Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 35

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 35 til okkar. Þarna voru starfsmenn ríkisstofnana, alls kyns fyrirtækja og jafnvel heilar áhafnir fiskiskipa sem komu til okkar og vildu njóta „Emmanna þriggja“. Þetta höfðaði til almennings í sem breiðustum skilningi og sýndi mér að enn er svo sannarlega hægt að ná til þjóðarinn- ar í gegnum Íslendingasögurnar, ef rétt er að því staðið. Ekki má gleyma því að auk tónlistarmann- anna hafði ég frábæran hóp með mér í sögusetrinu öll þessi ár. Þar má nefna matseljuna, kvenskörung- inn Ástu í Seli og harmónikkusnill- inginn Elvar Andrésson, bónda í Vatnsdal. Þetta einvalalið átti stóran þátt í að gleðja mat og sinni þeirra gesta sem komu til okkar. Þar að auki hafði ég ágæta heimamenn sem hjálpuðu mér við leiðsögnina. Það var mikil og góð lífsreynsla fyrir mig að kynnast öllu þessu öndvegisfólki. Stærsti ávinningurinn af starfinu á Hvolsvelli er í mínum huga að hafa kveikt áhuga fjölda fólks á að kynna sér þá frábæru bók, Njálu, betur og jafnvel aðrar Íslendingasögur í leið- inni. Fjölmargir komu til okkar á eftir eða sendu bréf og sögðu að Njála væri alls ekki eins leiðinleg og þeir höfðu allar götur haldið!“ Söngleikurinn sem sló í gegn Arthúr Björgvin leggur áherslu á hið afslappaða viðhorf til Njálu og Íslendingasagnanna sem sveif yfir vötnum í Söguveislunum. „Við höf- um verið með einhvern bókmennta- legan stífkrampa gagnvart Íslend- ingasögunum. Höfundur Njálu hefur t.d. verið miklu meiri húmor- isti en margir fræðimenn hafa komið auga á. Að minnsta kosti reyndist okkur létt að draga fram spaugilegu hliðarnar á ýmsu varðandi Njálu og ég held að engum hafi leiðst í þess- um söguveislum! Íslendingasögurn- ar eru stórkostlegar bókmenntir en um leið voru þær afþreying síns tíma, alþýðuskemmtun. Maður spyr sig hvers vegna þær hafi glatað því hlutverki og orðið nánast eingöngu viðfang fræðimanna. Þessi umræða er auðvitað gömul og nær aftur til þess er Halldór Laxness, Ragnar í Smára og Stefán Ögmundsson prentari voru að gefa út Íslendinga- sögurnar með nútímastafsetningu. Þetta hefur allt breyst og tengist því sem ég nefndi fyrr að nú er einmitt rétti tíminn til að gefa út Íslendinga- sögurnar í nýjum þýðingum á þýsku.“ „Eftir að söguveislurnar vo ru komnar af stað grófum við upp tónlist Jóns Laxdals við ljóðabálk Guðmundar Guðmundssonar skóla- skálds, Gunnar á Hlíðarenda, og byrjuðum á því að flytja brot úr bálknum í veislunum. Ljóðabálkinn orti Rangæingurinn Guðmundur skólaskáld í upphafi 20. aldar og Jón Laxdal samdi svo tón- listina í kringum 1920. Mér vitan- lega hafði þetta verk aldrei verið flutt í heild utan einu sinni á karla- kórstónleikum í Hafnarfirði fyrir mörgum áratugum. En einstök sönglög hafa náð vinsældum. Í fyrstu fékk ég í lið með mér hæfi- leikamennina Jón Smára Lárusson, Gísla Stefánsson og Sigurð Sig- mundsson sem sungu í veislunum við undirleik míns nána samverka- manns, tónsnillingsins Halldórs Óskarssonar en síðan kviknaði sú hugmynd að búa til söngleik úr þessu og fá Karlakór Rangæinga í lið með okkur, auk þess sem Svala Arnardóttir var fengin til að setja þetta allt á svið. Söngleikurinn um Gunnar á Hlíðarenda reyndist slíkur smellur bæði