Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 23

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 23 Þorrinn er hafinn hjá okkur Úrvals hefðbundinn þorramatur ásamt súrum hval og skötustöppu Sendum hvert á land sem er Gerum tilboð í veisluna ykkar Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44, Reykjavík, sími 551 2783 Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 564 2783 Verkun, sími 562 2738 Netfang: svalbardi@isl.is ÁRNI B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, hefur sett fram hug- myndir um að gera útsýnispall í hraunhvelfingu Þríhnúkagígs. Þríhnúkagígur er á friðlýstu svæði innan Bláfjallafólkvangs og í friðlýsingarskilmálum kemur meðal annars fram að óheimilt sé að gera jarðrask á svæðinu nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Árni segir að ætli menn út í aðgerðir eða veru- legar breytingar á landi eða nátt- úrufyrirbærum fjalli stofnunin um deiliskipulag fyrir svæðið og gefi út álit sitt. Varðandi Þríhnúkagíg myndi Bláfjallanefnd [skíðasvæði höfuborgarsvæðisins] væntanlega fyrst taka afstöðu til hugsanlegra breytinga og síðan gæti Kópavogur lagt upp með deiliskipulag, sem gerði ráð fyrir breytingum. Þá kæmi til kasta Umhverfisstofnunar sem ætti að leggja mat á hvort framlagð- ar breytingar samræmdust friðlýs- ingarskilmálum. „Almennt hef ég viljað fara mjög hægt í því að mann- gera svona náttúrufyrirbæri og sér- staklega ef um er að ræða óaftur- kræfar framkvæmdir,“ segir hann og bendir á að framsettar hugmynd- ir varðandi breytingar á Þríhnúka- gíg falli undir þá skilgreiningu. „Óafturkræf framkvæmd er hlutur sem almennt hefur ekki verið sam- þykktur nema að takmörkuðu leyti,“ bætir hann við. Árni segir að þar með sé ekki sagt að breytingar yrðu ekki samþykktar og vísar til þess að Umhverfisstofn- un sé með friðlýsingu ætlað að veita fólki aðgang að náttúrufyrirbærun- um og einnig að tryggja varðveislu þeirra þannig að komandi kynslóðir njóti þeirra á sama hátt og núver- andi kynslóðir geti notið þeirra. „Þetta er yfirleitt ósamræmanlegt en við verðum samt að reyna að samræma það,“ segir hann. Vinnuhópur skipaður Ingvar Sverrisson, formaður skíðasvæðis höfuðborgarsvæðisins, sem áður hét Bláfjallanefnd, segir að nefndin hafi tekið mjög jákvætt í erindi Árna B. Stefánssonar um að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan al- menningi, en ekki hafi verið tekin af- staða til þess. Í kjölfar samþykktar borgarráðs um málið hafi Höfuð- borgarstofa haft samband og lagt til að vinnuhópur yrði settur á lagg- irnar til að vinna málið lengra. „Ég vona bara að þetta geti gengið sem hraðast því þetta gefur svo mikla möguleika á heilsárs útivistarsvæði fyrir almenning.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að ekki hafi verið mótuð formleg afstaða til málsins, en Þríhnúkagígur sé hið merkileg- asta náttúrufyrirbrigði og hugmynd- ir um að gera hann aðgengilegan al- menningi séu skemmtilegar. „Það þarf að skoða þetta í rólegheitum,“ segir hann og bendir á að ýmsar leiðir komi til greina og ekki síst að einkaaðilar hefðu reksturinn á sinni könnu ef af yrði. Í sambandi við ferðamennsku og náttúru er, að sögn Árna, lögð áhersla á að fara alls ekki út í að lýsa eða manngera, því þá sé verið að eyðileggja upplifun hjá stærsta hópnum sem ferðast vegna náttúr- unnar. Gera megi ráð fyrir að marg- ir vildu skoða Þríhnúkagíg en með breytingum væri líka verið að skemma upplifun hjá mjög mörgum. Í þessu sambandi segir hann að yrði byggt yfir gíginn og sett lyfta yrði ekki um neina skemmd að ræða og það yrði allt önnur framkvæmd en ef yrði borað. Fjárveiting nægir skammt Árni segir að fjárveitingar vegna 86 friðlýstra svæða á landinu nemi um 100 milljónum á ári. Upphæðin fari í að taka á móti fólki á svæð- unum og í nauðsynlegar fram- kvæmdir. Fram hafi komið að breyt- ingar á Þríhnúkagíg geti kostað um 150 milljónir króna eða meira, en til dæmis liggi fyrir að 30 til 40 millj- ónir vanti til þess að gera Geysi- ssvæðið þannig að það verði landi og þjóð til sóma, þó deilur um eignar- hald hafi einnig tafið framkvæmdir. Hins vegar ættu framkvæmdir við Geysi að vera langt á undan Þrí- hnúkagíg á forgangslistanum. Aukið fjármagn hafi fengist á undanförn- um árum til þess að lagfæra staði en sér finnist hugsanlegar breytingar við Þríhnúkagíg vera lúxusverkefni, „en vissulega spennandi“. Að sögn Árna er í gildi samningur milli Umhverfisstofnunar og Hella- rannsóknafélags Íslands þess efnis að HRFÍ sjái um friðlýsta hella, þar á meðal um Þríhnúkagíg, og sinni ráðgjöf fyrir stofnunina í málum varðandi þá. Erindi um breytingu yrði því sent til umsagnar Hella- rannsóknafélagsins. „Við myndum óska eftir faglegu mati þess,“ segir hann. „Við færum alveg örugglega að þeirra ráðum í þessu máli.“ Sigurður Sveinn Jónsson, formað- ur Hellarannsóknafélags Íslands, segir að félagið ætli fljótlega að halda fund um málið og móta þar op- inbera afstöðu sína. „Menn eru al- mennt hlynntir því að það verði grip- ið til einhverra aðgerða til þess að opna hellinn,“ segir hann. „Það hef- ur lengi verið á stefnuskrá félagsins að gera hella landsins aðgengilega fólki með ákveðnum fyrirvörum.“ Forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverf- isstofnunar um Þríhnúkagíg Ekki ofarlega á forgangslista Árni Bragason, forstöðumaður náttúruvernd- arsviðs Umhverfisstofnunar, segir að framkvæmd- ir við Þríhnúkagíg séu ekki ofarlega á forgangslista stofnunarinnar meðan önnur svæði liggi undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.