Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 42
SKOÐUN 42 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FLEST ykkar trúa því að Guð sé til. Að hann sé heilagur. Að hann stjórni öllu. En hver er Guð? Hvert er eðli hans? Ég hugsa að flest ykkar séu eins og ég, eða kannist að einhverju leyti við ykkur í þessari lýsingu hér. Ég var nefnilega alltaf að reyna að þóknast Guði. Ég reyndi að halda boðorðin. Ég hélt að það væri hon- um þóknanlegt að bjóða fram hina kinn- ina ef ég væri sleginn. Ég hélt að ég ætti alltaf að þegja og vera góð. Láta bjóða mér allt í nafni kristninnar. Ég trúði því líka að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðu sér sjálfir. Ég fór alltaf með bænirnar mínar. Og ég leitaði alltaf til Guðs um styrk ef einhverjir erfiðleikar bjátuðu á. En eitthvað vantaði, hvað …? Frá því ég var barn þá fannst mér alltaf gott að kíkja inn á sam- komur hjá KFUM&K eða fara í sunnudagaskólann. Það gaf mér alltaf góða tilfinningu að syngja sálmana og það voru nokkrir sálm- ar sem voru í uppáhaldi hjá mér. Það voru m.a. sálmarnir „Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn“ og „Ó, faðir gjör mig lítið ljós“. En „Ó, Jesús bróðir besti“, „Ástarfaðir himinhæða“ og „Enginn þarf að óttast síður“ skiluðu samt alltaf sínu. Ég trúi því að ég hafi búið að þessari einlægu barnatrú sem ég hafði og hún hafi í raun bjargað mér í gegnum margt. En mig lang- ar að segja ykkur frá reynslu sem opnaði augu mín fyrir hver Guð er í raun og veru! Eins og ég hef tekið fram þá fannst mér ég vera góð kristin manneskja. En innra með mér var mikill sársauki sem ég hafði bælt niður. Ég hafði brostið hjarta. Ég hafði reynt að vera sterk og brosa í gegnum tárin. Bitið á jaxlinn og reynt að vera jákvæð og skilnings- rík. Ég hafði eins og við flest þurft að takast á við lífið sem oft sýndi á sér grimmilegar og ómannúðlegar hliðar. Ég var föst í böli sem ég gat ekki losað mig út úr, sama hvað ég reyndi. Mér fannst ég vera gömul þó ég væri ung manneskja. Sál mín var útbrunnin. Ég lifði lífi sem ég hafði ekki valið mér sjálf. Ég þráði líf í jafnvægi. Ég þráði innri frið og sátt. Ég þráði ham- ingju og lífsgleði … Það kom tímabil í mínu lífi þar sem fótunum var al- gjörlega kippt undan mér. Ég átti ekkert eftir. Ég var al- gjörlega gjaldþrota á anda, sál og líkama – félagslega og fjárhags- lega. Á því tímabili las ég í kvöldbæn í ferm- ingarsálmabókinni að Guð elskaði mig að fyrra bragði! Það sem enginn mannlegur máttur hafði getað gefið mér gaf Guð mér á einu augabragði. Skilyrðislausan kærleika. Kærleika sem bara elsk- aði og krafðist einskis í staðinn. Ég hafði alltaf þurft að fórna svo miklu fyrir að vera elskuð og viðurkennd. Ég hafði aldrei fyrr mætt kærleika sem fyllti hjarta mitt án þess að taka eitthvað í staðinn. Kærleikur Guðs byrjaði að bræða niður það sem var frosið innra með mér. Ég fór að finna fyrir innri hlýju og vaxandi innri myndugleika. Til þess að gera langa sögu stutta, þá tók ég nýja afstöðu. Ég endurnýjaði fermingarheit mitt. Ég gerði meðvitað og af fullri alvöru að nýju Jesús að Drottni og leið- toga í mínu lífi. Í Róm. 10:9 stend- ur: Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Það að „frelsast“ eða að verða hólpinn þýðir m.a., eftir orðabók: bjargað, hættan er liðin hjá, frelsi, öryggi, friður og jafnvægi. Ég fann strax og ég tók þetta skref, fyrir vernd Guðs. Mér fannst ég líka vera komin heim ef hægt er að segja svo. Guð fór að eiga við líf mitt. Áður en ég fékk innri lækningu og fyr- irdæmingin stjórnaði lífi mínu, þá gat ég ekki tekið á móti neinu góðu, mér fannst ég ekki eiga það skilið. Þegar Guð fór að eiga við líf mitt þá fann ég að ég varð að gera upp öll mín mál við hann. Ég fann að fyrr gæti ég ekki verið heil manneskja. Ég var stöðugt með nagandi samviskubit. Fyrirdæm- ingin og skömmin var svo sterk innra með mér að ég reif mig niður fyrir allt sem ég sagði og gerði. Ég átti alltaf von á ásökunum eða refs- ingu. Ég var svo hrædd við að koma með alla þessa skömm til Guðs, því ég trúði því að ég ætti allt slæmt skilið. Það fannst alltaf innra með mér: Ef þú bara vissir hver ég er þá myndir þú ekki elska mig. Mér fannst ég svo óhrein. En ég þráði svo sterkt að verða hrein, sama