Morgunblaðið - 25.01.2004, Side 32

Morgunblaðið - 25.01.2004, Side 32
LISTIR 32 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM ÞESSAR mundir standa yfir æfingar á gamanleikritinu 5stelp- ur.com sem frumsýnt verður í Austurbæ í byrjun næsta mánaðar. 5stelpur.com er spænskt leikrit skrifað af hópi vinsælla höfunda sjónvarpsgamanþátta þar í landi. Verkið var frumsýnt í Bilbao árið 2002 við afar góðar viðtökur og á innan við ári höfðu 400 þúsund manns séð sýninguna. Í 5stelp- um.com miðla fimm afar ólíkar konur af lífsreynslu sinni á ein- staklega kómískan hátt. Formið á leikritinu þykir nýstárlegt þar sem blandað er saman uppistandi, sjón- varpsþáttastíl, teiknimyndum og tónlist til að framkalla heildstæða sýningu. Sem liður í undirbúningi upp- setningarinnar skruppu leikkonur sýningarinnar, þær Björk Jak- obsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guð- rún Ásmundsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir, ásamt leikstjóra sín- um, Ágústu Skúladóttur, og sér- legum aðstoðarmanni leikstjóra, Vilborgu Halldórsdóttur, til Lund- úna í nokkra daga fyrr í mán- uðinum fyrir tilstilli flugfélagsins Iceland Express. Markmið ferð- arinnar var ekki síst að kynna sér breskt uppistand enda ekki verra að leita sér innblásturs hjá meist- urum grínsins í Bretlandi. Úrvals uppistand Strax fyrsta kvöldið lá leiðin í klúbb er nefnist Comedy camp í kjallaranum á Barcode á Archer Street. Comedy camp er helsti uppistandsklúbbur í Soho-hverfi, en þar er á hverju þriðjudags- kvöldi boðið upp á fjóra úrvals uppistandara sem kynntir eru til leiks af hinum káta Simon Happily. Greinilegt var að Happily kunni sitt fag því honum tókst að hita tróðfullan salinn vel upp áður en hin krúttlega, en mjög svo lág- vaxna Lucy Porter steig á svið. Porter var svo einstaklega sakleys- isleg í útliti og öllu fasi að hún komst upp með að tala um hin grófustu málefni án þess bók- staflega að ganga fram af fólki. Næst á sviðið var hin háværa og grófgerða Pam Ford, sem talaði með skemmtilega miklum ástr- ölskum hreim. Ford varð tíðrætt um erfitt hlutskipti kvenna hvað fegurðarkröfur varðar og lýsti fæð- ingu barna sinna á mjög svo kóm- ískan, en jafnframt groddalegan hátt. Lokanúmer Ford var óborg- anlegur flutningur á lagi Shaniu Twain That Don’t Impress Me Much með nýjum texta sem vakti mikla kátínu áhorfenda. Eftir hlé var komið að hinum hægláta Adam Bloom sem tókst á meistaralegan hátt að varpa kóm- ísku ljósi á hversdagslega hluti, auk þess sem hann lýsti reynslu sinni þegar hann var rændur á götu úti. Seinastur eða á ég að segja seinust á svið var síðan fíg- úran Tina C sem er ein þeirra per- sóna sem hinn bandaríski klæð- skiptingur Chris Green hefur skapað. Tina C er algör glam- úrgella sem treður upp í svörtum níðþröngum pallíettukjól sem vart nær niður fyrir rass, stífmáluð, í 15 sm hælaháum skóm, með kúreka- hatt og ómótstæðilegt bros sem sómt gæti fegurðardrottningu. Í fullum skrúða var Tina C svo há í loftinu að hún var sífellt að reka sig upp undir loftið á sviðinu í Comedy camp-kjallaranum. Í með- förum Chris Greens er Tina C heimsfræg sveitatónlistarsöngkona sem gefið hefur út vinsæla slagara á borð við If These Walls Could Talk (They’d Be In Therapy) og Don’t Tell Me You’re Single I’ve Slept With You’re Wife. Tina C hafði augljósa sönghæfileika sem sannaðist t.d. þegar hún flutti poppaða útgáfu af Nessun Dorma úr Turandot eftir Puccini við mik- inn fögnuð viðstaddra. Hvað uppistandið varðaði skar Tina C sig nokkuð úr hópi hinna. Bæði vegna þess hve augljóslega tilbúinn karakter hún var, því oftar en ekki nota uppistandarar eigið nafn og tala út frá sjálfum sér þótt margt sé vissulega fært í stílinn, en ekki síður með hliðsjón af um- fjöllunarefninu. Tina C var á ytra borðinu Ameríkani í húð og hár, en tókst með beittu háði sínu að gera grín að hernaðarstefnu Bandaríkja- manna undir því yfirskini að hún væri dyggur stuðningsmaður henn- ar. Þegar íslenski hópurinn var á leið heim á hótel að uppistandi loknu var augljóst að Tina C hafði vakið mikla hrifningu innan hóps- ins, þótt flestar væru leikkonurnar á einu máli um að þær hefðu hlegið meira að hæglátara gríni Lucy Porter og Adams Blooms, enda eru þau uppistandarar sem eftir er tekið í breskum grínheimi. Skondið persónugallerí Dagurinn eftir var að stórum