Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 37 ÍSLENSK leikhústónlist hefur allt- af átt greiða leið til vinsælda og mörg ástsælustu sönglaga þjóð- arinnar eru sprottin úr leikhúsinu. Nægir þar að nefna jafn ólík lög og Ave María sem Sigvaldi Kaldalóns samdi fyrir Dansinn í Hruna eftir Indriða Einarsson og Maístjörnuna, sem Jón Ásgeirsson samdi við leik- gerð Sjálfstæðs fólks, eftir Halldór Laxness. Una Margrét Jónsdóttir, dag- skrárgerðarmaður á Rás 1, vinnur að því um þessar mundir að rann- saka íslenska leikhústónlist frá því fyrir 1950 – en það ár var Þjóðleik- húsið vígt. „Margt af þeirri leik- hústónlist sem íslensk tónskáld sömdu fyrir 1950 hefur ekki verið gefið út, eða hljóðritað, og margt sem er hugsanlega glatað.“ Una Margrét leitar því til þeirra sem muna eftir eldri leikverkum eða sáu þau, og kunna jafnvel tónlistina, eða vita hvar hana gæti verið að finna, og biður þá að bregðast við og hafa samband við sig á tónlistardeild Útvarpsins. Sumt er það gamalt að víst má telja að enginn núlifandi Ís- lendingur muni lengur, en nótur gætu þó alltaf leynst einhvers stað- ar. „Það eru nokkrar tónsmíðar sem ég leita sérstaklega að. Það eru lög eftir Bjarna Pálsson í Götu á Stokks- eyri, úr leikritum hans sjálfs, Hirð- mönnum Óðins, frá 1885 og Einu kvöldi í klúbbnum, frá 1887. Ég er líka mikið að leita að tónlist eftir Magnús Einarsson sem var organisti á Akureyri á seinni hluta 19. aldar. Hann samdi meðal annars tónlist við leikritið Skjaldvör tröll- konu, eftir Pál J. Árdal. Það var frumflutt 1898 á Akureyri. Verkið var stundum sýnt á 20. öld, og það gæti verið að einhverjir myndu lögin úr leikritinu. Það væri líka gott ef einhverjir gætu bent mér á ein- staklinga sem sáu verkið, eða tóku jafnvel þátt í uppfærslu þess. Þá leita ég einnig að Norðurljósa- dansi eftir sjálfan Sigfús Einarsson, úr Nýársnóttinni eftir Indriða Ein- arsson. Þennan Norðurljósadans mun Sigfús hafa samið fyrir píanó, og hann var fluttur á sýningu hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1907, en þá er minnst á hann í gagnrýni. Tón- smíðina sjálfa hef ég ekki fundið, og hennar er ekki getið í lista yfir tón- smíðar Sigfúsar í ævisögu hans. Ég hef heimildir fyrir því að Frið- rik Bjarnason hafi samið lag eða lög við ljóð úr leikritinu Stormum eftir Stein Sigurðsson. Sigvaldi Kalda- lóns samdi frægt lag við ljóð úr leik- ritinu og samnefnt því. Í útgáfu á leikritinu frá 1923 segir Steinn að Friðrik Bjarnason hafi einnig samið tónlist við leikritið. Ég hef fundið hljómsveitartónlist eftir Emil Thoroddsen við Dansinn í Hruna, en það vantar sumar hljóm- sveitarraddirnar, og það væri fengur að því fyrir mig, ef þær fyndust. Ég er líka að leita að annarri leik- hússtónlist eftir Emil – ekki þó þeirri sem allir þekkja, úr Pilti og stúlku.“ Það kann að koma á óvart að bæði Sigvaldi Kaldalóns og Friðrik Bjarnason hafi samið tónlist við Storma. „Þetta er líka sérkennilegt fyrir það, að lag Sigvalda er alltaf sungið af karlmanni, en í leikritinu er ljóðið sungið af konu.