Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ H vað ræður bú- setu fólks? Hvaða húsa- gerðir henta ólíkum fjöl- skyldum og fé- lagsgerðum? Hvernig lítur draumahverfi Reykvíkinga út? Hér eru aðeins nefnd nokkur dæmi um hvaða spurningum er leitast við að svara í nýlegri rannsókn á hús- næðis- og búsetuóskum borgarbúa árið 2003. Rannsóknin var unnin und- ir stjórn dr. Bjarna Reynarssonar skipulagsfræðings fyrir þróunar- og fjölskyldusvið og skipulags- og bygg- ingarsvið Reykjavíkurborgar á árun- um 2002 og 2003. IMG-Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og talna- lega greiningu upplýsinga. Saman- tekt á niðurstöðum rannsóknarinnar má finna á heimasíðu Reykjavíkur- borgar. Þrír verkþættir Eins og fram kemur í samantekt Bjarna var rannsókninni skipt upp í þrjá verkþætti eftir aðferðum, þ.e. viðhorfskönnun, mat á myndum og rýnihópa. Viðhorfskönnunin fólst í því að leggja fyrir 1.673 manna úr- takshóp 45 spurningar um húsnæði og búsetu, aðstæður og óskir. Myndahlutinn var unnin samhliða og fólst í því að leita álits sama hóps á umhverfi á 32 myndum af borgarum- hverfi í Reykjavík og erlendis. Sam- tals fengust svör frá 885 af heildar- úrtakinu, þ.e. 53% svarhlutfall. Þriðji verkþátturinn fólst í því að kafa dýpra í húsnæðis- og búsetuóskir fólks í umræðum þriggja rýnihópa á ólíkum aldri, þ.e. 20–35 ára, 36–50 ára og 51–70 ára. Helstu umræðuþættir voru núver- andi búsetuaðstæður, draumahverf- ið, umræða um 6 myndir, húsnæðis- óskir og viðhorf til skipulagsmála. Löngu tímabær rannsókn Bjarni sagði í samtali við Morgun- blaðið að rannsóknin hefði átt sér talsvert langan aðdraganda. „Ég er doktor í borgarfræðum og vann lengi við ýmis skipulagsverkefni á vegum Þróunarstofnunar/Borgarskipulags og þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar. Allt frá því að ég stundaði framhaldsnám í Bandaríkj- unum hef ég haft mikinn áhuga á að líta á borgarmyndun með þverfagleg- um hætti, þ.e. út frá jafnólíkum grein- um og félagsfræði, sálfræði, landa- fræði, arkitektúr og hagfræði,“ segir hann. „Ég hef því lengi haft áhuga á því að þekking sem flestra faghópa nýtist við þróun hverfa í Reykjavík.“ Bjarni segir að hugmyndin um að kanna búsetuóskir fólksins með þver- faglegum hætti hafi fyrst kviknað í samtali á milli þeirra Þorvaldar S. Þorvaldssonar, þáverandi skipulags- stjóra, fyrir um áratug. „Ég hélt svo áfram að reyna að virkja áhuga ann- arra á slíkri rannsókn eftir að ég fór að vinna á þróunar- og fjölskyldusviði Reykjavíkurborgar árið 1999,“ segir hann. „Satt að segja er alveg stór- merkilegt að aldrei áður skuli hafa verið gerð könnun á húsnæðis- og bú- setuóskum Reykvíkinga. Á meðan Þyrping og ýmis verktakafyrirtæki hafa verið að leggja í mikinn kostnað við að kanna óskir fólks í tengslum við uppbyggingu á ákveðnum hverfum innan borgarmarkanna hefur ekki verið ráðist í slíka heildarrannsókn fyrr en nú. Sú staðreynd er sérstak- lega merkileg með tilliti til þess að ár- lega eru byggðar um 1.200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Ólíkar og breytilegar þarfir Fjölmargar