hvað það kostaði og ég kom með alla mína skömm til Jesú. Ég sagði honum frá öllum mínum leyndarmálum og öllu sem hafði legið svo þungt á hjarta mínu. Hann hafnaði mér ekki eins og ég hafði óttast, hann ásakaði mig ekki heldur eins og ég hafði búist við, í staðinn heyrði ég hann segja: Það er ekkert sem getur aðskilið þig frá kærleika mínum. Ég elska þig eins og þú ert. Ég fékk síðan að fyrirgefa sjálfri mér. Allt sem ég hélt að ég þyrfti að lifa með og allt sem ég hélt að ekki væri hægt að fá fyrirgefningu á, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég fann að hann náðaði mig niður í innstu hjarta- rætur. Frá þeirri stundu hvarf það gamla og ég hafði fengið nýja byrj- un. Náð Guðs brýtur allt ok af þér. Guð hefur trú á þér. Þegar hann horfir á þig sér hann ekki mistökin sem þú hefur gert heldur mögu- leikana sem þú átt. Það er ekkert í þinni fortíð sem þú þarft að sætta þig við eða lifa með. Ég valdi einnig að fyrirgefa manni sem hafði hafnað mér og sært mig mjög djúpt. Guð sýndi mér að ég yrði að fyrirgefa þessum manni svo ég gæti fengið græðslu og lausn inn í þessar kring- umstæður. Í bæn kom ég þá með manninn til Jesú og ég fyrirgaf honum. Ég fékk þá að sjá í sýn aft- ur þessar kringumstæður þar sem mér hafði verið hafnað og ég sá Jesú koma inn í þær. Hann tók í hönd mína og leiddi mig út úr þeim þannig að mér fannst ég bara vera áhorfandi. Hann sagði ekki neitt en ég var umvafin af kærleika hans. Þegar hann var búinn að leiða mig afsíðis út úr þessum kring- umstæðum, þá gekk hann sjálfur inn í þær. Það sem gerðist var að hann fórnaði sér í minn stað. Hann tók á sig mína höfnun og minn sársauka og ég varð frjáls. Þegar ég hugsa til baka um þessar kring- umstæður, þá sé ég það sem Jesús gerði fyrir mig. Hann gekk á milli mín og þessara kringumstæðna og leysti mig. Hann tók burt sársauk- ann í hjarta mínu. Þegar Guð læknar okkar innri mann gerist það oft á svona myndrænan hátt. Við sjáum með okkar innri augum hvernig Jesús kemur inn í kring- umstæðurnar. Hann er sá sami í dag, gær og um alla eilífð. Þess vegna getur hann farið með okkur til baka inn í þær aðstæður sem hafa bundið okkur. Fyrirgefningin færir þér lækn- ingu sem færir þér fullkomið frelsi. Þú ert ekki lengur fórnarlamb. Þú verður sigurvegari. Þar sem slæm reynsla hefur mótað þig þar fær kærleikur Guðs að móta þig að nýju. Kærleikur hans gerir alla hluti nýja. Þegar þú fyrirgefur þá byrjar kærleikur Guðs að móta þig að nýju og fortíðin stýrir þér ekki lengur. Kærleikur hans græðir brostin hjörtu. Það sem hefur verið sundrað eða brotið í sálu þinni. Slæmar minningar missa sárs- aukabroddinn. Þegar þú fyrirgefur þá eignast þú nýtt líf. Þú eignast nýja sannfæringu sem ekki er hægt að taka frá þér. Þú verður sigurvegari. Fyrirgefningin læknar persónuleikann!! Hún færir þig út úr þeim aðstæðum sem hafa bundið þig og hún færir þér innri frið og jafnvægi. Persónuleiki þinn blómstrar. Guð hefur sýnt og sannað það fyrir mér að það sem gefur mér styrk til að fyrirgefa eða takast á við erfiðar kringumstæður er kær- leikur hans. Hann elskar mig og þig að fyrra bragði. Áður en við höfum gert nokkuð til að verð- skulda það. Hann fyllir hjarta okk- ar með þessum skilyrðislausa kær- leika sem ber okkur í gegnum alla erfiðleika. Hann gefur okkur einnig von fyrir daginn í dag og komandi framtíð. Hann segir: Þú þarft ekki að óttast. Hættan er liðin hjá. Ég er hjá þér og vernda þig. Ég mun aldrei yfirgefa þig. Ég verð seint eða aldrei dýrð- lingur. Ég get ekki frelsað mig sjálf. Ég verð algjörlega að treysta Guði fyrir lífi mínu. Að gefa honum stjórnina. Ég þarf að sleppa tök- unum. Ég þarf ekki að bíta á jaxl- inn og brosa í gegnum tárin. Ég þarf ekki að reyna að vera sterk og þrauka daginn. Hann hefur ekki heldur ætlað okkur að vera písl- arvottar. Við þurfum ekki að láta illt yfir okkur ganga. Við þurfum ekki að sætta okkur við erfiðar kringumstæður. Jesú vann fullkom- inn sigur inn í allar kringumstæður þegar hann gaf líf sitt fyrir okkur. Hann sagði á krossinum. Það er fullkomnað. Hann bar sjálfan sig sem fórn í eitt skipti fyrir öll og aflaði okkur eilífrar lausnar og lækningar. Það eina sem Guð fer fram á við okkur er að við tökum á móti þess- um skilyrðislausa kærleika. Hjarta hans svellur af skilyrðislausum kærleika til þín. Hann segir að eina syndin sem til er sé sú að við tök- um ekki við eða trúum ekki á Jesú. Hann segir það vegna þess að í Jóh. 3:16–17 stendur: svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, held- ur að heimurinn skyldi frelsast fyr- ir hann. Og í 1. Jóh.4:7–10, 14–19 stendur: Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar. Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent son- inn til að vera frelsari heimsins. Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði. Vér þekkjum kærleik- ann, sem Guð hefur á oss, og trú- um á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er. Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni. Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði. Það er svo ríkt í okkur að dæma. Við höldum einnig að Guð sé á himnum með refsifingurinn á lofti, tilbúinn til að varpa á okkur eld- ingu ef við gerum eitthvað af okk- ur. Við höldum líka að við gerum okkur velþóknanleg fyrir honum með því að fara inn í dýrðlings- eða píslarvættishlutverk. Það er alls ekki auðvelt að trúa og taka á móti þessum skilyrðislausa kærleika. Það er svo ríkt í okkur að við þurf- um að verðskulda kærleika eða við- urkenningu. Það er skrítið að það sem er í raun svona yndislegt þarf að vera okkur svo erfitt að taka við. Við erum búin að flækja trúna með allskonar kenningum, siðum og boðum. En sönn trú er ekki kenning, siðir eða bönn. Sönn trú er að trúa á algóðan Guð og Jesús frelsara okkar. Að taka á móti því sem þeir hafa að gefa okkur. Guð elskar þig eins og þú ert. Sönn trú er það þegar þú hefur tekið á móti kærleika Guðs og hann hefur gefið þér nýtt lífsgildi – þá leggur þú sjálfkrafa af það sem hefur skaðað þig. Það er kærleikur hans sem gefur þér styrk til þess. Ekki ref- sifingur Guðs sem segir að þú meg- ir ekki. Guð leggur ekki nýjar byrðar á þig. Það erum við sem höfum gert þetta svona erfitt því það er svo erfitt að trúa á skilyrð- islausan kærleika Guðs. Að hann elskar okkur eins og við erum og hann vill að við lifum frjáls. Það er- um við sem höfum búið til þessi dýrðlings- og píslarvættishlutverk. En sannleikurinn er sá að við get- um engu bætt við þá friðþægingu sem Jesús vann fyrir okkur á krossinum í eitt skipti fyrir öll. Við þurfum bara að taka við henni. Þú getur ekki unnið þér hana inn. Þú verður einfaldlega að beygja hné þín og taka við henni. Skoðaðu hjarta þitt. Kannski þarft þú að fyrirgefa Guði. Þér finnst kannski að Guð hafi ekki gripið inn í kringumstæður þínar þegar þú þurftir þess. En sannleik- urinn er sá að hann bar þig í örm- um sér þegar neyðina bar að. Hann gaf Jesú sem lausnara inn í allar þínar kringumstæður. Í Jóh. 10:10 segir Jesús: Þjófurinn (djöfullinn) kemur ekki nema til að stela, slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þér hafið líf, líf í fullri gnægð. Og í Jer. 33:6 stendur: Sjá, ég legg við hana umbúðir og græðslulyf og lækna þá og opna þeim gnægð stöðugrar hamingju. Hann lyftir af þér sorgarklæðunum. Hann klæðir þig í skartklæði í stað hugarvíls. Gefur þér fagnaðarolíu í stað hryggðar. Svaraðu kalli Drottins. Hann segir í Matt. 11:28 Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yð- ur hvíld. Þér býðst að taka við kærleika Guðs sem elskar þig að fyrra bragði. Hann gefur þér sanna, lifandi trú sem mun loga í hjarta þínu. Endurnýjaðu nú ferm- ingarheit þitt. Barnið mitt, má ég eiga við þig eitt orð … Eftir Katrínu Magnúsdóttur ’Allt sem ég hélt að égþyrfti að lifa með og allt sem ég hélt að ekki væri hægt að fá fyrirgefn- ingu á, hvarf eins og dögg fyrir sólu.‘ Höfundur starfar við sálgæslu í Fríkirkjunni Veginum. Höfðabakki Atvinnuhúsnæði Góð lofthæð, mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Mögulegt er að skipta ofangreindum stærðum í smærri einingar. Húsnæðið hefur verið í notkun fyrir höfuðstöðvar Marels. Hentar fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. 1. hæð 280 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 266 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 481 fm Innkeyrslud./lofth. 3,7 m. Laust 2. hæð 1.460 fm Skrifstofur/þjónusta Mjög hagstæð leiga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.