Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 25
ur svæði í miðborginni,“ segir Bjarni og tekur fram að margir þátttakend- ur í rannsókninni hafi varað við að byggingar risu á grænum svæðum í miðborginni. „Við skulum heldur ekki gleyma því að niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að flestir íbúar í Breiðholti og Grafarvogi og öðrum hverfum borgarinnar séu ánægðir með hverfin sín eins og sést best á því að 64% ætla að halda áfram að búa innan sama hverfis.“ Mistök ekki greypt í steypu Bjarni leggur áherslu á að sveit- arfélögin beri tillögur að nýjum hverfum undir almenning og nýti nið- urstöður könnunarinnar í þeirri vinnu. „Með nútíma tækni er auðvelt að setja upp ýmis dæmi um blandaða byggð, íbúða- og atvinnubyggð og bera undir rýnihópa. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir að alvarleg mistök uppgötvist ekki fyrr en þau hafa verið greypt í steinsteypu,“ seg- ir hann og upplýsir að hann sé að vinna að slíku verkefni fyrir Íslenska aðalverktaka á vegum fyrirtækis síns Land-ráð um þessar mundir. „Verk- efnið gengur út á að bera tillögur að skipulagi á nýju íbúðarhverfi á Blika- stöðum undir almenning og faghópa í rýnihópum. Með þessu móti er skipu- lagið unnið fyrir opnum tjöldum frá byrjun. Hingað til höfum við vanist því að skipulag sé unnið fyrir luktum dyrum. Eftir að skipulagið er fullbúið taka oft við kynningar, þras og þref á erfiðum fundum. Sveitarfélögin gætu dregið verulega úr slíkum ágreiningi með því að fara hina leiðina og vinna skipulagið frá byrjun með almenningi með því að leita álits úrtakshópa á mismunandi möguleikum á skipulagi hverfa.“ Bjarni bætir við að ekki sé síður nauðsynlegt að gera könnun á því hvernig að fólki líki að búa í nýjum hverfum eftir að þau eru fullbyggð. „Með því að gera bæði könnun á ósk- um fólks fyrirfram og síðan á reynsl- unni af því að búa í hverfinu í nokkur ár fást ákaflega dýrmætar upplýsing- ar í tengslum við framtíðar stefnu- mótun í uppbyggingu hverfa. Aðeins einu sinni hefur verið gerð könnun af síðarnefnda taginu, þ.e. þegar Ásta Urbancic gerði könnun í tengslum við MA-ritgerð sína í landafræði fyrir um 15 árum á viðhorfum íbúa í Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Nú er orðið tímabært að gera slíka könnun fyrir Grafarvog.“ Hvað þarf helst að hafa í huga við skipulagningu nýs hverfis? „Jú, eðli- legt er að huga að því að byggja upp nokkuð þétta byggð umhverfis öfluga þjónustukjarna. Við verðum að gera ráð fyrir því að einhverjir og þá sér- staklega af yngri kynslóðinni vilji fórna „andrýminu“ til að vera í næsta nágrenni við ýmiss konar þjónustu og menningartengda viðburði, þ.e. nærri miðborginni. Í úthverfunum er eðlilegt að höfða til fjölskyldufólks og byggja sambýlis- og sérbýlishús í tengslum við góða útivistaraðstöðu,“ segir Bjarni og bætir við að í þessum hverfum þurfi að reisa góða leik- og grunnskóla. „Á milli þessara tveggja póla, þ.e. úthverfa og miðborgar, þarf svo að vera hægt að koma til móts við aðra hópa með blandaðri húsagerð. Ekki er heldur óeðlilegt að skilja eftir dálítið byggingarsvæði einhvers stað- ar í hverfinu til að aðlaga þörfum íbú- anna fyrir mismunandi húsagerðir.