Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 31 Það geta ekki allir verið með... ... en þú getur lesið allt um leikina á EM í íþróttablaði Morgunblaðsins og á mbl.is 9 Logi Geirsson FH 16 Birkir Ívar Guðmundsson Haukar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 23 44 4 0 1/ 20 04 BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, og forsvarsmenn Kling og Bang Gallerís skrifuðu í gær und- ir samstarfssamning um starf- semi og rekstur listasmiðjunnar Klink og Bank. Með samningnum skuldbindur Landsbankinn sig til að skapa aðstöðu fyrir fjölbreytta listastarfsemi og Kling og Bang Gallerí tekur að sér rekstur og umsjón listasmiðjunnar. Til að byrja með er áætlað að starfsemi listasmiðjunnar verði í Hampiðju- húsinu Þverholti 1 í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er markmið Klink og Bank að vera lifandi vettvangur fyrir listastarfsemi yngri kynslóða listamanna og vera jafnframt brú milli ólíkra listgreina með skapandi sam- starfi. Listasmiðjan mun leggja sig fram um að sinna vaxandi áhuga og skilningi á samtímalist með margvíslegu kynning- arstarfi. Klink og Bank vill þann- ig efla miðborg Reykjavíkur með lifandi starfi, uppákomum, opinni umræðu og iðandi lífi. „Þetta framtak Landsbankans hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir listalífið, ekki síst fyrir ungt listafólk. Bara það að fá vinnuað- stöðu er gífurlegur stykur fyrir ungt listafólk. Auk þess sem mjög mikilvægt er að hægt sé að þjappa listafólki sem er að vinna á faglegum nótum saman undir einum hatti í stað þess að það sé dreift hingað og þangað um bæinn, segir Erling Klingenberg frá Kling og Bang og bætir við: „mér finnst afar ánægjulegt að það skuli vera ákveðin vakning hjá einkageiranum varðandi það að styrkja menninguna.“ Að sögn Erlings Klingenberg mun Klink og Bank auglýsa í fjöl- miðlum núna um helgina eftir listamönnum til þátttöku í starfi listasmiðjunnar. „Umsókn- arfrestur rennur út á miðviku- daginn kemur og síðan munum við vinna úr umsóknunum fram að helgi. Þannig að fljótlega upp úr næstu helgi ætti listafólkið að vera komið inn í listasmiðjuna og geta farið að vinna að list sinni.“ Erling áætlar að í Hampiðjuhús- inu verði pláss fyrir a.m.k. 20–30 vinnustofur fyrir myndlist- armenn, auk þess sem hljóm- sveitir munu eiga kost á æf- ingaaðstöðu. Í framtíðinni verður að sögn Erlings leitast við að opna vinnu- umhverfi listamanna fyrir al- menning með það að markmiði að auka skilning fólks á nútíma listastarfsemi. „Við stefnum að því að vera mjög reglulega með ýmsar uppákomur. Svo er hug- myndin að vera með nokkurs konar opið hús alla vegna tvisvar á ári þar sem við opnum bæði vinnustofur og æfingapláss fyrir almenning.“ Orgelkvartettinn Apparat flutti verkið Stylofónía við undirskrift- ina í gær en verkið var spilað með sérstökum pennum. Morgunblaðið/Jim Smart Frá undirritun samstarfssamningsins. Fremst má sjá Nínu Magnúsdóttur og Björgólf Guðmundsson. Í bakgrunni eru Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristinsson, Erling Klingenberg, Kristinn Már Pálmason, Hekla Dögg Jóns- dóttir og Viðar Hákon Gíslason. Gífurlegur styrkur fyrir ungt listafólk LISTAMAÐURINN Ólafur Elí- asson hefur haft nóg að gera undanfarið. En eftir sýninguna Verkefni um veðrið eða Weather Project í Tate Modern safninu í London í haust og sýninguna Frostvirkni eða Frost Activity, sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, um síðustu helgi hefur Ólafur nú haldið til Noregs þar sem sýning á verkum hans var opnuð í gær í Astrup Fearnley safninu í Ósló. Sýningin í Astrup Fearnley safninu nefnist Colour memory and other informal shadows, sem útleggja mætti sem Lita- minni og aðrir óformlegir skugg- ar, og er ljósið þar í aðalhlut- verki. En líkt og segir í fréttatilkynningu frá safninu þá hefur ljósinu oft verið lýst sem mikilvægasta efnivið Ólafs, þar sem það sé ekki áþreifanlegt og geti framkallað ólíka stemmn- ingu. Meðal verka sem þar eru sýnd má nefna Room for one colour, sem samanstendur af áköfu ein- tíðni gulu ljósi þar sem verkið er látið vinna með arkitektúrnum og hafa áhrif á hugan. Önnur verk á sýningunni hafa hins veg- ar sum skúlptúrlíka eiginleika og má nefna 360* Room for all colours - þar sem safngestum er boðið inn í hringlaga innsetningu þar sem rými og dýptarsýn virð- ist taka sífelldum breytingum fyrir tilstilli breytinga á lýsing- unni. Ólafur Elías- son í Astrup Fearnley- safninu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.