spurningar voru settar fram af verkefnishópnum við upphaf könnunarinnar, t.d. um hvort óskir almennings samrýmdust stefnumót- un í skipulagi borgarinnar um þétt- ingu og blöndun byggðar og áfram mætti telja. „Við ákváðum að leggja áherslu á að rannsóknin væri í senn fræðileg og hagnýt, þ.e. gæfi gagn- legar upplýsingar fyrir framtíðar- uppbyggingu borgarinnar. Ekki var ætlunin að draga upp einhverja svart/ hvíta mynd af ástandinu. Borgin er í eðli sínu fjölbreytt af þeirri einföldu ástæðu að þar býr fólk með ólíkar þarfir. Þarfirnar ráðast að mestu af aldri, efnahag og lífsstíl og taka breytingum í samræmi við lífshlaup fólks og æviskeið. Ég get nefnt að fæðing fyrsta barns hefur oft þau áhrif að fólk vill komast út úr mið- borginni í öruggara umhverfi úti í út- hverfunum. Á áttunda áratugnum var algengt að fólk fjárfesti fyrst í lítilli blokk- aríbúð, þá í heldur stærri íbúð í fjöl- býli og síðan sérbýli og minnkaði svo við sig að lokum. Niðurstöður okkar benda til að ferlið hafi ekki tekið mikl- um breytingum að öðru leyti en því að fólk virðist fyrr tilbúnara að byrja að minnka við sig húsnæði.“ Munur á óskum og getu Þróun íslensks samfélags hefur í senn áhrif á búsetu og óskir borgar- búa um húsagerð. „Reykjavík er ung borg á evrópskan mælikvarða og margir borgarbúar eru ýmist aldir upp á sveitabæjum eða í þorpum eins og kemur fram í rannsókninni. Stór hópur Reykvíkinga er þar af leiðandi alinn upp í einbýli og sækist eftir því að búa í slíkum húsum á mölinni eins og kemur skýrt fram í því að 74% úr- taksins í rannsókninni myndu helst vilja búa í sérbýli,“ segir Bjarni og tekur fram að ekki komi á óvart að aðeins 41% úr þeim hópi telji sig hafa efni á því að flytja í sérbýli. „Annar angi af átthagatryggðinni endur- speglast í þeirri staðreynd að fleiri sækjast eftir að búa í eldri hverfum borgarinnar sem þeir þekkja betur.“ Ekki má heldur gleyma sérstöðu hverfanna, t.d. er ég viss um að vin- sælasta hverfið, Vesturbærinn, á ekki aðeins vinsældir sínar því að þakka að hverfið er með elstu hverfum í borg- inni. Tengingin við miðbæinn hefur ýmsa jákvæða kosti í för með sér, t.d. varðandi nálægð við ýmiss konar þjónustu og menningu. Margir vilja búa nærri Háskóla Íslands. Gamla höfnin hefur yfir sér skemmtilegt yf- irbragð, íþróttafélagið KR togar í marga og áfram mætti telja.“ Næsta nágrenni mikilvægast Bjarni segir rannsóknina gefa ákveðnar vísbendingar um hvað skapi heimkynni/hverfi í hugum fólks. „Almennt virðist nánasta um- hverfið skipta mestu máli fyrir fólki, þ.e. góðir nágrannar, hlýlegt og þægilegt nærumhverfi. Fólk vill ekki búa of nálægt verslunarkjörnum. Hins vegar virðast flestir vilja búa í næsta nágrenni við matvöruverslun. Hverfi þurfa að hafa ákveðna miðju með þjónustukjarna og helst ein- hvers konar samkomustað. Svíar og Danir hafa komið upp nokkurs konar félagsmiðstöðum („folketshus“) inn í hverfunum. Við gætum hugsanlega nýtt skólana betur undir slíka starf- semi, t.d. í samvinnu við ÍTR. Hverfin þurfa helst að hafa eðlilega afmörkun og huga þarf að sérkenn- um hvers hverfis