hér heima og ekki síð- ur erlendis að það er varla hægt að skilja lengur á milli Sögusetursins og Njálusöngvaranna. Við fórum í fimm utanlandsferðir, eina til Kan- ada, tvær til Bandaríkjanna, eina til Þýskalands og eina til Írlands. Hvarvetna sem við komum sló hóp- urinn, sem kallar sig Saga Singers, í gegn og ég tel að það hafi verið vegna þess hvað þetta var fullkom- lega einstakt fyrirbæri. Íslenskir al- þýðumenn, bændur og handverks- menn, beinir afkomendur víkinganna, komnir í glæsilega forn- mannabúninga og flytja þessa rammíslensku tónlist. Þetta gekk fullkomlega upp og vakti gríðarlega athygli fjölmiðla hvar sem við kom- um. Þetta er frábær hópur og allt starfið í kringum þetta var einstak- lega skemmtilegt og gefandi. Þarna lögðu allir sitt af mörkum og lögðu upp með þetta í sjálfboðavinnu en okkur gekk það vel að afla fjár til þessara ferða bæði hér heima og er- lendis að enginn þátttakenda þurfti að greiða krónu úr eigin vasa. Við gátum jafnvel greitt hópnum dálitla dagpeninga á ferðunum sem telst líklega einsdæmi, þegar slíkur áhugasönghópur á í hlut. Þá má nefna að söngleikurinn um Gunnar er nú kominn út á geisladiskum á ís- lensku, þýsku og ensku og hefur, eftir því sem ég best veit, gengið ágætlega út. Það má líka nefna að það eru allar líkur á því að ég eigi eftir að kippa félögum mínum aftur til Þýskalands og jafnvel víðar á þessu ári. Róðurinn þyngstur heima fyrir Arthúr kímir þegar hann rifjar upp viðbrögðin við þeirri hugmynd að sviðsetja söngleikinn um Gunnar og Njál. „Það reyndist svolítið þung- ur róður í upphafi að sannfæra ferðaskrifstofurnar um ágæti þess- arar hugmyndar og fá þær til að senda okkur hópa á söngleikinn. En þyngstur var þó róðurinn heima fyr- ir. Þar töldu forystusauðir í stjórn Sögusetursins að ég væri kominn út í meiri vitleysu en hægt væri að líða. Þetta hafðist þó allt saman og nú vildu víst allir Lilju kveðið hafa en það var sannarlega ekki þannig þeg- ar þessi hugmynd fór fyrst á flot. Þarna rákust á sjónarmið sem ristu dýpra en virtist við fyrstu sýn og ég tel að kjarni þeirra átaka hafi snúist um átök á milli borgarsamfélagsins og rótgróinna landsbyggðarsjónar- miða þar sem ættartengsl og per- sónuleg völd ráða oft meiru en gæði hugmynda sem slíkra. Ég tel að fámennissamfélög lúti sérstökum lögmálum sem maður hreinlega áttar sig ekki á og trúir ekki fyrr en maður reynir þau á eig- in skinni. Í fámennissamfélögum er sérhæfing einstaklinga til starfa mjög takmörkuð. Því veljast oft til verka menn sem ekkert vita um hvað þau mál snúast sem þeir eiga að véla um. Allt frá fyrsta degi var það mjög erfiður róður að eiga við stjórn Sögusetursins þar sem sátu að hluta sannarlega öndvegismenn, ágætir bændur og búmenn, sem þó höfðu litla sem enga innsýn í nútíma menningartengda ferðaþjónustu. Þar við bætist að á svona stöðum rísa gjarnan upp páfar sem gína yfr öllum nefndar- og stjórnarstörfum og ráðskast með fólk og fjármuni án þess að hafa nokkurt vit á hlutunum. Þessi reynsla sem ég er að lýsa er sameiginleg mörgum sem ráðast sem sérhæfðir starfskraftar út á land. Þegar maður hefur ávallt unn- ið með fagfólki þá verða þessar að- stæður enn fáránlegri og dapurlegri en ella. Þegar menn sem varla höfðu farið af bæ árum saman voru