“ Víða leitað og margt fundið Una Margrét hefur þegar leitað víða; á Landsbókasafni, Stofnun Árna Magnússonar, í safni Útvarps- ins, Borgarskjalasafni, Amts- bókasafninu og Héraðsskjalasafninu á Akureyri, og haft samband við fólk hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. „Ég hef líka verið að hringja í af- komendur og ættingja tónskálda, en bæði virðist margt vera glatað, og sum þessara tónskálda áttu enga af- komendur.“ En margt forvitnilegt hefur líka komið í ljós. „Elsta tónsmíðin sem ég hef fund- ið, sem ég veit að samin er af ís- lenskum höfundi fyrir íslenskt leik- rit, er eftir Bjarna Þorsteinsson, tónskáld og þjóðlagasafnara, við ljóð úr leikritinu Helga magra eftir Matthías Jochumsson. Þetta lag er frá 1890, og er í handriti Bjarna sem varðveitt er á Siglufirði, en Bjarni hefur skrifað við lagið að það hafi átt að nota það, en það var ekki notað. Ég veit ekki hvers vegna. Elsta frumsamda leikhústónlistin sem ég veit að var notuð er lag sem Magnús Einarsson organisti samdi 1891 við lítinn einþáttung, Strikið, eftir Pál J. Árdal. Þetta er bara eitt lag. Leik- ritið er allt í ljóðum, og hefur allt verið sungið við þetta eina lag. Þetta er reyndar gott lag hjá Magnúsi og hefur aldrei verið hljóðritað. Ég hef þó bara fundið laglínuna, ekki undir- leikinn, og veit reyndar ekki hvort Magnús hefur samið undirleik við lagið. Ef einhver hefur þennan und- irleik undir höndum, væri hann mjög vel þeginn.“ Una Margrét vinnur að þáttaröð um leikhústónlistina gömlu, og stefnt er að því að það sem finnst verði hljóðritað. Leikhústónlist Bjarna Þorsteinssonar og Magnúsar Einarssonar er hugsanlega sú elsta sem við eigum, og því aðkallandi að sögn Unu Margrétar að hún verði hljóðrituð. Revíulög við íslenska texta eru líka á óskalistanum hjá Unu Mar- gréti, og vonast hún til að þeir sem þekki slík lög – sem ekki eru þegar vel þekkt og vinsæl – gefi sig fram. Þeir sem geta hjálpað Unu Mar- gréti geta hringt í síma 515 3000 og 515 3586, sent henni tölvubréf á net- fangið unamj@ruv.is, eða sent henni póst á Útvarpið, Efstaleiti 1. Í leit að leikhústónlist Morgunblaðið/Ásdís Una Margrét Jónsdóttir * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 lgina! Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is KARLMAÐUR býr einn í óbyggðum í húsi úr blikki og unir hag sínum vel. Í námunda við hann (ekki of nálægt) búa þrír aðrir karlmenn, hver í sínu blikk- húsi, sem stöku sinnum koma í heimsókn (ekki of oft). Tilveran er einföld og fyrirsjáanleg, karlinn hefur allt sem hann þarfnast og lengi vel fer bara ágætlega um hann, eins og segir á fyrstu síðu frásagnarinnar. En dag einn bankar kona upp á hjá honum og segir: „Hérna hefurðu þá falið þig.“ Þannig hefst þessi skáldsaga Magnusar Mills sem er nýkomin út í Neon-bókaflokki Bjarts, en fyrir þá sem ekki vita þá eru það aðallega þýðingar á erlendum samtímabókmenntum sem gefnar eru út undir merki Neons í ódýru en vönduðu kiljuformi. Af upphafinu mætti ráða að hér væri á ferðinni frumleg saga af samskiptum kynjanna enda lítur konan í kringum sig í húsi karl- mannsins og tilkynnir: „Mér sýn- ist að við þurfum að koma skikki á þig.