hluta nýttur til að æfa stutta grín- þætti úr 5stelpur.com. Leikkon- urnar höfðu fengið leyfi til að æfa í stórum sal á neðstu hæð hótelsins og þar birtist blaðamanni hið skondnasta persónugallerí. Þarna mátti sjá unga einhleypa konu sem mátar sig sífellt við strákana og hefur farið á ófá stefnumót á sinni stuttu ævi. Aðra aðeins eldri konu sem farin er að örvænta um hvort hún gengur út þar sem hún hefur verið einhleyp í hátt á þriðja ár. Elsta konan í hópnum hefur með aldrinum gert sér ljóst að karl- menn eru engan veginn fullkomnir, en samt virðast konur elska þá og á engan hátt kjósa að hafa þá öðruvísi en þeir eru. Fjórða konan er líkt og fleiri í hópnum gift og miðlar kómískri sýn sinni á sam- skipti sín við eiginmanninn. Fimmta og síðasta konan í hópn- um er einstaklega jákvæð og góð- hjörtuð. Hún er raunar að ganga í gegnum eitt erfiðasta tímabil ævi sinnar þar sem sonur hennar er að breytast í ungling. Í raun og veru langar hana helst að slíta af honum eyrun og berja hann í klessu, en heldur aftur af sér sökum ástar sinnar á honum. Greinilegt var að þessar ólíku konur vöktu mikla kátínu hótelstarfsfólksins sem sí- fellt var að sniglast í kringum æf- ingasvæðið. Vafalaust hefðu brosin á andliti starfsmannanna vikið fyr- ir skellihlátri ef þeir hefðu skilið það sem fram fór. Seinna kvöldið í borginni var ákveðið að sækja leikhúsið Comedy Store við Oxedon Street heim. Þar gafst kvennaskaranum kostur á að berja augum Comedy Store- leikarana, en þeir mynda einn fremsta spunaleikhóp landsins, stunda svokallað leikhússport sem var afar vinsælt hér á landi fyrir nokkrum árum. Í samtali við Neil Mullarkey (einn af stofnendum leikhópsins ásamt mönnum á borð við Mike Myers) að lokinni sýningu kom í ljós að hópurinn hefur starf- að saman síðan 1985 og treður upp í Comedy Store-leikhúsinu öll mið- vikudags- og sunnudagskvöld til að sýna spunalist sína sem byggist al- gjörlega á hugmyndum og uppá- stungum áhorfenda. Aðspurður í hverju galdur spunans væri falinn sagði Mullarkey nauðsynlegt að temja sér ákveðið kæruleysi og passa sig á að festast ekki í hlut- unum. Ef eitthvað klikkaði yrði maður bara að vera fljótur að sleppa og halda ótrauður áfram og láta öll mistök og vandræðagang lönd og leið. Hlustun lykilatriði Þar sem eitt helsta markmið ferðarinnar var að skoða breskt uppistand lá beint við að forvitnast um hvað stelpurnar töldu sig hafa lært af því að horfa á bresku meistarana. „Það sannaðist enn og aftur fyrir mér hvað hlustunin skiptir miklu máli, það að hlusta á umhverfi sitt og ekki síst á áhorf- endur. Mér fannst gaman að sjá hvað uppistandararnir voru í miklu sambandi við okkur áhorfendur og tókst að hrífa mann með sér. Á uppistandi verður áhorfandinn í raun mótleikari uppistandarans,“ segir Unnur. „Og það mjög áríð- andi mótleikari,“ bætir Edda við. Að sögn Ágústu hefur hún í vinnu sinni með leikkonunum fyrst og fremst reynt að framkalla þann fyrirhafnarlausa samræðutón sem oft einkennir uppistandið. „Á sama tíma fannst mér mikilvægt að hver og ein þeirra fyndi sinn persónu- lega tón og gerði efnið algjörlega að sínu, enda felst list uppistand- arans ekki síst í því að geta farið á „trúnó“ með fullan sal af fólki. Oft eru uppistandarar að tala um erf- iða hluti, deila eigin fávisku, kjána- skap og lífssýn á kómískan hátt. Auðvitað skreyta uppistandarar frásögn sína og kitla þannig hlát- urtaugar fólks, enda er ekkert holl- ara en að hlæja saman. Engu að Morgunblaðið/Silja Björk Leikkonurnar Guðrún, Unnur Ösp, Guðlaug Elísabet, Edda og Björk bregða á leik í hinni stórskemmtilegu búð Octopus við Piccadilly Circus. Á trúnó með fullan sal af fólki Hópur af fyndnustu leikkonum landsins brá sér nýverið til Lundúna ásamt leikstjóra sínum í nokkurs konar æfingabúðir. Tilgangur ferð- arinnar var ekki síst að fá nasasjón af bresku uppistandi og leikhúslífi. Silja Björk Huldudóttir slóst í för með þessum skemmtilega hóp. * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 Toyota Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast. Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu *RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu *Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus IS200 verða líka í öndvegi og Það verður allt opið uppá gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.