, og fá greitt fyrir með aflaheimildum á Flæmska hatt- inum sem þá voru verðlausar. Þetta var ein besta rekstrareining félagsins og stærsta eining sem seld var út úr félaginu. Það er kannski dæmi um hvernig staðið var að stjórn félags- ins.“ Margir velta því fyrir sér hvort starfsemi ÚA verði færð frá Akur- eyri. Þurfa Akureyringar að óttast það? „Því er einfaldlega ekki hægt að svara og í raun er ósanngjarnt að krefja menn um loforð þess efnis. Þá má ekki binda menn á einn stað um aldur og ævi. Sjávarútvegurinn er í mótun og miklum breytingum háður. En við höfum áhuga á þessu starfi og gaman af því og teljum okkur ráða við verkefnið. Markmiðið er fyrst og fremst að reka heilbrigt og gott fyr- irtæki, með góðu fólki og skemmti- legum starfsanda og vera fremstir á okkar sviði í sjávarútvegi á hverjum tíma,“ segir Guðmundur Kristjáns- son. hema@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.