“ Og vissulega er einn þáttur sögunnar samskipti kynjanna séð í skoplegu ljósi. Konan kemur með kistu með sér og innan skamms hefur hún umbreytt ein- földu húsi karlsins; hengt upp myndir, sett blómavasa og dúka á borð og postulín í skápana. Að auki þá á karlinn, sem er í hlut- verki sögumanns frásagnarinnar, yfirleitt erfitt með að átta sig á vilja hennar eða botna nokkuð í skapsveiflum hennar. En það sem er kannski erfiðast fyrir karlinn er sú staðreynd að konan minnir hann á gamla drauma og fyrirætl- anir sem hann hefur gleymt eða gefið upp á bátinn. Hún krefur hann svars við ágengri spurningu: „Af hverju varð það aldrei að veruleika?“ Myndin sem dregin er upp af samskiptum karlsins og konunnar í blikkhúsinu er undanfari og hlið- stæða við önnur samskipti, stærri í sniðum; nokkurs konar hluti fyr- ir heild. Inn í tilbreytingarlausa tilveru íbúanna blikkhúsanna ber- ast fréttir af dularfullum náunga, Mikael Hawkins, sem einnig býr í blikkhúsi, en „lengra þarna úti“ á sandinum. Mikael þessi reynist hafa undarlegt aðdráttarafl á fólk (virðist kunna að koma skikki á það) og smám saman fer það að streyma að úr öllum áttum til að leita hans. Nágrannar sögu- mannsins eru meðal þeirra fyrstu sem fara og reyna að fá hann til að slást í hópinn. En hann spyrnir á móti, það er eitthvað við þennan Mikael sem fer í taugarnar á hon- um. Ótrúlegar sögur fara að ber- ast um afrek Mikaels og ýmsar þeirra höggva nærri sögumanni og draumum hans. Að lokum stenst hann ekki mátið og leggur upp í ferð á slóðir Mikaels til að skoða með eigin augum það sem fram fer. Ekki skal fjölyrt um hvað það er sem mætir sögumanni þegar hann nær á fund Mikaels og fylgismanna hans, aðeins upp- lýst að Magnus Mills hefur skrif- að hér í senn afar athyglisverða táknsögu og ádeilu sem býður upp á ótal túlkunarmöguleika. Það er ljóst að Mills er ekki síst að deila á hvers kyns múgsefjun sem teng- ist hugmyndafræði og boðun hennar en inntakið getur verið hvort tveggja pólitískt eða trúar- legt. Persóna Mikaels hefur öll einkenni mikils spámanns en les- andanum er í sjálfsvald sett hvernig hann kýs að túlka boð- skap hans. Það er aðdáunarvert hversu vel höfundi tekst í frásögn sinni að skapa sjálfstæðan heim sem lýtur eigin lögmálum, er án tengsla við „raunveruleikann“ eins og við þekkjum hann, en lesandinn er engu að síður tilbúinn að fallast á hann. (Smámunasamur lesandinn veltir kannski fyrir sér hvernig fólkið fæðir sig og klæðir úti í óbyggðum, en auðvelt að að hundsa slíkar raunsæiskröfur við lesturinn.) Stíll Mills er afar ein- faldur og tær en jafnframt mjög fyndinn og skírskotar endalaust út fyrir sig, enda er slíkt forsenda allra táknsagna; að merkingar- sviðið sé fleira en eitt. Þýðing Snæbjörns Arngrímssonar nær tærleika og húmor Mills vel og er í alla staði hin ágætasta (þótt nokkrar stafsetningarvillur hafi sloppið í gegnum prófarkalestur). Af hverju Snæbjörn breytir bók- artitli frummálsins, Three to See the King, í Blikkkóngarnir er mér ekki alveg ljóst, það er dálítll áherslumunur á einum kóngi og mörgum, en íslenski titillinn er óneitanlega þjáll. Blikkkóngarnir eru afbragðs lesning í skammdeg- inu, bókin hefur tvo mikilvæga kosti: Hún er skemmtileg og kveikir hugsun um þau lögmál sem ríkja í mannlegum samskipt- um, bæði á stórum og litlum skala. Að koma skikki á fólk BÆKUR Skáldsaga Magnus Mills. Íslensk þýðing: Snæbjörn Arngrímsson, JPV Bjartur 2003, 169 bls. BLIKKKÓNGARNIR Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.