farnir að segja mér fyrir verkum um hvernig setja ætti saman dagskrár fyrir ferðamenn og útbúa kynningarefni fyrir fjölmiðla þá var ég nú hrein- lega stundum ekki viss um lengur hvort ég væri staddur í farsa eða harmleik. En líklega er þó afstöðu þessa fá- mennissamfélags til hugmynda og nýjunga best lýst með orðum eins forystumanns sveitarfélagsins þarna fyrir austan en hann sagði, er nefnt var við hann hversu gaman væri að Sögusetrið blómstraði, að það væri að sínum dómi mest um vert í svona samfélagi að hver dagur væri öðrum líkur! Þegar ég heyrði þessi orð þá fékk ég mjög alvarlegan bakþanka um tilgang veru minnar á þessum stað. Um það leyti sem ég stóð í sem mestum átökum um framtíð og stefnu Sögusetursins við stjórnina þá skrifaði þáverandi formaður stjórnarinnar níðbréf um mig upp á heilar þrettán blaðsíður og sendi til allra oddvita pólitískra framboða í héraðinu. Auðvitað höfðu menn al- mennt skömm á þessu og tóku þetta bréf og fleygðu í ruslið en þetta varð þó til þess að ég hugsaði alvarlega um hvort ég ætti ekki bara að taka saman og hverfa af vettvangi. Auð- vitað á maður ekki að láta svona lág- kúru á sig fá, enda dæma svona að- farir sig sjálfar en ég verð samt að játa hreinskilnislega að þetta óþokkabragð dró úr mér töluverðan mátt og sló á þá miklu ánægju sem ég hafði lengst af haft af að sinna þessu verkefni. Það er meira en að segja það að lesa um sig persónulegt og rætið níð upp á þrettán blaðsíður, þar sem heift og illkvittni vaða uppi og öllum staðreyndum er hreinlega snúið á haus. Núverandi oddviti sveitarfé- lagsins, öndvegismaðurinn Ólafur Eggertsson á þorvaldseyri, tjáði mér eftir kosningar að nú væri nýr tími upp runninn og á þetta bréf skyldi aldrei framar minnst. Hann stóð við þau orð sín og sá m.a. til þess að fyrir fjárveitingu til söguset- ursins á fjárlögum Alþingis 2002 (fyrir árið 2003) voru gerðar lang- þráðar umbætur á Njálusýningunni, öryggiskerfi var sett upp og mér var svo að auki falið að þýða alla sýning- artextana á þýsku og það reyndist mitt síðasta verk fyrir sögusetrið á hvolsvelli.“ Bylgjan mun ganga yfir Með þeim orðum kveður Arthúr Björgvin Bollason Sögusetrið á Hvolsvelli og er þegar horfinn á vit sagnaþyrstra Þjóðverja og rannsak- ar áhuga þeirra í fortíð og nútíð á sagnaarfinum íslenska. „Áhuginn fyrir öllu norrænu og sérstaklega norrænum bókmennt- um hefur aldrei verið eins mikill og núna. Hins vegar eru allir sem starfa á þessu vettvangi sammála um að þessi bylgja muni ganga yfir. Hún getur ekki staðið að eilífu. Það er því að mínum dómi mikilvægt að grípa þetta tækifæri og nýjar að- gengilegar útgáfur á Íslendingasög- unum væru glæsilegt innlegg og yrði gripið fegins hendi af þeim fjöl- mörgu sem núna hafa áhuga á nor- rænni sögu og menningu.“ Arthúr Björgvin ásamt fræðimönnunum Juliu Ernack og Klaus von See. Eigða'nn eða leigða'nn tilboð lc 90 53.300 verð pr mán Avensis 26.800 verð pr mán Yaris 17.400 verð pr mán Eigða'nn eða leigða'nn tilboð lc 9 53.300 verð pr mán Avensis 26.800 verð pr mán Yaris 17.400 verð pr mán á gátt Lexus IS200 verða líka í öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í *Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 havar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.