“ Borgarjaðarstefna til Íslands Bjarni er spurður að því hvort bú- setuóskir Reykvíkinga séu líkar bú- setuóskum borgarbúa í öðrum lönd- um. „Ég þekki einna best til búsetuþróunar í Bandaríkjunum en þar er samfélagið auðvitað allt öðru- vísi heldur en á Íslandi. Ungt fólk flyst gjarnan að heiman til að hefja nám í háskólum 16 ára og sest síðan kannski að í einhverju allt öðru ríki en foreldrarnir. Á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er átthagatryggð mun sterkari en í Bandaríkjunum. Algengt er að Bandaríkjamenn búi í einbýli og nýlega hefur orðið áber- andi svokölluð ex-urbanisation sem hægt er að kalla borgarjaðarstefnu. Þessi stefna felst í því að fólk kýs að búa í rúmgóðum húsum í dreifbýli innan klukkustundar aksturs frá borginni og eiga svo kannski litla íbúð nálægt vinnustaðnum inni í borginni til að gista í 2–3 nætur í viku. Svip- aðrar tilhneigingar hefur orðið vart á Íslandi síðustu árin. Sumir kjósa að búa í Hveragerði, Fljótshlíðinni eða einhvers staðar annars staðar fyrir utan borgina og eiga svo litla íbúð í miðbænum. Tímabært er því að vinna svæðisskipulag fyrir allan suðvestur- hluta landsins.“ Of margar blokkir Blönduð byggð sérbýla- og lágra sambýla kom best út í myndahluta rannsóknarinnar. „Með sama hætti kom glöggt fram að einkabíllinn er fólki afar mikilvægur. Fólki fannst greinilega mjög eftirsóknarvert að hægt sé að keyra alveg heim að dyr- um húsakynna sinna,“ segir Bjarni. „Þetta viðhorf stríðir náttúrlega gegn stefnu borgarinnar um að styrkja al- menningssamgöngur og draga úr al- mennri umferð einkabíla. Með upp- byggingunni í miðbænum og áherslu á þjónustukjarna inni í hverfunum hefur verið stuðlað að þeirri þróun. Við verðum einfaldlega að sýna þol- inmæði. Ekki er við því að búast að Reykvíkingar snúi við blaðinu á einni nóttu. Dæmin frá nágrannalöndun- um sanna að 20–30 ár getur tekið að breyta hugarfari fólks til almennings- samgangna og þær verða að vera samkeppnishæfar við einkabílinn svo fólk líti á þær sem raunhæfan mögu- leika.“ Bjarni segir rannsóknina sýna fram á að nýjar, vandaðar blokkir höfði til eldra fólks. „Eldri blokkir virðast ekki njóta sérstaklega mikilla vinsælda, t.d. virðist fullmikið hafa verið byggt af blokkum í úthverfum borgarinnar. Venjuleg einbýlishús koma heldur ekkert sérstaklega vel út úr könnuninni, þ.e. þau fá undir meðaleinkunn.“ Tímabært að staldra við „Höfuðborgarsvæðið hefur byggst það hratt upp síðustu áratugi að lítið tóm hefur gefist til að meta gæði byggðarinnar. Það er löngu tímabært að við stöldrum við og metum búsetu- gæðin, könnum viðhorf borgaranna til íbúðahverfanna og höfum þá með í ráðum í skipulagi borgarumhverfis- ins,“ sagði Bjarni að lokum. arsamfélagi !"#!$!%&'('  &)& !)#*  & !)#&+#& !"#!$!%,& & % !"#!$!%&-" )  ./)0&* - &) ' 8   8  +% 8  67 56 2* *2 // /0 2/ /1 2/        Nýtt sambýlishús með bílastæði nærri inngangi naut mestrar hylli í mynda- þætti rannsóknarinnar (72% líkaði vel við húsið/umhverfið). Sérbýlishús í klasa, byggð umhverfis inngarð, urðu í 3. sæti (67%). Vandað fjölbýli fyrir eldri borgara með bílastæðakjallara varð í 11. sæti (52%). ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.