fyrir sig til að auð- velda samkennd íbúa. Þetta hefur verið gert með gatnaheitum sem hafa t.d. sömu endingu eins og -melar, -sund og -vogar í Reykjavík. Nátt- úruleg afmörkun eins og Elliðaárnar í Árbænum mynda enn betri skil á milli hverfa. Árbærinn er ákaflega vel afmarkaður og hæfilega stór. Þess vegna hefur hugsanlega tekist betur til við að skapa þorpsbrag þar heldur en í Breiðholtinu,“ segir hann og tek- ur fram að í senn þurfi að horfa á höf- uðborgarsvæðið sem hverfaeiningar og eina heild. „Eins og Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, hefur lýst í grein í Morgunblaðinu getur skapast heilmikið hagræði af því að líta á höfuðborgarsvæðið sem eina heild hvað varðar ýmiss konar þjónustu. Ekki er heldur óeðlilegt að gera ráð fyrir því að dreifðari byggð rísi á jaðri svæðisins en þéttari mið- svæðis.“ Er fólk sátt við stefnu borgaryf- irvalda um þéttingu byggðar? „Já, niðurstöður rannsóknarinnar gefa ótvírætt til kynna almennan stuðning við stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar. Við verðum auðvitað að gera okkur grein fyrir því að þó að Reykjavík sé tiltölulega ung er hún að eldast. Tímabært er orðið að huga að endurnýjun elstu athafnasvæða eins og gert hefur verið á Skúlagötu og Eiðsgranda. Eins liggur beint við að huga að uppbyggingu Vatnsmýr- arinnar og annarra svæða í miðborg- inni. Þessi svæði reyndust njóta mestra vinsælda af öllum nýbygging- arsvæðunum innan borgarmarkanna í könnuninni (60%). Þó ber að hafa í huga að hugsanlega hefur haft áhrif á niðurstöðurnar að ekki hafa allir þekkt önnur byggingarsvæði í út- hverfunum eins og Úlfarsfell og fleiri svæði jafnvel og Vatnsmýrina og önn- Átthagatryggð í borg Ný rannsókn á hús- næðis- og búsetuóskum Reykvíkinga hefur vak- ið hörð viðbrögð í borg- arstjórn. Anna G. Ólafsdóttir kafaði undir yfirborð talnanna með dr. Bjarna Reynarssyni, skipulagsfræðingi og stjórnanda rannsókn- arinnar. Morgunblaðið/Ómar „Almennt virðist nánasta umhverfið skipta mestu máli fyrir fólk, þ.e. góðir nágrannar, hlýlegt og þægilegt nærumhverfi,“ segir Bjarni Reynarsson. RANNSÓKNARHÓPURINN komst að því að almenningur væri hlynntur blöndun húsa- gerða í hverfum. Ekki væri þó sama hvar stór fjölbýlishús væru staðsett. Eftirtaldir þættir virðast skipta mestu máli við val á íbúð:  Hönnun (30%).  Góður garður eða svalir (18%).  Sérinngangur (16%).  Gott útsýni (13%).  Gæði innréttinga (12%).  Næg bílastæði (10%). Aðrir þættir koma inn í mynd- ina í tengslum við val á fjölbýlis- húsi. Mest virðist vera lagt upp úr:  Sérinngangi (28%).  Góðri hljóðeinangrun (19%).  Sér þvottahúsi í íbúð (15%).  Garði (helst sér) (12%).  Góðum svölum í suður (12%).  Íbúðin sé rúmgóð (12%). Val á húsnæði Í RANNSÓKNINNI kemur fram að fyrri búseta ráði miklu um val á húsnæði og hverfi. Við val á hverfi skipta einnig máli þættir eins og:  Fjölskylduvænt og friðsælt umhverfi (40%).  Stutt í verslun og þjónustu (13%).  Góður grunnskóli (11%).  Ekki truflun frá umferð (10%).  Nálægð við miðborg (8%). Val á hverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.